Bjarki


Bjarki - 03.10.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 03.10.1902, Blaðsíða 2
2 R J A R K I . Jeg las nýlega í íslenskri sögu dálitla lýs- ingu sem greip mig svo undarlega. Tveir menn voru að fara á stað frá bæ einum: A. Ætli Jjað sje ekki best, við förum til að fara? B. Jú, það hugsa jeg nú. — Svo leið góð stund. — A. Jæja, kannske við förum þá til að fara. B. Já, kannske það. — Enn þá leið æði stund. A. Það er víst best við förum til að kveðja. B. Já, ætli ekki það. — Og eftir góðan hálf tíma fóru þeir svo að kveðja. — — Og svo dettur mjer allt í einu í hug norsk smásaga sem jeg las fyrir laungu síðan: — þrír risar bjuggu saman í helli. Þegar þeir höfðu verið saman í 7 ár, sagði einn þeirra: »Jeg heyrði kú baula*. Eftir 7 ár sagði ann- ar þeirra: »Það gat alveg eins verið tarfur eins og kýr«. — Og 7 árum seinna sagði sá þriðji : »Ef þið verðið að þessu hávaða rif- rildi, þá vil ieg ekki vera hjer lengur.« — — En hvað á nú þetta skylt við framtíðina okkar þráðlausu? — Eiginlega ekkert annað en það að hugsunin er þráðlaus. — — Já oft skeður slíkt á sæ, kvað selur. Frh. Stormurinn. Hann fetar svo stórum, hann fer svo hart yfir fjöll, yfir dal, yfir grundir og ása; hann ösk«'ar svo hátt, að það heyrist vart, þótt Heimdallur snjallt mundi’ í Gjallarhorn blása; hann fárramur brýst fram sinn berserksgang með beljandi jötunrödd hása. Hann megnar ei fjöllin að færa úr stað, þau fast standa gömlum á segulsteins rótum; en mölin og fisið — hann fæst við það, hann feykir því hátt upp að skýanna fótuim; hann rymur og másar í losa-móð og ræðst svo að Ægis snótum. Sá koss, hann er fastur, er kyssir hann þær, og köld eru faðmlögin, eingin fæst hlýja; með andfælum rís upp hver Ránar mær og reigir sinn mjallhvíta fald upp til skýja; þær róta upp hafsbotni, hamrana slá og hver undan annari flýja. Að horfa’ á þann leik, er þeir hefja nú hann hamrami Norðri’ og hann svipmikli Ægir! Ó, máður! hve örmagna ert ei þú við það afi, sem þá skapar, þeim stýrir, þá lægir! hve aflvatia hnígur alt þitt dramb, ef ögn sá kraftur jijer bægir! Ben. Þ. Gröndal. Á undan tímanum —o — Það er orðinn siður í Ameríku og á Eing- landi, að tfmarit eru gefin út á undan tíman- um, þannig að t. d. eintak, sem er nefnt á titilblaðinu ágústnúmer, er prentað seint í júlí- mánuði o. s. frv. Þetta veldur stundumýms- um villum í frjettum, ef ritin reyna að segja þær fyrirfram; en aldrei höfum vjer sjeð jafn-hlægilega vitleysu af þeim rótum runna, eins og ritgerð í júlínúmeri enska tímaritsins »The Lady’s Realm«, sem lýsir nákvæmlega öllu, sem fram fór við krýningu Edwards VII. í Westminster Abbey. Tímarit þetta er, eins og flest önnur tím- arit, gefið út nokkru fyrir tímann, og júlinúm- erið var fuilgert og sent út til bóksölumanna 25. Júní, til þess það væri alstaðar til sölu fyrsta júli. Þess vegna vissu útgefendurnir ekki, þegar það var prentað, að ekkert mundi verða af krýningunni, Þeim hefur þótt 'það óhæfa, að láta frjettirnar um krýninguna bíða 1 þángað til ágústnúmerið yrði prentað, ]>ví það hefði þá orðið of-lángt á eftir tímanum, en hitt var töluverður frami, að vera fyrstur allra til að lýsa hinni dýrlegu athöfn. Þess vegna I flytur júlínúmer tímaritsins skemtilega ritgerð, j eftir hefðarmey [A. Peer’s Daughter], sem lýs- | ir öllu ýtarlega, sem hún sá í kirkjunni krýn- | ingardaginn, hversu tigulega konúngurinn kom fram, hversu viðfeldin drottningin var og skraut- legir allir höfðingjarnir. Lýsingin er svo ljóm- andi fögur, að lesandinn hlýtur ósjálfrátt að vorkenna höfundinum, útgefendum »Lady’s Realm«, kongi og drottningu og öllum höfð- ingjunum, að allt skyldi farast fyrir, svo ekk- ert af öllu þessu átti sjer stað. En hefðarmærin lætur ekki staðar numið við krýninguna. Húr, segir frá því, er hún fór á leikhús um kveldið og sá þar og heyrði hina frægustu söngmæringa heimsins. Svo fer hún að krítisera, Henni líkar ekki í alla staði framkoma söngflokksins og segir að lista- reglum hafi verið í ýmsu misboðið: »Jean er ekki annar eins snillingur og hann áður var, og þó Melba máske sje eins yndisleg og áð- ur, þá hefur henni vissulega ekki farið fram«. Sannleikur er, að söngflokkurinn ljet hvorki sjá sig nje heyra það kveld, og leikhúsinu var lokað, en öll Lundúnaborg var eins og utan- við sig út af vonbrigðunum, er ekkert varð af krýningunni, en konúngurinn sjálfur hættulega veikur. Þessi frásaga er tekin ettir íslenzka Banda- ríkjatímaritinu Vínland. ockS) -~e)-rs>sQfr- Samgaungumál. Nefnd var kosin á þingi í sumar til að íhuga samnínga landsins um gufuskipaferðir milli landa og umhverfis land. Nýir samníng- ar eiga að gerast á næsta þingi og skoraði þingið í sumar á stjórnina, að undirbúa það mál sem rækilegast og útvega ákveðin til- boð um gufuskipaferðirnar. Sameinaða gufuskipafjelaginu þykir ferðirnar ekki hafa borgað sig vel síðustu 5 árin. Nefndin vill ekki hækka tillagið, en þar á móti gera nokkrar breytingar á ferðunúm frá því, sem nú er, sem mundu gera þæhkostnaðar- minni. Hún gerir ráð fyrir, að í 2. millilanda- ferð fari skipið aðeins einu sinni kring um P land, komi upp til Reykjavíkur og fan þaðan austur um land og í kring. í 10, ferð gerir nefndin einnig ráð fyrir, að skipið fari aðeiris einu sinni í kring, frá Reykjavík vesturUm og út frá Beiufirði. Þær breytingar á strandferðunum talar nefndin um, að hvor báturinn fyrir sig fari alla leið í kring og viðkomustöðum í hverri ferð verði fækkað, til að flýta ferðunum. Gerir svo ráð fyrir að annarhvor bátanna geti farið 1 eða 2 ferðir til útlanda á miðju sumri. Nefndin telur mjög þýðingarmikið að milli- landaskipið komi við í 1. ferð hingað til lands á Seyðisfirði til að taka hjer sjómenn, sem leita vildu sjer þá atvinnu fyrir sunnan og vestan. Fjeh vildi hæklca farmgjöld um 25 °/0 á þeim vörum, sem fluttar eru yfir í strandbát- ana úr skipunum, sem milli landa fara. Að þessu vildi nefndin ekki gánga, en segir sann- gjarnt, að fjél. leggi í hvert sinn þann kostn- að á vörurnar, sem á fellur við umskipunina. Afeingissölu á strandbátunum á höfnum inni vildi nefndin láta banna. Rekneta>'eiðar. Skip St. Th. Jónssonar kauprp., Loch Fyne, skipstjóri Jakobsen frá Stavángri, hefur stund- að reknetaveiðar frá miðjum júlí í sumar, Síldin kom, móti venju, lítið upp undir land í júlímánuði. svo að þann tíma fjekkst svo sem ekkert. Snemma í ágúst hjelt skipið beint út frá Seyðisfirði, 40 enskar mílur til hafs, og íjekk á fjórum dögum 180 tunnur. Um 50 tn. af þessari síld voru seldar til beitu hjer í firðinum, á 28 kr. tn, og þó það væri nokkuð hátt verð, þá kom öllum sjómönnum það mjög vel, því fiskur var þá að koma, en allir beitu- lausir, og má óefað þakka þeirri síld það, að á Seyðisfirði er nú lcominn á iand miklu meiri fiskur en á nokkrum hinna fjarðanna hjer Austanlands. I næstu viku á eftir fjekk Loch Fyne 70 tn. af síld. En 14. seft. hætti skipið veiðum og kom þá inn með 226 tn. af síld. Alls hafði þá skipið feingið 626 tn., fyrir utan það, sem það sjálft hafði brúkað til beitu við fiskiveiðar, sem það allt af stundaði jafnhliða, er tíminn leyfði. Skipið var útbúið í Noregi í vetur til rek- netaveiða og kostar svona löguð útgerð nál. 5,000 kr., en aðgerð og breyting á skípinu, til þess að það yrði hæft til þessara veiða, 6,000 kr. Voru í sumar brúkuð 50 net í einu, og 700 faðma lángur kaðall, sem teingslaði netin öll saman, og eru jafnmargir kútar og netin og halda öllu þessu fljótandi. Tvær ferðirnar fór eigandinn, St. Th. Jóns- son, sjálfur með út, til þess að kynna sjer veiðarnar, og er það álit hans og margra ann- ara, að veiðiaðferð þessi eigi hjer mikla tramtíð. Þorskvelðar á bilskin- Slater, eign St. Th. Jónssonar og Páls Arna- sonar útvegsbónda, hefur fiskað alls í sumar 420 skp. af saltfski og fór skipið með mikinn hluta af þeim afla til Færeyja og átti í fjelagi við færeysk skip að senda hann til Grimsby eða Hollands. /

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.