Bjarki


Bjarki - 19.09.1902, Side 2

Bjarki - 19.09.1902, Side 2
2 B J A R K I . Valtýínga. Jeg neita því ekki, að sumir okkar vitrusta manna sjeu í „heimastjórnarflokknum" og skrifi einstöku sinnum í sín flokksblöð ýmislegt gott, en einginn þeirra er ritstjóri, og jegf held jeg líti rjett á það, að einmitt af því, að þeim líkar ekkí við blöð síns flokks, kynoki þeir sjer við, að láta nöfn sín sjást innan um það, sem ritstjórarnir bera þar á borð fyrir ahnenning. Bóndi vítir Valtýínga mjög fyrir frumvarpið, sem þeir höfðu í gegn á þinginu 1901, þrátt fyrir það, að margsannað er í blöðunum, að bæði hafi það verið viturlegast eftir atvikum, flýtt fýrir málinu og tryggt okkur samvinnu við nýu stjórnina! — og um leið happasæl úrslit málsins. Búsetukröfu „heimastjórnar- manna" ætti „bóndi" helst ekki að nefnaá nafn, því að hun var bæði vanhugsuð og stórhættuleg, enda dæmd „alveg ótæk" af núverandi ráðgjafa íslands. Pað var sú krafa, eins og hún var úr garði gerð, sem hefði getað orðið vopn í höndum stjórnarinnar, hefði hún ekki verið mjög frjálslynd og fylgt þingræðisreglúnni, og farið að tillögum meiri hlutans, ekki ítnyndaðs meirihluta þjóðarinnar, eins og „bóndi" ségir! heldur meirihlutans á þingi 1901. Og aðalkrafa „heima- stjórnarmannanna", búsetan, er auk þess eklci aðal- atriði mákips, heldur þingræðið. Fyrir því börðust Valtýíngar af öllum mætli, en óskuðu jafnframt bú- setu stjórnarinnar í landinu í ávarpi til konúngs. Og þeir gerðu það alls ekki til neyddir, eins og slegið hefur verið fram, þvert ofan í þingtíðindin og yfir- lýsíngar mannanna, sem skrifuðu ávarpið. Og svo sendibrjefið til ráðgjafans á undan konúngsboðskapn- um, frá stjórn Valtýsflokksins. Ber hún ekki þar, á hentugasta tíma, þar sem samvinnan var tryggðáður, fram fyllstu óskir og kröfur beggja flokka, til að fá skýr svör frá stjórninni? Jeg get hugsað mjer, að af því að „hin góðu úrræði" „heímastjórnarmanna", sendiferð Hannesar Hafsteins, málaleitun Dr. Finns og hans fjelaga, voru svo afar\ iðsjárverð í augum Valtýínga, þá hafi það kannske orðið íil að herða á flokksstjórninni að skrifa þetta merkilega brjef. En jeg hjelt, að mótstöðumenn okkar mundu stæra sig af öðru en því, að hafa kormð því til leiðar, að stjórn okkar flokks ónýtti þeirra eigin vanhugsuðu og hættu- legu tillögur, „heimastjórnarmanna". Gott eitt álít jeg, að þeim hafi geingið til flestum, þótt allt tækist svona ráðleysislega fyiir þeim í þessu vandasama máli, stjórnarskrármálinu. Hinum staðlausu getgátum „bónda", sem hann reyndar hefur eftir Pjóðólfi, um það, að frumvarpið frá 1901 sje þess valdandi, að stjórnarfrumvarpið sje með ýms- um göllum, þarf ekki að svara. „Bóndi" verður að koma með einhverjar sannanir, til þess ,að mark sje tekið á því, sem hann segir. Hlutafjelagsbánkann ætti hann að láta liggja inilli hluta. Ef hann vill ámæla Valtýíngum fyrir frammi- stöðuna í því ináli, Jaá nær það líka til hans eigin flokksbræðra. En framgáng málsins má þakka Val- týíngum, og fyrir það mun reynslan sýna, að þeir eigi fremur lof en last skilið. „Bóndi" hælist yfir því, að „heimastjórnarmenn" hafi staðist áhlaup Valtýínga og „treyst dómgreind kjósenda til að velja rjett milli flokkanna." En þá geingur nú fyrst yfir mig. Jeg skal ekki eyða mörg- um orðum um það mál, en að eins geta þess, að mjer er kunnugt um, að INorðurmúlasýslu voru Valtýíngar til neyddir, fyrir aðgerðir „heimastjórnarmanna" í þarfir síns flokks, að grennslast eftir um fylgi kjósenda, og að beita keppni í kosningunum- um. Og jeg vil bera það undir alla sann- gjarna kjósendur, hvort jeg fer ekki með rjett mál. Og svona stóðu sakir alstaðar á landinu, þar sem Valtvskan hefir náð verulegri fótfestu. En aðferðin! Aumingja „heimastjórnarmennirnir". Peir þoldu ekki gagnrýnina og gripu til óyndisúrræða! Og því sigruðu þeir líka! En jeg öfunda þá ekki af þeirn sigri. Og „bóndinn" veit ekkert af þessu! Hvar hefur hann alið manninn? Það gleður mig, að „bóndi" er mjer samdóma uin að hæfileikar og mannkostir eigi að ráða úrslitum við þingkosningar, að því viðbættu, að þessit sje samfara „víðtæk þekking á málum þjóðarinnar og samræmi í skoðunum við kjósendur." En svo lofar hann Húnvetnínga fyrir að fella Pál Briem, og verð jeg því að líta, svo á, ef noldcurt samræmi er í skoðunum sjálfs hans, að hann álíti Jósafat á Holta- stöðum að ininsta kosta eins mikinn hæfileikamann og með eins víðtæka þekkingu á málurn þjóðarinnar eins og Pál Briem. En flestum er það víst hulinn leyndardómur, ef ekki öllum öðrum en „bóndanum" í Austra. Um samræmi í skoðunuin við kjósendur þarf ekki að ræða. Allir voru sömu skoðunar í aðalmálunum. Hvað skyldu íslenskir bændur annars oft bægja helstu búnaðarfrömuðunum í landinufráað eiga sæti á löggjafarþingi þjóðarinnar? Og að því er Norðmýlínga snertir, þá þekki jeg ekki þá bændur hjer í sýslunni, sem jeg tek til jafns við þá Jóhannes Jóhannesson og Einar Þórðarson að þingmennskuhæfileikum, og eigum við þó ýmsa all- vel færa bændur. Ekkert er það undarlegt, þótt Valtýíngar víti það, sem ámælisvert er í fari þjóðarinnar. Þeirra heitasta ósk er, að hver einstaklingur og þjóðin í heild sinni taki verulegum framförum. Þeir ,eru sannir framfara- menn, og því er eðlilegt, að þeir taki liart á því, sem er þröskuldur í vegi framfaranna, Jeg sje ekki ástæðu til að svara fleiru í áminnstri Austra-grein. Jeg legg mig ekki niður við það að fara í persónulegt hnútukast í sambandi við þetta mál. Jeg ætla að sjá til, hvort jeg stend ekki jafn- rjettur fyrir því framrni fyrir almenníngi. Hvanná 14. seft. 1902. Vinsamiegast Jón Jðnsson, ~~ww~ cCífssig/ing. Hann ýtti frá landi með ótal fleirum og allt gekk í fyrstunni liðugt og vel, hans lífsgnoð var fögur, ljett og hraðskreið, hann leið svo skjótt yfir sævarins hvel. Og heimurinn leist honum bjartur og blíður, og brosa' honum þótti allt lífið sjer mót; hann fermdi sitt lífsskip með Ijómandi vonum, það ljúfara þótti’ honum heldur en grjót. Frá landi er siglt hafði hann lífsmílur fáar á loftinu geigvæna bliku upp dró, og svörtustu skýbólstrai sólina byrgðu, og sær tók að ýfast og stormurinn fló: þá risu upp freistinga öldurnar óðar og ólmuðust mannhaturs stormarnir trylt, ídjúpinu hræsninnar braut víða’ á boðum— hann brotsjói þekkti' ei og fór því vilt. Iíann reyndi oft ferlegu riðin að »hálsa«, hann reyndi að beita á stormviðrið rjett; en þvílíka bylji ei þolað gat skip hans, til þess var hans seglfesti helst til of Ijett. Hann hafði’ ekki lund til að lækka seglin, nje láta undan í rokinu slá; í gnoðina sjórinn því gekk, svo hvoldi; hann gat þó bjargað sjer kjölinn á. Hann hraktist á kjölnum að eyðieyju svo afskektri lángt frá mannanna byggð; hann lifir á endurminningum mætum og mirtum votuim, hans bær nefnist »Hryggð«. Hvað vantaði’ hann? Seglfestu’ er heiminum hæfði: hjartalag flátt fyrir saklausa von, höfðingja-þrælslund, ei hugprýði sanna; heitnsbarn að vera, ei sannleikans son. * * * Nú ertu loks sigldur um algeymings sæinn, þína’ ágætu gnoð hefur sett upp í naust; nú hefurðu skilið við hrörlega bæinn. nú heyrist ei leingur, minn vinur, þín raust. Þú trúðir á nirvana, njóttu þess, vinur! jeg neitt er ei hræddur um forlögin þín. Sá er í Kfinu syrgir og stynur saklaus, fær hvíld þegar æfi hans dvín. Benedikt Þ. Gröndal. ~—--------------- Járnnámar er sagt að sjeu fundnir norðan til í Nor- egi, ef til vill hinir stærstu járnnámar sem enn eru þekktir. Þó er þetta ekki fullrann- sakað enn. Stormur velti um níu járnbrautarvögnum 25. f. m. á leið frá Aþenu til Kefissig. Með þeim voru 120 farþegar og meiddust og særðust 40 þeirra meira og minna. Hiti var svo megn í Lissabon 25. f. m. að allri ,vinnu varð hætta og margir dóu úr sólbruna. Rosevelt Bandaríkjaforseti hjelt nýlega ræðu um versl- unar»hringina«. Hann sagði að hringmyndan- irnar væru að sínu leyti eins nauðsynlegar í viðskiftalífinu og verkmannafjelögin til þess að bæta kjör verkmannalíðsins. En það vantaði lög um Joetta efni og þau ættu að semjast, svo að stjórnin gæti haft eftirlit með »hring- unum.« Frá Shanshai er símritað 24. f. m. að tveir enskir trú- boðar, Brown og Lewis, hafi verið barðir til dauða í fylkinu Hunan í Kína. 1300 miilj. fránka ríkislán kvað fjármálaráðgjafa Frakka ætla að fá þingið þar til að taka, þegar það kemur saman í október í haust. Kaffar, svertingjaþjóð í Suðurafriku, sem Einglend- ingar hafa feingið skotvopn í hendur, meðan stóð á Búaófriðnum, neita að skila aftur vopn- unum, og hafa nú herbúnað þar í fjöllunum. Búar. Kryger gamli og dr. Leids kváðu ekki vera ánægðir með framkomu hershöfðingja Búa hér

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.