Bjarki


Bjarki - 04.07.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 04.07.1902, Blaðsíða 1
BJARKI V1L27. Eitt blað a víku. Verð árg. 3 (a. borgist fyrir i. júlí, (erlenriís * kr borgist fvrirframl. Seyðisfirði, 4. júlí, Uppsögn skrifieg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sie há slcnlHlan^ iriA hlaAiA 1902. OJALDDAGI RJARKA var I. þ. m. Raup- endur vinsamlega minntir d að borga blaðið, einkum allir þeir, sem enn eiga ógreitt andvirði blaðsins frá síðastliðnu ári. C'lallkonan 1902. Þeir, semkaupa hana hiá mjer, * gjöri svo vel og borzi hiö fyrsta. Qialddazi 1. iúií. Seyðisfirði 3. júlí 1902. SIQURJ. JÓHANNSSON. íslensk alþýðumenntun. Eftir Helga Valtýsson. I. Kennaraskólinn. Eg mun máske þykja djarfur að vekja máls á þessu efni í annað sinn, þar eð eg — að sumra áliti — hljóp heldur geyst á stað í fyrra skiftið án þess að þræða fjárgöturnar íslensku - og hef eg því orðið þess grátt að gjalda. — En í svona málefni, sem eg hef gert að aðal-1 ífsstarfi mínu, er mér ómögulegt að þegja eða beygja, þó eg mæti lausbeitslaðri mótspyrnu. Eg vil einúngis biðja landa mína í mesta bróðerni að láta vera að vega orð mín eður mæla og gjöra þau þannig að verslunarvöru, sem er ónýt metin og lítils- virði, ef sjáanlegur galli - málviila eður ómjúk orð — er á henni. Vil eg heldur biðja þá virða skoðun niína í þessu máli á betri veg. - Því hún er sprottin af lángri og alvarlegri umhugsun, einlægum vilja, ást og áhuga í þessu máli. Þetta er að vísu allt það, er eg hef á boð- stólum — að sinni og mun það þykja ljett í hinum ís- lenska þjóðarvasa. Mjer er það mikil gleði og ánægja að skýra frá því, að allar þær uppástúngur, er eg hjer kem með í þessu máli,eru rækilega vel íhugaðar,leiðrjettar,breyttar, aukn- ar og endurbættar af fremstu og bestu skólamönnum Norðmanna, eftir að eg nákvæmlega hafði skýrt þeim frá kringumstæðum og fyrirkomulagi þessu viðvíkj- andi hjer heiina. Síðastliðinn vetur, áður en eg lagði afstað i mennta- málaleiðangur minn (sjá Bjarka 25.) millum kennara- og lýðháskólanna í Noregi, hafði eg fyrirfram búið mjer til áætlun um skólaskipulag á Islandi, kennara- og alþýðuskóla — eftir því er eg áleit vera heppilegast og best framkvæmanlegt. Þessa áætlun mína lagði eg svo fram fyrir þá skólamenn, er eg hitti á ferð minni (lærere, seminarbestyrere, skoledirektörer o. s. frv.). Og við ræddum málið eins rækilega og samviskusamlega og framast var unnt. Við vorum einskonar sjálfkjörin „menntamálanefnd" og unnum af áhuga og kappi að málinu, íhuguðum allt rækilega og tókum tillit til alls þess, er oss þótti nokkuru varða. Allt fyrirkomulag íslensku alþýðumenntunarinnar tókum vjer til meðferðar: Undirbúning, framkvæmd, stofnun kennaraskóla, námstíma, námsgreinar, kennslu, próf, kostnað við skólahaldið o. s. f-rv. Barnaskóla- skipulag: niðurröðun eða skiftingu landsins í skóla- svæði, kennslu, kennaralaun, byggingu skólahúsa til sveita, o. s. frv., o. s. frv. Hér er einungis bent á aðalatriðin, og mun egsíðar í greinum mínum reyna að gjöra nákvæmari grein fyrir skoðunum „vorum" þessu viðvíkjandi. — Eg býst við að íslendingum muni þykja það mjög svo skrítið og jafnvel ótrúlegt, að útlendir skólamenn skuli sýna slíkan áhuga á menntamálum vorum (sem við sjálfir hugsum svo ótrúlega lítið um), en svona er það nú samt, og eftir ferð mína í vetur hefur þessi áhugi meðal norskra kennara yfirleitt og vinarþel þeirra til íslands komið bereýnilega í ljós- kannski ekki minnst í því, að þeir gangast nú öflugt fyrir því að safna saman styrk til ferðar minnar í þessu erindi og helst, að styrkur sá yrði svo stór, að hann gæti stutt til og flýtt fyrir stofnun kennaraskóla á íslandi. - Á þennan hátt vilja þeir sýna vináttu sína og frændrækni við íslendinga. Ogmörgþúsund eruþær hugarhlýjukveðjurog heilla- óskir,sem eghef verið beðinn að beraíslandifrá Noregi, sjerstaklega frá æskulýðnum og kennurunum. Máli mínu til sönnunar vil eg orðfæra það, er mikilsmetnir kennaraskólastjórar sögðu við mig í vetur. Einn þeirra sagði á þessa leið: „Það skyldi vera mjer mikið gleðiefni að koma til íslands og hjálpa ykkur með ráðum og leiðbeiningum, þegar þið farið að stofnsetja kennaraskólann ykkar, ef þið bara vilduð nýta það. - En svo yrði það kannske borið oss á brýn, að við værum að gjöra propoganda (o: fjelag til framkvæmdar vissum málefnum) á móti Danmörku!" bætti hann brosandi við. Annar gamall og margreyndur skólastjóri sagði: „Mjer væri það sönn gleði og ánægja að geta gefið ykkur Islendíngum ráð og leiðbeiníngar viðvíkj- andi kennáraskólastofnun yðar, — og ef það er eitthvað, sem yður lángar að vita í þessu málefni, þá skrifið þjer bara til mín, og skal eg þá straks svara yður eins rækilega og unnt er; hjer get eg nfl. talað af lángri reynslu, þar eð eg árlega hin síðustu tuttugu ár hef setið í menntamálanefndum Norð- manna." Hjá þessum sama mahni hef eg feingið einna mestar og víðtækastar leiðbeiníngar viðvíkjandi öllu alþýðuskólaskipulagi á íslandi. Um undirbúníng menntamálsins (d: búa það til þingferðar (sjá Bjarka tbl. 11.,) sagði hann meðal annars: „Að skipa menntamálanefnd (sem undirbýr málið til þíngferðar) er hið fyrsta og einasta, sem þið verðið að gjöra að svo stöddu. — Það verður ákaflega víð- tækt vandaverk. Þið verðið að rannsaka kringumstæð- ur landsins, fá skýrslur viðvíkandi fólkstölu og fyrir- komulagi í ýmsurn sveitum, hve mörg börn geti sótt hvem skóla o s frv.-Svo verður nefndin að semja áætlun, er lögð verði fram fyrir þingið-um lög handa kennara- og alþýðuskólum, um skiftingu landsins í skólasvæði, um kennaralaun, um byggingu skólahúsa til sveita o. s. frv. — ásamt skýrslu um kostnað alls þessa. Þetta er mikilsvarðandi vandaverk, sem þið verðið að byrja á straks, og endilega gá að því að velja hina rjettu menn til þessa starja — með áhuga og þekkíngu á þessum málefnum. Hjer í Noregi hefur oss því miður allt of oft orðið að svíða fyrir það, að menn alveg ókunnir mennta- málum vorum hafa átt að undirbúa eða endurbæta þau." Nú heyri eg landa mína hlægja innvortis og hlakka yfir því, að eg gleymi alveg kostnaðinum við allt þetta. En því mundi eg síst gleyma! Það var mjer einmitt ógleymandi áhugamál í vetur að komast að því skólaskipulagi, er bæði væri heppi- legast og kostnaðarminnst, og oft þótti skólamönn- unum norsku eg vera heldur knífinn, þegar um gjöld var að ræða- svosem til kennaralauna og þesshátt- ar. - En eg þekkti vel hugsunarháttinn íslenska: Biðjið guð að hjálpa ykkur; haldið þið kannske að við höfum ráð á þessu! Við verðum að hafa ráð á því að vera menntuð þjóð, og við höfum ráð á því, svo framarlega sem við hugsum okkur að vera þjóð. Því öll sönn menntun borgar sig. Eykur framgang og velferð land- anna á allan hátt. Þessvegna verðum við að verða menntuð þjóð —til þess að lifa. Og við getum orðið það. Meir að segja vel m&nntuð þjóð. Ef við viljuin. Samt sem áður var mjer mjög umhugað í vetur að beitia öllum skólaáætlunum vorum í þá átt, er vjer á- litum mest einbrotna og kostnaðarminnsta. Nú vil eg í stuttu máli skýra frá aðalatriðum kenn- * araskólafyrirkomulagsins íslenska, eins og það er á- litið heppilegast og kostnaðarminnst af reyndum og mikilsmetnum skólamönrium. Sjálfsagt geta það kom ið ýmsar breytingatillögur, en þær ættu þó ekki að verða málinu til fyrirstöðu. Kennaraskólinn vari í 2 ár, 7 mánuði á ári. Námstíminn er settur svona stuttur til þess,að nemend- ur fái nægan tíma til að vinna fyrir sjer á sumrin, og eins í tiiliti til þess, að gjöra skólakostnaðinn sem minnstan. Námsgreinar sjeu hinar sömu og á erlendum kennaraskólum, en þó sniðnar og styttar eft'ir þörfum með tilliti til hins stutta námstíma o. s. frv. Kennarapróf sje haldið annað hvort ár. Það gefur að skilja, að ef haldinn væri kennaraskóli með árlegu útskrifunarprófi, mundi það verða fullt af kennurumá5 8 árum, og yrði þá skólinn að leggjast niður eða að breytast. / sambandi við kennaraskólann,en þó óháð- ur hotuim, sje haldinn œskulýðsskðli — helst lýðháskóli. Þetta er áætlað í því skyni að útvega kennurunum nóg verkefni og nota sjer þá sem best. Svo er og ætlast til, að við á þennan hátt spörum okkur tvöfaldan skóla- kostnað, því þegar við þykjumst tæplega hafa ráð á því að bæta menntunarástand vort vegna peningaleysis, þá er það auðskilið, að við höfum ekki ráð á að halda tvo skóla, og það því síður sem við getum klárað okkur með einn (d: 2 skóla í einu lagi). Það er held- ur ekkert því til fyrirstöðu, að æskulýðsskóli og kenn

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.