Bjarki


Bjarki - 10.10.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 10.10.1902, Blaðsíða 3
B J A R K I. 3 feingu þau 32 bændur fyrir jarðabætur á næst- undanförnum 5 árum. Hæstu verðlaunin eru 200 kr. en lægstu 50 kr. Þrír bændur hafa hlotið hæstu verðlaunin og er Vilhjálmur Hjálm- arsson einn þeirra. Einn bóndi annar hjer á Austfjörðum hefur og feingið verðlaun, Gunnar Jónsson í Holti í Mjóafirði, 100 kr. Alls var úthlutað til verðlauna 3425 kr. Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður Skaftfellinga hefur feingið hjá Vilhjálmi Þýskalandskeisara rauðu arnarorðuna af 3. flokki. Síld. A Eyjafirði er alltaf nokkur síldarafli. 24. f. m. köstuðu bræðurnir F. og M. Kristjáns- son í fjelagi við 2 Norðmenn afarlángri nóta- trossu utanvið Svalbarðseyrina. I nótinni var mikil síld og 1 hvalur. En hann forðaði sjer og reif nótina, svo nokkuð af síldinni tapaðist. Wathnesútgerðin kastaði um sama leiti í fje- lagi við 2 Nörðmenn og mun hafa feingið um 1000 tn. og 2 útgerðir frá gufuskipinu Alf álíka mikið. Um síðastliðin mánaðamót fór síldarútgerð Túliniusar af Reyðarfirði norður til Eyjafjarð- ar með Mjölni, 14 manns. Tvo hvali rak í Vestmannaeyjum nýlega: höfðu hvala- veiðamenn stjórað þá niður á víkinni fyrir sunnan Ystaklett, en þá sleit upp í austan- veðri. Voru þeir seldir við opinbert uppboð og fór spik- og reingisvættin á 70 au ogupp í 1 kr. Póstafgreiðslumaður á Vopnafirði er Jón Jónsson alþm. skipaður af landshöfðingja í stað Olafs Davíðssonar. Embœtti. Sr. Ólafur Olafsson frá Arnarbæli hefur feingið lausn frá prestsskap með fullum eftir- launum og er nú tekinn við ritstjórn Fjallkon- unnar. Oddi Jónssyni settum lækni í Reykhólahjer- aði er veitt það frá 1. f. m. Magnúsi Ásgeirssyni lækni í Dýrafirði veitt Flateyarhjerað, en Andrjesi Fjeldsted cand. med. Dýrafjarðarhjerað. Barð í Fljótum er veitt sr. Jónmundi Hall- dórssyni aðstoðarpresti í Ólafsvík. Jaðar strandaður. , Hann er leiguskip Wathnesfjelagsins, kom hingað frá Eyjafirði nú í vikunni og hjelt áleið- is til útlanda hlaðinn af síld og fiski. í fyrra kvöld lenti hann í þoku upp á Víkursker í Fáskrúðsfirði og brotnaði strax stórt gat á hann og framlestin fylltist af sjó. Með afturbirtu í gærmorgun var sendur mað- ur hingað til að skýra frá strandinu og kom hann hingað í morgun snemma. Hann veit ekki nákvæmlega, hve mikið skipið er brotið, en segir að talin hafi verið hætta á, að þegar út fjelli brotnaði það meir og mundi ef til vill sökkva. En rjett við skerið er 20 faðma dýpi. I skipinu átti Wathnesfjel. 500 tn. af síld og 200 skp. af fiski, St. Th. Jónsson kaup- maður 60 skp. af fiski, Stefán Steinholt kaupm. 10 skp. af fiski, en annan farm áttu ýmsír á Eyjafirði. Allt var þetta vátyggt. Tíðin er stöðugt hin besta og muna menn vart jafn stöðug og lángvinn góðviðri um þetta leyti árs. Afli er fremur lítill. Trollari var þrjá daga í byrjun þessarar viku að sveima inni á Loðmundarfirði og þar utifyrir með vörpu í eftirdrægi uppundir landsteinum. Nafn eða númer á skipinu sást ekki. En maður, sem kom úr fiskiróðri, náði ljóskeri af uppihaldi, sem skipsmenn höfðu sett niður úti í flóanum, og stendur á ljóskerinu: Venus, Hull. Sútunarhúslð hjer á Seyðisfirði hefur verið bætt mikið nú í sumar, veggirnir múraðir, tvö loft lögð í húsið og hitaleiðsla um það allt. Ennfremur bygður hjallur við hliðina á því til þess að þurka í skinn. Segir eigandinn að það standi nú að öllum útbúnaði jafnfætis bestu sútunar- húsum erlendis. Telur hann húsin með öll- um útbúnaði 7000 kr. virði. 4 menn vinna þar nú sem stendur. Ættu söðlasmiðir og skósmiðir út um landið að skifta sem mest við þetta innlenda sútunarhús. Þllsklp Sig Johansens kaupmans tvö, sem hann hefur haldið út hjeðan í sumar, hafa aflað illa, Ruth 240 skp. saltfisk, Esther 225 skp. Esther er nú seld Þorsteini skipstjóra Þor- steinssyni í Rvík; kom hann hingað í haust og sigldi henni suður. -Ruth er enn óseld. Fjártaka hefur verið hjer óvanalega mikil í haust, en fremur er fje rírt, einkum mörlítið. Pöntunarskipið »Fridthjof« fór út hjeðan nú um miðja vikuna með rúm 2200 fjár, 850 tók það á Kópaskeri, en hitt hjer. Jóhansen kaup- maður hefir keyft margt fje á fæti í Hjeraði og var sumt af því sent út með »Fridthjof« en hinu slátrað. »Fridthjof« hafði farið eina ferð áður í haust með 2300 fjár út frá Nordurlandi, og gekk sú ferð vel, aðeins ein kind hafði drep- ist á leiðinni. Síra Matthías kvað nýlega, þegar hann var að lesa í ljóða- bók Guðmundar Friðjónssonar: Hvín af ergi arnsúgur óðs af bergi magnaður; þjóðarkergju þrúðvaldur, þú ert dvergur, Guðmundur. C. Schiödt kaupm. af Eskifirði fór nú með Hólum alfarinn til Akureyrar. Finnur Jónsson prófessor ritar í Austra 13. f. m. lánga grein til varnar fals- skýrslum Þjóðólfs og Austra frá stúdentafundinum í Khöfn 30. nóv. f. á. og síðar flytur Austri yfirlýsing frá nokkrum stúdentum í sömu áttina. Dr. Valtýr hefur mótmælt þessum skýrslum bæði í Bjarka og Austra og skýrt frá rángfærslunum og útúrsnúning- unum, sem þar er farið með, viðvíkjandi öllu, sem eftir honum hefur verið haft af þeim fundi, bæði í Þjóðólfi og Austra. Dr. Valtýr hjelt þar fram miðlunarfrumvarpinu frá '89, en mótmælti harðlega því fyrirkomulagi, sem Scavenius hafði stúngið upp á í dönsku blaði, að ráðgjafi okkar skyldi vera búsettur í Reykjavík, en standa undir sjerstöku eftirliti einhvers af dönsku ráðgjöfunum. Því fyrirkomulagi hjelt Finnur mjög fram á fundinum, og með honum tveir danskir menn, sem þar töluðu. Svona skýrir dr. Valtýr frá fundinum i mótmælum sínum móti fundarskýrslunni í Þjóðólfi og Austra, og Finnur skýrir alveg eins frá í grein sinni í Austra. En hann segir, að þetta fyrirkomulag, sem Scavenius stakk upp á, sje nákvæmlega hið sama og það, sem síðar var boðið með stj.frumvarpinu. Að öðru leyti greinir þá dr. Valtý ekki á. Finnur er enn að kara undirtylluráðgjafann sinn og er honum það auðvitað velkomið. Hann var einu sinni hættulegur, en er það ekki framar, og því er óþarft með öllu að vera að stæla um hann leingur. Kappsiglingin. Eftir Fredrik Kittelsen. Nú bar að höndum, eins og áður er sagt, nýja og stóra kappsiglingu, og í þetta skifti voru fleiri keppi- nautar en nokkuru sinni áður í fjölda mörg ár. En í þetta sinni beið Hallvarður eftir hinum stóra degi með ótta og skjálfandi af kvíða. Hann hafði nú eigi hina örfandi sigurgleði eins og hann var vanur; nei, í þetta skifti var hann, hreinskilnislega sagt, hræddur um ástmey sína. Hefði það nú bara verið ókunnur bátur, sem ætti að vinna yfir „Blendu"; en því miður, það var hin síðasta smíði nágranna hans og keppinautar, Sörens á Grænahöfða —! Skammt fyrir neðan Hallvarð bjó Sören á Græna- höfða. Hann var líka bátasmiður; en öll ár sín hafði hann unnið fyrir báta- og áraverksmiðju inni í höfuð- staðnum og það voru bara sjegtur og prammar, sem höfðu litið Ijós dagsins á stokkum hans. En svo skeði dálítið sem öllum kom óvart. Sören átti tvo fullorðna syni, sem í fyrstunni höfðu lært hjá föður sínum og síðan fullnumað sig hjá Collin Archer1 og í höfuðstaðnum. Svo komu þeir heim, þegar minnst varði, og síðan hjet það ekki lengur bátasmiður Sören á Grænahöfða, en S. Græni- höfði og Synir. Báta- og áraupplag. Það var eigi laust við það, að Hallvarður gæfi þessu nýja fjelagi heldur óblítt hornauga. „Græna- höfðasynina" skírði hann þá strax, og ekki bætti það úr fyrir honum daginn þann, er þessir keppinautar hans fengju pöntun frá Larsen stórkaupmanni á stóru, nýmóðins skemmtiskipi, enn þá stærri en „Blenda". Og þegar fór að líða á smíðina, stóð Hallvarður oft steinhissa og varð þess brátt vísari, að það var eitthvað annað að smiða skemmtiskip núna, en þegar „Blenda" var smíðuð. Skemmtiskip þetta var með nýa, útlenda laginu, og það var smíðað eftir stórum uppdráttum, sem komu beint frá Lundúnum. Hallvarður hafði aldrei á æfi sinni brúkað uppdrætti, og hann hristi höfuðið og þagði, því hjer var hann ekki með. Smíði S. Grænahöfða & Sona varð líka framúrskar- andi skemmtiskip, og það skar Hallvarð sárt í hjarta að heyra „Elliða" hælt meir en öllum öðrum. „Blenda" hafði algjörlega misst tignarstöðu sínaog „Elliði" stórkaupmannsins hafði tekið við veldissprota hennar. 1) Víðfrægur skipasmiður norskur-af skotskri ætt minnir mig- hefur smíðað margar björgunarskútur, „Fram", skip Nansens. o, m. fl.-Þýð.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.