Bjarki


Bjarki - 04.07.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 04.07.1902, Blaðsíða 2
2 BJ ARKI. araskóli geti sameinast. Það er einmitt margt, sem mælir með því og það þá ekki minnst fjársparnaður- inn. Með svona fyrirkomuiagi er ætlast til að kennara- skólinn sje rekinn með kr. 5000 á ári. En höfum við nú ráð á þessu? Já! Hin síðustu tvö ár hafa fjárveitingar til gagnfræðaskólans á Möðruvöllum numið...............................kr. 18,600 Þar af hin samanlögðu kennaralaun árlega kr. 6,600. Gagnfræðaskólinn í Flensborg fær árlega kr. 2,500 og kennarafræðsludeildin á sama stað . . - 3,200 Tils. kr. 5,700 Og þar að auki kr. 1,100 til námsstyrks handa kenn- araefnum og skólaiðnaðar-kennslu. Þetta er samkvæmt skýrslum tveggja siðustu ára. Af þessum skýrslum sjáum vjer, að kennaraskólinn yrði kostnaðarminni en hinír tveir fyrnefndu alþýðu- skólar vorir. Að endingu vil eg leyfa mjer að benda á það tvennt, að annaðhvort verðum við bráðlega að stofnsetja full- kominn kennaraskóla — eða að stækka kennaraskólavísir þann, er vjer höfum í Flensborgarskóla, því það, sem við nú fyrst þurfum, er einmitt góður íslenskur kennaraskóli vegna þess að 1) við höfum margra kennara þörf nú sem stendur. 2) með góðmn kennurum fáum við sjálfkjörna for- vígismenn' menntamálanna (sjá fyrirlestur Einars Hjörleifssonar). 3) á hinum 2 3 árum, er vjer þurfum til upp- fræðslu kennaranna, mun alþýðumenntamálinu eflaust miða svo vel áfram, að eingin hætta sje á því, að það ekki verði nóg verkefni handa hinum nýu kennurum. Með einar 10 —15 þúsundir króna ættum vjer að geta gert góða og víðtæka „kennaraskólatilraun" og að líkindum borið úr býtum 20 30 kennara og minnst helmíngi fleiri únglínga með góðri menntunar- undirstöðu. Eigum við að hætta á það? Alvarlegar hugleiðíngar um ríki og kirkju eftir Leo Tolstol. ístenskað eftir norskri fýðíngu. Kristjaníu 1891. (Frh.) Þegar vjer snúum oss að heimildarritum allrar kristilegrar kenningar — guðspjöllunum — þá verður þar fyrir oss ein meginregla sem útskúfar algerlega hinni ytri dýrkun og fyrir- dæmir hana, og hafnar af mikilli einbeitni og öldúngis ótvírætt hverskonar trúarútbreiðslu. Því meir sem vjer fjarlægjumst hina fyrstu tíma kristninnar og því nær sem vjer komum þeim tíma sem vjer lifum á, því átakanlegra er hvað hinar gildandi kenningar verða æ frá- brugðnari þessum óbrotna sannleika, sem-Krist- ur sjálfur boðaði. Þessi frábrigði voru byrjuð þegar á dögum postulanna og bar einkum mikið á því hjá Páli, sem var allólmur í að safna sjer áháng- endum; og því meir sem kristindómurinn breidd- ist út um heiminn, því eftirtakanlegri urðu frá- brigðin, þángað til kristnin að lokum beinlínis tekur upp sem fasta siði þá ytri dýrkun og reglulega boðun, sem Kristur 'sjálfur hafði hafnað svo fastlega og ótvírætt. En á þessum fyrstu tímum var orðið kirkja haft um alla þá, sem voru þessarar trúar, er jeg framvegis í höfuðatriðunum tel sanna — og var sú hugmynd eins og þá var ástatt rjettmæt, á meðan ekki var reynt til að um- merkja þessa trú með orðum. Því trú er ekki hægt að útlista með orð- um. Hugtakið »hin sanna kirkja* var líka af og til notað sem röksemd gagnvart þeim, er höfðu aðrar skoðanir; en allt fram að stjórnarárum Konstantíns og kirkjufundinum í Nicæa, var það heldur ekki annað en hugtak og á græn- jaxlaskeiði enn. En frá þeim tíma þroskaðist það líka, tók myndbreytingu og varð — blekkíng. Þetta var í raun og veru byrjunin til allra í þeirra blekkinga, sem uppfundnar eru af erki- j biskupum með helgimenjar, og prestum með j altarissakramennti, myndir af Maríu mey, sem fremja kraftaverk o. m. o. m, fl., sem oss blöskrar nú svo mjög, að oss finnst það ófull- nægjandi skýríng á þeim — eins stórsvívirði- legar og þær eru — að þær sjeu sprottnar af viðbjóðslegri fjegirni eingaungu. Blekkingin er mjög gömul, og var ekki upp fundin af neinum einstaklingum með þann eina löst að vera fádæma sólgnir í ábata og skeyt- ingarlausir um með hverju móti hann feingist. A meðal mannanna er ekki til það hrak, sem gæti feingið af sjer að hugsa upp eins and- styggilega blekkíng og koma henni í fram- kvæmd, nema honum geingi eitthvað annað til en sú hvöt sem liggur á yfirborðinu. Orsakirnar til þessarar blekkingar voru í eðli sínu vondar. »Af ávöxtunum skuluð þjer þekkja þá.« Þær voru hatur, mannlegur hroki, fjandskap- ur við Arius* og fleiri, og ennþá eitt, sem var ólíkt háksalegra en hitt allt, nefnilega hið van- helga bandalag kristinna manna við veraldlega valdið. Þetta vald í persónugerfi var Konstantín keisari, og hafði hann eftir heiðnum hugmynd- um náð hinu efsta stigi mannlegs ágætis — enda var hann talinn í flokki guðanna. Með því að taka sjálfur kristni, gaf hann þegnum sínum eftirdæmið; hann sneri fólki á þessa trú, rjetti hjálparhönd til að bæla niður alla trú- villínga, og með almennum kirkjufundi bræddi ' hann saman hina sameiginleigu sönnu kristi- legu trú. Á þennan hátt var hinni almennu kristnu trú fastskorðað um allan aldur í öllum lönd- um. Það var ekki nema eðlilegt, að fólk glæpt- ist á þessu, og meira að segja trúir fólk því enn þann dag í dag, að þessi þýðíngarmikli viðburður hafi haft heillarík áhrif. En skoðað í ljósi heilbrigðrar skynsemi, sem laus er við hleypidóma guðfræðinnar, varð samt afleiðingin af öllu þessu sú, að meiri hluti * Arius var guðfræðíngur af hinum svo nefnda Antiochíuskóla, sem vildi skýra biblíuna sem beinast eftir meiníngu orðanna, en ekki hleypa sjer út í líkíngarfullar, fimbulfambsskýríngar eins og Alexandríuskólanum hætti við. Aríus var í miklum metum sem hæfileikamaður og varð öldtingur (prestur) við Bavkaliskirkju í Alexandríu, þá 50 ára að aldri. Þar komst hann brátt í deilurvið Alexandriska guðfræðínga. (Athanasius), út úr biblíuskýríngum. Aríus kenndi, að guðs sonur, getinn af föðurnum, væri að vísu líkur föðurnum, en ekki samur og faðirinn, sem hefði verið tíl frá eilífð. Aríus neitar guðdómi Krists, og á hans skoðun er fjöldinn allur af biskuputn og prestum Austurálfunnar. Út úr þessu risu megnar æsíngar á móti Aríusi. k synodus í Alexandríu 321 var hann settur út af sakramentunum. Á kirkjufundinum í Nicæa var hann og kenníng hans útlæg gjör úr kristninni. Eftir 336 varð kenníng hans enn ofan á í Konstantinopel, þángað til hún var bannfærð í annað. sinn á hinum öðrum almenna synódus í Konstantinopel 381. Eftir það kvað aldrei neitt verulega að trúarbræðrum hans, sem kallaðir voru Aríanar, og eftir 7. öld hverfa þeir algjörlega úr sögunni sem trúarfiokkur. Aths. þýð. kristinna manna sór sig þá undan trú sinni að einhverju leiti. Þetta var tíminn, þegar vötnin aðskildust og hinir óbrotnu liðsmenn kristninnar sneru sjer frá hægri til vinstri og hjeldu aftur í átt- ina til heiðninnar. Karl hinn mikli og Vladimir smöluðu óskila- kindunum seinna; og síðan hafa menn alltaf haldið áfram stefnunni í sömu átt. Kírkjublekkingin var fólgin í því, að ver- aldlega valdið fjellst á kristindóminn; en það var hvorki heppilegt nje gagnlegt fyrir aðra en þá sem skildu dauðan bókstaf kristindóms- ins, en ekki anda hans. Því það að játa kríst- indóminn án þess að hafna fyrst veraldlegu valdi, það er annaðhvort fölsun á kenningu Krists, eða þá sama sem að draga dár að henni. Að kristnin helgifestir (kanóníserar) ríkis- valdið er guðlöstun; það er meira en guðlöst- un; það er að ónýta sjálfan kristindóminn. Þar sem þetta lægíngarsamband milli fals- kristindóms og ríkisins hefur nú staðið í fimmt- án hundruð ár, þarf ekki lítinn kjark til þess að geta gleymt öllum þeim flækjum og hár- togunum, sem menn hafa bjagað með og af- bakað kristindóminn í allan þann tíma, til þess að útvega röksemdir til að sanna möguleg- leika þess að ríkið geti orðið sannarlegt kristi- legt ríki. En, á bakvið allar þessar flækjukenníngar liggur sá ljóti sannleiki, að orðin »kristilegt ríki« hafa álíka snjalla merkingu og ef sagt væri »heitur ís«. Því aðeins annað tveggja er mögulegt: ann- aðhvort er ekkert ríki til, eða einginn kristin- dómur. Til þess að sannfæra oss um rjettmæti þess- arar setníngar, verðum vjer fyrst og fremst að hreinsa oss af öllum þeim draumóra hug- myndum, sem svo rækilega hefur verið í oss troðið frá blautu barnsbeini, og spyrja sjálfa oss hreinskilnislega og blátt áfram: Hver er tilgángur og augnamið hinna svonefndu vísinda t. d. sögunnar og náttúrufræðinnar, sem oss eru kennd með svo mikilli samviskusemi, að menn skyldu halda, að þau hefðu að geyma leyndardóminn um það, hvernig menn ættu að fara að hví að verða vel gamlir og verulega hamingjusamir ? Þessi vísindi eru í raun og veru ekki byggð á neinum vísindalegum grunndvelli; þau eru ekki annað en dularklædd, velhugsuð vörn fyr- ir ofbeldi og yfirgáng. Frh. Austfirðíngar! Norðlendíngarl Eins og yður er kunnugt, hefir nú undanfarna viku gengiðmesta óveður af norðaustri,norðri og norðvestri, yfir landið. Norðanáttin hefir hamast óvenjulega og reynt að sporna móti sunnanáttinni, hlýjunni, sól- skininu, gróðrinum, lífinu og vorgleðinni. Hún hefir tjaldað himininn úlfgráum loðnum tjöldum og sviðið jörðina ffarn í fardaga. * * * En gætíð nú að öðru: Verðið eigi ímynd þessarar veðuráttar þjer afturhaldsgjörnu menn, sem sitjið á annari hverri þúfu í Norður- og Austurlandi! Eg tala til ykkar, því að í þessum landsfjórðúngum er mannvalið mest á landinu og kraftarnir beztir, ef þeim er beitt rjettilega. Ef þeim er beitttil íls eins, þáer mikið pund graf- ið í jörð niður. Hættulegast er þetta: að þjer Austfirðíngar og Norð- lendíngar haldið, trúið því statt og stöðugt, að þjer sjeuð framsóknarmenn. En reyndar eruð þjer afturhaldsmenn margir hverjir.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.