Bjarki


Bjarki - 19.09.1902, Síða 3

Bjarki - 19.09.1902, Síða 3
B J A R K 1. 3 í álfu. og dálæti það, sem nú virðist vera milli þeirra og ensku stjórnarinnar. Ensk blöð segja, að svo geti farið, að Búahershöfðingarnir taki sæti í hinni nýju ensku stjórn í Transvaal og Oram'u. 20. f. m. lagði Cronje og kona hans á stað frá St. Helenu til Suðurafríku ásamt iooo Bú- um öðrum, sem þar höfðu setið sem fángar. Cralit heitir byggingaefni, sem farið er að búa til í Einglandi. Það er unnið úr asbesti, blönd- uðu með ýmsum efnum, og selt í þunnum, af- laungum plötum, líkt og borðviður, Það má nota það líkt og trje, en það er eldfast, -tek- ur ekki á móti og leiðir ekki hita. Líklegt j er talið, að það verði brátt mjög notað til byggínga í stað trjáviðar. Kólera hefur í sumar geingið í Egyftalandi og dóu þar úr henni 40 manns frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst. Maríudýrkun. Á fjölmennum fundi lærðra manna og presta frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og Frakkíandi, sem haldinn var í sumar í Sviss, var samþykkt yfirlýsing, sem merkileg mun þykja nú á dögum. Fundarmenn kváðust sannfærðir um að María mey hefði orðið uppnumin líkamlega eins og Jesús og sendu páfanum beiðni um að hann staðfesti þessa skoðun sem nýtt trúaratriði. Geri páfinn þetta, verður það eftir fá ár í kaþólskum löndum talið skitýrði fyrir sáluhjálp að menn trúi þessu bókstaflega. í dómkirkjunni í Aachen í Þýskalandi hafa prestar í sumar sýnt með mikilli viðhöfn klæði Maríu meyjar, reifar Jesú Krists og dúk þann sem höfuð Jóhannesar skírara var lagt i' eftir að hann var hálshöggvinn. Menn hafa streymt að lángar leiðir til þess að sjá þessa helgi- dóma og daglega hafa menn orðið þar vitskertir ■af trúarofstæki. Frá alþíngi. Loftfrexnasamfeandið. Fjelag eitt í Bryss- ■el hafði gert tilboð til stjórnarinnar um að koma á loftfregnasambandi milfi íslands og útlanda og vildi stjórnin fá heimild þíngsins til þess að verja svo miklu sem þörf krefði af fje því sem á síðustn fjárlögum var veitt til ritsímalagningar til loftfregnasambands- ins. Þíngíð samþykkti þessa fjárveitingu með því ákvæði, að loftfregnasambandið skyldi verða milli Rvíkur og útlanda og milli hennar og 3 annara stöðva á Islandi, einnar í hverjum lands- fjórðungi, og að því tilskildu, að stjórnin gefi helstu fjelögum, er fást við loftfregna sending- ar, þar á meðal Marconifjclaginu í London, kost á að keppa um fyrirtækið, og að tillagið frá Islands hálfu verði ekki hærra en sem samsvarar 2/5 af allri þeirri fjárupphæð sem danska ríkið (Danmörk. og Island) leggur til. Stjórnin leggi væntanlegan samningmeð fylgi- skjölum fyrir alþingi. Lasarfljótsbrúin. Stjórnin bað um 25 þús. kr. viðbótarfjárveitngu til þess að fullgera brúna og vildi að sama fjelagið, sem áður hafði ver- ið samið við, hjeldi verkinu áfram. Brjef voru lögð fram bæði frá fjelaginu og verkfræðingi landsins um ágreininginn sem varð milli þeirra útúr því að verkfræðingur Ijet í fyrra hætta brúargerðinni, og eru þau prentuð í þingtíð- indunum. Er auðsjeð af þeim, að ekki hefur verið um annað að gera en hætta verkinu, eins og á stóð. En þetta mál vildi þíngið láta stjórnina rannsaka, og reyndist þá svo, að fje- j lagið ætti sök á því að hætta varð verkinu, ! þá skyldi fjelaginu ekki borgaðar' út ferða- kostnaður verkmannanna hingað og fieira smá- vegis, samtals 2130 kr. Annars voru veittar 23.000 kr. til að fullgera brúna. Sóttvarnir. Lángur lagabálkur var sam- þykktur um sóttvarnir og í fjáraukalögunum veittar 6000 kr. til að koma upp sóttvarnar- húsi í Reykjavík og 4000 kr. til sama á Seyð- isfirði. 'tílutningur kjöts, Til tilrauna til að flytja kjöt í kældu skipi til útlanda haustið 1903 veitist allt að 20000 kr. Styrkur sá útborg- ast eftir tillögum búnaðarfjelags íslands, og aðeins sem uppbót fyrir hvert það pund af fyrnefndu kjöti, er selst lægra verði en svo, að seljandi fái fyrir það 18 au. í kroppum undir 45 pd, en 20 au. í þýngri kroppum, að frádregnum kostnaði. Skal þá greiða seljandi það sem á vantar í 18 eða 20 aura, þó ekki meir en 5 au. á hvert pund. Cr fáraukalögunum er þetta hið helsta, auk þess sem getið hefur verið: 500 kr. veittar til verkfróðs manns til að kynna sjer skipamælíngar. Til að reisa vörður við skipaleiðina inn á Berufjörð 1000 kr. Til rannsóknar á byggingarefnum landsins og leiðbeiningar í húsagerð, — fyrir árið 1903 allt að 3000 kr. Um síldarnætur- Samþykkt svohljóðandi Iagafrumvarp: 1. gr. Þegar fiuttar eru síldarnætur utan- ríkis að híngað til lands, skal skýra lögreglu- stjóra frá því. Þegar síldarnætur hafa verið notaðar 'dð veiðar, má ekki flytja þær aftur frá landinu. 2. gr. Brot gegn ákvæðum 1. gr. varðar frá 50 til 500 kr. sektum. Með mál, er af því rísa, fer sem ahnenn lögreglumál. óshöfn við Hjeraðsflóa löggilt sem verslun- arstaður, sömul. Járngerðarstaðavík í Grinda- vík og Flatey á Skjálfanda. Möðruvallaskólinn. Samþ. að gagnfræða- skóli verði reistur á Akureyri og mætti verja til þess allt að 50.000 kr. úr landsjóði. Ætlast var til af þínginu að skóli þessi skyldi rúma 80—100 nemendur, að hann verði jafnt fyrir lconur sem karla, að námstíminn verði 3 vetur, og að heimavistir verði í skól- anum að minnsta kosti handa s/4 nemendanna. Brúarsrerð. 50,000 kr. veittar til brúar á i Jökulsá í Axarfirði, nálægt Ferjubakka. Berklaveikin. Samþj'kkt svohljóðandi þings- ályktunartill. : 1 1. Að samin sje og prentuð á landsjóðs kostnað lýsing á berklaveikinni og varúðarregl- ur gegn henni, en svo útbýtt meðal almenn- ings ókeypis. Ennfremur að prentaðar1 sjeu helstu varúðarrelgur gegn b erklaveikinni til þess að festa á spjöld, er svo sjeu heingd upp á sem flestum opinberum stöðum. 2. Að hjeraðslœknar grennslist eftir út- breiðslu berklaveikinnar í umdæmum sínum og sendi landlækni skýrslu fyrir I. júní 1903 um, hve margir berklaveikir, sjerstaklega f lúngum, sjeu í umdæminu, og á hve háu stigi. 3. Að hjeraðslæknunum sje skipað að hafa eftirlit með skólum í umdæmum sínum og framkvæma skoðanir á nemendum að minnsta kosti einu sinni á hverju kennslutímabili. Þeim sje og boðið að hafa vakandi auga á því, að varúðarreglum þeim sem settar kunna að verða um varnir geng útbreiðslu berldaveikinnar, sje fylgt í hjeruðunum. 4. Að leggja fyrir næsta þing frumv. til laga um varnir gegn útbreiðslu berklaveikinn- ar hjer á landi. Frá verslunarmálanefndinnl. Samþ. þíngs- ályktunartill. um að skora á stjórnina. að gjöra nauðsynlegan undirbúning til að koma upp efnarannsóknastofu í Reykjavík, og taka upp í næsta fjárlagafrv. fjárveitíng til að koma henni upp. 2. Að leggja fyrir næsta þíng frumv. til vörumerkjalaga og firmalaga. Kiörgreinsíi kvenna. Svohljóðandi frumvarp var samþykkt: Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kjörgeingi, þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn, sóknarnefnd og safnaðarfulltrúa, ef þær full- nægja öllum þeim skilyrðum, sem lög ákveða fyrir þessum rjettindum, að því er karlmenn snertir. Heimilt er þeim þó að skorast undan kosningu. ísfirsku málin Lárus Bjarnason og fylgifiskar hans höfðu lítinn veg af uppþotinu, sem þeir gerðu þingsetningardaginn, út úr ís- firsku kosningunum. Þingmenn ísfirðinga kærðu Hannes Hafstein fyrir hið sama sem þeim var þar borið á brýn og setudómari var skipaður til að rannsaka málin, Halldór Bjarna- son sýslumaður Barðstrendinga. Blöð afturhaldsmanna gleyptu við fregninni um þessi mál þegar hún kom fram, en síðan nánari spurnir feingust af málunum, .hefur al- gerlega dregið niður í þeim. Austra-bull. í Austra 30. f. m. er skýrt frá því, að dr. Valtýr Guðmimdsson hafi ásamt fleirum boðað til borgarafundar í Reykjavík til þess að mótmæla ríkisráðssetu ráðgjafa okkar, sem ráð er gert fyrir í hinu nýsamþykkta stjórnarskrárfrumvarpi, og er þetta þar nú talin hin mesta höfuðsynd. Sannleikurinn er auðvitað sá, að Valtýr Guðmunds- son átti ekki hinn minnsta þátt í því fundarboði og talaði þar hvorki með nje móti máli því, sem þar var rætt.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.