Bjarki


Bjarki - 22.08.1902, Blaðsíða 4

Bjarki - 22.08.1902, Blaðsíða 4
4 BJ ARKI. og er það í annað skifti í sumar, sem umbrota-snjór kemur á hana. Sífeldar ógæftir, og skip hafa jafnvel teppst vegna storma og ókyrleika í sjónum. Afll er góður þegar á sjó gefur, enda er síld nú farin að veiðast í net hjer í firðinum, þó ekki næg til beitu. Reknetaveiða-skipin hafa einnigveitt nokk- uð af síld, „Loch Fyne" um 70 tunnur. Þorskveiða- skipin afla lítið, nema „Elín";hún hefuraflað 17 - 18 þús. nú í 3 síðustu sólarhríngs-túrum. Einn daginn kom hún með 8000 af óvanalega stórum þorski og var þá svo hlaðin, sem frekast mátti vera, enda var fiski raðað í hvert rúm og bátana líka. Heyskapur geingur að sögn allvel, og þó kalt hafi verið, hefur grassprettan orðið því nær í meðal- lagi yfirleitt hjer eystra; nýting góð, og spá menn að heyin muni reynast vel. Sklp. Yms veiðiskip, norsk, dönsk, frönsk og færeyisk, hafa leitað hjer inn í stormunum. „Da capo",norskt seglskip (285 smál.) kom 16. þ. m. með kolafarm til I. M. Hansen. „Hekla" kom híngað 1Q. þ. m., fór daginn eftirtil Rvíkur. „Mjölnir" kom að norðan í dag, og með honum meðal annara sjera Matthías Jochumsson. Ætlar hann að dvelja hjer nokkurn tíma og líta eftir þegar fyrstu arkirnar af ljóðabók hans renna af stokkunum i prentsmiðju Seyðisfjarðar. Kristán borgrari Jónsson. sem stendur fyrirfiski- útvegi Andr. kaupm. Rasmussens, í Gunnólfsvík, kom heim nú í vikunni og lætur hann fremur lítið af afla þar nyðra. Hann segir nýfundið lík Bessa As- björnssonar frá Nýjabæ, þess er úti varð á Sand- víkurheiði 7. des. f. á. Slys- Sunnud. 17. þ. m. kl. 8í/a hvolfdi bát með 3 mönnum á siglingu miðfjarðar undan Dvergasteini hjer í firðinum. Tveimur mönnnuum varð bjargað með naumindum, en einn drukknaði. Stinníngs-kaldi var á norðan með smáhviðum. Báturinn hefur — að lfk- indum fyrir slæma stjórn — lent flatur fyrir vind- inum í einni hviðunni, og einhver af mönnunum eða þeir allir oltið út í borðið um leið, og þannig hvolft bátnum, því um það leyti var vindurinn eing- an vegin svo mikill að hann einn gæti verið orsök í slysinu. Af tilviljun var Friðrik úrsmiður Gíslason hjer í bænum staddur þar örskamt frá á bát við 3. mann; tók hann þegar eftir slysinu og var kominn þar að, hjer um bil 2 mínútum eftir að bátnum hvolfdi. Var þá einn maðurinn sokkinn, annar kominn á kjöl, en sá þriðji fastur með fæturna undir bátnum þannig, að höfðinu skaut við og við upp úr sjónum, og var hann nær dauða en lífi, þegar honum varð náð. Menn þessir voru sunnlenskir sjóróðramenn af Brimnesbygð. Sá sem drukknaði, var Haildór Einars- son frá Skólabæ í Reykjavík; þeir sem af komust, Jóhann Pjetursson frá Reykjavík og Tómas nokkur frá Vestmannaeyjum, eru sagðir mjög veikir enn. Að sögn voru mennirnir allir meira og minna ölvaðir, og eftirtektar- og umhugsunarvert var það, að hálf- full vínflaska vaggaði sjer á öldunum, rjett þar yfir, er maðurinn hafði sokkið, eins og hún væri að hrósa unnum sigri. (Eftir frásögn sjónarvotta.) Jfýkomið íuersl. £. S. Gómassonar: Bókassfn alþýðu igo2 kr. 2,00 x. Eiríkur Hansson, 2. h. 1,50 2. Þættir úr Isl. sögu 2. h. 0,50 Þjóðvinafjel bækur 1902 2,00 Almanak þjóðvinaíjel 1903 0,50 Saunekennslubækur J H. 7-xoáo,6o Stafrófskver J J með myndum 0,55 Nýjasta barnagullið, ib. 0,80 Barnasálmabðkin, ib. 0,50 Ritfaung, allskonar, góð og ódýr. AlbUttl- Peningabuddur Veski. HARMONIKUR OQ MUNNHÖRPUR. ry i Sagradaoín, flaskan 1.50 Jt I60es jfíaltekstrakt með kína og járni 1,50 Jsl. umboðsverslun á Skotlandi GARÐAR GÍSLASON 17 BALTIC STREET, LEITH annast innkaup á útlendum vörum í stórkaup- um og sölu á vönduðum fsl. vörum. Greið og áreiðanleg viðskifti. Lítil ómaks- laun. Hillevaag UllarverHsmiðjur taka á móti ull til tóskapar, og vinna þær eins fallega og ódýra dúka og nokkur önnur verksmiðja og eins fljótt. Sendið því ull yðar til umboðsmanna þeirra, er hafa úrval af sýnishornum. ~ ‘ ' “ Herra bókhaldari Olafur Runólfsson, verslunarstjóri Armann Bjarnason. kaupmaður Arni Sveinsson. verslunarmaður Ari Sæmundsson. — O. P. Blöndal. kaupmaður Asgeir Pjetursson —»— - verslunarmaður Jón Stefánsson. - Húsavík: - — Björn Bjarnarson. - Norðfirði: - kaupmaður Gi'sli Hjálmarsson. - Eskifirði: - skraddari J. Kr. Jónsson. - Reyðarfirði: - verslunarstjóri Jón O. Finnbogason. Aðalumboðsmaður á íslandi er Ro/f Joh ansen <?' Seyðisfirði. í Reykjavík: - Stykkishólmi: Á ísafirði: - Blönduósi: - Sauðárkrók: - Oddeyri: fjetri JCja/tesfeð í Sleykjauík geta menn áoalt pantað sjer ú r og ýmsa aðra skrautmuni úr guili, silfri, gullpletti, si/fur- pletti, g/asi, porcel/aine, steinum og stá/i, ske/jum, skinni, merskum og rafi, og mörgu öðru efni. Verðið er /ágt í aamanburði oið gæði hlutanna, en ti/ eru áoallt dýrir og ódýrir munir afýmsri gerð. Úr eru ódýrusf á 9 kt., dýrust, 300,00. Úrkeðjur — 0,15 — 120,00. Xlukkur — 2,65 — 250,00. Jiandhringir — 0,06 — 75,00. Stálsaumaojelar dýrar og ódýrar. jdjóðfæri margskonor og margt fleira, sem of- lángt yrði upp að tetja. Sendið panfanir yðar og peninga með; eg mun afgreiða fljótt og oel það, sem um er beðið eða endursenda peningana, sje ekki unnt að fá hina umbeðnu hluti í d/eykjaoík. Virðingarfyl/sf. tPjefur JCjaltesteð. Aalgaards Ullarverksmiðjur í Noregi, sem nú eru orðnar þekktar hjer um land allt fyrir ágætan vefnað og fljóta afgreiðslu, hafa nýlega sent til allra umboðsmanna hjer á landi úrval af nýum sýnishornum, lángtum smekklegri og margbreyttai 1 en áður hafa verið unnin úr íslenskri ull. Nefna má hin nú mjög eftirspurðu kjólatau »Homespun« auk allskonar venjulegra fataefna. Kpmið því og skoðið sýnishorn þessi áður en þið sendið ull ykkar til annara verksmiðja. Umboðsmenn verksmiðjanna hjer á landi eru : á Borðeyri: Hetra Guðm. Theódórsson. - Sauðárkrók: - Pjetur Pjetursson. - Sigiufirði: - Guðm.Davíðsson,Hraunum. - Aknreyri: - M. B. Blöndal. - Húsavík: - Aðalsleinn Kristjdnsson. - þprshöfn: - Jón Jónsson. - Vopnafirði: - Einar Runólfson. A Eskifirði : Herni Jón Hermannsson. - Fáskrúðsfirði: - Ragnar Ólofsson. - Djúpavogi: - Hornafirði: í Reykjavík: á Þingeyri: Páll H. Gíslason. Porl.Jónsson, Hólum. Ben. S. þðrarinsson. Guðni Guðmundsson. Á Seyðisþrði: Syj. Jónsson. Spítalinn á Seyðisfirði. Vegna þess, hve oft það kemur fyrir, að sjúklíngar koma hingað og óska inntöku á spítalann, án þess að hafa búið sig út með tryggingu fyrir greiðslu á verukostnaðinum þar, þá vil jeg — til leiðbeiníngar fyrir þá, sem hjer eftir kunna að æskja inntöku á spítalann — minna á 4. grein í reglugjörð spítalans, sem hljóðar svo: «Til þess að sjúklíngur fái inntöku á spít- alann, verður hann, auk þess að fá sam- þykki læknis, fyrirfram að gefa gjaldkera næga tryggíngu fyrir öllum kostnaði, sem leiðir af veru hans á spítalanum, að með- töldum meðalakostnaði«. Seyðisfjarðarkaupstað 21. júlí 1902. flrni Jóhannsson. (Gjaldkeri) Bindindismaður. Fra 1. mars 1903 verður laus staða sem verslunar- stjóri fyrir verslun minni hjer á Seyðisfirði. Maðurinn verður að vera bindindismaöur og sýna vitnisburð um góða reynslu f verslunarstörfum eða veea mjer persónulega kunnur. Semja má við mig um stöðu þessa fyrir 15. sept. næstkomandi. Seyðisfirði 12. ág. 1902. Sig. Johansen. Vinnukona, sem kann mafreiðs/u, getur fenyiö góða oisf hjá Erik Erichsen, apótekara á ftcyðisfirði. RITSTJÖRI: ÞORSTEINN QÍSLASON. Prentsm. Seyðisfj.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.