Bjarki


Bjarki - 27.06.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 27.06.1902, Blaðsíða 1
1 BJARKI VII, 26. Eitt biart a viicu, Verrt árt. j tu borgist fyrir i. júh'. ferlenHis , tr» Horcrist fvrirfrarrn Seyðisf irði, 27. júní. Uppsögn skrifleg, ógíld nema komin sie til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus vií blaúið. 1902. V (2Í__ j' rentsmiðja SeySisjjarðar hefur mcð síðustu skipum feingið miklar birgðir af nýju letri og skrauti og getur því V gert miklu snotrara verk en áður. ~<5 G> Cil Sveins Ó/afssonar. Löðrúng kallar S. Ó. grein mína »íslenskur kennaraskóli« í Bjarka í vetur. Sveinn rís öndverður upp á móti mjer, reiðir hátt til höggs í bræði sinni og er í upphafi greinar sinnar all-líklegur til að borga mjer »löðrúnginn« átakanlega, ásamt því að reka allar »öfgar og endemisstaðhæfíngar (mínar), sem eingri átt ná«, ofan í mig aftur. En til allrar hamíngju verður svo ótrúlega lítið úr högginu. — Vindhögg! Mjer þótti mjög fyrir því — undir eins og jeg sá grein Sveins — að einn af löndum mínum skyldi vera að leitast við að ná á mjer hnakka- taki og þeyta mjer út af vígvelli hinnar ís- lensku alþýðumenntunar, þar sem jeg sjálfur var fríliði og vildi af alefli reyna að vinna landi mínu og þjóð til gagns. S. Ó. blöskraði »öfgar« mínar, og fann sig því knúðan til að svara þeim. Bjóst jeg því við skynsamlegri, rökstuddri og rækilega vel íhugaðri grein, öfgalausri — og óefað kurt- eisri. En sú von varð sjer algerlega til skammar. Öll hin mótstæðu lýsingarorð voru umgerð greinar S. Ó. í stuttu máli: Svar S. Ó. til mín gersam- lega rótlaust og fótlaust, byggt á úreltum skoðunum frá fyrri öld, órökstutt að öllu Ieyti og allt of lítið íhugað til þess að koma úr þeirri átt. S. Ó. hrekur ekkert af því, sem jeg hef sagt í grein minni, — mótmælir því ekki einu sinni, — hann slær bara á skjöld sinn, manar mig hæðilega og spyr, hvort jeg þori að standa við það, sem jeg hef sagt. Mjer er mjög annt um menntamál okkar Is- lendinga, og það hefur verið mjer gleðiefni í mörg undanfarin ár að búa mig sem best undir það að geta orðið íslandi að liði í menntunar- baráttu vorri. Afþessum áhuga var grein mín í vetur sprottin. Jeg vildi einúngis í stuttu máli benda á verstu og stœrstu gallana, sem jeg þekki í menntamálum vorum, til þess að sýna fram á það, að meðan svona ásigkomu- lag getur átt sjer stað, þá er bæði mörgu og miklu ábótavant. P Þessvegna hefur S. O. eingan rjett eður ástæðu til þess að segja, að jeg »hræki fram- an í kennendur og allan almenning*, þótt jeg segji sárbeittan sannleikann, (annars er orða- tiltækið »að hrækja framan í fólk« mjög dónalegt og ósamboðið menntuðum manni — einkum þó þegar um alvarleg áhugamál er að ræða). í í grein minni í vetur talaði jeg eins og landi við landa. Benti á vora galla, og vildi I af aleflí leitast ‘við að ráða bót á þeim og vinna að vorum framförnm á allan hátt. Því jeg er og verð fslendíngur, S. Ó., og þó við sjeum sjervitrir í mörgu, þá sitjum við þó ekki og snoppúngum sjálfa okkur. — — Þó að S. O. svona halffínt en miður hreinskilnislega bregði mjer um reynslu og þekkingarleysi, þá hef jeg þó lífsreynslu fyrir mjer í þessu mál- efni. — Jeg hef sjálfur í æsku verið hnjesett- ur þessum »góða Genius heimilisfræðslunnar« sem S. O. trúir á, og hann kendi mjer, að jeg kynni ódænfin öll. En þegar jeg kom að heim- an og átti að fara a,ð læra meira þá fannjeg fyrst til þess að jeg ekkert kunni! Þótti mjer það allharður kostur í fyrstú, en jeg varð að beygja mig, horfa sannleikaun beint í augun og byrja að nýju. Hið sama fijelt jeg að við íslendingar þyrftum að gera sem þjóð. Grundvöllur sá er S. Ó. byggir vígi sitt móti mjer á er það, að þjóð vor sje læs og skrif- andi. Þessi úreíta tröllatrú, að í þessu eina sje menntunin fólgin, virðist aldrei ætla að deyja, þótt hiín margsinnis hafi féingið bana- höggið fyrir laungu síðan. Arið i88g sagði Gestur heitinn Pálsson í hinum alkunna fyrirlestri sínum, sem alltaf er jafnúngur og alltaf á jafnvel við: »Það hefur leingi verið þjóðtrú hjer á landi að alþýðan á Islandi væri betur menntuð held- ur en nokkur önnur alþýða í heimi. Og það eru ekki alþýðumenn einir sem hafa haldið þessari skoðun frarn, heldur einmitt margir menn, sem taldir hafa verið vel menntaðir« — — — »Ef gætt er að, á hverju menn byggja þá skoðun, að alþýðan hjer á landi beri af alþýðu annara þjóða að menntun, þá sjáum vjer, að eina ástæðan er sú, að hjer á landi kunna nær því allir að lesa og skrifa, þar sem mikill misbrestur er á slíku hjá flest- um öðrum þjóðum. En er það nú í sjálfu sjer menntun að kunna að lesa. og skrifa? Nei, öldúngis ekkt. Það er einúngis eitt af skilyrðunum fyrir því að geta afiað sjer mennt- unar, það getur orðið undirstaða undir mennt- un, en menntunin sjálf er það ekki.* Þetta er sagt fyrir io—12 árum síðan, og samt sem áður byggir S. Ó. á þessari voða- legu menningarhemjandi tröllatrú núna — í byrjun nýju aldarinnar vorrar. »Um skólamálið hefur oft verið ritað hjer áður af meiri þekkingu og reynslu en Helgi * Állar undirstrykanir hef jeg gert. H. V. ritað,« segir S, O. — Um það efast Helgi minnst sjálfur, — en aftur á móti efast hann stórlega um að S. Ó. hafi lesið þær greinar — að minnsta kosti ekki hinn ágæta fyrirlest- ur Einars Hjörleifssonar, — því þá hefði S. O. hvorki getað skrifað — eða fundið ástæðu til að skrifa nokkuð af því er stendur í svari hans til mín. — Því fer nfl. fjarri að E. H. taki með mýkri höndum á alþýðumenntun okk- ar, heldur en jeg gerði í grein minni; hann lýsir henni einúngis miklu víðtækara og ræki- legar og sumstaðar svo snildarlega neyðarlega, að slíkt er sjaldgæft bjer á landi. — Ófeim- inn — einarðlega og miskunarlaust losar hann stein eftir stein, þángað til hin ljómandi Alla- dínsböll íslensku alþýðumenntunarinnar hrynur niður með braki miklu og verður að — eingu. Mjer er spurn: Því tók ekki S. Ó. þá til máls? — ef hann hefur lesið fyrirlesturinn! Eða kom það kannske af því, að hann gat ekki brugðið E. H. um reynslu- og þekkíngar- leysi—og beðið hann að láta vera að prjedika fyrir ís/endingum, sem bæði eru læsir og skrij- andi og mörgum öðrum góðum kostum bún- ir — ? Hvort S. Ó. finnst E. H. gefa oss íslend- íngum löðrúng eða ekki, er mjer ókunnugt; en jeg vil að eins benda lítillega á það, að ekkí klappar hann oss á kinnina heldur. I fyrirlestri sínum, »Alþýðumenntun hjer á landi«, kernst hann svona að orði: • »Mjer er nu ekki allskostar ljóst, á hverju menn einkum byggja þá skoðun, að alþýða sje vel menntuð hjer á land. Jeg hef hvergi sjeð neina verulega grein fyrir því gerða. En mjer skilst svo, sem menn byggi það einkum á tvennu; því • að allir sjeu læsir hjer á landi, og þar af leiðandi eingin alger vanþekking til; og að lestrarfýsn almenníngs sje mikil. Um lestrarkunnáttuna, það að vera Iæs, er nú það að segja, sem líka hefur verið matg- sinnis um hana sagt, að hún sje í sjálfu sjer engin mentun, heldur mentunarfœri að eins. Og hún er síður en ekki eina mentunarfærið. — — —« »Lestrarkunnáttan ein sannar ekk- ert um menntun þjóðarinnar*. — — — Takið þjer nú eftir S. O.! »— — — Oss vantar kennara — nær þvi gersamlega. Jeg veit, að það er afarörðugt að koma þjóðinni, jafnvel hinum helstu mönnunum, í skilninginn um þeita. »Það ætti þó ekki að þurfa mikið til þess að geta sagt til börnum,« segja menn. »Svo mikið ættu þeir að geta gert á vetrum, allir þessir búfræðingar og gagnfræðaskólamenn og kvennaskólastúlkur og stúdentar, sem aldrei verða embættismenn* .* * Állt þetta eru mentamenn, S. Ó. og þó er það ekki nóg; hvernig fer þá fyrir öllum ræflunum? H. V.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.