Bjarki


Bjarki - 05.06.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 05.06.1902, Blaðsíða 2
2 fyrir, að þar hafi hann breytt eftir bestu sann- færingu og het jeg eingar brigður borið á það. En framkomu hans þar var óheppileg ogóvið- feldin og hann skýrir ekki óvilhallt frá við- skiftum flokkanna á síðasta þingi. Þegar þrætan um ráðgjafabúsetuna kom upp, með fæðingu tímenningafrumvarpsins, þá var ekki svo, að meirihlutaflokkuiinn vildi ekki búsetu ráðgjaf- ans í Reykjavík. En auk þess sem hún var, eina og þá stóð á, talin ófáanleg, þá var ágrein- ingur um, hve mikils virði hún út af fyrir sig væri. Tímenningaflokkurinn vildi vinna það til að fá ráðgjafann heim, að gera hann að undirmanni annars ráðgjafa í Knöfn. Dr. Val- týr og framfaraflokkurinn lagði aðaláhersluna á, að einginn milliliður yrði milli Islandsráðgjaf- ans og konúngsins, að ráðgjafi okkar yrði »jafn- stæður öðrum ráðgjöfum konúngs». Með stjórn- artilboðinu er þessu nú þannig fyrir komið, að hvorttveggja fæst. Síra Einar vildi nota tækifærið sem best þegar stjórnarskiftin urðu. Hann er þá búinn að gefa tveimur stjórnarskrárbreytingafrumvörp- um á sama þínginu atkvæði sitt, og nú kemur þriðja leiðin, að senda mennina, sem alls ekki gátu komið sjer saman á þínginu, til stjórnar- innar til að semja um málið. Pá velur hann hana. En getur hann nú neitað, að meirihlut- inn hafi farið rjett að ? Eða, hvað vildi hann knýa út úr hinni nýu stjórn? Hann telur í þessari grein úrslitin sem orðin eru með stjórn- artilboðinu »ákjósanleg<, þ e. hann vildi ekki | annað nje meira en nú er í boði f’ennan ár- j ángur hefur nú aðferð meirihlutans haft. En j um árángur af utanför sendinefndarinnar er ! allt óvíst annað það, að málinu helði þar með j verið frestað um óákveðinn tíma. En síra Einari gleymist að skýra eitt atriði, og það er, hvernig hugsun hans var varið þeg- ar hann eftir bestu sannfæringu slóst í fylgd með tíumannaflokknum í n d, til þess að koma f veg fyrir að deildin sendi konúngí ávarp samhljóða og e: d., þar sem lýst væri yfir, að deiidin væri ekki ána-.gð með hið samþykkta frumvarp, en óskaði að fá stjórr.ina búsetta í landinu. Þegar að því kemur, ícllur frásögn hans niður, og væti þó ekki ófróðlegt að tá að vita þetta, þvi einmitt það sporið munu m.irg- ir eiga erfiðast mcð að skilja. Xjörþíngið. I’að er á íaugardaginn kemur. Þarverðas, eða ef tii viil 6, þingmannaefni um að velja. Þrjú af þeim eru menn, sem vel mættu allir á þingi sitja ; það eru þeir Jóhannes sýslumaður Jóhannesson, sira F.inar Þórðarson og JónJóns- son frá Sleðbrjót. Má telja úrslit kosninganna góð, ef tveir af þeim hljóta kosningu. Kjosið þvi: Jöhannes sýslumann Og: sr. Einar Þörðarson Eða: Jön frá Sleðbrjót og annanhvorn þeirra með hotium. En einginn hinna á þarft erindi á þing. Jón læknir tekur að líkindum framboð sitt aftur á kjörþinginu, og hefur hann lítið fylgi í kjördæminu. Um síra Einar Jónsson er áður talað hjer í blaðinu. Þó haan sje dreingur géður, þá er ekki heppilegt að velja hann til þings. Honum lætur ekki þingmennska. En það væri kjördæminu til vanvirðu, ef Olafur Davíðsson yrði kosinn. Því hann hefur ekkert það unnið, er geti gefið mönnum skyn- samlega ástæðu til að hafa álit á honum sem þingmannsefni og hlýtur nær eingaungu að eiga fylgi sitt undir verslunarstjórastöðunni hjá Ör. & W. Kjósendur mega ekki gleyma því við kosn- ingarnar, að verslunar- og viðskittalífið hjá okkur þarf urnbóta við. Kjósið ekki síra Einar jónsson og því síður Ólaf Davíðsson. Úr Alþingisrimunum — o— , I þingrímunum, sem Valdemar sál. Asmunds- | son gaf út og mun sjálfur hafa ort að mestu | leyti, er margt vel kveðið. Rímurnar eru um | baráttuna um hin helstu þjóðmál okkar á síð- ustu þingurn. Hjer eru teknar nokkrar vísur, sem geta um framgaungu Múlsýslúnga á þingi í fyrra : Norðmýlíngar sóttu’ að sennum, sveigðu vopnin stinn; rauk sem gufa’ úr rekka ennum Rángársamþykktin. Einar beggja vinur vera vildi' í hverri þraut; samviskan hans sýndist bera sannfæring á braut. Jóhannes hinn furðu fríði frækn sig heiman bjó, þótti vera á þíngi prýði, þola flestan sjó. S,-nnmýlíngar hjeldu að hildi, hríð varð ekki laung; Axel frækni, garp'rinn gildi, geira herfi saung. Gutti hjá í liði lafði landshöfðingjanum; umboð hann og umbrot hafði ill í maganum. Um skifting liðsins á síðasta þíngi segir tneðal annars : Nær því jafnmarvt lýða iið laufa háðí gjálfur; báðum fylgdi á sóknar svið sba Einar hálfur. Um rímurnar verður frekar getið síðar. Rángármiðiunin, sem Norðmýlingar fylgdu við síðustu kosningar og bingmennirnir, sem þá voru kosnir, hjetu báðir fylgi sínu, er það sem nú stendur til boða frá stjórnarinnar hálfu með þeim viðauka til mikilla bóta, að ráðgjafinn á að vera búsettur í Rvík. Þíngmannaefni okkar nú hafa öll verið Ráng- ármiðlunarmenn frá upphafi, þó síra Einar Jónsson hvarfiaði frá henni þegar til þings kom yfir í tímenningafrumvarpið, nema Ólafur Da- víðsson. Hann fordæmdi Rángármiðlunina í laungum en lítið skynsamlegum greinum í Austra og taldi hana hinn mesta »voðagrip>. Méð því að bjóða sig nú fíam til þíngs til þess að samþykkja þar hið, sama sem hann þá for- dæmdi, játar nú stjórnvitringur sá, að í Austra greinum hans hafi eingin skynsemi verið, eins og allir reyndar sáu þegar, aðrir en sjálfúr hann. }Cena ?itstj. Skafti Jósefsson. f 19. tbl. Aastra stendur ritstjórnargrein, með fyrírsögninni >Einvalalið Valtýínga í Norður- Múlasýsíii' , sem meðal annars hefur inni að halda aðdróttanir að rnjer am skjalafölsun og ýmsar jleiri ærumeiðíngar. Jafnframt því hjer með að mótmœla óminnstrí grein, að því leyti sem hún snertir mig, sem stað lausurn og svívirðilegum ósann- indum, tilkynnist yður og öllum almenníngi hjer með, að jeg hefi ókveðið að lögsœkja yðar fyrir œrumeiðahdi og móðgandi ummœliummig í grein þessari og víðar í blaði yðar Austra og krefst þess, samkv. 11. grein laga 9. maí 1855, að þjer bi/tið þessa yfirlýsínga mína í fyrsta eða öðra tölublaði Austra, se/n út ke/nur eftir að yður hefur borist yfiríýsíngin í hendur. Seyðisfirði 5. júní 1902. A. Jóhannsson. Xfirlýsing. Að gefnu tiletni er mjer ljúft að votta það, að jeg var sjálfur ekki viðstaddur, þegar Austra- sending sú til mín, sem ræðir um í 19. tbl. Austra þ, á., var brotin upp á heimili mínu, og get því ekki um það borið, hvort miði sá, er ræðir um að hafi verið innaní sendingunni, hafi verið þar eða ekki. Enn fremur votta jeg fúslega, að jeg hef alls eingan heyrt geta þess til, að sýsluskrifari Arni Jóhannsson á Seyðisfirði mundi hafa skrifað þennan umrædda miða, og er þó vitanlega mörgum af þeim, er miðann sáu hjá mjer, vel kunn rithönd Arna. Hins vegar hef jeg heyrt marga geta þess til, að einhver strákur muni af rælni haía skrifað miða þennan og stúngið honum innan í blaðapakkann, enda sumir getið þess til, að Skafti Jósefsson hafi sjálfur gert það, til þess að geta eftir á skellt skuldinni á óvini sína. p. t. Seyðisfirði 5. júní 1902. Eiríkur Jónsson fró Refsmýrí. Vitundarvottar: Quttormur Einarsson. L. S. Tómasson. Þingmálafundi hafa þeir Jóh. sýslumaður og síra Einar í Hofteigi haldið í þrem stöðum á Hjeraði, i Hjaltastaðaþinghá, Eeiium og Fljótsdal. í einum af þessum hreppum hafði sendill fvá afturhaldsl. geing- ið um með þá kenning, að framfaraflokkurinn værial- gerlega mófsnúin'i búsetu ráðgjafans í Reykjavík; þegar einhverjir af kjósendum bentu honum á, að ávarp efri deildar mótmælti þessu, hafði hann sagt, að Valtýingar hefðu verið neyddur til þess af mót- flokknum, að setja þar inn í kröfuna um búsetuna. En sannleikurinn er sá, að tvær »heimastjórnar- kempurnar« í efri deild flúðu þingsalinn undan at- kvæðagreiðslu um þetta ávarp, eftir að þeir og flokksmenn þeirra hölðu gert allt til að spilla því að það kæmi fram. 1 neðri deild íelldu tímenning- arnir samskonar ávarp með aðstoð síra Einars á Kirkjubæ, eða n atkv. móti 11. í’essari sögu varð maðurinn auðvitað við lítinn orðstír að kýngja á þíngmálafundinum, líkt og gamli Skafti varð nýlega steinþegjandi og mótmælalaust að renna niður lygasögunni, sem hann flutti'í haust um orð dr. Valtýs á stúdentafundinum í Khöfn og hefur síðan jórtrað upp hvað eftir aiinað.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.