Bjarki


Bjarki - 27.06.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 27.06.1902, Blaðsíða 2
2 — í raun og veru er þetta nú furðulegt at- hugaleysi. Ekki veit jeg, hvað er vandi, ef það er ekki vandi að taka við barninu, þegar augu þess eru að lúkast upp fyrir lífinu. Ekki veit jeg til hvers þarf nærfærni, ef hennar þarf ekki til þess að hlúa að öllu því góða, sem í barninu býr, en reyta upp illgresið, hvar sem það lætur á sjer bóla, — að vekja hjá barn- inn skilninginn og viljann og beina tilfinningu þess í rjetta átt — að hjálpa barninu til þess að verða að hugsandi, námfúsum, fjelagslyndum, sjálfstœðum, dreinglyndutn, góðum manni. —« >— — — Ekki er það dæmalaust, að mannaumingi, sem er aðalfifl heiis landsfjórð- úngs og rekinn er út úr hverju húsi hjer í Reykjavík jafnskjótt og hann stigur fæti sínum inn í þau, sje hafður fyrir kennara ár eftir ár og landsjóðsstyrkur er feinginn til að hafa hatin við þann starfa. Og þegar menn eru að stínga sarnan nefjurn um þetta, þá er vanalega við- kvæðið hjá þeim, sem kunnugireru: Þeir eru margir verri en hann E............, þegar hann er ófullur — margir verri.« »En svo eru nú allar þjóðir, nerna íslend- ingar, farnir að skilja það og vita, að þó mað- ur sje prýðisvel mentaður og sannkristinn mað- ur, þá er ekki þar með nein trygging fyrir því feingin, að hann sje góður kennari.*----------- »Þetta skilja nú allar þjóðir nú orðið nema íslendingar, eins og jeg sagði. Þessvegna heimta þær alveg sjerstaka kunnáttu af þeim mönnum setn fást við barnafræðslu, kunnáttu, sern kölluð er kennaranienntun. Þær heimta ekki aðeins að kennarinn sje vel menntaður maður, heldur líka, að hann hafi beinlínis lcert að kenria börnurn.« Eftir að hafa lýst sveitakennslunni eða um- ferðakennslunni rækiiega og lagt fram skýrsl- ur frá síðustu árum, kemst E. II. svona að orði á einum stað: »— '— — Og svo i þokkabót eingin trygg- ing fyrir, að kennararnir sjeu hæfir til að kenna neitt, hvað lángan tíma sem þeir hefðu tii þess. Iditt miklu iíklegra, allt að því sjálfsagt, að yfirleitt veljist þángað verstir kennarar, sem óiagið er mest. Með öðrum orðum, afarstór flœmi af tandinu eru að verða að mentalegri auðn með þessu háttalagi. »— — A hverju eigum vjer þá að byggja, til þess að koma alþýðumenntun vorri í betra horf ? Jeg er ekki í neinum vafa um það, að vjer eigurn að byrja á því að afla oss góðra kenn- ara. — — —« Þetta segir nú einn af merkari mönnum okkar, — sem bæði hefur reynslu og þekkíngu fyrir sjer í þessu málefni — og ótal margt annað, sem efiaust væri mjög þarft bæði fyrir S. O. og alla Isléndínga að lesa vel og ræki- Iega — og síðan leggjast allir á eitt að reyna af aleíli og áhuga að vinna saman í þessa átt, í stað þess að hreyta ónotum að þeim fáu, sem leitast við að gera ofurlítið í menntamálinu íslenska. Það sem jeg hef bent á í fyrirlestri E. H., brýtur svo algjörlega niður allar mótbárur S. Ó. að það er alls engin þörf fyrir mig að hefta mig meir við þær. Jeg vil því að eins sýna lit á að standa við öfgar mínar, þar sem þær allir voru byggðar á lífsreynslu minni og þekk- íngu, þótt lítil sje. Jeg hef aíls ekki sagt, að sveitakennarar á íslandi sjeu yfirleitt slíkir óreiðumenn semþeir, er jeg nefndi í vetur. Sagði aðeins, að svona væri það (ætti sjer stað) á íslandi. Og meðal hinna tiltÖlulega fáu ísl. kennara, sem jeg þekki frá bernsku minni, eru minnst 8 — 10 sem óefað og augljóslega eftir almennings áliti og vitund reiknast til eins eða annars af hinum fjórum flokkum, er jeg nafngreindi í vetur. Að S. Ó. er þessu gersamlega óknnnugur sýnir best, hvern áhuga hann hefur haft á menntamálunum íslensku. En mjer dettir ekki í hug að nafn- greina einstöku sveitir eða einstöku menn í opinberu blaði, þó það sje ísl. siður. Vilji S. Ó. endilega fá algerða sönnun í þessu máli, þá skal jeg hvísla nöfnunum að honum við tækifæri, og mun hann þá kannast við þau all- flest. Þetta er sorglegur sannleikur. En svona er það, Hjer tala jeg þó af átakanlcgri reyuslu og þekkingu! Það væri eflaust margt og mikið meira að segja í þessu máli, en trúi S. Ó. ekki frásögn minni, kýs jeg helst að sannfæra hann munn- lega, þar sem jeg hef megna óbeit á ijllum blaðastælum, sjerstaklega þegar um slík al- varleg velferðarmál er að ræða. Vilji S. Ó. sem jeg, þá tökum við höndum saman í ættjarðarást og bróðerni og veltum steini úr menningargötu íslands. Þá gleymum við öllum smásmuglegum hugsunarhætti og persónulegum ónotum. Vjer tnegurri ekki hugsa sem svo: Steinn- inn er svo líti!!, lagsi, láttu hann bara vera! Vjer vcrðum að vera sarnhnga og samtaka í þessu eina máli. Þá berum vjer sigurinn heirn, og heingjum lárviðarkransinn um enni ættjarðar vorrar. Að endingu verð jeg að rjettlæta eitt atriði í grein minni í vetur. Aða!ga!li hennar var sá, að hún vegna tímaleysis varð allt of stutt, svo hætt var við, að hún yrði misskilin (jeg á hjer ekki við S. O., sem auðsjáaníega hefur ekki viljað skilja hana). Sumir hafa kannske tekið hana nærri sjer og haldið að eg hreytti hnútum að einstökum mönnuin, t. d. Möðru- veilíngum; en því fer fjarri. í hitt eð fyrra minntist jeg vfst meðal annars á það í Bjarka, að maður mætti ekki búast við því að fá ketinara frá Möðruvöllum, þar sem skólinn væri ekki kennaraskóii og alls ekki ti! þess ætlaður. Það er eingin niðrun fyrir pilta þaðan, þótt þeir sjeu ekki færir í allan sjó, og þó þe:m sje ábótavant í ýmsu, sem þeir hafa aldrei lært. Jeg þekki einmitt »Möðriivellínga«, sem eru óefað afbragðs kennaraefni — ekki frá sköl- anum, heldur frá fæðíngu sinni; sumir þeirra hafa verið kcnnarar í fjöldamörg ár — fyrir ekki neitt. Þessir menn hafa orðið að berjast einmana gegnum heiminn, eyða laungum tíma æfi sinnar til þess að vinna sjer þá reynslu og þekkingu sem þá vantaði, af því að skól- ann — sem átti að leiðbeina þeim í þessa átt, glæða skilníng þeirra, vekja athygli þeirra og gefa þeim óteljandi bráðnauðsynlegar bending- ar — vantar algjörlega. Allt þetta verða þeir að »uppgötva« sjálfir, — og þegar þeir loks- ins eftir margra ára baráttu eru farnir að njóta gleði og ánægju af erfiði sínu, — þá er æfin á enda.—- Svona er æfi hinna fáa sveitakenn- ara okkar! Jeg ber mikla virðingu fyrir svona mönnum, sem offra lifi sínu á menningaraltari óþakklátrar þjóðar. Helgi Valtýsson. Alvar!egar hugleiðíngar urn ríki og kirkju eftir Leo Tolstoi. íslenskað eítir norskri þýðíngu. Kristjaníu 1891. (Frh.) Jeg skal skýra nánar, hvað jeg á við : af því það er ómögulegt, þá getur það ekki verið, en eitthvað sem er fjarska líkt þessu hefur verið gert og er gert enn í dag. Það sem á sjer enn stað og hefur átt sjer stað í ómuna- tíð, er þetta: menn neyða upp á meðbræður sína trú, sem sýnist vera lfk þeirra eigin trú; en það er samt ekki annað en missýn- íng. Verulega trú er ekki hægt að neyða neinn mann til að taka, og það, að aðrir taka hana getur heldur ekki stafað af ytri ástæðum, valdi, klókindum eða sjerplægni. Sú trú, sem menn útbreiða með valdi og aðrir taka af ótta eða í hagnaðarskyni, hún er ekki veruleg, heldur sýnist hún einúngis vera trú. í hverju er þá þessi uppgerðartrú fólgin, og á hverju er hún byggð? tlvaða afstöðu hefur sá, sem blekkir, við þessa trú, og hver er af- staða hins, sem blekktur er? Jeg ætla ekki að tala um blekkingar Bramatrúarinnar, Buddha- trúarinnar, Konfutsekennfnganna eða Múhameðs- trúarinnar, — á þær þarf ekki lengur að benda; þær eru svo auðsxjar öllum, sem nokkuð hafa kynnt sjer þessi trúarbrögð; jeg ætla að láta mjer nægja að tala um kristin- dóminn, þá trú, sem oss er kærust, og nauð- synlegust, og vjer þekkjum best. í kristindóminum er allur blekkíngavefur- inn byggður á hinni ofstækislegu skýríngu á þýðíngu, tilgángi og köllun þeirrar stofnunar, sem kallar sig kirkju, skýríngu, sem sjálf hefur við ekkert að styðjast og allir, sem fara að fjalla um uppruna kristindómsins, reka sig því fyrst á, að er hin gffurlegasta fjarstæða. Af öllum guðleysis hugtökum og orðum er ekkert eins guðlaust og hugtakið og nafnið »kirkja«. Eingin hugmynd hefur komið eins ósegjan- lega miklu iliu til leiðar; eingin hugmynd hefur nokkurntíma gerst cins greinilega fjandsamleg kenníngu Krists, eins og hugmyndin »kirkja«. I rauninni þýðir orðið ecclesia ekki annað en samkoma, og í þeirri merkíngu er það haft í guðspjöllunum; í öllum nýrri málum þýðir orðið aftur á móti kirkja, guðshús; og þótt vjelræði prestanna hafi nú haldist í 1500 ár, hefur orðið ecclesia ekki feingið neina þriðju þýðíngu. Eftir þeirri þýðíngu, sem þeir prestar, er hafa þurft á þessu kirkjuvjelræði að halda, leggja í orðið »kirkja«, er eingu líkara en að »kirkja« sje stærðfræðileg setning með þess- um aðalkjarna: Allt, sem jeg ætla að prjedika fyrir yður, er sannleikur, hreinn, óbrotinn og óhrekjanlegur sannleikur; og ef þjer dirfist að hafna honum, og álítið hann ekki trúanlegan, þá skal jeg brenna yður og bannfæra og gera yður allt það illt sem jeg get. En þessi skilningur á kirkjunni er hártogun, sem þeir hafa auðvitað þurft á að halda af rökfræðislegum ástæðum; og hann verður líka að vera þeirra eign, sem þurfa hans með; því

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.