Bjarki


Bjarki - 24.06.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 24.06.1902, Blaðsíða 2
2 Hr. Helgi Valtýsson er ekki svo efnum bú- inn, að hann geti af eignum ramleik unnið að áformi sínu sem skyldi og getur tæplega, enn sem komið er, búist við opinberum fjárstyrk að heiman. En þareð hann getur ekki án styrktar unn- ið að framgángi málsins, þá leyfum vjer oss að beina því til skólamanna og annara er kynnu að hafa áhuga á þessu máli, að þeir vildu styrkja hann. Að við hjer í Noregi viðurkennum á þenn- an hátt starfsemi hans ætti væntanlega að verða honum til stuðnings heima og Ijetta hon- um leiðina að takmarkinu.« Undir þetta ávarp hafa skrifað 5 kennara- j skólastjórar, O. A. Eftestöl í Elverum, Chr. Falkenberg í Levanger, A. Stabell og Henr. j Kaarstad í Volden og J. Jörgensen í Hamar. Allir þessir menn eru mikils metnir skólamenn 1 í Noregi og J. Jörgensen er einn af þeim j mönnum sem mest hafa starfað að umbótum j á kennaraskólum Norðmanna á síðasta manns- aldri. Sumir munu nú, ef til vill, geta sjer þess j til, að Helgi hafi í greinum sínum í norskum blöðum málað ástand alþýðumenntamálsins hjer j á landi með helst til dökkum litum, vegna þess, að hann hefur þótt þúngorður um það í greinum sínum hjer í Bjarka. En því er j alls ekki svo varið. Þeir sem lesa greinar hans í norskum blöðum munu allir sjá, að hon- j um er annara um að lofa ísland, en að lasta j það. Cuö kuæði. SUMARNÆTUR. Lag: Klara Stjerna. Sumarnœtar húmið hljóða, huldaljóða fóstran kœra, :,: pú veist margt með einum — ein! :,: oft pú hefur œð til Ijóða opnað, slegið streingi skœra, :,: pú átt margan pröst á grein ! :,: Sumarnóttin svala, bjarta — systir vetrar rökurdísa, :,: ó, hve margir unna pjer! :,: Þú átt taug í hverju hjarta, heitar bœnir sjerðu rísa, :, : og margt sem einginn annar sjer:,: EYRARBAKKI- Sól og sumar í landi! Sýngur hátt um Flóa selningur á sandi sem í holtum lóa.— Leikur Ijett á streinginn lánga, Hvíta-áin; hœrra’ á einn streing einginn. - Ástin á tvo og práin ! — Svanir á suðurleiðum sýngja hátt yfir bakka. Stjörnur á himinheiðum heilar nœtur vakka! Er pað kyn pðtt kunni par karl að meta sprakkann, og únga fólkið unni hvert öðru par um bakkann? — Þar hátt um hljóðar nætur slcer hjartað Ránar stóra. Þát á prá rnín dætur, pat er hún f 'ædd — hún Dóra! -Sigurður Siembir. Alvarlegar hugleiðíngar um ríki og kirkju eftir Leo Tolstoi. íslenskað eftir norsksi þýðíngu. Kjristjáníu 1891. Trú, trúarbrögð, er hinn huldi tilgángur lífsins, hin innri þýðing, sem felst undir yfir- borðinu, fyllir lífið krafti og þoli og ákveður stefnu þess. Hver lifandi einstaklíngur uppgötvar þessa þýðíngu fyrir sjálfan sig, enda er hún, þegar öll kurl koma til grafar, sá grundvöllur, er líf hans hvílir á; en heppnist honum ekki að finna hana, deyr hann. Reynsla og starf alls mannkynsins um all- an aldur, og árangurinn af því, er öflugur leiðar- vísir fyrir manninn, þá er hann leitar að því, sem mest er um vert; þetta sífeHda starf og árángur þess hefur mönnum komið saman um að kalla opinberun. Með opinberun er þá átt við allt það sem hjálpar manninum í tilraunum hans til að kom- ast að hinni dýpri þýðíngu lífsins; með henni er einnig ákveðin afstaða manns við trú. En úr því þessu er nú þannig varið, hvað getur þá verið fullkomnari og augljósari fjar- stæða en það, þegar fjölmennur flokkur eða stjett manna, sem meinar allt vel, setur himin og jörð í hreifingu til þess að geta neytt ná- úngann til að nota að eins eina vissa tegund af opinberun; þegar þessi fluga verður svo föst og ríkjandi í heilabúi manua, að hún lætur þeim einga stundlega ró, fyr en hún hefur feingið sínu framgeingt, fyr en þeir með sinni ástúðlegu umhyggjusemi fyrir náúnganum hafa kúgað hann til að viðurkenna þetta eina vissa form, sem þeir vilja hafa, og það óbreytt, án þess nokkru sje haggað; í stuttu málí —: þeir fordæma, limlesta og skera niður alla þá sem annarar trúar eru og þeir á þann hátt geta losnað við, án þess að þeim sje hegnt fyrir. Getur nú nokkuð verið óskiljanlegra en sú sögulega staðreynd, að sá flokkur manna,, sem þannig hefur verið píndur, ofsóttur og hrjáður til dauða, skuli, þá er hann fær færi á því, gera öldúngis hið sama, bannfæra, pína og skera niður hvern þann mann eða konu, sem sýnir mótþróa og þeir eru ekki hræddir um að hefnt verði í bráð ? Þriðji flokkurinn fetar í fótspor hins annars flokks, sá fjórði keppir við þriðja flokkinn, og svo koll af kolli endalaust. Og allir fordæma þeir hver annan hátíðlega, limlesta hver annan grimmilega og myrða hver annan miskunnarlaust í nafni þeirrar meginreglu, að allir skulu hafa sömu trú og þeir sjálfir og einga aðra. Og þrátt fyrir þetta eru trúflokkarnir ótal margir; og þeir, sem játast undir eina trú, beita ofbeldi við þá sem afneita henni. I fyrstu varð jeg forviða á því að þetta — svona bersýnilega fjarstætt og í sjálfu sjer bein mótsögn — skyldi ekki hafa orðið til þess að gjöreyða allri trú. »Er það ekki skrítið — svo jeg hafi ekki sterkara orð —,« sagði jeg hvað eftir annað við sjálfan mig, »að menn skuli geta haldið áfram að trúa þvert ofan í þessi býsn, og þeir skuli geta trúað þessum ánalegu blekkíngum.« Frá almennu sjónarmiði er það beinlinis óskiljanlegt og óræk sönnun fyrir rjettmæti þeirrar setningar heimspekinganna, sem nú er ríkjandi í heiminum, að öll trú sje blekking, og allt, sem stafar af henni, hjátrú. Þegar jeg skoðaði málið frá þessu almenna sjónarmiði, hlaut jeg líka alveg að sjálfsögðu að komast að þeirri niðurstöðu, að allar trúarjátn- íngar sje mannleg blekking; en um leið varð jeg líka að stíga einu skrefi leingra og draga þá ályktun, að blekkíngin, sem er svo bersýnileg hverjum manni, er einmitt fólgin í fjarstæð- unni, og það, að mannkynið yfirleitt og í megin- atriðunum lætur blekkjast þrátt fyrir allt, það bendir einmitt Ijóslega á, að á bakvið þessar blekkingar, leingst undir yfirborðinu, felst eitthvað, sem er eilíft, satt og verulegt Þessi setníng er ekki einúngis afleiðíng af vissum forhendum, heldur má skoða hana sem eðlilega staðhæfíng, er leiðir af sjálfu sjer; annars væri blekkíngin svo frámunanlega lítil- sigld og frásneidd javnvel hinum einfaldasta hugsunargángi, að það yrði með öllu óskiljan- legt, að hún gæti leitt nokkra skynsemi gædda veru af rjettri leið. Það eitt fyrir sig, að allir þeir sem lifa sönnu, verulegu lifi, láta undantekningariaust leiðast af þessari blekkingu, neyddi mig til að viðurkenna hina afarmikla þýðíngu þess, er hjer liggur á botninum, og í meðvitundinni um þessa þýðingu fór jeg að rannsaka þær kenningar í hinni kristnu trú, er geta skoðast aðalundirstaða blekkingarinnar — að minnsta kosti að svo miklu leyti sem þær liafa haft áhrif á alla kristna menn og konur. Af þessum rannsóknum mínum komst jeg að þeirri niðurstöðu, að svo mikil fjarstæða sem ofbeldi eða nauðúng í trúarefnum er al- mennt, þá er það þó ólíkt meiri fjarstæða, skoðað frá sjónarmiði einstaklingsins, sem vill lifa í veruleika og sannleika og þarf því að eiga trú sem skilyrði fyrir því að geta lifað. í sannleika! Hvernig, hversvegna og fyrir hvern getur það verið nauðsynlegt, að annar maður verði eklci einúngis að trúa, heldurjáta opinberlega, að hann trúi einhverri kenningu, sem jeg eða þú álítur rjetta ? Lifi jjessi maður, þá þekkir hann þýðíngu lífsins; hann hefur ákveðið stöðu sína við guð; hann hefur fundið sannleik sannindanna. A hvern hátt þessi afstaða kemur í ljós getur verið mismunandi hjá hinum ýmsu þjóðum og á ýmsum tímum; en eðli hennar er eitt og hið sama, því vjer erum allir bræður. Hvað gæti mjer gengið til, eða hvaða nauð- syn gæti það verið mjer, að heimta að annar maður láti afstöðu sína við guð í ljósi einmitt á sama ytri hátt og jeg. Jeg get hvorki með valdi nje blekkingum (fölskum kraftaverkum) neytt hann til að breyta trú sinni. Sje trú hans honum allt í öllu, hvernig gæti jeg þá í alvöru látið mjer detta í hug, að taka hana frá honum og fá honum aðra í staðinn ? Jeg gæti eins vel tekið úr honum hjartað og vinsamlegast boðið honum að setja annað betra í þess stað. Þetta gæti aftur verið mögulegt, ef trú þessa manns og mín væri ekkert annað en tóm orðin, og ekki hinn fasti grundvöllur undir lífi okkar, væra einúngis æxli utan á

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.