Bjarki


Bjarki - 19.10.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 19.10.1902, Blaðsíða 2
andi, á að fá ný viðfángsefni. Á það þing verður kosið til sex ára, og á því tímabili hljóta að koma uþþ nýir flokkar í landinu, sem fylkja sjer um nýar stefnuskrár. Stefnuskrá framsóknarflokksins þykir sumum of ó- ákveðin í ýmsum atriðum. En eins og á stendur nú geta menn ekki vænst eftir henni fullkominni og á- kveðinni í öllum greinum. Til þess eru ýms af rnál- unum of lítt undírbúin enn sem komið er. Sum at- riðin sem fram eru tekin í stefnuskránni eiga því að- eins að sýna, að þau mál sem þar eru nefnd þurfi að takast til gagngerðrar íhugunar, þar þurfi breyt- inga og ,umbóta við. Aftur eru önnur ákvæði í stefnuskránni fullskýr og ákveðin. Þíngflokkaskifting, sem ekki byggist á öðru en persónulegri óvild eða velvild til einstakra manna, er hneixlanleg. Og svona var henni varið á þinginu í sumar. En þjóðin má ekki styðja að því með næstu kosningum að slíkt ástand haldist við framvegis. t Sigurður Jónsson í Firði. Bjarki gat fyrir skömmu um lát merkis- mannsins Sigurðar Jónsscnar í Firði, sem and- aðist 19. f. m. Hjer skal stuttlega getið helstu æfiatriða hans. Sigurður Jónsson var fæddur í Firði 17. janúar 1824. Foreldrar hans voru Jón Ög- mundsson og Katrín Sveinsdóttir, merkishjón í bændaröð; áttu þau fjölda barna, og voru þessi nafnkendust: Sveinn á Kirkjubóli, gáfu- maður og skáld, afi Þorsteins kaupmanns Jóns- sonar í Bakkagerði og Sveins Ólafssonar í Firði í Mjóafirði og þeirra systkina; Sesselja, móðir Jóns Þorleifssonar á Úlfsstöðum, Jón, faðir Sigurðar hreppstjóra á Þórarinsstöðum og þeirra systkina og Katrín, ekkja á Dverga- steini, nýkomin á níræðisaldur, er ein lifir nú af þeirh börnum. Sigurður ólst upp í Firði hjá foreldrum sín- um. Var hann kominn um tvítugt, er faðir hans ljest. Gerðist hann þá fyrirvinna hjá móður sinni , og var það nokkur ár, uns hann kvæntist 1849 og fór að búa sjálfur. Kona hans var Jóhanna Einarsdóttir frá Austdal Há- konarsonar. Þau hjón eignuðust 6 börn. Lifa 4 þeirra: Jón, húsmaður í Firði, Magnús og Jóhann, verslunarmenn á Seyðisfirði,allir kvæntir, og Ólavía, kona Stefáns kaupmanns Jónsson- ar á Seyðisfirði. Konu sína missti Sigurður árið 1866. Eft- ir það bjó hann 10 ár með ráðskonum, þang- að til hann 1876 kvæntist seinni konu sinni, Gunnhildi Árnadóttir úr Norðfirði. Af börn- um þeirra 4 lifir að eins 1, Guðrún Erlín, ógift. Sigurður heitinn lifði allan aldur sinn í Firði og bjó þar yfir 50 ár. Hafði hann jafnan all- góð efni. Bar til þess það, að hann var mað- ur sjerlega starfsamur og reglusamur, nýtinn og sparsamur. Veitti hann þó talsvert mikið gestum og gangandi. Um það leyti sem hann reisti búskap, byrjaði verslun á Seyðisfirði og myndaðist þá þegar mikil aðsókn þangað. Leitaði því fjöldi manna til Sigurðar, bæði áð- __^_^________BJARKI.__________________ ur en veitingahús komst á fót og laungu eftir það, og þáðu hjá honum næturgistingu og annan greiða, ókeypis alla tíð. Sigurður Jónsson var mjög vandaður og góður maður, greiðvikinn og hjálpsamur, gæt- inn, stiltur og orðvar og þó skemmtinn í tali. Menntun hafði hann litla eða einga feingið nema þá sem hann hefði aflað sjer sjálfur. Var þó vel fróður um margt. Hann hafði bestu náttúrugreind og minni í besta lagi. Hreppstjóri var hann um allmörg ár í Seyð- isfirði, og leysti hann starfa þann vel af hendi og samviskusamlega, eins og öll önnur störf. Alblindur var hann 8 seinustu árin. Hafði þó að öðru leyti góða heilsu leingst af. Og gegndi stöðugt ýmsum verkum, þó blindur væri. Andlát Sigurðar bar skjótt að. Hann var lasinn nokkra seinustu dagana og ljest í svefni. Sigurðar mun leingi minnst sem merkis- bónda og sæmdarmanns í hvívetna. B. Þ. Ferðabrjef Eftir Helga Valtyson. IV. Milli Shetlands og Noregs 31.-8. '02. Fórum frámhjá Shetlandi kl. 12 í nótt. Inndælis veður, hlýr sunnanvindur og há- hyrningavöður eins lángt og augað eygir. Það er sunnudagur í dag. Jeg stend í stafni og stari mót austri, þángað sem Noregur hvílir að bárubaki. í kvöld stíga fjallrisarað- irnar úr hafi. Þá slær hjartað heitt í brjósti mjer, því þar sje jeg land það, sem var mjer önnur móðir. Þess vegna ann jeg Noregi — en elska ísland. — — Já, jeg man það svo glöggt, eins og það hefði verið í gær. Nótt var það, þögul og alvarleg. Jeg stóð á vegamótum lífsins og átti að velja. Öðru megin stóð Noregur, ljós og fagur, með opna arma og faðminn fullan af sól og sumri. Og jeg sá og heyrði, að þar lá mjer lífsins vegur æskufagur. En hinu meginn var ísland, nakið og bert, fátækt, en þó svo kært, af því að það var mitt eigið ættarland, og þar voru allar h'fsrætur mínar spunnar. Jeg man að stríð það var þúngt og sárt. Jeg barðist og bað um að sleppa við að velja, en það varð. Og jeg valdi mitt eigið land og blessun guðs með því. — En svo hlær heimurinn, þessi stóri »kraft-idiót«, hlær, svo það grillir í ormsmognar eiturtennurnar, og segir: Hann er vitlaus, blind-ösku-sjóðandi vitlaus! Hann heldur, að vjer sjáum ekki, til hvers hann kemur. Heim að kjötpottum ættjarð- arinnar! Hó, hó! Hjer er svo sem auðvitað um atvinnuspursmál að ræða. Hjer er flotið feitt og sauðasíðurnar þriggja fingra þykkar. Já, það er nú matur. Blessaður matur. Og fyrir matinn Iifum vjer! Því »matur« er heróp heimsins. Það er svo sem ekki ólíklegt, að hann lángi í allt þetta sæl- gæti: en við skulum sjá svo um, að hann njóti matarins ekki of vel. Við skulum segja að hann sje allra versti bófi, vitlaus, skömmóttur óþokki, gott ef ekki þjófur. Þetta getur svo sem vel verið, því við þekkjum hann alls ekk- ert, og þá er það mjög líklegt, að allt þetta sje satt, geti að minnsta kosti verið það, og það er líka nóg. — — Hefurðu siglt yfir hafið í stormi f Hefurðu heyrt máfanna hásu hljóð? Hefurðu heyrt fár- tryllt hafsins ljóð ? Hefurðu bragðað brotsjáfar skvett ? Hefurðu heyrt storminn hleypa á sprett og hvína þjer inn í eyru í myrkri ?------- Heill sje þjer, voðaveltandi, veraldar brim- hvíta, fosstryllta haf. Þú hlærð á móti mjer heljar-vilt með hásum kuldaglottshlátri. Þú átt einga blíðu, en hörku og háð, — einga þrá eftir Iífi og landi —og einginn drauma frið nam fá — á þínu djúpi ómælandi. Þú ert eins og heiðingi, hæðandi guð, eins og draugur, sem ógnar að himni. Bylgjurnar velta eins og svartir ormar, eins og kengbognir djöflahryggir. Ekkert í heim- inum veit jeg eins tryllt, svo ofsa-óvinnandi djöfulstryllt eins og grátþrúngnar bylgjurnar þínar. — Sunndagskvöld kl. 7. Bláleitur hnúkur úr hafi stígur. Og eins og skjálfandi fögnuður flýgur mjer í hug: »Norge, Norge! Blaanende op af det graagrönne hav!« Og: »Norge, Norge! Blidt eller haardt, Du er vort, du er vort, Du er fremtidens land!« Þvílíkur þjóðsöngur! Maður heyrir hjarta Björnsons gamla slá blóðríkt og heitt í hinum breiða barmi hans — í gegnum þessi sterku orð. Það gerir svo gott í hjarta að heyra þessháttar. — Og nú er mánudagur og sólskin í Staf- ángri 1.—9. '02. Kappsiglingiru Eftir Fredrik Kittelsen. Frh. Dómaraskipið lá í fjarðarmynninu og siglingar- svæðið var þríhyrnt í kringum fastvarpaða merki-báta, þannig að fyrsta hlið þríhyrningsins var hjerumbil beint á móti vindinum, önnur undan og hin þriðja í hlið- vindi. Hlaupið var stórkostlegt, og þúsundir augna hjengu í ákefð við hina fögru báta sem brunuðu áfram með háu reiðana næstum niðri í sjó. Margír brúkuðu meir að segja toppsegl. Fyrstvar „Elliði," svo „Hel- fríður," og „Blenda" var sú þriðja í röðinni. Úti á hafinu var ákaflegur stór-sjór, og margir urðu að rifa til þess að komast af. „Blenda" var einmitt eins og smíðuð fyrir svona veður, og hún nálgaðist óðum hinar tvær. En al- menningsálitið var samt það, að „Elliði" mundi bera sigurinn úr býtum; en allir siglingamenn sáu strags, að „Blendu" stýrði vel æfð hönd, en á höfuðstaðar- bátnum voru líka menn, sem kunnu að snúa sjer. Þessar þrjár skútur, sem stríðið stóð nú loksins á milli, brunuðu þvert í gegnum ölduhryggina og keyrðu stefnið djúpt í sjóskaflana.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.