Bjarki


Bjarki - 22.08.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 22.08.1902, Blaðsíða 3
B J A R K I. 3 og hafið Dani til öndvegis, einkum að því er snertir stórstígar framfarir í landbúnaðinum. Verðir þú, eins og jeg, hrifinn af þeim kraftaverk- nm,sem alþýðumenntunin hefur leyst þar af hendi, og viljirðu hlusta á mig, þá skulum við gjarnan talast meira við síðar, A. J. ^"<r~ SköIIóttir og skegglausir. Bjarki hefur frá upphafi vega sinna barist á móti því, að íslendingar ljetu ginnast af skrumauglýsíngum þeirra prettvísu prángara, er þykjast hafa fundið upp kynjalyf, sem lækni allar mögulegar meinsemdir, og selja fyrir dýra dóma það, sem í sjálfu sjer er einskis virði og verra en gagnslaust. Þannig flutti Bjarki 30, okt. 18^7 langa ritgerð um þetta efni, og þó sjerstaklega til að opna augu manna fyrir hinu sanna gildi Bramalífs- og Ki'nalífs-elixír- anna, Sibyllulífsvekjarans og Voltakrossins, sem þá fóru hershöndum um landið. Bjarki hefur líka frá byrjun neitað sjer um mörg hundruð kr. árlegar tekjur af því að flytja auglýsingar um slík kynjalyf, og þó buddan hans hafi auðvitað liðið við það, þá hefur hann þó hinsvegar notið fyrir það viðurkenningar margra góðra dreingja meðal kaupenda sinna, og það hefur hann metið meira. Bjarka er það því ekki neitt ógleðiefni, að skýra mönnum frá, þegar svo ber undir, að flett er ofan einhverri slíkri leyndarlyfja-svívirð- ingu. Menn munu hafa tekið eftir í sumum ísl. blöðunum, auglýsingu með fyrirsögninni „Nú geta alHr fens'ið skessr.“ - Danskur maður, Ove Nielsen, fann upp á því til að komast yfir skildinga, að auglýsa út um allan heim, að hann hefði til sölu «hið heims- fræga rússneska sápubalsam, sem framleiðir hið fallegasta alskegg, varaskegg og höfuð- hár.» En nú er þessi náiíngi dæmdur í sakamála- og lögreglurjetti Kháfnar fyrir svik sín og pretti, dæmdur til liO'> kr. útláta, fyrir að hafa á boðstólum þessa sviknu vöru og ljúga því til, að hún væri búin til í Rússlandi. Við rannsókn málsins kom það í Ijós, að skeggbalsamið var samsett úr spansflugum, spritti og vaselíni, og hafði eingan minnsta eiginlegleika til að framleiða hár- eða skeggvöxt. Balsamið hafði prángarinn selt í dósum á 3 kr. 75 til 8 kr, 75 au., en þær kostuðu hann 20 au. hver. Auglýsingum si'num um balsamið hafði hann komið svo kænlega fyrir, að þær voru misskildar honum í hag. I þeim var fyrst lýst öllum hinum undrunarverðu eiginlegleikum balsamsins, og þar á eftir skotið inn setningu um það, að hverri dós fylgdi nákvæm notkunarfyrirsögn (Brugsanvisning), og »sje þetta ekki satt, borga jeg hverjum 500 kr.«, bætti hann svo við. Hjer átti prángarinn auðvitað við það, að hann hann borgaði 500 kr., ef notkunarfyrirsögnin fylgdi ekki, en alþýða skildi það svo (og til þess var líka ætlast), að hann lofaði hverjum kaupanda 500 kr., ef balsamið kæmi ekki að tilætluðum notum. Til allrar hamingju mun svikalyf þetta ekki háfa náð neinni verulegri útbreiðslu hjer á landi. En æskilegt væri, að blöðin hugsuðu sig vandlega um, áður en þau ljetu kaupa sig til að mæla með slíku fargani, enda mundu þau þá með betri samvisku geta hrósað sér af því, að hafa reynst »þjóðinni ráðholl.c Til almermíngs Eg sje einga ástæðu til þess að svara síðustu grein Sveins Ólafssonar, þar eð Ávarp hans mun aldrei verða talið til alþýðumenntamálanna íslensku, — og mun einnig vera harla óskylt öllu því, er menntun heitir. — Og mjer, sem var sagt, að S Ó. væri »vel menntaður hæfileikamaður, glöggur og gœtinn!« Eg trúði þessu. Nú sje eg, því miður, að mjer hefur skjátlast. Skyldi einhver meðal alþýðu leggja trúnað á þá miður velviljuðu aðdróttun, — að eg muni hafa lýst menntunarástandi okkar Íslendínga þannig í Noregi, »að það sje oss lítill heiður«, þá vil eg biðja hina sömu trúgjörnu sál, að kynna sjer það, sem eg ritaði í norsk blöð um þetta efni í vetur. Því að þar hef eg lýst alþýðumenntun okkar svo hlýlega, að eg nærri því blygðast mín fyrir það, síðan eg kom heim aftur og fór að kynnast henni að nýju. — Mjer þykir mjög fyrir því, að eg skuli óviljandi hafa orðið til þess, að S. Ó. hefur nú þannig sýnt sig fram á leiksviði heimsins, í sínum miður vel valda búníngi, Helgi Vaitýsson. ~"H) (@ Kjötsala og sSátrunarhús “3“ Forseti Landsbúnaðarfjelagsins hefur nú ný- lega átt tal við stórkaupm. L, Zöllner um horfornar á fjár- og kjötsölu á Einglandi. Hr. Zöllner kvað nú vera fyrirsjáanlegt, að útflutningur á lifandi fje yrði mjög lítill í haust og að horfurnar væru yfirleitt ekki góðar með þá sölu framvegis. Ekki kvað hann að það gæti komið til mála, að flytja út frosið kjöt hjeðan. Saltkjötssalan liti hinsvegar með betra móti út. En bráðnauðsynlegt taldi hann það, að breytt yrði til með útflutninginn, helst þannig, að kjötið yrði flutt út í kældum skipum. Tilraun í þessa átt taldi hann æskilegt að gera þannig að fluttir væru út minnst 8000 kroppar, því ef tilraun væri gerð með minna, þá yrði of dýrt flutningsgjald á hverri kind. Sjálfsagt taldi hann að landsjóður bæri að meira eða minna leyti áhættuna af tilraun þessari, þareð hún gæti orðið meiri en svo, að nokkurt einstakt hjerað eða kaupfjelag gæti tekist hana á hendur, — Þá var taláð um hvaðan helst ætti að taka slíkan tilraunarfarm. Kvaðst Zöllner álíta að Seyðisfjörður hefði flest til að bera framyfir aðra staði, einkum góða bryggju og mikil hús fast við hana. En rjettara taldi hann að farmurþessi værí tekinn þar sem ekki er gott að flytja lifandi fje út, og nefndi einkum til þess Húnvatnssýslu. Aðrar afurðir en kjötið af kindinni, kvað hann ekki vera verðmætari á Einglandi en hjer. Aukaþingið hefur nú tekið þetta mál til íhugun- ar. Á fundi Landsbúnaðarfjelagsins 6. þ. m. var samþykkt að tilkynna sýslumanninum hjer, að kostur væri á að fá styrk til slátrunarhússbygg- ingar hjer á Seyðisfirði, með sömu eða líkum kjörum, eins og bæjarstjórn Rvíkur hefur feingið tilboð um. En það tilboð er þannig, að svo framarlega sem komið er upp myndarlegu slátr- unarhúsi, vill stjórn Búnaðarfjelagsins mæla með því, að veittur verði styrkur til þess úr landssjóði, 20% af stofnunarkostnað inum, upp að 1000 kr. Á sameinuðum sýslufundi fyrir Múlasýslurnar, sem haldinn var á Eiðum 16. þ, m., kom þetta mál til umræðu. Taldi fundurinn æskilegt að rannsökuð væru skilyrðin fyrir stofnun slátr- unarhúss hjer og Ijet í ljósi, að ef slík stofnun yrði álitin heppileg, þá mundi fje verða veitt til hennar úr sýslusjóðunum, Leingra er það mál ekki komið enn. £n vonandi er að allir hlutaðeigendur sýni áhuga á fyrirtækinu, þar sem ætla má að það geti miðað til að gera aðal-atvinnuveg okkar — sauðfjár- ræktina — tryggari og arðsamari. ' "V(T" j&skulýðsskóti á Seyðisfirði. Hr. Helgi Valtýsson heldur æskulýðsskóla á Fjarðaröldu í vetur. Skólinn byrjar 1. nóv. og varir minnst 6 mánuði. Nemendur mega eigi vera yngri en á fermingaraldri. Námsgreinar verða hinar sömu og á hærri æskulýðsskólum eða gagnfræðaskólum. Sjerstaklega verður lögð mikil áhersla á íslensku, réttritun. setn- ingafræði og jafnvel lestur; reikningur og flatar- málsfræði verður kennt eins fyllilega og unnt er; af landafræði verður lögð mest stund á Iandafræcji Islands og því næst Norðurálfu; helstu atriði náttúrufræðinnar með það fyrir augum, að kenna nemendum að skilja það, sem daglega ber fyrir augu vor, áhrif þess og verkanir. Af sögu verður mest stund lögð á ‘Islandssögu og því næst þann kafla úr norðurlandasögum, er grípur inn í ættjarðar- söguna; en almenn veraldarsaga verður mest- megnis kennd með fyrirlestrijm og þannig reynt til þess að gefa yfirlit yfir lífsferil hinna ýmsu þjóða, sérstaklega í menningarlegu til- liti. í dönsku er búist við, að nemendur kom- ist allvel niður í málinu, tala, skilja og lesa það, og auk þess fá töluverða æfingu í rétt- ritun þess. í ensku verður sömu reglum fylgt, en þó sjerstaklega lögð áhersla á það að tala málið. Kennslan í málunum fer fram, að svo miklu leyti sem unnt er, á málinu sjálfu, til þess að gefa nemendum sem mesta æfingu. Öll kennsla fer yfirleitt fram með fyrir- lestrum, sniðnum eftir þroska og skilningi nemenda. I dráttlist verður sjerstaklega leitast við að gefa undirstöðu í hinum einföldustu grundvallaratriðum, skerpa augað svo að það sjái, hvernig hluturinn er eða eigi að vera, og temja svo hendina við æfingu, að hún geti dregið upp, það sem augað sjer. Þetta eru aðalatriði þess, er kennt verður; en ýmislegt kann þó að verða öðruvísi og víðtækara. Stúlkum jafnt sem piltum veitist aðgangur til skólans. Skólagjald fer allt eftir því, hvort margir nemendur verða eða fáir, en hið allra mesta sem orðið getur er 10 krónur um mánuðinn. Líklegast verður það þó töluvert lægra. Bjarki vill sem best mæla með skólafyrir- tæki þessu, þar sem hjer er ræða um kennara, sem hefur meiri sjermenntun til þessa starfs, en áður hefur verið kostur á hjer. Seyðisfirði 22. ágúst 1902. Tíðln hefur veríð afskaplega köld flesta daga, naprir norðanstormar, frost og hríðar á fjöllum. Nú í vikunni var sagður hnjésnjór á Smjörvatnsheiði,

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.