Bjarki


Bjarki - 12.09.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 12.09.1902, Blaðsíða 1
BJARKI VII, 34. Eitt blað á viku. Verð árj;. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erlenriis 4 kr borgist fyrirframi. Seyðisfirði, 12. seft. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Ávarp íil íslendfnga. ------- Barátta sú um breyting á stjórnarhögum landsins, sem nú hefur staðið yfir í rúm 20 ár, er nú loks á enda, þar sem alþingi hefir í einu hljóði samþykt stjórnarskrárfrumvarp, sem konungur hefir fyrirfram heitið staðfesting sinni, og enginn mun því gerast svo djarfur, að reyna að hreyfa við á næsta þingi. Þetta mál, sem að undanförnu hefir skift þjóðínni í tvo andvíga flokka, getur því ekki framar með neinu móti verið grundvöllur fyrir flokkaskipun í landinu við komandi kosningar, svo framarlega sem pólitík vor á ekki að snúast um persónur einar og gamlar erjur, heldur um framtíðarhag °g nauðsynjamál þjóðarinriar. Kosningar þær, sem fram eiga að fara á komandi vori, eiga að gilda fyrir 6 ára tímabil, og á því tímabili eigum vjer að sýna, hve vel vjer kunnum að færa oss hina breyttu stjórnarhagi í nyt. Þessar kosningar verða því eins konar eldraun fyrir hina íslenzku þjóð, til að sýna, hve mikið gull þroska og fiiðurlandsástar hún hafi að geyma, hvort hinir einstöku meðlimir þjóðfjelagsins geti látið skynsemina hafa svo mikið taumhald á tilfinningum sínum, að fornir andstæðingar geti nú, er hinum stórpólitíska ófriði má heita lokið, tekið saman bróður- höndum, til þess að vinna saman að verklegum framförum til sam- eiginlegrar farsældar fyrir land og lýð. Vjer búumst auðvitað ckki við því, að allir geti orðið á eitt sáttir um það, á hvern hátt vjer best getum unnið að framförum landsins, eða hver framfaramál eigi að sitja í fyrirrúmi, og hver bíða betri tíma. Um þetta hljóta skoðanir manna jafnan að verða skiftar og um það verður baráttan í framtíðarpólitík vorri að standa. Það, sem vjer álítum að eigi að vera stefnumark það, sem ís- lenzkir kjósendur eigi að hafa fyrir augum við næstu kosningar, er aðallega þetta: 1. Efling landbúnaðarins, sumpart með endurskoðun á landbúnaðar- löggjöfinni (t. d. að tryggja leiguliðum arð eða uppbót fyrirjarða- og húsabætur o. s. frv.) og sumpart með linun beinna skatta (sbr. tölul. 9) og ríflegum lánum og fjárveitingum, t. d. til- jarða- og húsabóta, til að stofna fyrirmyndarbu, mjólkurbú, slátr- unarhús, útvega markað fyrir búsafurðir o s. frv. 2. Eflingsjáva-útvegsins með hagkvæmri löggjöf, líftrygging sjó- manna, efling kaupstaðanna, að vöxtur þeirra og viðgangur megi verða sem mestur, aðhlynning að þurrabúðarmönnum í kaupstöð- um eigi síður en í sveitum, 3. Efling hvers konar iðnaðar, sem gagnlegur má verða landinu. 4. Breyting á versluninni, að hún verði innlend, færandi, og að vöru- skiftaverzlun leggist niður, en peningaverzlun komi í hennar stað. 5. Að peningamagn í landinu verði nægilegt eftir þörfum landsbúa. 6. Að firðritunarsamband komist sem allra fyrst á við útlönd og innanlands. 7. Breyting á mentamálum landsins, sumpart til þess, að koma al- þýðumentuninni í betra og affarasælla horf en áður, er samsvari högum þjóðarinnar, og sumpart til þess, að koma heppilegri skipun á hina æðri skólamentun (minkun forntungnanáms o. fl.), 8. Breyting á embættaskipuninni, er fari í þá átt, að gera hana hagfeldari og jafnframt spara landinu kostnað. 9. Breytíng á skatta- og toll-löggjöf landsins, er fari í þá stefnu, að minka beina skatta, einkum þá, er hvila þungt á landbún- a ð i n u m, en auka í þess stað óbeina skatta, bæði sem uppbót fyrir hina, og til þess að geta staðist þann kostnað, sem vax- andi framkvæmdir í landinu heimta. 10. Breyting á fátækralöggjöfinni, einkum í þá átt, að koma á fót vinnu-, framfærslu- og uppeldisstofnun fyrir þurfalinga og sveit- arómaga, og að gamalmennum og örvasa fólki sje trygður elli- styrkur, er eigi svifti það borgaralegum rjettindum. 11. Bre^'ting á dómaskipun og rjettarfari, er fari í þá átt, að tryggja betur rjett og frelsi einstaklingsins. 12. Hagkvæmari skipun kirkjumála. 13. Rýmkun og aukningu á valdi bæja-, sveita- og hjeraðastjórna. 14. Aukið kvenfrelsi. 15. Samgaungur bæði innanlands og við útLönd sjeu auknar og bætt- ar, eftir því sem þjóðfjelagið hefir kraft til. 16. Efling bindindishreyfingarinnar. 17. Að koma á fót líknar- og heilbrigðisstofnunum fyrir vitfirta menn, berklaveika, blinda o. s. frv. 18. Að koma á fót innlendum vátryggingarfjelögum (sjerstaklega brunabóta- og lífsábyrgðarfjelögum. 19. Eins og vjer höfurn verið því fylgjandi, að koma á leynilegum kosningum til alþingis, þá álítum vjer sömuleiðis, að stefna ætti að því, að sams konar kosningaaðferð verði lögleidd að því er bæja- og hjeraðastjórnir snertir. Vjer leyfum oss hjer með að skora á alla íslenzka kjósendur. að kjósa þá eina á þing, sem fallist geta í öllum aðal-atriðum á framan- greinda stefnuskrá og mynda öflugan framfaraflokk í landinu, til þess að koma henni í verklega framkvæmd, og munum vjer skoða hvern þann mann, sem að henni getur hallast, sem flokksbróður vorn, án alls tillits til þess, hvar hann kann að hafa staðið í fylkingu í þeirri stórpólitísku baráttu, sem áður hefir skift mönnum í flokka, en nú er undir lok liðin og á því aðeins að heyra til sögu fortíðari nnar, en vera framtíð vorri og framtíðarpólitík óviðkomaudi. Vér munum veita fylgi vort hverri þeirri landsstjórn, sem rjett- lát er og heiðarleg og vinna vill landinu gagn á þeim grundvelli, sem markaður er með framanritaðri stefnuskrái Ofanritað ávarp hefur framsóknarflokkurinn á alpíngi 1902 falið okkur undirrituðum að auglýsa sem stefnuskrá flokksins. Reykjavík 18. ágúst 1992. Xristján Jónsson. Suðl. Suðmundsson.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.