Bjarki


Bjarki - 22.08.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 22.08.1902, Blaðsíða 2
2 BJ ARKl. hef veitt því eftirtekt, að landbúnaðar-áhöld hafa náð mikilli útbreiðslu hjer í landinu, og það er vottur um framfarir. Nú snerist samtalið að landbúnaðarmálum í Danmörku. Já, vissulega er um miklar framfarir að ræða hjá okkur, einkum á síðustu io—I5árum. En það ánægjulegasta er þó í raun og veru það, að allir smábændurnirog þurrabúðarmennirnireru komnirmeðí framfarastrauminn. Og aðal-orsökin til þessa liggurí samlagsbúunum. Samlagsbúin hafa i för með sjer ekki einasta beinan hagn- að fyrir einstaklínginn, heldur einnig þann hag, að þau hvetja til samkeppni og iðni. Þegar smá-bóndinn sjer t.d. að nágranni hans fær við skifti samlagsins 50 kr. meira en hann, þá hugsar hann sem svo: »Hann hefur ekki stærra eða betra jarðnæði en jeg. Mínar afurðir geta verið alveg eins miklar og hans, ef jeg aðeins fer rjett að.« Og svo leggur hann á ný hönd á verkið, en með hálfu meiri áhuga; hann hugsar og reiknar út alla mögulega búhnykki, á hvern hátt hann geti sem best notað hvað eina, og *það verður honum lífsspursmál að standa ekki nágranna sínum á baki. Þá var þess getið, að í Noregi væru menn tregir til að aðhyllast samlagsbúin, hvort sem það nú stafaði af eðlisfari þjóðarinnar eða af öðrum ástæðum. Það á að líkindum mestmegnis rót sína að rekja til hinna náttúrlegu staðhátta, svaraði ráðgjafinn. Strjálbygðin og fjarlægðirnar gera mönnum erfitt fyrir með samfjelagsskap. I Danmörku er þjettbýlið meira, og þar eiga menn hægara með að slá sjer saman, og þar er auðveldara fyrir einn að læra af annars reynslu. Og til þess enn fremur að styðja að þessu síðastnefnda, höfum við nú á seinni árum komið á fót hinum svo nefndu »þurra- búðarmanna ferðalögum « Hæfllega margir smábændur slást í hóp og ferðast um í landinu og njóta leiðsagnar sjerfræðinga til að sjá og læra af hinum best setnu smábýlum. Ríkið borgar kostnaðinn, sem af þessu leiðir. Margir Svíar hafa þegar tekið þátt í þessum ferðalögum, og það mundi einnig vera ástjeða til þess fyrir Norðmenn. Ennfremur var ráðgjafinn spurður að því, hvort kvartað væri um skort á vinnukrafti til landbúnaðarins í Danmörku, eins og í Noregi. — Já, en við höfum reynt að ráða bót á því, með því að hvetja land-erfiðismenn til að festa ráð sitt á landinu, koma sjer þar upp húsum og heimilum í stað þess að leita til borganna. Ríkið veitir þeim 3600 kr. lán með 3°/0 vöxtum; sjálfir verða þeir að bæta við 400 kr., og fyrir þessar 4000 kr. geta þeir feingið sjer hús og landspildu, sem fóðrar 2—3 kýr, auk svína og alifugla. Afborganirnar eru mjög lágar, og fyrir þeim vinna þeir aukavinnu sem daglaunamenn hjá stórbændunum um annatímann. Þetta fyrirkomulag vinnur stöðugt meiri og meiri hylli og reynslan sýnir, að það er öllum hlutaðeigendum haganlegt. íslenski bóndi! Framanskrifaðar bendingar hljóða að sönnu ekki upp á búnaðarhættina hjer; en samt sem áður er vert að athuga það sem þar er sagt, og einkum af því, að þegar má sjá, að framfarastraumur hins íslenska landbúnaðar — verði hann nokkur verulegur — muni renna eftir líkum farvegum, eins og hjer er bent á. Við skulum hugsa okkur, hverju ráðgjafinn, þessi danski bóndamaður hefði svarað, ef hann, eftir að hafa ferðast hjer um landið, hefði verið spurður líkum spurningum. Vissulega mundir þú, íslenski bóndi, eingu síður en frændur þínir Norðmenn hafa feingið viðurkenningu fyrir gestrisni þína, því þann heiður átt þú. Og ekki mundi ráðgjafanum síður hafa fundist til um fjarlægðirnar og strjálbygðina hjer, en f Noregi, og þar af leiðandi erfiðleika á samvinnu og fjelagsskap. En til þess mundi hann hafa hvatt, að reynt væri af ítrustu kröftum að ryðja slíkum hindrunum úr vegi og efla fjelagsskapinn, þar sem honum verður við komið. Ráðgjafinn bendír á strjálbygðina í Noregi, sem ástæðu fyrir því, að samlagsbúin eigi þar erfitt uppdráttar. Og þá hefi.r sú ástæða auðvitað tvöfalt meira að segja hjer, þar sem strjál- bygðin er ennþá meiri. En taktu eftir því, að hjer talar maður, svo að segja í áheyrn alls heimsins — hann er spurður af útsendara stórblaðs, og hann veit, að svör hans verða birt almenningi; — hjer talar maður, sem er vaxinn upp af sama stofni og þú, bóndi, sem fyrir verðleika sakir í þeirri stöðu, er hafinn upp í ráðgjafatign, bóndi, sem hefur safn af lífsreynslu, og öðrum fremur lag á að nota hana í þarfir hins praktiska lífs. Og hann hvetur til fjelagsskapar. Hann bendir á þann mikla hag, sem samlagsbúin hafa í för með sjer, beinan fjárhagnað, samkeppni og iðni. Gætum svo að því, að þótt strjálbyggðin sje hjer mikil, þá er þó á ýmsum stöðum hjer á landi vel hægt að koma á samlagsbúum og að sama skapi hægt að verða þess hagnaðar áðnjótandi, sem þau geta haft í för með sjer. Það er því ástæða til að hvetja og uppörva alla þá, sem hjer geta hönd á lagt, til einlægrar viðleitni og áhuga á því, að þau spor, sem stígin eru í þessa átt hjer á landi, mættu liggja til vegs og frama fyrir búnaðinn. Tíguleik náttúrunnar og afbrigði hennar hjer, mundi ráðgjafanum hafa gefist á að líta, ekki síður en í Noregi. Og minnast ættum við þess hjer, hversu sár söknuður fyllir huga margra þeirra, er hjeðan flytja af landi burt, — söknuður og þrá til fjallanna hjer, fossanna, dalanna og hlíðanna. Gætum þess, að þessi þrá — elskan til landsins, sem hefur verið æskuleikvöllur okkar, hún er til í hjörtum okkar og mundi gera vart við sig, ef við ættum að yfirgefa landið. Reynum að láta þessa göfugu tilfinníngu sína sig 1' auknum og einlægum áhuga á að bæta sem mest lífskjörin, og gjöra náttúruna sem mest arðberandi, um leið og hún er áhrifamikil og tignarleg. Ráðgjafinn finnur ástæðu til að vanda um meðferð áburðarins við Norðmenn. En hvað mundi hann segja, ef hann sæi íslensku fjóshaugana, sauðataðið, og öll þau feikn af afurðum sjávarins, hausum, hryggjum og slógi, sem fara for'görðum í verstöðunum hringinn í kring um landið? Yfir höfuð liggur hjer margt, ýmist ónotað eða illa notað. En þá koma aftur fjarlægðirnar og erfiðir flutningar til sögunnar. Akbrautir — járnbrautir. — O, það kostar svo mikið! En hugsaðu þjer, ef t. d. gufubátur á Lagarfljóti og járnbraut eftir Fljótsdalshjeraði gæti orðið til þess að breyta þar holtum, móum, melum og mýrar- flákum í skrúðgrænar engjar og tún, er gætu framfleytt eins mörgum hundruðum manna, eða jafnvel þúsundum, eins og þar eru nú margir einstaklingar. Hvað væri þá ekki leggjandi í sölurnar fyrir slíkar framfarir ? Getur þetta látið sig gera, og á hvern hátt er það mögulegt ? spyr þú. ]eg get því miður ekki svarað því, og síst ákveðnu svari. En á leiðina, sem liggur að því takmarki, finnst mJer jeg geta bent þjer, þá einu rjettu, óbrigðulu og sjálfsögðu. Leiðin er: aukin alþýðumenntun. Það er fyrsta og stærsta skilyrðið. Það fyrsta og mesta sem okkur vanhagar um. Stjórnarbót og aukið peninga- magn í landinu, sem hvorttveggja eru afar þýðingarmikil mál fyrir framtíð okkar, eru þó aðeins aukaatriði, þegar um víðtækar og gagn- gerðar framfarir er að ræða. Því jafnvel hversu haganlegt sem stjórnarfyrirkomulag það er, sem hinn fáfróði býr við, og þó hann hafi í höndunum afl þeirra hluta, sem gera skal, þá munu þó tilþrif hans ávalt líkjast sundtökum hænunnar, þangað til hann hefur auðgað anda sinn og lært að beita hæfileikum hans í þjón- ustu hins praktiska lífs. Aukið fjármagn í landinu er sama sem auknir mögulegleikar og meðöl til að nálgast þetta takmark, og með haganlegri stjórn eru okkur gefnar fríari hendur til að beita þessum meðölum og nota mögu- legleikana. Vei þeim, sem spila á þá viðkvæmu streingi hjarta þíns, íslenska alþýða, að gjaldabyrðin sem þú ber, til almennra þarfa, sje óþarflega þúng og órjettlát. Má vera, að því fje, sem þínar vinnuþreyttu hendur rjetta fram til alm. þarfa, sje ekki ætíð vel varið. En óhætt mun mega fullyrða það, að með það fje sje farið betur — en ekki ver — en svo, að í fullu samræmi sje við það þroskastig, sem við erum á. Það eru ekki óþörfustu og ránglátustu útgjöldin, sem við teljum mest eftir; heldur ekki eru það fjárveitingarnar til stærstu vel- ferðarmálanna, sem við innum af hendi með glöðustu geði, Lítum á t. d.: Arið sem leið gáfum við Norðmýlingar og Seyðfirðingar um 30,000 kr. fyrir áfeinga drykki, og örfáir kvörtuðu undan þeirri kvöð. En á sama tíma eða síðasta fardagaár, var varið úr sveitasjóðunum hjer í sýslu 386 kr. 55 a, »til menntamála«; og enn færri voru þó þeir, er ljetu í Ijósi að þeim þætti þettaoflágt. — Andinn eða sálin er þó »æðri partur mannsins,« og ætti eftir því heimtingu á meiri hluta kraftanna í sína þjónustu. Sannleikurinn er, að okkar eigið lága þroska- stig leggur okkur þyngstu byrðarnar á herðar. Alþýðumenntunin — andlegi þroskinu verður að hefjast á hærra stig, — svo hátt, að við höfum vit á að beita ókkur rjett og vilja til að velja hið gagnlega, en fleygja hinu frá okkur, — svo hátt, að framfarahreifíngarnar vaxi í og upp frá okkar eigin hjartarótum og við lærum að starfa eftir hagfeldum og »öruggum reglum*. * * * Jeg hef ekki tækifæri til að tala meira við þig að sinni, bóndi sæll. Að eins vil jeg að endingu biðja þig að kynna þjer ítarlega þann rafmagns- straum menningarinnar — lýðháskólahreifinguna — sem á síðari hluta liðinnar aldar hefur sprúng- ið út, aukistogeflst meðal alþýðunnar í Danmörku

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.