Bjarki


Bjarki - 25.07.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 25.07.1902, Blaðsíða 3
B J A R K I. 3 ritstjóra Austra til birtíngar í blaði sínu eftir- fylgjandi afdráttarlaus mótmæli: }Cerra ritstjóri! Þjer hafið í blaði yðar „Austra" XII, 26 s^orað á mig að mótmæla opinberlega ummælum þeim, sem eftir mjer eru höfð í „Austra" XII, 5, við umræður um stjórnarskrármálið á fundi Stúdentafjelagsins í Kaupmannahöfn 30. nóv. f. á. Ekkert getur verið mjer ljúfara en að verða við slíkri áskorun, og skal því hjer með skýrt yfirlýst, að í fundarskýrslum þeim, sem birtar hafa verið í „Austra" og „Þjóðólfi" (og báðar eru úr sömu verksmiðjunni) er vart nokkurt orð rjett hermt eftir mjer. Sjerstak- lega skal jeg taka það fram, að jeg hef aldrei talað þau orð, sem þar eru höfð eftir mjer um búsetu ráð- gjafans á íslandi. Að jeg hef ekki mótmælt þessu fyr, kemur bæði til af því, að jeg hef gert mjer að reglu að svara ekki því, sem um mig er skrifað í blöðum (og sjaidan brugðið frá þeirri reglu), ogjafn- framt af því, að mjer gat ekki til hugar komið, að nokkur skynsamur maður rnundi geta lagt trúnað á að jeg hefði brúkað þau ummæli um búsetu hinnar æðstu stjórnar, sem eftir mjer voru höfð, heldur mnndu allir hljóta að sjá í hendi sjer, að jeg gæti ekki t>afa talað á þá leið. Þetta áleit jeg að menn hiytu að sjá af þessu þrennu: 1. Jeg var einum 18 dögurn áður í opinberri yfir- lýsingu, dags. 12. nóv. f. ár., sem prentuð var í „Austra" XI, 47, búinn að taka það skýrt fram, að jeg hefði aldrei verið á móti fullkominni heimastjórn, heldur ávalt tneð henni, jafnskjótt og hún væri fáan- leg, enda mundi bæði jeg og aðrir flokksbræður mín- ir taka tilboði um hana tveim höndum, ef hin nýa stjórn reyndist fáanleg til að veita okkur hana, eins og líka hefur sýnt sig síðar í yfirlýsing flokksstjórn- arinnar, bæði til stjórnarinnar og þjóðarinnar (kjós- end a). Yfirlýsing mín endaði með þessum orðum: „Við látum okkur ekki nægja neina heimastjórn, sem ekki er nema nafnið eitt. En fullkominni heima- stjórn, sem út á við er óháð í sjermálum landsins og inn á við háð vilja þings og Þjóðar, - henni tökum við með þökkunr og fyrir henni viljum við vinna, hvort sein skeiðið verður tekið í einurn spretti eða fleirum." 2. Framfaraflokkurinn hafði í ávarpi sinu til kon- úngsins sjálfs lýst þvf yfir, að hann áliti ekki stjórn- arfar vort fyllilega viðunandi, fyr en hin æðsta stjórn vor væri búsett í landinu sjálfu. Jeg hefði því ekki getað mælt á móti búsetunni, nema með því, að gánga beint á móti öllum flokksbræðrum mínum, en slíka heimsku gat jeg ekki álitið að neinn mundi ætla mjer. 3. Á Stúdentafjelagsfundinum var, eins og fyrir- lestur próf. Finns Jónssonar og umræðurnar sýna, aðeins rætt um undirtylluráðgjafa, sem stæði undir eftirliti ráðaneytisforsetans, svo ástandið hefði orðið því nær hið sama og nú, með þeim einum veruleg- um breytíngum, að landshöfðinginn hefði skift um nafn og forsætisráðgjafínn orðið ráðgjafi íslands í Kaupmannahöfn, í stað dónrsmálaráðgjafans. Þessu fyrirkomulagi mótmælti jeg harðlega og kvað hvorki mig nje flokksbræður mína mundu gánga að því, enda er jeg sannfærður uin að einginn þeirra hefði gert það. Þeir mundu heldur hafa kosið að missa allir sæti sitt á alþingi, ef kjósendur hefðu orðið svo blindir að vilja taka því, heldur en að svíkja ættjörð sína með því, að greiða atkvæði með annari eins stjórn- arfarsómynd. pt. Seyðisfirði i9. júlí 1902. Valtýr Guðmundsson. Nýir tímar. Enska dagblaðið »Daily Express* flytur mjög eftirtektarverða grein, með fyrirsögninni: »Keisarinn vaknar«. — Ef þar er rjett skýrt frá, þá má vænta þess, að nýir og betri tím- ar sjeu í aðsigi í ríki Rússakeisarans. I grein þessari er skýrt frá því, að keisar- inn hafi á móti vilja ráðgjafa sinna ákveðið að kalla á fund sinn fulltrúa frá öllum stjettum ríkis síns, til þess að fá að heyra álit þeirra um ástandið í ríkinu. Háskólakennarar, rit- höfundar, ritstjórar, politiskir fángar, bændur, verslunarmenn, handiðnamenn, frjálslyndirstjórn- málagarpar og menn sem lögreglan hefur inn- fært í bækur sínar sem grunsama, — allir þessir flokkar skyldu senda fulltrúa á fund keisarans. Það sem kvað hafa komið keisaranum til að bregða þannig út af erfðakenníngum sínum og taka til sinna ráða, kvað einkum vera áhrif drottningarinnar, svo og alvarlegar óspektar- horfur meðal þjóðarinnar nú í seinni tíð. Það kvað þegar vera búið að kveðja um 200 full- trúa á fund keisarans og þeim boðið að segja afdráttarlaust álit sitt nm ástandið og benda á þau ráð, er tiltækileg sýndust til þess að koma á gagngerðum umbótum í ríkinu. Keis- arinn kvað hafa látið í Ijósi, að ef hann fæli ráðgjöfum sínum eða embættismönnum þeirra rannsóknir í þessu máli, þá mundi árángurinn aðeins verða sá, að gerðar yrðu enn frekari og harðari ákvarðanir. Þessu máli hefur enn ekki verið hreyft í russneskum blöðum. En greinarhöfundurinn segir að það stafi eingaungu af því, að em- bættismönnunum þyki má(ið óviðfeldið í þeirra garð, og að þeir reyni því að halda því leyndn sem leingst. En síðustu norsk blöð telja fregn þessa vart áreiðanlega Fjelasra-3amsteypur („Trusts"). Öllurn heiminum stendur geigur af hinum stórkostlegu fjelaga-samsteypum, sem nú eru farnar að tíðkast. Fjöldamörg atvinnu-rekandi fjelög af ýmsum tegundum, t. d. skipa-útgerð- arfjelög o. fl., slá sjer saman í þeim tilgángi, að koma í veg fyrir að samkeppnin gjöri fram- tíð þeirra ótrygga. Ná þessir fjelagahríngir þannig víðtækum yfirráðum yfir atvinnurekstr- inum og viðskiftalífinu og þykir sú aðferð bera okur-keim og vera ófrjálsleg og ósamboðin stefnu tímans, þar sem frjáls samkeppni í öll- um atvinnugreinum er viðurkennd að vera afl- fjöður viðskiftah'fsins og ótal framfara. Ýmislegt er gjört til þess að koma í veg fyrir þessa framfara-tálmun. Þar á meðal hef- ur Roosevelt Bandaríkjaforseti nú nýlega lagt fyrir hlutaðeigandi ríkis-lögfræðing sinn, að búa til frumvarp til laga, er alvarlega hefti slíkar fjelaga-samsteypur. De Wet í ræðustólnum Snemma í þessum mánuði var stofnað fje- lag í I.ondon, sem geingst fyrirþví, að heims- frægi Búaforinginn Chr. De Wet ferðist um og haldi fyrirlestra um Búastríðið og hið við- bruðaríka líf hans, meðan á stríðinu stóð. De Wet á að hafa ókeypis allan kostnað sem af ferðum hans leiðir og 4500 kr. laun um hverja viku. Spllin skoðuð hjá Kryger Embættismaður sá, er hefur haft skjöl Búa- stjórnarinnar undir höndum, hefur nú afhent þau enskum hervaldsmönnum. Meðal annars eru í skjölum þessum ýms trúnaðarmál og skýrslur — ritað fneð talnaletri (ciffer) —■, innihaldandi sögu Krygers forseta og um mök hans og samband við erlend stjórnarvöld. Allt þetta skjalasafn á nú að þýða á aðgeingilegt mál, og hyggja menn gott til mikilvægra upp- lýsinga þaðan. Kryger gamli situr nú önnum kafinn við að skrifa sögu Búastríðsins. Eðvarð Einglakonúngur- Ensk blöð segja að Eðvarð konúngur sje nú á góðum batavegi og að ákveðið sje að krýningarathöfnin fari fram 8. til 12. ágúst, viðhafnarlaust að undanteknum hinum fyrir- skipuðu reglum. Ráðherrasklfti- Salisbury lávarður hefur sagt af sjer æðsta ráðgjafaembættinu á Einglandi, en í hans stað er útnefndur Arthur James Balfour. Ekki er sagt að þessi ráðherraskifti muni tákna eða hafa í för með sjer nokkrar verulegar stefnu- breytingar á stjórnarfari Einglands. Nýtt ráðaneyti er myndað í Svíþjóð, og er Boström forseti þess, frjálslyndur maður og hyggja bræðralöndin gott til hans. Frú Humbert Fjárglæfra-konan franska, Eva Humbert, sem sagt var frá í 26. tbl. Bjarka að svikið hefði út um 100 millj. fránka upp á arf, er hún þótt- ist eiga í vændum, og'síðan strokið, hefur enn ekki fundist og hefur lögreglan í París sent út um allan heim myndir og lýsíngar af henni og fjelögum hennar og boðið 25000 fránka hverjum þeim, er gæti gefið upplýsingar um það, hvar hún er niður komin. Eldsumbrotin á Martinik Eldgosin halda enn áfram þar vestra. Þann 9. þ. m. kom ógurlegt gos. Fyrst kom upp svarturog þykkur reykjarmökkur með leiftrandi eldingaflugi. Síðan vall upp . glóandi hraun- leðja og rann yfir St. Pierre-rústirnar ogkveykti í þeim á ný. A undan gosinu urðu jarðskjálft- ar allmiklir á St. Vincent, St. Denis og St. Thomas og á aftir gosinu rigndi þar grjóti og ösku í 25 mínútur. Þ. 12. þ. m. gaus enn á ný. Við hvorugt gosið varð þó mann- tjón, en æðisleg truflun á fólkínu, sem von er, þar sem það má búast við voveiflegum dauða á hverju augnabliki. Neðansiávar-hraöskeyti Franskur sjóliðsforingi, Taddy að nafni, hef- ur nú búið til verkfæri til þess að koma neð- ansjávarbátum í hraðskeyta-samband. Með að- stoð þessara verkfæra má senda þráðlaus hrað- skeyti niður til neðansjávarbáta á 50 feta dýpi og sömuleiðis upp frá þeim. Séyðisfirði 25. júlí 1902. Veðrið er enn ákaflega kalt og rosalegt, norðan bálviðri og vetr'arleg snjóká*pa hefur á ný lagst yfir fjöllin. Aflaleyst er almennt hjer í verstöðunum. Hekla- Varðskipið kom hingað að norðan 18. þ. m., hafði náð botnverpingi í landhelgi á Skjálfandaflóa. Aleit varðforínginn að verp- ill þessi hefði verið að veiðum í landhelgi og höggvið vörpuna frá sjer, er hann sá Heklu, en ekki varð það sannað. í sekt var hann samt dærndur fyrir að vera í landhelgi með óbúlkaða botnvörpu á þilfari. Til Reykiavíkur Hekla fór hjeðan 19. þ. m. til Rvíkur. Með henni tóku sjer far Jóhannes sýslumaður Jóhannesson, Dr. Valtýr Guð- mundsson og Þorsteinn ritstjóri Gíslason

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.