Bjarki


Bjarki - 10.10.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 10.10.1902, Blaðsíða 2
2 B J A R K I . hendi leyst, að fáir munu hafa mikið út á það að setja. Einungis hefur einstöku ófullkom- leiki orðið á registrum sagnanna. Það þykir og sumum lakara að þar sem um tvenn hand- j rit hefur verið að velja, hefur það styttra verið prentað, en lítið mun hafa vantað af efninu | fyrir það. Annað er það, að sú sagan, sem verðskuld- j aði mestu viðhöfnina, hefur feingið hana minnsta; það er »Landnáma«. Er gallinn mesti á útgáfu hennar að eigi skuli fylgja henni registur nema yfir landnámsmennina. , Það er stór galli, en vel mætti prenta það sjerstakt. Fóstbræðrasaga og ýmsar fleiri eru aftur í fullkomnustu og bestu mynd. Það má nú með sanni segja, að allar hinar eldri og leingri sögur eru útkomnar, en það eru þó eftir sögur af Islendingurn frá sögu- öldinni enn óprentaðar, sem aldrei hafa verið kallaðar þættir; að sönnu munu þær ómerk- ari en flestar hinna, en þær eru og hafa verið góð alþýðuskemmtun. Þar til má telja Króka- Refs sögu. Hana eigna sumir menn Arn- grími lærða. Armanns sögu hafa menn einnig nefnt höfund að. Atla saga Otryggssonar er henni skyld. Báðar þessar sögur eru nauða- líkar Báiðarsögu og nokkurs virði í þjóðtrúar- legu tilliti, þótt eigi væri annað. Sagan af Ormi Stórólfssyni er einnig ýkt og þjóðsöguleg, þótt hún sje eldri. Hellismannasögu l^ifa ýmsir eignað Gísla Konráðssyni, en hún styðst við Landnámu og felast líklega í henni munn- mæli, er nokkurs eru verð. Hranasaga Hrings mun vera ein sú ómerkasta. Skáld-Helga saga ætti að koma út aftur í þessu safni, hvort sem hún er gömul eða skrásett eftir rímunum. Söguþátturinn af Halta-Þóri er líklega leyfar af leingri sögu, Allar þessar sögur binda sig meira eða minna við sanna sögustaði, örnefni. Þá er Kuflungs-þátturi'nn, eða sagan af Þorsteini á Stokkseyri, af mönn- um snemma á tíð, þótt ómerk sje, en hvergi mun hún áður vera prentuð. Slisa-Hrafns- þáttur (Víga Hr.) er og óprentað handrit, Báðir ir þessir þættir eru í Bókmenntafjel.-safninu. Þóris þáttur hasta og Bárðar birtu og Þjóst- úls hamrama eru ómerkilegir. Hinir merkari þættir eru flestir fylgisögur Noregskonúngasagna eða innrimaðir í þær og fljettaðir, en þeir eru með öllum rjetti íslend- ingasögur fyrir það, og gaman að hafa þá með í safninu. Þeir eru margir ljómandi fallegar og merkilegar sögur. Margir sögu- vinir óska þess, að þeir yrðu hver um sig gefinn út sem sjerstæð saga, svo þeir gætu látið binda þá með þeim sögum, er segja frá sömu ætt o. s. frv. Snmir þættir eru og skyldir innbyrðis sín á milli. Þannig eru flestir austfirskir fornþættir af einni eða tveimur ættum og mættu fylgja hver öðrum. Þessir þættir eru sundurlaus sagnabálkur af Þryml- ingum (afkomendum Ketils Þryms eldra og venslamönnum þeirra og Freysgoðum). Sagan af Þorsteini Uxafæti, þáttur af Þorsteini Stángarhöggi og Víga-Bjarna. 01kofraþáttur: af Skeggbrodda syni Bjarna. Brandkrossaþáttur er inngángur Droplaugarsonu sögu og Helga Asbjarnarsonar— Gunnars þáttur og Þíðranda— og þættir af Síðu-Hallssonum (í Nor. kon. s. af Þorsteini, Agli og Þiðranda) ásamt Droplaugar- sona sögu minni eru af þrímenoingum og þriðja ; liðnum frá Katli Þrym. Saga Gunnars Kjeldu- gnípsfífls er sjer. Þættir af Gull-Asu-Þórði og Þorsteini austfirska eru í Noregs kon.s. (pr. sjerstakir Hka). Þáttur af Geirmundi Heljarskinni hefur fylgt Sturlúngu, en heyrir til eldri sögunum — i þættir af Ögmundi Dytt og Þorvaldi Tasalda i eru af frændum Víga-Glúms — af Þorvaldi viðförla og Hrómundi halta eru sögur samhliða Vatnsdælu o. fl. —7 Af Þorleifi j jarlaskáldi Svarfdælu — Oddi Ófeigssyni Banda- mannasögu—Þórarni Nefjúlfssyni Ljósvetninga- sögu — Þættir af Hrafni Ilrútfirðingi — Hreiðari heimska, Sneglu - Halla, Þorgrími Hallasyni, Auðunni vestfirska, Stúfi blinda, Þorvarði Krákunefi — koma lítt við aðrar Islendingasögur, en bæta þó nokkuð úr vönt- un sagna í þeim hjeruðum, er þeir menn voru úr, og eru mjög snotrar sögur,—Svaða þáttur, þáttur af Þórhalli á Knappsstöðum og Þórhildi Vaðla-ekkju eru sögur skyldar Kristnisögu — Kjartansþáttur Olafssonar segir reyndar sama efni og Laxdæla — Halldórs þáttur Snorra- sonar kemur fyrir í fáum kapitulum í Haraldar- sögu og svo aftan við Ólafs sögu Tryggvasonar; væri hann mjög skemmtilegar í einni heild. Gísls þáttur Illugasonar er allur í einu lagi í Nor. kon. s. Íngólfs þáttur Arnarsonar er í öðrum sögum — Þorsteins Tjaldstæðings er í Landnámu nokkurn veginn (?). ÞættirafÞorsteini Skjelk, Kumlbúa og Bergbúa styðjast lítt við leingri sögur, nema ef vera skyldi Bergbúa þáttur við Hallmundarþáttinn í Grettlu. í sögu Ólafs Haraldssonar helga eru innfljettaðir þættir af Steini Skaftasyni og Þóroddi Snorra- syni. Mun nú flest til tínt, er almennt þekkist, en auk þessa eru þó söguleyfar ýmsar frá sömu tíð, og mundi flestum vel þykja, ef þetta yrði gefið út, enda væri full þörf á því, því bið mun verða á, að aftur verði geingið eins vel og rækilega að þessu verki. Sem dæmi um leifar af gömlum sögum má nefna brot úr Jökuldælu, prentað í Safni til sögu Islands, þátt Gríms Skeljúngsbana, þátt Illuga Tagldarbana, og þátt Vestfjarða-Gríms, sem eru verulegar þjóðsögur. Ef þetta allt og það, sem hjer hefur gleymst að telja af sama tægi, og Sturlunga og biskupa- sögur ásamt Kristnisögu á eftir reka lestina, þá má segja, að allar hinar svo nefndu ís- lendingasögur sjeu út komnar, og þá munu margir kunna kostnaðarmanni mikla þökk fyrir. Enn meiri þökk en enn er orðið. Þótt kostn- aðurinn verði meiri, verður verkið full- komnara og meiri þakka vert. Nú mun þykja nóg komið af þessu. Það, sem hjer sagt, er ritað af þeim ástæð- um, að margir hafa óskað þess, að allar ísl. sögur frá fornu tíðinni yrðu gefnar nú út og kviðið fyrir að hætt yrði áður, Orðið Isl. sögur hefur auðvitað rýmri og þreingri merkingu. Hjer er gerð grein fyrir því, hvers söguvinir munu óska í þessu falli, en eigi það, að neinn efist um, að þeir menn, sem við þetta munu fást, muni því fullkunnugir áður, þótt mikils misti fyrirtækið við fráfall Valdemars heitins Ásmundssonar. Sigfús Sigfússon, Kvðld. Hún gægjast á beðinn minn blíðlega vann, hin blessaða kvöldsól, jeg yl hennar fann; hún gylti og prýddi með geislunum sín svo góðlega fátækleg búsgögnin mín. En brátt var hún sígin. Þá breyttist allt skjótt, það breyttist í skuggsýna, grafkyrra nótt; og síðan er dapurt og draugalegt hjer, því dáinn er geislinn, er sendi hún mjer. Æ, hví ertu horfin, þú himnanna rós? Hví hylst uijer hið dýrðlega blásala-ljós? Ó, lífið er hverfult og lukkan er hjól, sem líður burt skjótt eins og hnígandi sól! Ben. Þ. Gröndal. Frá útlöndum bárust þau tíðindi með Hólum að sunnan, að tveir merkismenn væru látnir. Annar er E. Sola, skáldsagnameistarinn franski. Hann kom kvöld eitt seint heim úr leikhúsi ásamt konu sinni cg fóru þau strax að sofa. Morg- uninn eftir lágu þau bæði eins og örend í rúmunum; tókst samt að lífga konuna, en Sola ekki. Hann hafði kafnað í reyk, annaðhvort frá ofni eða gaspípu. Grunur kvað vera vak- inn um, að einhver hafi með vilja geingið svona frá eldfærunum um kvöldið meðan hjón- in voru ekki heima. Hinn maðurinn, sem látinn er, er Konrad Maurer, vísindamaðurinn þýski, sem flestir Is-, lendingar kannast við af nafni, höf, bókar- innar »Upphaf Allsherjarríkis á Islandi« og margra fleiri merkra rita um norræn fræði. ísflrsku málin. Halldór Bjarnason sýslumaður kom til ísa- fjarðar 11. f. m. til þess að ransaka kosninga- kærumálin. Auk þess er hann skipaður setu- dómari í einu af þeim níu málum sem Skúli Thoroddsen hefur höfðað gegn ábyrgðarmanni Vestra, en greinina, sem það mál var höfðað utaf, kvaðst Hannes Havstein hafa skrifað og vjek því úr dómarasæti. Þá á Halldór sýslu- maður einnig að dæma í máli því sem Sam- son kaupmaður Eyjólfsson hefur höfðað gegn Hannesi Havstein. Ransóknin í kosningakærumálunum var byrj- uð í Sljettuhreppi, og eru þær einar fregnir komnar af henni enn, að vitnin vilji ekki kann- ast við sumt, sem bókað hefur verið eftir þeim í prófunum, sem sýslumaður hjelt í sumar. Maðurinn, sem kæran gegn þingmönnum ís- firðinga einkum átti að styðjast við, kvað segja kærendurna, Sigurð factor Pálsson og Brynjólf hreppstjóra á Sljettu, segja ýmislegt ósatt af því sem þeir bera hann fyrir í kærunni. Verðlaun hefur Halldór bóndi Benediktsson á Klaustri í Fljótsdal feingið úr sjóði Kristjáns IX. fyrir framúrskarandi dugnað í jarðabótum. Verðlaunum úr Ræktunarsjóði Islands hefur í fyrsta sinn verið úthlutað nú í haust og

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.