Bjarki


Bjarki - 12.09.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 12.09.1902, Blaðsíða 3
t B J A R K I . Þorsteinsson og Árna landfógeti Thorsteinsson. En sú kosning er reyndar þýðingarlítil, þar sem land- sjóður á einga hiuti í bánkanúm. Eins og auðsjeð er, voru kosningar þessar gerðar að flokksmáli. Þó kusu báðir flokkar Sigurð Briem' Kosntngalösin. Þau voru samþykkt og eru mikil rjettarbót. Helstu tiýmælin þar eru: 1. Að kosningar skuli vera leynilegar. 2. Að þær skuli fara fram í hverjum hreppi og bæjarfjelagi kjördæmanna. 3. Að kjördagur við almennar kosningar skul1 vera hinn sami um land allt, og í sambandi við það stendur 4. Að eingin ræðuhöld skuli vera kosningunum samfara, með því að gert er ráð fýrir, að þingmanna- efnin hafi fyrir kosningu gert kjósendum kunnar skoðanir sínar á landsmálum. Atkvæðakassar hreppanna eiga að sendast innsigl' aðir til kjörstjóra í hverju kjör- dæmi fyrir sig, og ojmar hann þá síðan í viðurvist j þingmannacfnanna eða umboðsmanna þeirra. Stofnun brunabótafjefaffs. Frumvarp var sam- þykkt um stofnum innlends brunabótafjelags og eru húsaeigendur í öllum kaupstöðum Iandsins, að Reykja- vík undanskilinni, og í öllum verslunarstöðum og þorpum á landinu skyldaðir til að halda húsum sín- um í ábyrgð í fjelaginu. Reykjavíkurbæ er sleppt vegna þess, að hann er í föstu sambandi við bruna- bótafjelag hinna dönsku kaupstaða og hefur þar svo góð kjör, að þíngið hjelt að mótspyrna yrði gerð af hálfu bæjarbúa, ef Reykjavík væri gert að skylau að gánga í íjelagíð. Þá hafa eigendur húsa og bæja utan verslunar- staðarjett til að fá ábyrgð í fjelaginu, ef fjelagsstjórnin samþykkir það. Einnig tekur fjelagið ábyrgð á bús- gögnum og öðru lausafje, eftir nánari ákvæðum í reglugjörð fjelagsins. Nefndin, sem skipuð var í málið, telur virðingar- verð húseigna, á þeim stöðum er ætiast er til að taki þátt í fjeláginu, nú 4 millj. króna, en gerir ráð fyrir 1 ntillj. ábyrgð á bæjum og húsum annarsstaðar og svo lausafje. Hún geiir rað fyrir að iðgjöldin verði í byrjun sett 6 af ICOO, og ættu þá árstekjur fjelags- ins að nema 30 þús. kr. Þegar fjeiagið er kornið á fót, eiga að fara fram virðingargerðir á húseignum á ölluin þessurn stöðum á kostnað húseigenda. Stjórn fjelagsins er veitt heim- ■ ild til að láta fara fram alinenna s^oðunargjörð á húsuin, sem í ábyrgð eru, 10. hvert ár. Verða þá virt að nýu þau hús sem álitið er að lækkað hafi í Verði. Allir verslunarstaðir eru skyldaðir til að eiga Slökkvitól. Lögheimili fjelagsins er íRvík og sitja þrir menn í stjórn þess. Forstjóra skipar landshöfðingi, en hinakjósa fulltrúar fjelagsms. En fulltrúarnir eru 7 og kýs hvor kaupstaðanna 1, en verzlunarstaðirnir í hverjum lands fjórðungi fyrir sig kjósa í samlögum 1 fulltrúa. Full- trúarnir ákveða verksvið fjelagsstjórnarinnar, hve há iðgjöld skuli greiða o. s. frv. Fjelagið greiðir fullar bætur fyrir hús þau, sem brenna eða skemmast af eldsvoða, en brunabótafjenu skal eingaugu varið til að byggja upp aftur þau hús, sem brenna eða skemmast. Landsjóður ábyrgist að brunabótafjelagið geti stað- ið í skilum með 300,000 kr. Ef fjelagið býður svo mikinn skaða, að það getur ekki bætt hann af sjóði sínum, greiðir landsjóður það sem á vantar. Þó greiðir hann aldrei meira en sem ábyrgðarupphæðinni svarar. Fje þetta endurborgar fjelagið landsjóði sem vaxtalaust lán með því sem það hefur afgángs út- gjöldum sínum árlega. Ef ábyrgðarupphæð landsjóðs skerðist meir en svo, að nemi 100,000 kr. skal vinna það upp með því, að leggja á aukaiðgjöld, sem jafna má niður á vátryggj- endur, þó ekki hærra en 1 af þús. á ári. Og það sem landsjóður greiðir umfram tjeða upp- hæð á hann heimtingu á að fá endurgoldið með jöfnum afborgunum á næstu 10 árum Veðdeiidin. Sarnþ^'kkt var svohljóðandi við- auki við veðdeildarlögin. 1. gr. Ráðgjafanum fyrir ísland veitist vald til að auka tryggingarfje veðdeildarinnar með allt að því 200,000 kr. smámsaman eftir því sem lánsþörfin krefur, en landsbánkinn Ieggur fjeð til. Jafnótt og tryggingarfjeð er aukið, skal því komið fyrir á sama hátt og hinu upp- haflega tryggingarfje, og skulu um það yfir höfuð gilda allar hinar sömu reglur sem um upphaflega tryggingarfjeð (lög 12. jan. 1900, 2. §’r-> 3- gr- °S 5- Sr-)> nema að vextir af því skulu renna til bánkans. 2. gr. Fyrir endurskoðun á reikningum veðdeildarinnar og til skrifstofuhalds (lög 12. jan. 1900, 19. gr.) má framvegis verja allt að 4,500 kr. á ári, eftir því, sem nánar verður ákveðið í reglugjörð veðdeildarinnar. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi þann dag, er skýrt er frá staðfestingu þeirra í B-deild stjórnartíðindanna. LatínuóskóHnn- Samþ. var þingsályktunar- tillaga frá Kr. Jónssyni og sr. Sigurði Jens- syni þess efnis, að skora á landsstjórnina að hlutast til um að gríska verði afnumin sem skyldunámsgrein í Iærða skólanum, og að kennslustundum í latínu verði fækka að mun, en tíma þeim sem þannig vmst verði varið til aukinnar kennslu í nýu málunum (einkum ensku), náttúrusögu og eðlisfræði. Líísábysrö Samþykkt var svohljóðandi þings- ályktun: Alþíngi skorar á stjórnina, að láta rannsaka svo ítarlega sem faung eru á, hvort tiltækilegt sje að stofna innlent lífsábyrgðarfjelag, og kom- íst hún að þeirri niðurstöðu að svo sje, skor- ar þíngið á hana að gera sem allra fyrst ráð- stafanir til framkvæmda í málinu, meðal ann- ars með því, að semja frumvarp um stofnum slíks fjelags og leggja það fyrir alþíngi 1903. Leiðrjetting I 30. tölubl. Bjarka er þess getið um útbú Lands- bánkans á Akureyri aðsnemma í Júlimánuði hafi það verið orðið tómt-búið að lána út þau 100 þús. sem það var stofnað með, og er skýrsla þessi höfð óbeinlínis eftir mjer. Þetta er hvortveggja ranghermt; það lágu og liggja enn fleiri tugir þúsunda handbær til útlána í út- búinu og það eru hrein og bein ósannindi, að jeg hafi skýrt nokkrum manni svo frá, að starfsfé útbú- sins væri þrotið. Akureyri 31. júli 1902. JÚLÍUS SIGURÐSSON (formaður útbúsins). 1 AÐSENT. Þjóðhátíðar sæl rís sunna snemma í heiði, höldar ráða, að heiður greiði hetju þeirri, er laungu deyði. Málþola geklc m . . . sveit að mærings ie fáni borinn flakti á meiði, fremstur sprændi Herrann gleiði. ~@) (§f Fyrir úngu stúlkurnar Alfons Spánarkonungur —16 ára gamall— 1 konuleit. Naumast er krýningar-hátíðarhöldun- um lokið á Spáni, fyrr en þar er farið að ræða og rita um það af miklum hita, hver verða skuli kona Alfons konungs. I blöðum frá Madrid er því sjerstaklega haldið fram að hin tilvonandi drotning verði að fullnægja tveimur skilyrðum: Hún skal vera af konung- le gum ættum og uppalin í kaþólskri trú. En af þessum skilyrðum leiðir það, að konungur- inn hefur aðeins um konuefni að velja af þessum þremur ætlum; Bourbona—Habsborg- ar — og Wittelbachsættunum, enda kvað heilmikinn fjölda af gjafvaxta dætrum vera að finna í öllum þeim. Það er talið líklegt, að Habsborgarættin verði hjer hlutskörpust, enda er móðir Alfons konungs, Maria Kristín drotning sjálf afþeirri ætt og mun hún því hvetja son sinn til þess að beina kvonbænum sínum þangað. En hvað sem valinu að öðru leyti líður, þá er það að sögn einlæg ósk spönsku þjóðar- innar að konungurinn vindi sem bráðastan bug að giftingu sinni og er hann alls . ekki. talinn of ungur til þes^, þar sem t. d. Karl fjórði og ísabella — amma Alfons — voru líka aðeins 16 ára er þau giftust, og faðir hans ekki tvítugur er hann leiddi fyrri konu sína, Mariu Mercedes 17 ára upp að altarinu. Veður hefur verið gott undanfarna viku, hrein- viðri og þurkar,en kalt nokkuð. í nótt sem leið fölv aði í fjallatinda. En allt þar til hefur sumarið verið mjög óþurkasamt hjer eystra. Afli er nú góður hjer útifyrir og hefur verið svo um nokkurn tíma undanfarandi. Sumir bátar hafa nú feingið allt að því meðalafla. Heyskapur kvað vera í meðallagi, eða .vel það, hjer um sveitir. Bjarki Ritstjóri Bjarka kom frá Reykjavíkmeð „Lauru" 6. þ. m. Nú eftirleiðis kemur blaðið nokkru örara ut en ella, vegna þess, að nú hefur það orðið lítið eitt á eftir tímanum. f helmahðsum heitir kvæðasafn Guðmundar Friðjónssonar, sem nú er nýprentað í ísafoldar- prentsmiðju og nýkomið hingað í bókaversl- unina. Það er vandað að frágángi og með mynd höf. Að öllu er það hin eigulegasta bók, 260 4 bls. Nánar mun Bjarki rita um kvæðin síðar. Bóluveikin er komin til Færeyja, fluttist þángað með norsku skipi sem kom frá Spáni. Það lagði þar á spítala í Eyjunum bóluveikau

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.