Bjarki


Bjarki - 11.07.1902, Side 1

Bjarki - 11.07.1902, Side 1
 VII,28, Eitt blao a víku. Ven) árs.;. , icc. borgist fyrir !. júlí, i'erlendis 1 Ur horgist fvrirT’ram' Seyðisfirði, IS. júlí. Uppsögn skrilieg, ógild nema komin sie tii útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje toá skuldiaus við blaðið. Í902. GJALDDAGI BJARKA var 1. þ. >n. Kaup- endur vinsatnlega minntir á að borga blaðið, einkum allir þeir, seni enn eiga ógrcitt andvirði blaðsins Jrá síðastliðnii ári. Alvarlegar hugSeiðíngar um ríki og kirkju eftir Leo Tolstoi. fslenskað eftir norskri þýðíngu. Kristjaníu 1891. Niðurl. Lítum til dæmis sém snöggvast á sögu þess ríkis, sem varð fyrst til að taka sarnan við kristindóminn. I Rómaborg hafði smámsaman myndast ræn- íngjasveit; þeir menn lifðu á ránum, morðum og hryðjuverkum, og urðu loks svo voldugir að þeir lögðu undir sig heilar þjóðir. Unciir forustu forsprakka sinna, er almennt voru ka!l- aðir keisarar, rupluðu og þjáðu þessir ræningj- ar og eftirkomendur, þeirra landsfólkið, til þess að geta fullnægt girndum sínum og tilhneig- ingum. Einn niðji þessara ræningjaforingja, Konst- antín* að nafni, var mjög víðlesinn, og hafði kappsatt fýsnir sinar af þessa heims lystisemd- um. Honum fannst hann kunna betur við sum- ar helgikreddur kristninnar en sína fyrri trú; honum fjell betur messuhald en mannfórnir og hann kunni betur við einn guð og son hans Krist, en Júpiter, Venus og Apolló; og því var ekki nema sjálfsagt að hann ljeti það boð út g^nga að þessa trú skyldi útbreiða meðal þegna sinna. »Yður er kunnugt, að konúngar heiðingjanr.a * Cajus Flavius Valerius Constantinus var keisari frá 3D7 til 337 og er alnient kallaður Konstantín mikli. Hann er einkum frægur fyrir hvernig honum fórst við kristnina, sein áður hafði að jafnaði átt ofsóknum að mæta af stjórnarinnar hálfu. í fyrstu mun Konstantín hafa verið hneigður að þeirri eing>'ðistrii, sein þá var almennust um allt, og þó einkum í Austurálfu, og kölluð hefur verið sóldýrkun. En svo kynntist hann kristninni, sá hvern framgáng hún liafði, og hve mikil hætta einingu ríkisins var búin af fjandskapnum milli trúarflokkanna: Hann tók að sjer kristnina af pólitiskum ástæðum, en ekki af því hann væri orðinn trúaður. Sumir segja raunar, að hann- hafi verið talsvert hræddur við guð kristinna manna og haldið hann sterkari en sólguðinn. En sann- leikurinn er víst sá, að hann kærði sig um hvorugan, en skifti sjer á milli beggja, eftir því seni hann sá, að var klókast fyrir ríksstjórn- ina. Árið 313 fjekk kristindómurinn jafnrjetti við önnur trúar- brögð í ríkinu, en brátt fór þó prestastjettin kristna að fá ýms forrjettindi, svo sem undanþágu frá opinberum gjöldum; kirkjur fengu og leyfi til að láta arfleiða sig o. fl. því um líkt. Á hinn bóginn lögleiddi hann sunnudaginn sem almennan helgidag, hjelt sjálfur alltaf embættinu sem pontifex maximus (heiðinn æðsti.prestur) og ljet ekki skírast fyr en á banasænginni. Þó Konstantín væri vitur maður og að mörgu nýtur, þú var hann í hina röndina svekamenni. Meðal annars Ijet hann t. d. myrða konu sína Faustu og Crispus son sinn, og friðsemdarmaður var hann einginn, nema hann sæi sjer hagnaði. drottna yfir þegnum sínum .... en yðar á meðal skal þetta ekki svo vera .... Þú skalt ekki mann deyða; þú skalt ekki drýg’ja hórdóm; safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu; dæmið ekki; rísið ekki öndverðir á móti hinu illa. . .« Einginn varð til að vekja athygli hans á þessum kenningum; en þeim, sem hefði borið | skylda til að leggja aðaláhersluna á hin þýð- I ingarmestu atriði í kenningnm Krists, þeim j fórust, fyrir hagsýnis sakir, orð eitthvað á i þessa leið: »Þú villt kalla þig kristinn, en halcla samt áfram að vera ræningjaforingi, halda áfram að berjast, brenna, gánga í ófrið, lifa í saurlifnaði, myrða og njóta 'bílífisværðar í í skauti lystisemdanna. Þetta er vel hægt allt saman. Og svo löguðu þeir kristindóminn eftir því sem hann vildi, og komu öilu í miklu viðfeldn- ara lag en’við var að búast. Þeir voru þó svo gáfaðir, að sjá það fyr'r að augu. hans hlytu einhverntíma, er hann læsi evangelíið, að opnast fyrir því, hvað hin nýja trú heimtaði í raun og veru af játendum aín- um, sem sie kristilegt líferni, en ekki tómar kirkjugérðir og kirkjugaungur. Það sáu þeir út um svarta leppinn,* én feingu i því afstýrt með því að bæta við og draga frá kristindómnum með svo snjöliu rnóti, að hann gat haldið áfram að kalla sig kristinn og lifa eins og heiðíngi, án þes.s að taka eftir því að nein mótsögn væri milli trúar hans og breytni. Fvrst og fremst var það svo sem auðsjeð, að Kristur var í heiminn kominn einúngis í þeim tilgángi að endurleysa hann og alia menn, og á hinn bóginn fjekk Konstantín fyrir dauða Kri'sts rjett til að lifa; hann þurfti meir að segja ekki annað en iðrast og kingja dálitlum brauðbita og vínsopa, og sjá! Þá hafði hann hremmt sáluhjálpina og allt var honum fyrir- gefið. En þetta var ekki einu sinni nóg. Þeir lýstu beinlínis blessun sinni yfir veldi hans cg ríki sem ræningjaíoringja, lýstu yfir því að það væri heilagt og smurðu hann með olíu. í þakklætis skyni fyrir þetta kom hann því skipulagi á kjör prestanna, sem þe'r vildu sjálfir hafa, fastákvað afstöðu hvers einstaklíngs við gnð og skipaði að lesa þessa ákvörðun sína og endurtaka fyrir hverjum einasta manni sem mælikvarða til Ieiðfceiningar. Og allir voru ánægðir; og sú trú, sem þannig var uppdubbuð og lagfærð, hielst á jörðinni í 1500 ár, því aðrir ræníngjaforíngj- ar fóru að dæmi Konstantíns, komu þessari tru á hjá sínnm þegnum og voru svo auðvit- að smurðir í staðir.n, því allt var þetta svo sem gert í hlýðni við guðs vilj. Hvenær sem einhverjum far.ti tókst að fje- fletta og ræna einhvern annan, drepa menn svo þúsundum skifti, sem aldrei höfðu gjört honum neitt til meins, þá tóku þeir hann og smurðu hann mjög svo hátíðlega, því hann var svo sem auðvitað guðs maður. í Rússlandi var keisaradrottr.ing, sem drap mann sinn og lifði skækjulifnaði; hún var frá guði;* í Frakklandi var það Napoléon. Og hvað prestunum víðvíkur, þá voru þeir ekki einúngis frá guði, heldur voru þeir nærri því guðir sjálfir, þar eð heilagur andi hafði vitan- J lega tekið sjer búfestu hjá þeim. I Páfinn á líka heilagan anda í förum sínum, : eins og vor ailrahelgasta sýnóða. Og hvenær sem drottins smurði, þ. e. for- j ínginn fyrir þessum ræningjum, fær löngun til að ráðast á sína eigin þjóð, eða einhverja aðra, þá koma þeir þegar til hans rceð vígt vatn og rjóða því á krossinn (þann kross sem ; Kristur bar og cló á, af því hann sneiddi ein- mitt hjá þessum sömu ræníngjum); svo lýsa j þeir bles.sun sinni yfir ræníngjaforíngjanum og j senda hann til þess að myrða, heingja og háls- höggva fólk í nafni hins krossfesta Krists. Og allt var þetta nú gott og blessað á með- j an þeir lifðu sarnan í elndrægni; en það kom brátt sundurlyndi á milli þeirra og þeir fóru j að draga dár hvor að öðrum og bríxla hvor 1 öðrum um að þeir'væru þjófar og ræningjar - og það voru þeir sannarlega. En fólkið | fór nú að veita þessum bríxlyrðum verulegt j athygli, hætti svo smámsaman að trúa á drott- ins smurða og þá menn, sem heilagur andi hafði tekið sjer búfestu hjá, og það lærði brátt að nefna báða málsaðila því rjetta nafni, sem þeir nefndu hvor annan feimnislaust, nefnilega ra;ningja og svikara. Þessi útúrdúr um ræningja er ekki annað en lausleg athugasemd. Jeg hef drepið á þá, af því að þeir voru þeir fyrstu, sem siðspilltu þeim er síðar gerðust svikarar til að hafa at- vinnu af. En aðalatriðíð, sem hjer er um að ræða, er jiað, á hvern hátt svikararnir með upngerðar- kristnina hafa framþróast og orðið það sem þeir eru. Vjer sjáum þá, að vegna Tiins 'óeðlilega bandalags þeirra við ræningjana hrakaði þeim frá þvt sem þeir voru, eða hefðu getað verið. Þ^ð gat ekki anrian veg farið, því í sömu svijian og þeir lýstu fyrst yfir því, að konúng- urinn vacri heilagúr, og fullvissuðu hann um, að hann gæti með valdi og yfirgángi útbreitt þá trú sém sjálf í sínu innsta eðli er fólgin í auðmýkt og ósjerplægni, þá einmitt hurfu þeir af rjettri leið. Sú kirlcja, sem þetta allt er hjer sagt um, er einginn hugarburður sjálfs mín; heldur hef jeg lýst hjer hinnt virkilegu kirkju eins og hún hefur verið alltaf síðan klerkastjett henn- ar kornst í kíærhar á konúngum og keisurum, enda talar saga hennar ekki um annað en þæf árángurslausu tilfaunir, sem þessi veslings prestaiýður hefur gert, hverja fætur annari, til þess að reyna að varðveita sannnleikann í kenriíngti Krists óm^ingaðan, um lerð og hann samt prjedikar þessa kenningu með falsi og sýnir í yerkinu að hann er henni sundurþykk- ur. Þýðing k’ejrkaiýðsins, tilverurjettur hans, er kominu undir þeirri kenningu sem hann tekst á kenditr að fiytja. Kenning þessi boðar auðýmkt, sjálfsafneitun, kærleika og fátækt; en svo er hún útbreidd með ofbeldi og yfirdrepsskap. Til þess að rneðlimir prestalýðsins hefðu eftir eitthvað til að prjedika, bar þeim lífs- nauðsyn til að halda fast við kenningu Krists (þ. e. a. s. hafna henni ekki berlega); en til þess á hinn bóginn að bera eitthvað í bæti- fláka fyrir lagsmennskuna við veraldlega vald- Aths. þýö. * Katrín keisaradrottning.

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.