Bjarki


Bjarki - 19.09.1902, Blaðsíða 4

Bjarki - 19.09.1902, Blaðsíða 4
BJARKI. Þar á móti talaði hann á móti skoðun Einars Benediktssonar á fundi, sem haldinn var fám döguni síðar, og stúdentafjelagið í Reykjavík boðaði til, til þess að ræða þetta mál. En það, sem Austri hefur leingst um haft á móti stjórnmálastefnu dr. Valtýs, er einmitt það, að hann vildi ekki um fram allt annað losa ráðgjafann úr ríkisráðinu. Nú ærist blaðið út af því, að hann sje að berjast einmitt fyrir því á borgarafundi í Rvík, sem sjálft það hefui 'áður haldið fram og talið helsta og mesta atriðið í stjórnarbótarkröfum okkar. ^•*« Veðrið um síðustu helgi gerði rigníngar og snjóaði niður í miðjar fjallahlíðar. Á Smjörvatnsheiði er sagður kviðsnjór, en á fjöllum hjer í kring aðeins þunnt föl. Síðustu dagana hefur verið bjartviðri en kalt. Afli er töluverður útifyrir, en margir beitu- lausir. Minnisvarði hefur Carli Tulinius konsúl verið reistur í Fáskrúðsfjarðarkaupstað, brjóstmynd í fullri stærð. Sr. Matth. Jochumsson hefur verið hjer um tíma til þess að lesa prófarkir af ljóðmælum sínum. Kemur I. bindið út innan skamms. Sr. Matth. fór heimleiðis aftur með Agli síðast. Sektaður var Skafti collega 25. f. m. fyrir grein með fyrirsögninni »Strandsaga» í 28. tbl. Austra f. á. Greinin fer rneð róg og dylgjur í garð Páls Bjarnarsonar utflutningastjóra-á Sigurðar- stöðum á Sljettu og er allt það dæmt dautt og ómerkt, en sekt 20 kr. og málskostnaður 10 kr. Dæmdur. Sama dag fjell dómur yfir sama manni í skuldakröfumáli, sem St. Th. Jónsson kaupm. færði fyrir verslunarfjelagið Sönne & Wathne í Stavanger. Skafti hafði fyrir nokkrum árum haft á hendi innköllun á skuldum, ca. 800 kr., fyrir fjelagið og feingið þær skuldir borg- aðar, en gleymt að skila mestum hluta fjárins. Nú 'var hann dæmdur til að greiða 500 kr. með 5°/0 vöxtum frá sáttakærudegi til borg- unardags og í málskostnað 40 kr. Qufuskipið Colibri, kaft. Worsö, frá Stavanger, sem fór frá Stavanger 25. maí í vor áleiðis hingað til Seyð- isfjarðar með salt og tunnur, er nú talið víst í norskum blöðum að farist hafi með manni og mús. Eingar spurnir hafa menn haft af því síðan og þykir líklegast að það hafi brunn- ið. Á skipinu voru I1 manns. Það var eign Th. S. Falcks í Stavanger og assúrerað fyrir 45,000 kr. og farmurinn fyrir 5,000 kr. Dáitm er í morgun hjer í bænum Sigurður Jónsson í Firði, 78 ára gamall. Hann bjó mjög leingi í Firði, eftir föður sinn. Fjögur börn hans lifa hjer í kaupstaðnum: Jón bóndi í Firði, versl- unarmennirnir Magnús og Jóhann, og Ólafía, kona St. Th. Jónssonar kaupmanns. Sigurður heit. var blindur síðustu æfiár sín. Æfiatriða hans verður nánar getið hjer í blaðinu síðar. Jyrirlestur í Bindindishúsinu á sunnudaginn kt. 7 síðdegis. Jlllir velkomnir. D. Östlund. evaag UllarverKsmiðjur taka á móti ull til tóskapar, og vinna þær eins fallega og ódýra dúka og nokkur önnur verksmiðja og eins fijótt. Sendið því ull yðar til umboðsmanna þeirra, er hafa úrval af sýnishornum. I Reykjavík: - Stykkishólmi: Á ísafirði: - Blönduósi: - Sauðárkrók: - Oddeyri: - Húsavík: - Norðfirði: - Eskifirði: - Reyðarfirði: Herra bókhaldari Ölafur Runólfsson, verslunarstjóri Ármann Bjarnason. kaupmaður Árni Sveinsson. verslunarmaður Ari Sæmund sson. O. P. Blöndal. kaupmaður Ásgeir Pjetursson verslunarmaður Jón Stefánsson. Björn Bjarnarson. kaupmaður Gísli Hjálmarsson. skraddari J. Kr. Jónsson. verslunarstjóri Jón O. Finnbogason. Aðalumboðsmaður á íslandi er Xo/f Joksnsen é Seyðisfirði. Peníncjar, sláíurfje. Undirritaður kaupir á í höndfarandi haust- kauptíð sláturfje fyrir penínga og vörur, á óvanalega hátt verð, án þess að taka nokkurt tillit til þess, sem aðrir kunna að gefa. Komið því með fje ykkar til mín og semjið um verðið, áður en þið slátrið annarsstaðar. Seyðisfirði 12. seft. 1902. St. Th. Jónsson. Kennsla. Brunaábyrgðarfjetagið „Jíye danske BrandforSikringS Selskab" Sformgade 2, Xöbenhaon Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000) tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (Præmie) án þess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðar skjöl (Police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmanns fjelagsins á Seyðisfirði St. Ch. Jðnssonar. ~- l ryssa 5 vetra gömul, gott reiðhross, er til c sölu. Semja má við Runólf á Ósi. Ifppboðsskutdir. Þeir, sem eiga óloknar uppboðsskuldir frá uppboðinu á munum Garðarsfjelagsins 26. — 28. seft. f. á., áminnast hjermeð um að greiða þær innan loka seftembermánaðar næstkom- andi, að öðrum kosti verða þær teknar lög- taki á kostnað skuldunauta. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 19. ág. 1902. Jóh, Jóhannesson. Staðan sem annar kennari við barnaskólann á Fjarðaröldu er laus. Kennslutíminn er frá 15, október til 15. maí 4 stundir á dag, laun 350 krónur. Þeir sem vilja sækja um stöðu þessa gjöri það skriflega til bæjarstjórnarinnar fyrir I. október næstkomandi. Við sama skóla verður tímakennsla 3 stund- ir á dag sama tíma, borgun 50 aurar um tím- ann. Þeir sem vilja taka hana að sjer snúi sjer skriflega til bæjarstjórnarinnar innan I. október næstkomandi. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 15 , seft, 1902. Jðh. Jóhsnnesson. GJALDDAGI fíJARKA var 1. júlí. Kaup- endur vinsamlega minntir á að borga blaðið, einkum allir þeir, sem enn eiga ógreitt andvirði blaðsins frá síðastliðtia ári. J Ö Q íT Stúkan "Aldarhvöt no. 72« heldur fund í bindindishúsi Bindindisfjelags Seyðisfjarðar á hverjum sunnu- degi kl. 4 síðdegis, að undanteknum 2. sunnu- degi í hverjum mánuði. Meðlimir niœti. Nýir meðlimir velkomnir. Jíýkomið til £. $. Cómassonar: Bókasafn alþýðu 1902 kr. 2,00 1. Eiríkur Hansson, 2. h. 1,50 2. Þættir úr ísl. sögu 2. h. 0,50 þjóðvinafjel- bækur 1902 2,00 Almanak þjóðvinafjel- i9°3 0,50 Saungkennslubækur J H- 7-10 á 0,60 StafrÓfskver J-J-með myndum 0,55 Nýjasta barnakullið, ib. 0,80 Barnasáímabókin, ib. 0,50 Úr heimahögum e. g, Fr. 1,80 og 3,00 Ritfaung, allskonar, góð og ódýr. ' Album. Peningabuddur Veski. HARMONÍKUR OO MUNNHÖRPUR. RITSTJÓRI: ÞORSTEINN QÍSLASON. Prentsm. Seyðisfj.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.