Bjarki


Bjarki - 24.06.1902, Síða 1

Bjarki - 24.06.1902, Síða 1
BJARKI Vlí? 25. Eitt blao a viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erlenöis 4 kr borgist fyrirframV Seyðisfirði, 24. júní. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sie þá skuldlaus við blaðið. 1902. Jriðarskjö/in. Þegar skjalið með friðarsamning Breta og Búa var lesinn upp í neðri málstofunni í þingi Breta var þar troðfullt af áheyrendum ogþeim Broderick, Chamberlain og Balfour var heilsað með dynjandi fagnaðarópum. Balfour las upp friðarsamninginn og hljóðar hann orðrjett svo: »Allir þeir Búar sem enn eru undir vopn- um skulu þegar leggja þau niður og' gefa upp allar fallbyssur sínar, vopn og skotfæri, sem þeir hafa undir höndum, og eigi framar sýna mótþróa gegn drottinvaldi konúngsins, en við- urkenna Játvarð konúng sem löglegan konúng sinn og stjórnanda landsins. Allir Búar sem í hernum eru utan landamæra Transwaals og Oraníu og allir herfángar, sem nú eru utan Suður-Afríku, en til Búa teljast, skulu fluttir heim aftur, ef þeir viðurkenna það skipulag sem nú verður sett og yfirráð Játvarðar kon- úngs. Þeir Búar er þannig gefast upp, eða verða fluttir heim aftur, slculu hvorki sviftir persónu- legu frelsi nje eignum. Rjettarrannsókn skal ekki hafin fyrir þau verk sem unnin hafa verið í sambandi við ófriðinn, nema því að eins að þau stríði móti viður- kendum hervenjum. En þau verk skulu dæmd af herrjettinum. Hollensk túnga skal kennd í hinum opinberu skólum í Transvaal og Oraníu, ef foreldrar nemendanna óska þess, og Ieyft er að nota hana á opinberum stjórnar- og rjettar-skjölum þar sem það er nauðsynlegt til framkvæmdar á lögum og rjetti í landinu. Þeim mönnum er Ieyft að eiga skotvopn er þurfa þeirra til verndar sjer, ef þeir fá skrif- legt leyfi hlutaðeigandi yfirvalda til að bera vopn. í stað herveldis þess sem nú er verður svo fljótt sem auðið er borgaraleg stjórn sett á fót í landinu, og undir eins og ástæður leyfa stofnað þjóðþing, er síðan skal leiða til sjálf- stjórnar. Ákvæði um atkvæðisrjett hinna inn- fæddu manna skal þá fyrst tekið er sjálfstjórn- in er sett á stofn. Sjerstaka skatta til borgunar á herkostnað- inum má ekki leggja á jarðeignir f Transwaal og Oraníunýlendum. Þegar ástæður leyfa skal skipa nefnd í hverju hjeraði landsins fyrir sig, og hafi embættis- maður þar forsætið, en fbúar hjeraðanna velji sjer fulltrúa til hennar. Ætlunaverk þeirra nefnda sje, að hjálpa Búum þeim er heim snúa um fæði, húsaskjól, útsæði og annað, sem nauð- synlegt er, meðan þeir eru að koma sjer fyrir. Breska stjórnin er fús til að veita 3 millj. pd. sterl. er varið skal eftir ráðstöfunum þess- ara nefnda, og ennfremur að veita rentulaust lán í tvö ár. Að þeim tveimur árum liðnum skal lánið afborgast með 3°/0 árl. Einginn uppreistarmaður nje útlendingur hefur rjett til þessara hlunninda.* Síðan las Balfour upp hraðskeyti frá Millner lávarði til Chamberlains hljóðandi um það, að hann hefði lesið fulltrúum Búa tilkynningu um að hafin yrði rjettarrannsókn gegn þeim bresk- um þegnum sem geingið hefðu í lið með óvin- unum og rekin þar sem þeir, hver um sig ættu heimili. Stjórn Kaplandsins skýrir frá, að hún ætli að bjóða uppreistarmönnunum þar þessa skil- mála: Dátar, sem gefast upp og skila af sjer vopnum sfnum, 'skulu hjá valdsmanni lögsagn- arumdæmis þess sem þeir gefast upp í skrifa undir játningu um, að þeir hafi gerst sekir um drottinsvik. Hafi þeir ekki gerst sekir um morð, eða einhvern þann verknað er stríðir á móti hernaðarvenjum, skal refsingin vera í því innifalin, að þeir tapa æfilangt kosningar- rjetti sínum til þings, hjeraðastjórna og hreppa- stjórna. Dómarar og aðrir, sem embætti hafa haft undir Kaplandsstjórn, en síðan tekið opin- berlega þátt í ófriðnum, skulu kærðir um drott- insvik fyrir hinum almennu dómstólum lands- ins, eða fyrir sjerstökum dómstólum, sem settir verða á stofn með þessu augnamiði. Þó er bannað, hvernig sem á standi, að dæma þá til dauða. Friðarskilmálarnir eru frá Oranínga hálfu und- irskrifaðir af Steijn, de Wett, Oliver og Her- zog, en frá hálfu Transwaalsbúa af Burgher, Reits, L. Botha og Delarey. Fyrir hönd Breta hafa þeir Kitchener hershöfðingi og MiIIner landstjóri skrifað undir samningana. • ooÆ> ■ jie/gi Valtýsson. Eins og getið var um í síðasta blaði kom hann hingað til Iands frá Noregi í vikunni sem leið. Hann hefur ferðast þar víða um síðast- liðinn vetur milli alþýðuskólanna, til þess að kynnast þeim sem best, og haldið á þeim ferð- um marga fyrirlestra um ísland. Auk þess hefur hann ritað greinar um ísland í norska blaðið »Den 17. Mai«, sem er aðalblað »mál- mannanna« norsku og Árni Garborg var til skamms tíma ritstjóri að. Hann ritar þar um alþýðuskólafyrirkomulag hjer á landi og um nýíslenskar bókmenntir.. Þá hefur hann þýtt fyrir blaðið á nýnorsku allmikið af íslenskum kvæðum og látið fylgja þeim stuttar lýsingar á höfundunum og kveðskap þeirra. Hann hefr ur þýtt kvæði eftir Bjarna (Sigrúnarljóð, Odd- ur Hjaltalín o. fl.), Jónas (ísland, Gunnarshólma, Jeg bið að heilsa) Gr. Thomsen (Goðmund á GlæsivöIIum, Skúla fógeta), Hannes Hafstein (Storm, Skarphjeðinn), ritað grein um skáld- skap B. Gröndals, þýtt Örlög guðanna eftir Þorstein Erlíngsson, en sú þýðing er enn ó- prentuð ásamt fleiri þýðingum hans. Hefur hann í hyggju að safna þeim síðar í sjerstaka bók. Enn hefur hann þýtt »Rand. á Hvassa- felli«, sögu síra Jónasar Jónassonar, neðanmáls í »Den 17. maí« og er nú að vinna að þýð- ingum á fleiri íslenskum sögum. Þýðingar hans munu vera einhverjar hinar bestu sem gerðar hafa verið af íslenskum kvæðum á útlend túngu- mál, enda er án efa hægra að ná þeim á ný- norsku en önnur mál. Einna best mun hon- um þó hafa tekist með kvæði H. H. tvö, sem nefnd eru hjer á undan. Helgi Valtýsson er úngur maður og hefur leingstum dvalið í Noregi frá því hann var innanvið fermingu og menntast þar að öllu leyti, tekið alþýðukennarapróf, en jafnframt gefið sig við blaðamennsku og ritstörfum. í vetur sem leið giftist hann norskri stúlku, Severine f. Sörheim. Helgi hefur mikinn áhuga á að koma alþýðu- menntamálum okkar í sem best horf og væri án efa vel til þess fallinn, að gángast fyrir framkvæmdum á því, bæði vegna áhuga síns og þekkingar þeirrar sem hann hefur aflað sjer á þeim efnum. Hann ferðast nú í sumar hjer um land til þess að reyna að vekja hreifíngu í þessa átt og mun leita samvinnu við þá menn sem vilja vinna að þessu marki. Helgi býst við styrk til ferðai'innar frá norsk- um skólamönnum. I síðastl. mánuði kom út ávarp í ýmsum norskum blöðum, skólablöðun- um, »Verdens Gang«, »17. Maí< og »Aften- posten« og segir þar svo: »Islendingurinn Helgi Valtýsson, sem 1899 tók hærra kennarapróf við norskan kennara- skóla, hefur tekið sjer fyrir hendur að vinna að umbótum á skólafyrirkomulaginu heima á ættlandi sínu, einkum með því að koma þar á fót kennaraskóla, sem svari til krafa nútím- ans, en þá stofnun vantar Island enn. Hann hefur í skólablöðum vorum og í »Den 17. Mai« gert grein fyrir áformum sínum. I vetur tókst hann ferð á hendur til ýmsra norskra kennaraskóla, bæði til þess að kynna sjer skipulag þeirra og til þess að vekja eftir tekt á áformi sínu. Hann er úngur maður, frískur og gáfaður, með fjölbreyttri þekkingu og áhuga. í byrjun júní fer hann heim til íslands til þess að vinna að áhugamáli sínu. Honum mundi því mikill stuðningur og hvöt í því, að bæði skólamenn og aðrir hjer í landi ljetu í ljósi samhug með áformi hans.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.