Bjarki


Bjarki - 15.06.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 15.06.1902, Blaðsíða 2
an við það sem hindra kann vöxt og viðgang, taka framfðrura i öllu því scm miðar til þess að tegundin verði stór og sterk, hæf til þess að lifa og þroskast. Hjer er eigi að tala um það að standa í stað, heldur eigi um afturför. Það sem hrörnar hverfur, en allt það besta úr því lifir í sífelt fuilkomnari eftirkomendum. Hjer ræður eilíf framför og eilíft líf svo langt sem augað eygir þó einstaklingarnir að nokkru leyti hverfi til jarðarinnar sem þeir spruttu upp úr. Mönnunutn er eins farið. Líkamlega og andlega halda þeir áfram að lifa í eftirkomend- um sínum og meðan ættin er eigi aldauð lifir forfaðirinn í henni, eða að minnsta kosti það af hans eðli sem best var, því mannkyninu fer fram en eigi aftur. Að svo er sjest best á því, að bera saman villumenn þá sem elstir þekkjast og rnannkyn vorrar aldar. Þetta nær þó eigi til þeirra, sem eínga eft- irkomendur eiga, mun einhver segja. Auðvit- að eigi; en mennirnir lifa í fleiru en sínum líkamlegu eftirkomendum. Barnalausi skóla- kennarinn lifir í öllu því sem hann hefur inn- rætt þeim hundruðum harna sem hann kann að hafa kennt, skáldið í ritum sínum og kvæð- um «g í sálum allra þeirra sem hann hefur snortið. Allir sem lifa hafa áhrif á samtímis- menn sína fleiri eða færri og það hinir minnstu smælingjar, og þessi áhrif Iifa þó nöfn þeirra gleymist. Jafnvei ómálga barnið, sem fxddist andvana, hefur haft*áhrif á heiminn. Foreldrarn- ir eru auðugri af lífsreynslu eftir en áður. Allt það sem gott er og gagnlegt, allt með einkennisorðinu »excelsior«, lifir og er ódauðlegt — en allt það sem illt er, það sem á einhvern hátt er til andlegrar eða líkamlegrar bölvunar, deyr, afmáist, hlýtur að hverfa fyr eða st'ðar — á sjer eingrar viðreisnar von. Þetta er náttúrunnar mikla siðferðislega lögmál, sem ekkert á skylt við prestakenningar eða bíblíu- staði. Þetta er sá ódauðieiki, sem aliir geta verið á einu máli um, sá ódauðleiki sem er viss og sannað mál. Það getur verið að einginn annar ódauðlegleiki sje til, en út af fyrir sig er þetta eigi ástæða gegn honum. Sjálfselskan og eigingirnin er mjög rótgróin hjá flesturr, mönnur. . Hjer í lífi elta flestir enn þann dag í dag sæ'.una fyrir sitt litla >jeg« og miða flest við það, "þrátt fyrir þið að þetta hcfur reynst líkt og að elta skuggann sinn. Flest trúbrögð bjrggja ofan á eigingirninnar hyrningar^tein. Foreldrana er boðið að elska, »til þess að maður lifi leingi í landinu«,og vel á maður að breyta, til þess að verða sáluhólpinn og lendi ekki helvíti. Hvervetna sjást sjálfs- og jeg- elskunnar asnaeyru útundanhinum gull- saumaða hökli trúarinnar, og hvtrvetna kemur hrifsandi hönd eigingirninnar út úr reykelsis- þoku pappírs og orðakærleikans, sem svo lítið lætur til sín taka í daglega, verulega lífinu. Trúbrögðin draga og hií vesala >jeg« mann- anna yfir gröf og dauéa og lofa þar sælunni í ríkulegum mæli — sælunni fyrir hið eigin- gjarna einstaklings >jeg«, sem svo ervitt reynd- ist að ná í hjernamegin. Hvort slík persónu- leg tilvera er til eftir dauðann oeiieinginn, e» væri hún til, er auðvitað eigingirninnar og sjálfselskunnar heitasta ósk uppfyllt. (Lavslega eftir Dr Woods Hutchinson. 13. ER TRÚ A HIÐ YFIRNÁTTURLEQA NAUÐSYNLEG ? I Það er kominn tími til þess að menn gjöri ' sjer lióst, hvort hún svari kosfnaði öll þessi I mikla fyrirhöfn, sem nú er höfð fyrir því, að kenna og halda uppi trú á ýmsa óskiljanlega, yfirnáttúrlega hlutí, hvort öll sú ar.dans vinna, scm til þess geingur, beri þá ávexti, sem til er ætlast og sje mannkyninu til blessunar. Ver- ið gæti, að mönnunum væri eins happasælt, að játa það hreinskilnislcga, að ýmsir hlutir eru algerlega mönnnnum huldir og með öllu óskilj- anlegir. Verið gæti, að þcsari andlegu vinnu væri betur varið, til þess að styrkja og styðja ýms önnur atriði, sem dyggð manna og far- sæld byggjast á, en eru með öllu óviðkom- andi trú á yfirnátturlegi hluti og styðjast eigi við hana á nokkurn hátt. (J. St. Mill). 14. TRUARSANNFÆRINQ OQ PENINQAR. Það mundu þykja getsakir, og það af verri tegundinni, ef því væri haldið fram, að klerkar högnðu trú sinni eftir því sem best borgaði s'gi °S eflaust væri það fjarstæða um ýmsa þeirra. Þó bendir margt í þessa átt. Al- kunnugt er að í katólskum iöndum fá prests- efnin oftast katólska, í lútherskum löndum ldt- herska sannfæringu svo þessu verður á einhvern hátt svo þægilega niðurraðað að sannfæringin verður oftast þeim megin sem auðurinn cr og embættin. — Þetta er eitt af því sern fá- fróðum sýnist kynlegt, þvi hjer er ekki að væfli um alþýðu, sem að eins þekkir eina hlið máls- ins og úr eingu hafi að velja, Iieldur um mennt- aða menn, sem þekkja eigi eingaungu flesta hina kristnu flokka, heldur einnig aðalatriðin úr öðrum trúarbrögðum. 15. AUÐÆFI OQ KIRKJUKREDDUR. Eflaust er tvennt aðalmein flestra kirkjufje- laga á vorum dögum: Það, að hver flokkur hefur sínar rígbundnu kreddur, sem fylgja skal, og hitt, að trúarflokkarnir ráða yfir auð og embættum, sem aðeins gánga til þeirra, er nákvæmlega fylgja flokksins kreddum. I stað þessa ætti samviska og sannfæring hvers ! manns að vera eina mælisnúran, að svo miklu leyti, sem eigi varðar við lög, og prestsstaðan atti að vera opin öllum menntuðum mönnum, sem ávinna sjer traust og fylgi safnaða, en alls cigi bundin við eiðsvarna, kreddufjötraða presta? Hvernig færi um trúarinnar heilögu sann- indi, og hvað yrði úr þessu annað en óstjórn og ringulreið ? Þannig munu margir spyrja. Sannlega, sannlega, segi eg yður, þjer lítil- trúaðir! að úr því verður hvorki óstjórn nje ringulreið. Það kemur að eins líf og framfór í stað steingjörðrar tráar og andlegs dauða. Þetta er eigi neinn dónwr «t f loftifi. Vjer höfum reynt báðar aðferðirnar. í heimi vfsindanna varð reyndin so, að meðan kirkjukreddurnar rjeðu lögum og lofum á háskólum og í hugutn manna, þá var allt hrjóstug og uppbiásiit eyðimcrk, en þegar andi frelsisins bijes yfir löndin og biblíugleraugun hrutu af nefi manna — þá breyttist eyðimörkin f hreint undraland með ótasmandi auðlegð og hverskonar dá- senadum. Það veríur að vcrnda trúarinnar hcilögu sann- indi gegn vantrúarinnar syndum spillta iiði og til þess fáum vjer þeim auð og embætti í hendur sem hafa hina ei'nu sáluhjalplegu rjettu trú. Sumir segja á þessa leið. Hver hafi þá einu sálhjálplegu trú er ervitt að segja, því hvcr flokkur fyrir sig þykist hafa einkaleyfi fyrir henni, en hitt er víst, aðsa««- iitdi þurfa eingrar verndar viði Því betur sem þau koma fram í dagsbirtuna þcss fastar standa þau á fótunum. Það er eingaungrr lygin cig hugsanaringlið, scm þarf þessa blessaða vernd. Hvorttveggja þessu er best farið innan um reykelsisþoku, saung og látalæti og þrífst illa nema undir verndarvæng. Sannindin eru sjálf sfn besta vernd og til þess að halda í þeim lífinu þarf ekki eitt einasta kirkjufjelag. (E. Maitland.) Kosningar i Suðurmúlasýslu. —o— Þar eru kosiur Guttormur Vigfússon með 157 atkv. og Ari Brynjólfsson með 153 atkv. Axel sýslumaður Tuliníus fjekk 63 atkv. og síra Jón Guðmundsson 49. Jón Bergsson tók framboð sitt aftur á kjörþínginu og var varpað hlutkestí um, hvor þeirra Ara skyldi hljóta atkvæðin, en hlutur Ara kom npp. Þvemeitað hafði Ari þó að draga sig í hlje, hvern- ig svo sem hlutverpið fasri, og það jafnvel þótt helstu fylgismenn hans segðu honum, að hann slcyldi ekkert atitvæði fá, svo framarlega sem hlutur Jón* kæmi upp. Svo mjög fýsir mann þann á þing og. mætti eftir því ætla, að hann hugsaði sjtr að vinna þar einhver meir en lítii þrekvirki. Jlmeríkuferðir. Minn gamli kunningi Sigfús Eymundsson eys yfir mig og Beaverlínuna í dag skömmum og óþverra undan grímu Þjóðólfs, vitaskuld í því skyni að fá sem flesta af vesturförum til flutn- ings. Það er ekki mitt að halda skildi fyrir Beaverlínuna; það getur hún sjálf, enþað get jeg sagt Sigfúsi mínum, að hún er ekki hót lakari nú en hún var þegar hann var sjálfur umboðsraaður hennar, þótt hann kunni að líta hana öðrum augum síðan hún tók af hon- um umboðið. En út af skömmum hans og bríxlirðum, að jeg sje >leigður leyni-agent* og sje >með lygagyllingum* að fá fólk tij að »forskrifa« sig vestur, vil jeg stinga því að honum, að þó þetta vaeri satt, sem er lýgi, sæti það sfzt á honum að færa það f brfxl við nokkurn mann, þar sem hann sjálfur hefur

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.