Alþýðublaðið - 17.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ IALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hveriisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. til kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. 19*4—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ^ hver mm. eindálka. 1 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan $ (í sama húsi, sömu símar). Hvað ræðitr? UmbótaSangleiðisig. Öllum mönnum er meðsköpuð prá til þess að vernda rétt sinn í mannfélaginu. Kemur sú prá skýr- last í ljós hjá þeim mönnum, sem vonda aðstöðu hafa í lífinu. Að- staða manna til þess að lifa sjálf- stæðu lífi er að mjög litlu leyti bundin við hæfileika eða eðlis- þroska. Góður maður, gæddur miklum hæfiieikum, er í núver- andi þjóðfélagi ekki allsjaldan fjær því marki að lifa sjálfstæður en vondur maður með litla hæfi- leika, ef hann hefir ekki fæðst inni á heimili, þar sem auður og valdsréttur skipuðu öndvegi. — Framsýnir menn hafa fyrir löngu komið auga á hættuna, sem slíkt ástand hefir valdið og getur bor- jð með sér inn í frem'íð þjóðanna. Fyrir því er það eitt af viðfangs- efnum umbótamanna að bæta úr þessu viðsjárverða ástandi. Víð- sýnir þjóðfélagsvinir vilja koma í veg fyrir, að aðstaða manna í til- verunni verði framvegis bundin við efnahag eða ættarhefð. Þeir vilja, að eðlishæfileikar manna manna ráði því einungis, hvern sess 'hver einstaklíngur hlýtur í þjóðfélaginu. Flvernig sem mönn- um kann i;ð þykja um stefnu jafn- aðarmanna yfirleitt, get ég ekki imyndað mér annað en að um þetta atriði hennar, sem styður aukin og jafnari mannréttindi, séu allir skynbærir menn sammála. Tel ég litlum vafa bundið, að ef þetta atriði kemst í framkvæmd hér á landi fyrir aðdug jafnaðar- sinna, sanni framtiðarreynslan, að með því sé stigið eitt af allra stærstu framfara- og heilla-spor- um, sem stigin hafa verið með þjóð vorri. Menn, sem skilja lítt grundvall- arregiur jafnaðarmanna, hafa all- oft látið i ljós þá skoðun, að jafn-. aðarstefnan ætti ekkert erindi til vor íslendinga. Sú skoðun er þeg- ar allvíða hrakin. Læt ég því að þessu sinni hjá líða að gera við hana athugasemdir beinlínis, enda mun aukin fræðsla og vakinn skilningur á lífsstefnum, sem hjá Oss finnast, ráða mestu um það, hverja þjóðin velur sér til þess. að lifa eftir í framtíöinni. En aukin mentun og félagslegur þroski sannar mönnum gildi jafn- aðarstefnunnar. Það eru beztu meðmæli hverrar stefnu sem er. Af þessu má ráða, hver verða muni framtíðarsteína vor. íslenzkri þjóð ríður mikið á þvi, að henni auðnist jafnan að sjá ráðsæti sín skipuð hæfum rnönn- um. En við slíku getum vér ekki búist, meðan það ástand rikir sem nú, að heimskir efnamenn geti keypt völd og virðingar fyrir fjár- muni. En fátækir hæfileikamenn fá vegna ættarsmæðar og féleysis aldrei kornist í „HliÖskjálf“ menta- gyðjunnar, — fá aldrei öðlast ré'.t- inn, sem veitir þeirn möguleika til þess að vera réttir menn á réttum stöðum. En lakast er það, að þjóðin fær aldrei notið hæfi- leika þeirra manna, sem lög nátt- úrunnar rnæla íyrir um að sitja eigi vandskipuðustu sæti þjóðfé- lagsins. Lögmál náítúrunnar er oss sizt óviðkomandi. Fyrir brot á lögum hennar kemur hefnd fyrr eða síðar. Hér áð framan hefi ég gert grein fyrir þvi, að með slíku skipulagsástandi þjóðfélagsins, sem nú er, brjótum vér algerlega í bága við réttlátt eðlislögmál. Svo langt er komið óreiðunni í þessu efni, að ef tveir menn sækja um starf, hvort sem það er af æðra eða lægra tagi, ræður það alloft úrslitum, ef annar hefir að efnum vel búið frændfylgi að baki. Ræður slíkt fylgi jafnvel því, hverjir skipa sætin í löggjaf- arsamkomu vorri. Allir, sem opin hafa augun, hljóta að sjá, að með þessu er málum vorum og sjálf- stæði stefnt í óvænt efni. í þessu sambandi minnumst vér margra stórmenna, sem oss hafa fæðst og dáið án þess, að vér fengjum no'ið andans orku þeirra og hæfi- leika. Því heíir valdið sama mein- ið, ójöfhuðurinn í þjóðfélaginu, sem ])ví miður á sér enn verj- endur á landi voru. — Þeir, sem hamra mest á því, að fram- tak einstaklingsins eigi að ráða því, hvað unnið sé í þjóðfélaginu, ættu að íhuga þessa spurningu: Ræður framtak ein- staklingsins meira í þjóðlífi voru en auður og ættarhefð? Það er framtak einltaklingsins, sem knýr Pé:ur til þess að sækja um starf, ; em aug ýst er ti umsókna, sömu- leiðis Pál. Báðir geta þeir verið jafn-framtakssamir. En hver fær starfið? Sá, sem að baki sér hefir ríkara sifjalið eða er sjálfur svo yel efnum búinn, að hann getur boðið keppinaut sínum byrginn fjárhagslega. Gæíið þess, sem lofið framtak einstaklingsins, að það má sín lítils, þá er afl auðs og frændfylgis stendur á rnóti. Þá hefir ekki alla skort framtaks- semi, mikilmennin ís enzku, sem saga vor geymir, en aidrei fengu notið sín eða■ þjóðin þeirra vegna sífeldrar baráítu við eymd og efnaskort. íslenzka sveitabæri lur, sem lítið hafa framkvæmt sðustu ár- in, hefir ekki skort framtak eða dug á móts við suma ungiingana, sem gert hafa út til síldveiða á Biglufirði. En lánveitingavald þessa lands liefir betur treyst framtakssemi og fyrirhyggju út- gerðar-„spekúlanta“ en íslenzkra bænda. Árangur þess trausts er nú þjóð vorri að sjálfsögðu nægi- lega kunnur. I þessum efnurn hef- ir verið gengið fyrirhyggjulaust Jram.iSú framganga hefir valdið stórum meinum í þjóðiífi voru. Bót þeirra þolir litla bið, ef þau eiga ekki að ræna þjóðina lífs- möguleikum að meira eða minna leyti. Réttlætistilfinning þjóðarinnar heimtar það, að hæfileikar manna fáði því meira, hvar þeim er skip- að í þjóðfélaginu, en auður og ættartign. Ella er helstefnu fylgt, — þjóðinni böl magnað. Og böl Iiefir henni verið magnað í mörg ár. Á því böli verður ekki ráðin full bót nema með róttækum um- bó;um. Svo er um flest annað, sem þjakar voru litla þjóðfélagi. Vér verðum að gera oss það full- ljóst, að komast verður fyrir ræt- ur þess, sem miður fer, svo að það fái aldrei skotið upp höfðinu að nýju, því að þótt alþýða géti unnið sér stundarhagsbætur án lítilla fórna, verður það litils virði framtíðarkynslóðunum, ef jarð- vegurir.n, sem frækornum stund- arhagsmuna er sáð í, felur í sér rætur þess, sem órétti og ánauð gelur valdið í þjóðlííinu. Þetta er sönnum umbótamanni jafn- ljóst og garöyrkjumanninum, sem rífur illgresið úr garði sínum upp með róíum, því að annars eru nytjaplönturnar aldrei öruggar fyrir idgresinu, sem skýíur ráns- /öngum við fyrsta tækifæri. Gerum oss Ijóst, að þótt langt verði, unz gáfuðustu mönnum þjóðarinnar, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, standi opnari vegurinn að garði mentunar og trúnaðarstarfa en auðugum heimskingjum, þá er sízt of snemt að fara alvarlega að vinna að því, Ég efast ekki um, að allir, sem hlutdrægnislaust vilja íhuga þetta mál, skilji nauðsyn þess, að unn- ið sé fyrir það. — Til þess að taka við þeirri réttarbót, sem hér um ræðir, vantar oss engan innri þroska, en oss vantar réttar- bótina til þess að hið innra líf þjóðarinnar geti þ;o kast og orðið heilbrigt. Annars er framkvæmd nýrra hugsjóna bundin við eðlilega lífs- þróun. Félagslegar umbótahug- sjónir verða að öðlast viður- kenningarrétt þjóðarinnar. Fyrir því er nauðsynlegt, að þjóðinni berist réttar frásagnir af stefnu jafnaðarmanna, óeitraðar af póli- tískum saur andstæðinga hennar. Myndi það án efa flýta mikið fyr- ir því, að vilji jafnaðarmanna yrði alþjóðarvilji. Jafnréttishugsjónin verður aldrei kveðin niður. Kom- ist hún, ekki i framkvæmd í dag, þá á morgun. Tíminn, sem hún verður að fullu viðurkend, nálg- ast- Þó að nú séu ærið erfiðir tímar fyrir alþýðu þessa lands, og mat- arstritið — ef náðin í brjóstum atvinnurekenda veiíir það — tald tíma, hug og dug, megum vér ekki gleyma því, að hér hjá oss er h-afið stríð fyrir jafnrétti, sem ekki verður fulllokið á voru æfi- skeiði, en oss ber skylda til að leggj-a krafta v-ora í að svo miklu leyti, sem hverjum einstökum er unt. í slíku starfi ber oss að standa saman. Þá munum vér í lok þessa nýja árs standa einu skrefi nær því ríki, sem jafnrétti -og friður skipa öndvegi í. Því að með göðum samtökum veíum vér sterkustu þættina í ör- yggisvarnir aldinna og óborinna. Hafnarfirði, á þrettándanum 1927. Árni Ágúsiss. Ápbók hins islenzka fornleifafélags 1925—26 er nú komin út, og er í henni fjöldi af ágætum ritgerðum; flest- ar eru þær eftir Matthías þjóð- minjavörð. Eru fyrst nokkur hlý- leg minningarorð eftir hann um Jón Jacobson landsbókavörð, sem og var forngripavörður um eitt skeið. Þá er ágæt ritgerð eftir Ólaf Lárusson prófessor, „Nokkr- ar athugasemdir um fjórðungs- þingin“. Sýnir höf. með góðum rökum, að skoðanir Maurers og Finsens, að setning fjórðungs- þinga hafi verið dauður lagabók- stafur, að þau hafi hvergi með vissu komist á fót nema í Vest- firbingafjórðungi, og að þau, þó að þau ef til vill hafi komist á fót í öðrum fjórðungum, hafi fall- ið niður eftir skamma stund, fái ekki staðist. Rekur hann það mál nákvæmlega og sýnir, hvar þing- síaðirnir voru. 1 Austfirðihga- fjórðungi var þingstaðurinn í Vífe í Lóni; í Sunnlendingafjórðungi var hann undir Ármannsfelli, í Vestfirðingafjórðungi í Þórsnesi og í Norðlendingafjórðungi í Hegranesi. Þá er merkileg lýsing á rústunum í Herjólfsdal með myndum, eftir Matthías, svo fróð- leg ritgerð um „Nafngjafir land- námsmanna á íslandi“ eftir Vig- fús Guðmundsson. Þá er nokkuð löng, en góð grein um „ Ævar- skarð hið forna“ eftir Margeir Jónsson. Síðan stutt klausa eftir- Matthías um „Dys við Kápu hjá Þórsmörk“, þar sem fanst hið undurfagra spjót og merki þess, að haugbúi hafi verið i gulldregn- um klæðum, þá klausa „Um Hof í Miðfirði" eftir Jósafat Hjaltalín með athugasemdum eftir M. Þ. Svo er athugagrein um beinin, sem fundust á Hvaleyri og getið var um hér í blaðinu, eftir Matt- hías, og kemst hann að þeirri' vafaiaust réttu niðurstöðu, að þau séu af sjóreknum mönnum;, sem hafi v-erið urðaðir utan garðs. Þá er „Dagverðarnes“, örnefna- lýsing eftir Andrés Grímólfsson. Er örnefnalýsingin til orðin fyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.