Bjarki


Bjarki - 03.10.1902, Síða 1

Bjarki - 03.10.1902, Síða 1
BJARKI Vll, 37. Eitt blao a víku. Veni art,. \ Kr. borgist fyrir i. júlí, (eppo.iir. \ l<r borgist. fyrirframi Seyðisfirði, 3. okt. Uppsögn skrifleg, ógild nema ltomin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Jhig/ýsíng. Verslun sú, er jeg hingað til hef rekið fyrir | minn reikning og hr. Th. Brynes í Stavángri, j hættir um næstkomandi nýár; verður því meiri hluti vöruforða þess, sem til er í versluninni, seldur við opinbert uppboð í október í haust, eftir nánari auglýsingu bæjarfógeta, sem verð- ur birt hjer í blaðinu. Húseignir verslunarinnar, svo sem: »LÍVerpOOls«-hÚSÍð með hálfri bryggju, »Skotöjmagasins -húsið og tvö nýbygg’ð hús — byggð í sumar — eru þegar til sölu með góðum kjörum. Lysthafendur semji sem fyrst við undirrit- aðann. Seyðisfirði 14. seft. 1902. Sig- Johansen. Ifppboðsaug/ýsíng. Eftir beiðni kaupmanns Sig. Johansens hjer í bænum verður haldið opinbert uppboð við verslunarhús hans föstudaginn 10. október næstkomandi og þar seldir hæstbjóðendum ýmsar búðarvörur, svo sem: álnavörur, járnvörur og margs konar kramvörur Söluskiimálar verða birtir á undan uppboð- inu, sem byrjar kl. 11 f. h. nefndan dag. Borgunarskilmálar ágætir. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 18. seft. 1902. Jóh. Jóhannesson. Ferðabrjef Eftír Helga Valtýsson. I. (Millí íslands og Færeyja 28-8-02). Bara himinn og haf. — Endalaust, grábleikt, hrufótt haf, sem sígur og stígur með þúng- lamalegum, letilegum hreyfingum. Og uppi yfir hángir lágur hausthiminn með regnblaut- um þokulögðum fast ofan að mastratoppun- um. Og lífið er tilbreytingalaust og grátt, eins og heimurinn kringum oss. — Hás máfshljóð skera kuldalega gegnum þokuna og eimpípan gellur við og við með vissu millibili, þegar þokan er sem dimmust. Það líkist neyðarópi út yfir hið endalausa, grákalda haf. í dag um miðdagsleitið kom aumingja grá- titlingur sveimandi fram úr þokunni. Hann hafði eflaust villst. Stundarkorn var hann far- þegi vor og hvíldi þreyttu vængina sína smáu, en svo flaug hann frá okkur og hvarf út í þokuna. Og báðumegin voru hjerumbil 40 mílur til lands — í haustþoku og með dauð- ann fyrir neðan sig. — Jeg starði leingi á eft- ir honum, og það steig eins og barnshlý bæn frá brósti mínu: O, að jeg fengi að fljúga svo hratt þángað sem hugur minn heitast þráir. — Og nú er það kvöld, og við nálægjumst Færeyjar, en nóttin og þokan fela land og leiðir, svo hamingjan má vita, hvort við kom- umst inn. En jeg vil narra bæði nótt og þoku. Jeg vil sofa. Láta bylgjusaunginn vera vögguljóð mín, eimskipið vöggu, og hafið barnfóstru. Djúplynd og alvarleg mun hún sýngja þá söngva inn í sál mína í draumi, er eg annað- hvort ekki kann eða þori eigi að raula í vak- anda lífi. — Og svo mun hugur minn og sál svjfa heiin í nótt — og hvíla í tveimur hvít- um örmum og heyra æskuhreint hjarta slá í úngum blóðheitum barmi. — En sú heimsókn er bara draumur, — og þó framleiðir hann bros á vörum hennar í 100 mílna fjarlægð. — Tvær sálir, sem elska, þurfa eingan frjetta- þráð og þekkja einga fjarlægð, sem getur skil- ið þær að. Þær kunnu þráðlausa frjettsendingu löngu áður en Marconi dreymdi um þvílíkt, og þær byggðu loftskip sín þegar á fyrstu öldum mannkynsins. Í’ví að ást er hið andlega raf- magn heimsins. — — — En jeg ætlaði að sofa og narra bæði nótt og þoku. — — — Sofa. — II. Klakksvík 29-8,— (morgun). Seilist um sólbjört skörð sólskinið niður á jörð, sól gyllir bala og börð, blítt kyssir lygnan fjörð. — — kveður H. Hafsteinn, eða eitthvað á þá leið. — En nú er það þoka ofan í miðjar hlíðar, balar og börð eru gulbleik, og fjörðuri nn haust- grár. — A stöku stað eru menn að slá há, en flestir eru niður við sjó að eiga við fisk. —- Smá ufsahlaup og síld í nótt. Hjer er allt dökkt á að líta: svartklætt fólk, svartir bátar, svört hús. — En niður við sjó- inn skín á hvítan fiskinn. :— Það er eins og fiskurinn væri einasta ljóstýra tilverunnar. — Hjer eigum við að liggja í fáeina tíma og taka 118 tunnur af hrognum og 24 tunnur af lýsi. Svo förum við til Þórshafnar. — Það tefur nú heldur en ekki ferð okkar, — eink- um ef við þurfum líka að taka vörur þar. — — — Lángir gerast nú dagarnir. — — En hamingjunni sje lof! — Skipstjórinn kemur úr landi og segir, að við förum ekki til Þórsliafnar, af því að bólan sje komin þang- að. — Og þó að mjer aldrei hafi þótt vænt um veiki þá, er jeg henni þó þakklátur í þetta sinn, af því hún flýtir fyrir ferð okkar. — Ó, já. Ó-já. — Lángir gerast nú dagarnir.. — Færeyingar eru alllíkir oss Islendingum — seinir og þúnglarnalegir í öllum snúningum sínum af vanaleysi. Fyrst voru þeir í 6 tíma að hugsa sig um áður en þeir komu með tunn- urnar og svo 4—5 tíma að koma þeim um borð. — Það er einsog að ísinn og kuldinn hafi geingið oss í blóðið. — Það er að minnsta kosti eitt af þjóðarmeinum okkar Islendinga. — Okkar eigið blóð er það, sem er kaldara og þýngra en harðviðri og kuldi og kjör þjóð- arinnar. Þótt þau þyki sumum heldur bág- borin. Framtíðarsól Islands þarf að renna í okkar eigin brjósti. — III. (Milli Færeyja og Shetlands 30. —8.) Himinn og haf, Stífur norðvestan kaldi. Við höfum segl uppi og förum því 10—11 mílur á vökunni (4 tímum). Mættum í dag feikistóru rússnesku eða finnsku seglskipi þrí- möstruðu. Það kom lángt norðvestan úr hafi — máski frá norður-Ameríku -r- og hjelt suð- ur. — Heldur efnislítið virðist mjer lífið á svona ferðalagi. — Sofa, jeta. Jeta og sofa! Og svo inná milli skrifa iokleysis, bandvitlaus ferða- brjef — sjer til afþreyingar og öðrum til stork- unar. — Einskonar dagbók yfir tilburðaleysi og hugsanaringl. Því hvernig á maður að skrifa frjettabrjef, þegar ekkert ber til frjetta. — En bráðum kemur »þráðleysa« Marconis og þá verður allt einsog frjettalegra og fróð- legra, þegar við sendum það beint gegnum loftið í stað þess að stinga því í póstinn, Þá verða allar frjettir hkjleygar, því þær koma fljúgandi í háa loftinu gegnum lög og láð, yfir fjöll og firnindi. — — Þá getur maður t. d. lesið í blöðunum: »Saltkjöt og baunir til miðdagsverðar — besti matur — en bannsett sjóveikin — æ, ó — nú kasta jeg öllu upp aftur.« — Þessi loftfregn kemur frá tvískrúfaða skipinu íslenska, sem gengur með mjólkur- búa-afurðir milli Islands og Englands. — Og heima á íslandi stendur fólk með hjaftað fullt af meðaumkun, slær saman höndunum og segir: »Æ, vesalingsaumingja-fáráðurinn; mjer er sem jeg heyri hvernig hann streingist í óhræsis sjóveikisumbrotunum«,— — Já svona er það í framfaralöndunum og svona viljum við hafa það líka. Við íslendingar erum eing- ir andlegir kotúngar og látum því eigi bjóða oss neitt smávegis hálígert kák. Þessvegna sofum við rólega, þángað til «þráðleysan« kem- ur með allar framfarirnar. — Þá förum við á fætur. — — —

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.