Bjarki


Bjarki - 13.08.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 13.08.1902, Blaðsíða 3
BJ ARKl. Frá alþíngi. —o— Albíngi sett. Eins og til stóð, var alþingi sett 26. f. m. á hádegi. Þíngmenn söfnuðust saman í al- þíngishúsinu og geingu Jjaðan í kirkju. Þar prjedikaði sjera Eggert Pálsson á Breiðabólstað, og hvatti til einíngar og friðsamlegrar sam- vinnu. Síðan var geingið til alþíngishússins aftur og las landshöfðíngi þar upp svo hljóðandi Boöskap konúngs til aibínsris. Eins og boðið er í allrahæstum boðskap Vorum til íslendinga, dags. 10. janúar þ. á., verður af stjórn Vorri lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um breyt- ing á stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni ls- lands 5. jan. 1874, og er það ósk Vor, að gjöra með því Vort til þess, að stjórn þessara mála geti í svo fullum. mæli. sem auðið er vegna einingar og óhult- leika ríkis Vors, fengið aðsetur í landinu sjálfu, og hin æðsta stjórn þess með því komist í nánara og innilegra samband við þjóð og þing en unt er með því fyrirkomulagi, sem nú er. Vjer viljum þó eigi, að það, að stjórn Vor lætur leggja þetta frumvarp fyrir alþingi og eigi frum- varp það til breytinga á stjórnarskránni, er þingið samþykkti í fyrra, verði skoðað sem meðmæli með hinu fyrgreinda frumvarpi fram yfir híð síðarnefnda. Með frumvarpi því, er lagt verður fyrir alþingi af lands- höfðingja Vorum fyrir hönd stjórnar Vorrar, er það tilgangur Vor, að bjóða þá fullkomnun á frumvarpi því, er sainþykkt var í íyrra, setn Vjer höfum ástæðu til að ætla að vera muni kær Vorri íslensku þjóð, en það er einmitt ásetningur vor að iáta alþingi með öllu sjálfrátt um, hvort þessara tveggja frumvarpa það kýs heldur. Uin ieið og Vjer nú látum þá ósk í ljósi, að starf þingsins aö þessu mikilsvarðandi máii, sem inikill hluti af tíma þess, kröftum og áhuga nú árum saman hefir gengið til, megi í ár bera ávöxt Oss til gleði og til blessunar fyrir þjóð og land, heituin Vjer með innilegustu óskum um framtíð islands alþingi Voru hylli Vorri og konnnglegri mildi. 1 »/6 1902. Síðan lýsti landshöfðíngi alþíngi sett, og var svo hrópað nífalt húrra fyrir konúnginum, eins og venja er til. Prófun kjörbrjefa Undir forustu aldursforseta skiftist svo þíngið í tvær deildir, til að prófa kjörbrjef þíng- manna. Engin kæra hafði fram komið yfir kosníngunum Og voru þær úrskurðaðar góðar og gildar. Að sönnu varð talsvert þras út af kosníngunum í ísafjarðarsýslu, og er þess get- ið nánar á öðrum stað hjer í blaðinu. Embættismanna-kosnínzar Forseti sameinaðs þíngs var kosinn sjera Eríkur Briem (32 atkv.) og varaforseti Júlíus Uavsteen (32 atkv.). Skrifarar sameinaðs þíngs: Hannes Þorsteinsson (21 atkv.) og Lárus Bjarnason (19 atkv.). Til efri deildar voru kosnir: Guttormur Vigfússon 34 atkv. Guðjón Guðlaugsson .... • 34 — Jósafat Jónatansson .... ■ 34 — Sjera Sigurður Jensson . • 34 — — Eggert Páisson ■ 33 ■ Skúli Thoroddsen .... . 18 — Forseti í efri deild: Árni Thorsteinsson (11 atkv.) Varaforseti: Guðjón Guðlaugsson (6 atkv.). Skrifarar: Sjera Sig. Jensson (10 atkv.) og sjera Eggert Pálsson (10 afkv.). Forseti neðri deildar: Kl. Jónsson (í e. hlj.) Varaforseti: Sjera Þórh, Bjarnason. Skrifarar: Sjera Árni Jónsson Jón Magnússon. Stjóriiarfrumvörp, lögð fyrir aukaþíngið. Stjórnin leggur þessi 8 frumvörp fyrir þíngið : 1. Stjórnarskrárfrumvarpið, sem birt var í síðasta tbl. Bjarka. 2. Frv. til laga um sðttvarnir. 3. Frv. til laga um síldarnætur. Þetta frv. þljóðar svo: 1. gr. Þegar fiuttar eru síldarnætur utan- ríkis að híngað til lands, skal skýra lögreglu- stjóra frá því. Þegar síldarnætur hafa verið notaðar við veiðar, má ekki flytja þær aftur frá landinu. 2. Brot gegn akvæðum I. greinar varðar sektum frá 50 til 500 kr. Með mál, er af þessu rísa, fer sem um almenn lögreglumál. 4. Frv. gegn botnvörpuveiðum. Líkt því, er síðasta þíng hafði til meðferðar. 5. Frv. um viðauka við veðdeildarlögin 12. jan. 1900. Ætlast er til, að veðdeildin verði aukin um 200 þús. kr. 6. Frv. um breytíng á lögum 13. sept. 1901 um tilhögun á löggœslu við fiskiveiðar í Norður- sœnum. 7. Frv. um breytíng á lilutafjelagsbánkalög- unum frá 7. júní þ. á. (Þetta frv. er að eins leiðrjettíng á prentvillu, er orðið hafði í lög- unum.) 8. Frv. tilfjáraukalaga fyrir árin 1902-1903. 25000kr.viðbót til Lagarfljótsbrúarinnar og 1000 kr. til svífferjunnar,beðið um 500 kr. til verkfróðs manns, til að kynna sjer mælíngu skipa, og 500 kr. handa J. Sveinssyni í Rvík fyrir að semja áætlun um byggingu landsspitala.) Þíngnefndir. Stjórnarskrármálið'. Guðl. sýlum., Sig, Stef- ánss., Ól. Briem, P. Jónsson, H. Þorsteinsson og Lárus Bjarnason. Sóttvarnir: Ari, Stefán í Fagrask., Björn sýslum., Sighvatur, Jón Magnússon, Þorgr. læknir og Þórður Thoroddsen. Botnvörpumál. J. Havsteen, Kr. Jónsson, Sk, Thoroddsen. Veðdeildarlögin: Sr. Eiríkur Briem, sr. Eggert Pálsson, sr. Sig. Jensson. Löggœsla við fiskiveiðar í Norðursjónum: Jósafat, Guðjón og J. Havsteen. Bánkalaga-ritvillunefnd: Bj. Kristjánsson, sr. Þórhallur, Þ. Thoroddsen, Lárus og Tryggvi. Fjáraukalaganefnd: Stefán kennari, Bj. Kristjánsson, sr. Árni, Hermann, sr. Magnús Andr., Tryggvi og Ó. Davíðsson. Erindi frá binsmönnum. Afnám gjafsóknarrjettar embœttismanna: Sk. Thoroddsen flytur frumv. um að emb.mönnum sje ekki gjört að skyldu að hreinsa sig með ___________________________________________3_ _ dómi af ærumeiðandi sakargiftum, — vill að allir standi þar jafnt að vígi. (Nefnd: Skúli, sr. Eggert og E. Briem). Brú á Jökulsá í Axarfirði: P. Jónsson og sr. Árni bera fram frumv. um að varið verði 50000 kr. úr landssjóði til brúargjörðarinnar, en N-þingeyjarsýsla og A-amtið annist gæslu og viðhald brúarinnar. Nefndin í þessu máli (sr. Árni, Tryggvi, Hermann, St. kennari, Ó. Davíðsson, M. Andrjesson og B. Kristjánsson) leggur til að frv. verði samþykkt. Löggilding verslunarstaða: Farið fram á að löggilda Flatey á Skjálfanda (flm. : P. Jónsson og sr. Árni) og Óshöfn við Hjeraðsflóa (flm.: Jón frá Sleðbrj. og Ó. Davíðsson). Leynilegar kosningar: B. Kristjánsson og Þ. Thoroddsen eru flutn.menn frumvarps þessa. Við 1. umræðu í n. d. 31. f. in. var frv. tek- ið vel af öllum. Sumir höfðu það helst á móti því, að tekin eru upp í frv. ákvæði um kjördæmaskiftingu, töidu að það mundi tefja málið, og kváðust flutningsmenn fúsir á að sleppa þeim ákvæðum. Nefnd í því máli: B. Kristjánsson, H. Þor- steinsson, Hermann, E. Benediktsson og sr. Árni. Jafnvel þó að frumvarpinu væri þannig vel tekið í fyrstu, eru þó afdrif þess talin tvísýn. Samgaungumál: Sr. Þórhallur ber fram þingsál. till. þess efnis, að skora á stjórnina að undirbúa allt samgaungumálið á sjó sem rækilegast fyrir næsta þing, og útvega ákveð- in tilboð um að halda uppi gufuskipaferðum milii íslands og annara landa og hjer innan- lands. Stofnun brunabótafjelags r Ól. Briem og St. kennari flytja frv. um það efni. Er vonandi að það mál nái framgangi á þingiriu, þar sem hin erlendu brunabótafjelög þreingja svo mjög að kostum þeirra er við þau skifta. Kjörgeingi kvenna: Sk. Thoroddsen flytur enn frv. um kjörgeingi kvenna í sveita- og safnaðarmálum, sem hann hefur borið fram á undanförnum þingum. Vinnuhjú og daglaunamenn : Guttormur ber fram sama frv. um þetta etni, er dagaði uppi á síðasta þingi. Landbúnaðarlöggjöfin: Sr. Þórhallur, sr. Sig. Stefánsson, Guðlaugur og Björn sýslu- menn, vilja að skipuð verði nefnd til að íhuga landbúnaðarlöggjöfina. Fjárkláðamál: Þingmenn Skagf. og sr. Arni vilja fela nefnd að íhuga fjárkláðamálið og gjöra tillögur til algjörðrar útrýmingar kláð- anuin. Þráðlaus rafmagnskeyti: Guðl. sýslumaður og 5 aðrir framfaitifiokksmenn leggja til að kosin sje 5 manna nefnd, til þess að íhuga ofangreint mál og gjöra tillögur um það. Afnám lausafjár-framtals: Guðl. sýslum. og Ó. Briem flytja frv. um afnám lausafj. tí- undur og hækkun ábúðarskatt upp í 4/5 al. af hverju hndr. ■— Prestum sje greiddar úr land- sjóði tekjur af lausafj.tíund, dagsverkum og offri, eftir meðaltali tekjugreina þessara síð- ustu 10 ár. —• Tekjur kirkna af lausafj.tíund jafnist niður á gjaldendur. Dómaskipan: Lárus sýslum- ber fram til- lögu um skipun nefndar til að íhuga dóma- skipun, aðgreining dómsvalds frá ákæruvaldi; 1

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.