Bjarki


Bjarki - 13.08.1902, Qupperneq 1

Bjarki - 13.08.1902, Qupperneq 1
BJARKI VII, 31 Eitt blað a viltu. Verð ár^. j ci, r>or(jist fyrir i. júlt, (erlRurlis 1 kr borsjist fvrirframl. Seyðisfirði, 13. ág. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje ti! útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldiaus við blaðið. Í902. Ritfánga- verslun. Hjer með auglýsist að jeg hef byrjað ritfángaverslun í húsi mínu Bjarka hjer í kaup- staðnum og geta menn fram- vegis feingið keyft hjá mjer með mjög vægu verði flest- allt þar að lútandi, svo sem: Pappir Umslöp Penna Blýanta Blek o. fl. o. /I. Seyðisfirði 13. ágúst 1902. 2)auid Öst/und. Kjarakaupl ÁRSRIT HINS ÍSLENSKA KVENNFJELAGS I—V, fyr 2 kr., seljast nú fyrir 1 kr. 25 au. Að eins örfá eintök. Fást í Prentsm. Seyðisfj. Verið er að gefa út: Fæst hjá öllum bóksölum. I.-IV. Eftir Safn af ljóðmælum skáldsins, frá yngri og eldri árum. Mjög mikið af þeim er áður óprentað. Ætl- ast er til, að safn þetta komi út í 4 bindum, hvert bindi um 300 bls.að stærð. Myndir af skáldinu og æfiágrip skáldsins er ætlast til að fylgi safninu. Fyrsta bindi kem- ur út : haust 1902, og framvegis eitt bindi á ári hverju. Hvert binai selt innbundið i einkar- skrautlegu bandi, gulí- og litþryktu, og kostar: MATTHÍAS JOCHUMSSON. Fyrir áskrifendur: kr. 3,00. I lausasölu 3,50. Verð þetta er nærri því helmingi lægra en kvæðabækur vana- lega seljast. Pað er sett svo Iágt tll þess, að sem allra flestir geti eign- ast safn af ljóðmæl- um „lárviðarskálds- ins". Verð þetta itiun bó verða hækkað að nun, undir eins os útgáfunni er lokið Pantið því kvæða- safnið sem fvrst! Prentsmiðja Seyðisfj Jlmerísku skemmti- sögurnar, sem allir oilja eiga. eru nú á ný til sölu hjá undir- rituðum. Sögurnar eru þessar: Lögregluspæjarinn, eftir Archibald C. Gunter Lajla, finnsk saga, eftir I. A. Friis. Thora Thorne. eftir Bertha M. Clay. Karmel njósnari, eftir Sylvanus Cobb. Leikinn glæpamaður eftir Rodrigues Ottolengui Drake Standish eftir Seward W. Hopkins. fi. Jóhannsson- ' Seyðisíirði. Jstand. í blíðri von um bættan hag, Er beri senn að höndum, Yjer þennan höldum þjóðardag Um þíngtíð hjer áströndum; Og hún, sem yfir bygða ból Sín breiðir ástar hótin, Hins annars ágústs sumarsól, Hún sígni tíma mótin. Að bæta stjórn er brýnust þörf; Sig bæti og hver einn sjálfur, Og gangi alt það afl í störf, Sem eyddist fyr í gjálfur; Menn hatur skulu stöðva og stapp Og stríð um eigínn hagnað, Og um það heldur ala kapp, Hver ættjörð mest fær gagnað. Pað geymi djúpt í sálu sjer Hver systir og hver bróðir, Að sami stofninn allra er Og ísland þeirra móðír. Pau láti, — þó um þetta og hitt Sje þráföld sundurgreining,— í því að elska þjóðiand sitt Ei þekkjast nema eining. Hinn innri krytur oft það sást Er eiturskaði bráður, En þar sem samhent ættlands ást I öllu er rauður þráður, Þar verður höndin veika sterk, Þar vinnast heillir fríðar; Þar burir feðra blessa verk I blómgun eftirtíðar. Að áhríns verði orðurn það, Að andinn sá hjer ríki, E11 hinn, sem niður heillir trað, í heljar falli díki. I eining stundum ættlands gagn, Svo alt til gæfu vendist, Og hvetjurn til þess móð og magn Á meðan lífið endist. Stgr. Th. [Sungið á þjóðhátíð Reykvíkinga 2 . þ. m. ] Hvaö er sannleikur? Eftir Matth. Jochumsson. 1. Þó að vesturheimsvinum mínum þyki jeg vera all óþarfur hvenær sem jeg legg orð í belg um trúar- og kirkjumál, á jeg þó til vand- I lætingaranda, sem’skyit á við þeirra. Því ná- lega í hvert sinn, sem jeg sje í Bjarka ein- hverja nýa frelsismola »fyrir fólkið« um þau efni, aumkar mig yfir það. Mjer finnst það vera sundurlausir sultarmolar, sem fáir muni melta; sumt af því gullkorn í sjálfu sjer, en fjöldanum óætir og svo hjáleitir að alla mat- reiðslu vantar, þ. e, milliliði eða nndirbúnað undir það, að hið nýa geti samþýðst hinu gamla. Því »maður fær-at sig sjálfan flúið«, menn taka sig ekki upp á hárinu nje hlaupa frá þeim grundvelli, sem þeir eru vafnir á. *Jeg gaf yður mjólk —« sagði post. Páll — »því þjer þolduð ekki megna fæðu«. Sjerstak- lega má þetta segja um Hugleiðingarnar eftir Leo Tolstoi í síðustu bl. Bjarka. Einginn rit- höfundur í Evrópu þykir rita rökiegar eða með meiri meðfæddri list, heldur en hann. En Tolstoi er tröll að fást við fyrir alþýðu, enda hefur mörgum að því orðið. Hann er ekki pólitiskur níhilisti, heldur kirkjulegur, og ef þeir níhilistar og Anarkistar, sem nú ógna skipulagi allrar svo nefndrar siðmenningar með feiknum og fjörráðum, þykja verri en djöful- óðir ódæðismenn, þá má vera að hinar gagn- stæðu öfgar hjá Tolstoi gæti Ieitt til lítið betri fádæma. Hvorirtveggju berja fram bókstafs- trú — hafða upp í hundraðasta. veldi vitskertra hugsjóna. Hvorirtveggju eru fjandmenn alls

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.