Bjarki


Bjarki - 22.08.1902, Page 1

Bjarki - 22.08.1902, Page 1
BJARKI Vll, 32. Eitt blað a viku. Verð áry. 3 ki. borgist fyrir 1. júlí, (erlendis r kr borgist fyrirframV Seyðisfirði, 22. ág. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Ifppboðssku/dir. Þeir sem eiga óloknar uppboðsskuldir frá uppboðinu á munum Garðarsfjelagsins 26.—28. seftember f. á. áminnast hjermeð um að greiða þær innan loka seftembermánaðar næstkom- andi, að öðrum kosti verða þær teknar lög- taki á kostnað skuldunauta. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 19. ágúst 1902 Jóh. Jóhannesson. -féD-^-^o) ■JQ) 'ús)'(§y-®v-@> ®v-©y®v ©v- Hvað er sannleikur? Eftir Matth. Jochumsson. 11. Skýrlng á kristlndóml Onítara. Eftir R. A. Armstrong. M. A. --m-- Vjer Unítarar höfum leingi átt því að venj- ast, að vera ránglega þýddir, eða rægðir við þá, er fijótari eru til að fordæma skoðanir náúngans, en skilja hvað þær hafi á boðstólum, og oss er fullkunnugt, að margir hafa ekkert nema illt um oss að segja. Vor venjulega aðferð fþeim viðskiftum hefur verið sú, að halda áfram starfsemi vorri með hógværð, leitast við að vanda orð sem hugs- anir og styðja svo og styrkja aðra við alls- konar hreifíngar til nytsemi fyrir fólkið, og tilbiðja himnaföðurinn eftir bestu samvisku. En við og við verður það bein skylda vor, að taka til máls einarðlega og neyta rjettar vors, til að skýra, hvað sje í raun og veru trú krist- inna Únítara. 1. Hvað er þá þessi kristindómsboðun, sem ýmsir vara yður við eins og einskonar andlegri bráðasótt? Kristindómur Únítara kennir, að guð sje faðir vor, fullur kærleika til vor allra. Hann kennir samkvæmt Jesú, að sá faðir heyri bænir vorar og vaki yfir oss með enn þá meiri umhyggju en yfir Iiljum vallarins og fuglum loftsins. Hann hefur einn- ig lært af Jesú, að hversu áríðandi sem það sje, að hafa rjettar skoðanir um trúarefni, þá sje enn þá meira áríðandi að elska guð af öllu hjarta, anda og hugskoti, og náúngann eíns og sjálfa oss. Því Jesús segir, að þessi sje hin fyrstu boðorð, og eingin æðri sje til. Þessi kenning kennir enn fremur eftir Jesú, að leið- in til himnaríkis sje ekki einúngis komin und- ir rjettri guðfræði eða iðkun sakramenta, held- ur undir því, að verða góður, verða eins og barn, elskandi, fölskvalaus. Þessi kristindómur kennir, að guð, vor himn. faðir, kalli oss alla börn, og að þegar Jesús tali um sig eins og guðsson, þá vilji hann að vjer munum allir, að vjer sjeum einnig guðs- börn, þótt vjer því miður höfum saurgað vorn barnarjett með ljótum hugsunum og gjörðum. Þessi kristindómur boðar gjarnan dæmisög- una um týnda soninn, sakir þess að hún sýn- ir svo ljóst og fagurlega elsku guðs og fús- leik að fyrirgefa og með hve innilegri með- aumkun hann lítur á oss, þegar vjer höfum syndgað. Kristindómur Únítara trúir því, að guð tali til barna sinna enn þá eins og forð- um til spámannanna og Jesú Krists, huggandi, styrkjandi og upplýsandi þau. Samviskan sjálf er hans heilaga raust. Únítara kristindómurinn sjer í Jesú Kristi hina æðstu fegurð lífs og lundernis hjá manni, undrunarfulla opinberun fyrir oss alla, fyllstu fyrirmynd að breyta eftir. Vjer skoðum hann og helst eins og eldri bróð- ur vorn, sama eðlis eins og oss. Þessi kristindómur trúir því ekki, að guð steypi nokkru barni sínu í eilífar kvalir. Slík hugmynd um algóðan guð er fyllsta mótsögn og neitun hans faðernis. Hann leiðir oss alla um ýmislega vegu, að hreinni og heilagri lífsfærslu, því að til þess hefur hann látið oss verða til. Þessar skoðanir eru svo ólíkar þeim, sem aðrar kirkjur svo oftlega kenna eins og sannan kristindóm, að yður hlýtur að undra, hvernig vjer getum, með einu og sömu biblíuna í höndunum, komist að svo gagnstæðum álykt- unum. Gjörið þá svo vel að leyfa mjer að drepa með fáeinum orðum á mínar eigin skoðanir um biblíuna, Krist og Guð 2. Hvernig varð Gamlatestamentið til ? Fyrir meir en þrem þúsund árum komu frá Egyptalandi til Kanaans hjeraða herskáar og harðar kynkvíslir undir forustu góðs og göfugs manns, er Móses er nefndur. í huga þessa manns bjuggu stórar og furðulegar hugsjónir. Hann ljet sjer ekki nægja að leysa hinar sund- urleitu kynslóðir úr ánauð þeirra og gjöra þær eina þjóð, heldur ásetti hann sjer að kenna þeim að snúa huganum til guðs, er væri rjettlátur; hann nefndist Jehóva. I nafni þess guðdóms setti hann þeim síðan lög til eftir- breytni, og tóku þau afar langt fram öllum siðum, er heiminum voru þá kunnir. I fyrstu hugsuðu ísraelsmenn sjer þennan guð sinn eins og drottinn sinna kynslóða og þess lands er þeirra- ríki laut, og efuðust ekki um að aðrar ættkvíslir og þjóðir ætti sjer einnig guði eins og þeir, einúngis miklu óæðri að heilagleik. En smásaman lærðu þjóðarinnar bestu menn fyrir andagift sína að skynja, að ekki væri til nema einn guð yfir öllum veraldarinnar þjóðum, enda mundu og allar þjóðir að lokum honum einum þjóna. Meðal þeirra framkomu þeir menn, er vjer nefnum spámenn, og í hjörtum þeirra bjó og brann einatt hin dásamlegasta skilningsgáfa guðlegra sanninda; boðuðu þeir og kunngjörðu heilagleik guðs og boðorð rjettra siða með óstöðvandi afli og einurð jafnt lýðnum sem drottnurum hans. Gamlatestamentið er nú bókfræði sú, sem spratt upp úr sögu þessarar þjóðar. Sjest þar lífsstríð hennar öld eftir öld eins og í skugg- sjá. Það er samið af mjög ólíkum höfundum með margra alda millibili á ýmsum stöðum; og þar sem hver um sig höfundanna ritaði eftir hugmyndum og þekking hans tíma, er síst að undra þótt hið trúarlega efnið sje hreinna og háleitara hjá einum en öðrum. Fyrir því væri rángt, ef vjer vildum binda oss við orð eða bókstaf allra þessara rithöfunda. En hinsvegar dylst og efngum hin stórfelda fram- þróun í túarefnum, sem bækur þessar lýsa. og hundruðum saman finnast greinar í bókum spámannanna og í sálmunum, sem allt til þessa dags veita oss unað og styrkja oss og hug- svala í sorg vörri og baráttu með tilfinning guðs nálægðar — þess guðs, sem miskunnar þeim, sem óttast hann, »eins og faðirinn er börnum sínum líknsamuri. Búnaðarmál og menning:. Landbúnaðarráðgjafinn danski, óðalsbóndinn Ole Hansen, var nýlega á ferð í Noregi, og bað norskur blaðamaður hann að segja álit sitt um Noreg. Það er í fyrsta sinn, sem jeg heimsæki Noreg, svaraði ráðgjafinn, og mjer er það ánægja að geta lýst því yfir, að mjer hefur geðjast hjer mæta vel að. Mun jeg ekki síst minnast hinnar hugnæmu gestrisni Norðmanna. Jeg hef nú dvalið hjer í Noregi í 3 vikur. Hjer eru fjarlægðir miklar, og mikið af tímanum hefur geng- ið til ferðalaga. En manni leiðist hjer ekki á ferð- unum,—alltaf eitthvað nýtt og breytilegt að sjá; jafnvel ferðalag á járnbraut, með hinni marg- breyttu nátturufegurð, sem fyrir augun ber, hef- ur gagntakandi áhrif á mann. Upp á spurninguna um það, hvernig honum litist á landbúnað Noregs, svaraði ráðgjafinn: — Það er nokkur vandi á að segja álit sitt um það, sem maður hefur aðeins sjeð tilsýndar. Náttúran er hjer að vísu mun óblíðari en í Danmörku; en þar sem hún er mildari, eins og t. d. umhverfis Hamar, þar eru bújarðirn- ar fallegar og vel hirtar. Norskir bændur ættu, að mínu áliti, að leggja meiri stund á hænsna- og svínarækt, en þeir gjöra. Það er atvinnu- vegur sem borgar sig vel, að minsta kosti í Danmörku. Það mætti máske einnig segja, að menn gæti hjer áburðarins miður en skyldi; að minsta kosti kemur það þannig fyrir þegar maður ferðast um, að áburðarhaugarnir eru settir á þá staði, þar sem mikið af kjarnbesta innihaldi þeirra getur runnið í burtu. Að öðru leyti er það mitt álit, að norskir bændur sjeu starfsamir og vinni eftir öruggum reglum. Jeg

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.