Bjarki


Bjarki - 18.07.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 18.07.1902, Blaðsíða 2
2 tí J A R K I . Livsforsikrin^sanstalten Syge- og Ulykkesforsikringsanstalten T ryg. T ryg. Garantikapital í MiII Kr Garantikapital 100,000 Kr. 2)ef meddeles herved at d' Jterrer Scghc/der Jf. Jíie/sen cg 2{olf Jchsr.sen, Seya/s- fiora, er ansafte som uore Seneralagenter for def ösflh e Js/and Xjöbenhaon den 30. júni 1903. JErbödigst Sirekfionen. hefur hann þegar að nokkrum mun kennt mjalt- j ir, auk þess sem stúlkur þær, sem gengið hafa á mjólkurskólann, að sjálfsögðu hafa lært þær. Og vonandi dreifist svo kunnátta á þeim smám saman út um landið. Nú hefur búfræðingur Flóvent Jóhannsson á Hólum lært nýa mjaltaaðferð erlendis í vet- ur og kennt hana ýmsu af fólki Stefáns kenn- ara á Möðruvöllum (sbr. Norðurland 32 blað) : og telur það fullnuma til að kenna þessa að- ferð. Kunnátta á þessu mikilsverða atriði er þann- ig líkieg til að breiðast mjög bráðlega út bæði sunnan og norðan lands. En hjer í Austfirðíngafjórðúngi ? Ef vjer ekkert gjörum til að afla oss þekk- ingar í þessu efni, verður sjálfsagt lángt nokk- uð þángað til hún berst oss sjálfkrafa. Enn sem komið er hefur ekki nema ein stúlka hjeðan að austan gengið á mjólkurskólann á Hvanneyri, og jeg veit ekki hvort hún er væntanleg hingað austur aftur. Hvergi er enn hreyfing hjer eysta í þá átt að stofna mjólkurbú, að því mjer er kunnugt, þó að það væri alls engin frágángssök sum- staðar. Og meðan eingin hreifíng er í þessa átt, er eigi við því að búast, að stúlkur hjeðan að austan fari á mjólkurskólann að nokkrum mun. Og því hættara er við, að framfarir í þekk- ingu á rjettri mjólkurmeðferð, mjöltum o. fl. því líku verði hægfara hjer fyrst um sinn En þó ættum við að geta náð í þessa kunn- áttu á mjöltunum að minnsta kosti. Hennar þarf hvert einasta hcimili á Hjeraði, og fjöldi í fjörðum. Og ef hún kemst hjer inn cinhverstaðar á Hjeraðinu er meiri von um að hún útbreiðist um það allt að minnsta kosti. Og kostnaðurinn við að ná í hana ætti ekki að .vera mikill. Mikið væri það ekki fyrir einn eða tvo hreppa í sameiningu, að senda myndarlega stúlku (eða pilt) snöggvast norður á Möðruvöll eða Hóla til að læra mjaltir. Eða búnaðarfjelögin, sem nú eru nálega í hverri sveit, munu þau ekki telja það hlutverk sjer viðkomandi, að inn- leiða betri mjaltaaðferð? Mjer þykir ekki ólíklegt að bændur almennt muni viðurkenna svo þýðíngu góðra mjalta, að lausakona (eða laus maðnr) gætu haft nokkra atvinnu við að kenna þær hjer í Múlasýsl- um. Æskilegt væri og, að slíka kennslu væri hægt að fá á Eiðum. Vil eg skjóta því til skólastjórnarinnar, hvort hún geti eigi komið' því til leiðar. Skólinn hefur nú á þessu vori feingið talsverðan styrk úr sýslusjóðnum og ætti því að vera hægra um vik í þessu efni sem öðru. Sveitabóndi. Islensk aifiýðumenntun. Eftir Helga Valtýsson. II. Barnaskólínn. Samhliða kennaraskólanum verðum við svo að koma á fót barnaskólum með föstu skipulagi, ogger- um við þá rjettast í að taka þann þluta grannlanda vora til hliðsjónar er mest hefur sameiginlegt íslandi, bæði að því er snertir náttúrufar, fólksfjölda, vegalengd millum bæja og sveita o. s. frv. — t. d. nyrðri hluta Noregs og ýms byggðarlög langt upptil fjalla í Nor- egi. Það ætti að vera mikill vinningur fyrir vora fá- mennu og fátæku þjóð að geta þannig byggt á dýr- keyptri reynslu annara, að svo miklu leyti sem hægt er. Eg geing að því vísu, að það verði víðtækt vanda- verk einkum í peningalegu tilliti að koma menntun- I arástandi voru í gott horf, en þó efast eg aldrei um j að það sje hæglega framkvæmanlegt. Með samtök- um og góðum vilja. - Því þetta tvennt eru afltaug- ar smáþjóðanna. Það er bergföst trú raín og sannfæring, að við ís- j lendingar mundum standa mun hærra en sumar j grannþjóða vorra í menningarlegu tilliti, ef við ættum | við jafngott skólafyrirkomulag að búa. Og eg gleð mig í þeirri Von að gott alþýðuskólaskipulag muni gera kraftaverk hjer heima á 15 —2o árum. Þessari skoðun minni hjelt jeg sterkt fram í Nor- egi síðastliðinn vetur, og er hún byggð á því, að heimakentisla vor sje fágætur og ómissandi grund- völlur allrar þjóðmenningar, ef hún bara væri leidd í rjetta átt og studd af góðunt kennurum. Því að með góðri heimakennslu gætum við byggt menning- arberandi grundvöll í hinum sjerstöku heimilum, er þannig yrðu öflugar stoðir hins sameiginlega þjóðar- heimilis vors. Til allra hamingju höfum við heimakennslu enn- þá, þó henni sje í mörgu og miklu ábótavant og því miður víða farin að deyja. Við verðttm að halda henni við, endurreisa hana að nýu sterkari og fagrari en nokkru sinni áður — svo hún geti orðið oss til ríkrar blessunar í framtíð vorri. | Því góð heimili eru hjarta þjóðarinnar. Það var einmitt á heimakennslu vorri að eg byggði fyrirlestra mína um ísl. alþýðumenntun í Noregi síð- astl. vetur. Hjelt eg því fram að á henni yrðum við að byggja til þeás að komast að farsælu menn- ingarfyrirkomulagi og vinna samtök og hjartalag heirnilanna með oss, því að á þann hátt einan getum við kennarar komist mjög nær móðurhjarta þjóðar- innar. Mörgum gömlum skólamanni vöknaði um augu í vetur, þegar eg var að lýsa heimakennslunni íslensku - kannske með heldur hlýum litnm - því þá mynnt- ust þeir hinnar sorglegu sönnunar, að hin gamla heimakennsla er því miður undir lok liðin og lítið kunn víðast í Noregi. - Skólarnir komu þar nfl. of seint. Heimakennslan var • þá rjett að kalla dauð. Og svo vörpuðu heimilin allri menntunaráhyggju sinni í skaut skólanna og hugðust sjálf ekkert þurfa að gera, sukku síðan niður í menningarlega þykkleðr- að hugsunar- og hirðu-leysi. Andlega svæfandi og sálarmyrðandi fyrir börnin. Og skólunuin varð lítið ágeingt, og svo var skuldinni skellt á þá. Þannig varð það stríð milli skóla og heimilis, og þau bárust á banaspjótum haturs og illgjarnrar tortiyggni, og oft gekk það þannig, að annað reif niður það er hitt byggði. - Og landið var klofið að innstu hjartarótuin og eiturormar sundurlyndisins læstu sig kringum hjarta þjóðarinnar. — - Oamlir skólamenn í Noregi eru þessu vel kunnir af sárri og dýrtkeyptri reynslu. Margur kennari hefur hnígið í þessu stríði, þreittur og særður, sjúkur á sálu sinni og sorgmæddur yfir horfnum hugsjónum, brostnum vonum. En nú er öllu breytttil batnaðar í Noregi. Heim- ili og skólar taka höndum saman í ást og eindrægum álmga fyrir æskulýð þeim, er á að lyfta framtíðinni á herðum sjer. Þetta er það sem hefur komið því til ieíðar, að eg hef f'astað mjer inn í hina íslensku mentunarbaráttu — af því eg álít það óhjákvæmilega skyldu rnína, að vinna ættjörðu minni af öllum mætti. — Og eg vil bíðja mjer liðs úr öllum áttum landsins, því hjer er það algjörlega eindrægni og samtök, sem við þurfum við, til að bera sigur úr býtum. Það sem ætti að vera okkur mest umhugað, er að koma á föstu barnaskólaskipulagi, áður en heima- kennslan líður undir lok, þareð hún verður að vera hin lífgefandi slagæð milii heimilis og , skóla — í menningarlegn tilliti, og á þann hátt mundu barnaskólarnir koma til að grípa menntandi bæði inní sálarlíf barnanna og einnig hinna eldri. Uppástúngur þær viðvíkjandi barnaskólafyrirkomu- lagi voru, er eg lagði fram fyrir hina norsku skóla- menn, unnu algjörlega fylgi þeirra og meðmæli, og árángurinn af umræðum vorum var sá er nú skal greina. Það þarf einungis að takast skýrt fram, að skóla- fyrirkomulag þetta er byggt á því, að heimakennslan sje lifandi, og er einúngis ætlað sveitunum: Börnunum sje kennt heima fram að 10 ára aldri, en kennslunni sje þó lögð viss braut með ákveðnum námsbókum, t. d. skrif- reikni- og lestrarbókum og kannske nokkrum fleiri. Heiinilin sjálf annist kennsl- una, en gætu — og ættu eðlilega — að fá margar ómissandi leiðbeiníngar hjá kennurunum. Þetta er álitið hið heppilegasta og einfáldaita skóla- fyrirkomulag að minnsta kosti í fyrstunni — af mörgum góðum og gildum ástæðum; fyrst af þvi, að heimakennslan hjeldist við, hlyti að aukast og fullkomnast ómetanlega við aðstoð kennaranna, og efldi þar að auki eindrægni, ást og áhuga í þessu máli - og svo sleppum við á þennan hátt frá stór- kostlegum kostnaði, þareð „smáskólinn" (frá 7—10 ára) mundi eflaust vera erfiðasti og kosnaðarmesti tím- inn af öllum námstímanum. Hinn gamli kennaraskólastjóri, er eg nefndi í síð- asta tbl. Bjarka, var mjög hrifinn af þessari hugmynd og mælti ákaflega með henni, ðg bað okkur íslend- ínga blessaða gæta þess vel, að heimakennslan okkar liði ekki undir lok „einsoghjer í Noregi". Og yfirleitt voru norskir skólamenn mjög hrifnir af hugmyndinni um „heimaskóla" og kváðu okkur mundu geta orðið

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.