Bjarki


Bjarki - 18.07.1902, Page 1

Bjarki - 18.07.1902, Page 1
’Vll, 29. Eitt blaí) a víku. Verí árj;. 3 kr. borgist fyrir 1. júií, (erlenrlis 4 kr borgist fvrirfram'). Seyðisfirði, 18. júlí. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. og kaupandi sje þá skuld’.aus við blaðið. 1902. Stjórnmálaskoðanir bœnda o. fl. Það er lángt síðan jeg veitti því eftirtekt, hve bændur gefa sig lítið af alvöru við póli- tíkinni. Mennirnir, sem nú eiga að fara að ráða með atkvæði sínu lögum og lofum í land- inu, gera sjer, mjög margir, undur lítið far um áð íhuga vel og rækilega helstu velferðarmál þjóðarinnar. Það er hart að þurfa að segja það, en satt er það samt, að mikill hluti bænda er ekki svo þroskaður, að hann færi sjer í nyt þáð sem ýmsir bestu og vitrustu menn þjóðarinnar skrifa í blöðin um landsins gagn og nauðsynjar. Nei, það er, meira að segja, virt að vettugi, en hinu tekið tveim höndum, sem af minnstu viti eður þekkingu er sagt. Skjall, röksemdalaust og vellulegt orðaglamur og stóryrði láta einkar-vel í eyrum þjóðarinn- ar. 'En aumt er að vita aðdróttanir og svig- urmæli óhlutvandra lýðskjalara umhverfa svo heilbrígðri skynsemi heiðvirðra bœnda, að þeir fótum troði rjett mál og gerist andvígir sínum nýtustu mönnum. Blöðin, sem gera sig sek í þessu athæfi, eru stórskaðleg fyrir þjóðina. Þau bæði spilla hugsunarhætti hennar, ala á tortyggninni og eru versti þröskuldurinn á fram- sóknarbraut nútímans. Allir sannir mannvinir og þeir, sem sjá, hvar þjóðin er stödd og hvers hún þarfnast, ættu að beita ýtrustu kröft- um sínum til að vekja og glæða skynsemi og dómgreind hennar, svo hún sjái og sýni í verk- inu, hvað henni er fyrir bestu. Og ekki nóg með það að slík blöð afvegleiða margan góð- an og ærlegan bónda, heldur reita þau suma okkar bestu ritstjóra svo til reiði og gremju, að þeir leiðast út í öfgar og stóryrði. Þetta allt hefur afarill áhrif á bændur. Þeir eiga enn bágar með að átta sig á, hvað rjett er eða rangt, enda er viðleitnin svo sorglega lítil í þá átt. Hið andlega ástand mikils hluta bænd- anna er því að þessu leyti mjög bágborrð. Á því þarf að verða gagngerð breyting. Kjós- endur verða að vakna til alvarlegrar meðvit- undar um það, að heiður þeirra og framtíð landsins er undir því komin, að þeir leggi al- varlega stund á að beita viti sínu og kröft- um í rjetta átt. Til þess að svo sje, þarf sannfæring þeirra að vera byggð á traustum Pg árei^anlegum grundvelli. Þeir mega ekki hlaupa eftir hinu og þessu markleysuþvaðri grunnhygginna manna, heldur verða bændur að byggja skoðanir sínar á því, sem vitrustu og fjölfróðustu menn landsins hafa ritað. Þeg- ar þannig. er búið að rannsaka gáng málanna eftir faungum og alla málavexti, þá er hvcrj- um meðalgreindum og athugulum manni ekki ofætlun að mynda sjer ákveðna og ábyggilega skoðun á fiestum þeim málum sem á dagskrá eru. En bæði fyrir menntunarskort og hugs- unarleysi gera lángtum of fáir sjer far um slíka rannsókn. En hver sá bóndi, sem hefir hafið sig upp í þá stöðu, með það fyrir aug- um, að verða óháður og sjálfstæður maður og vill halda virðingu sinni óskertri og fuliri ein- urð gagnvart hverjum, sem í hlut á, hann ætti að finna sig knúðan til að afla sjer sem bestrar og víðtækastrar þekkingar á lands- málum, og það því fremur, sem ráðin eru nú að færast í hendur þíngs og þjóðar. Ef þjóð- in tekur sjer ekkert fram í þessu efni, þá segir mjer svo hugur um, að ráðsmenska hennar verði æði-bogin og handahófsleg, og svo gæti farið, að þjóðræðið verði okkur alls ekki að tilætluðum notum, eins dýrmætt eins og það er þó í raun og veru. Vjer sjáum nú hvern- ig fer. Það er gaman að vera bóndi. Eg hlakka til þess! En bændastaðan er töluvart vanda- söm, og vissast verður að reyna að búa sig svo undir hana að þekkingu, að maður geti treyst sjálfum sjer best, þegar á liggur. Það fer ut um þúfur gamanið, þegar veslings bænd- urnir láta æsandi fortölur og blekkingar ráða atkvæði sínu á kjörfundum. Eitt sem bændur verða að reyna að var- ast, þegar um þingmannaefni er að ræða, er það, að einblína á stöðuna. Orðið »bóndi« er hljómfallegt einsog orðið »heimastjórnar- maður«. þetta síðarnefnda orð er búið að misbrúka svo nú í seinni tíð, að það ætti að vera góð bending til manna, að láta ekki neitt svipað eiga sjer stað framvegis. Og þá hlýt- ur róleg skynsemi að komast að þeirri niður- stöðu, að hæfileikar og mannkostir eigi að ráða úrslitum við þingkosningar. Að þessu hvoru- tveggju jöfnu vil jeg heldur bóndann en embættis- manninn. En standi hann ekki jafnfætis em- bættismanninum, kýs jeg hiklaust heldur em- bættismanninn. Auðvitað eigum við að keppa að því að ná þeim þjóðarþroska, að geta stað- ið embættismönnum jafnfætis að þingmensku. En meðan því takmarki er ekki náð, verðum við alþýðumennirnir að brjóta odd af ofiæti okkar og beygja okkur fyrir almennings heill. Svona lít jeg á þetta mál. Jeg ætlaði eiginlega ekki að snúa máli mínu að neinum persónulega. En úr því jeg fór að minnast á þetta, get jeg ekki annað en drep- ið á kosningarnar í Húnavatnssýslu. Þar sýndi einn af mikilhæfustu, áhugamestu, duglegustu og þjóðhollustu embættismönnum landsins kjör- dæminu þann sóma að bjóða því sig fyrir þingmann. En það tekur óbreyttan bónda lángt fram yfir hann. Þetta álít jeg svo mik- inn blett á kjördæminu, að jeg tel það sjer- staklega til dæmis út af kosningunum og sem sýnishorn þess, hve fráleitt sje að líta aðallega á stöðuna. Það er viðurkennt af rjettsýnustu mönnum þjóðarinnar, að þessi embættismaður, Páll Briem, hafi skrifað í vetur allra manna best um stjórnarskrármálið í blöðunum, og rit hans önnur lýsi dæmafárri elju og umhyggju fyrir framtíð lands og þjóðar. Þrátt fyrír það á- líta Húnvetningar hann ekki færan um að eiga atkvæði um stjórnarskrármálið á þingi. Og einn ritstjórinn okkar kallar grein Páls í Norð- urlandi, »EndaIok baráttunnar,* Lokagrein og annað þvi um líkt. Og það á að vera leiðari fyrir þjóðina! Hver veit líka nema leiðarinn sá hafi komið Páli á kaldan klaka hjá Hún- vetningum með aðstoð Árna? En þetta er nú altsaman ofur skiljanlegt. En að Björn góðkunningi minn Stefánsson skyldi fara að vanda um við Pál í stjórnmálum; — þá varð mjer hlátur á munni. Það var þó meira en jeg gat búist við. Um kosningarnar á Fossvöllum skal jeg vera fáorður. Það er lángt frá því að jeg œtli að óreyndu að kasta skugga á nýu þing- mennina okkar, þó að jeg vildi heldur aðra menn á þing. En hvað höfðu kjósendur eig- inlega út á Jóhannes að setja? Mjer er það ekki Ijóst. Reyndur sem einkar-nýtur þing- maður, manna harðfylgnastur sjer, einbeittur, hreinskilinn og góður dreingur. Síra Einar Þórðarson aftur á móti óreyndur á þingi, en þekktur sem djúphygginn og skarpathugull maður, ákveðinn í skoðunum, frjálslyndur og góður dreingur og framfaravinur mesti, en jafnframt gætinn og rasar ekki um ráð fram, og þar ofan í kaupið gildur bóndi. En hvað segja kjósendur ? Jeg ætla ekki að svara þeirri spurningu. En fullkomlega álít jeg það mis- ráðið af þeim að hafna þessum mönnum, þrátt fyrir mitt góða álit á Jóni frá Sleðbrjót. Jeg bið svo alla vel að lifa, sjerstaklega bændurna, þessa máttarstólpa þjóðfjelagsins, sem eiga nú að takast þann vanda á hendur að stjórna sjer sjálfir og hefja sig og þjóðina til vegs og geingis. En umfram allt, dreing- ir, það verður að byggjast á forsjá og skyn- samlegu viti. Hvanná 6. júií 1902. JÓN JÓNSSON. Mjaitakennsla Herra H. Grönfeldt kennari við mjólkurskól- ann á Hvanneyri hefur hvað eftir annað bent á það, bæði í búnaðarritinu og blöðunum, hvað aðferð sú, er vjer almennt brúkum við mjaltir, sje ófullkomin, óeðlileg og á eftir tímanum, og um leið á það, hve afaráríðandi það sje, bæði fyrir mjóikurframfarir kúnna og arð af þeim, að mjaltirnar sjeu í góðu lagi, Eftir því sem sjá má af skýrslum hans,

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.