Bjarki


Bjarki - 19.10.1902, Side 4

Bjarki - 19.10.1902, Side 4
4 BJ AR Rl. sem kom hingað í dag. Verður þar selt: Skipið sjálft með því sem í því kann að vera þá, c, 150 skpd. af þurrum, verkuðum saltfiski, c. 450 skpd. af verkuðum fiski, sem hefur blotnað og fiski uppiir salti, allt að 1000 tn. af góðri sild, c. 40 - 50 ballar af ull, nokkuð af kjöti og skinnum, akkeri, kettingar, kaðlar o. fl. Gjaldfrestur til 31 des. þ. á. ÓheppHegr íHlagra er það, sem fram kvað hafa komið frá Eskifirðingum um breytingar á póstferðum hjer Austanlands : Að sunnan- landspósturinn fari frá Eskifirði inn Reyðarfjörð upp að Arnhólsstöðum í Skriðdal og þaðan suður. Ætlast þeir svo til, að aukapóstur gángi frá Arnhólsstöðum út í Egilsstaði, þegar sunnanpóstur kemur þángað á leið austur. Með þessu móti yrði póstsambandið slitið milli Seyðisfjarðar og Suðursýslnanna. Brjef hjeðan, sem sunnanpóstur ætti að flytja, yrðú að bíða eina póstferð á Egilsstöðum. Eins brjef Eskfirðinga, sem norðanpóstur ætti að taka, eina póstferð á Arnhólsstöðum, En við breytínguna væri alls ekkert unnið, svo sjáanlegt sje, hvorki fje sparað nje flýtt fyrir póstflutningi. Póststjórnin ætti því alls ekki áð taka tillögu þessa til greina. Skip. Kolaskip kom hingað í gær frá Skotlandi til Wathnes, Breifond. »Perwie«, eitt af skipum Thor E. Tuliniusar, keyft í vor, fór norðurhjá á föstudagsnótt til Eyjafjarðar; er væntanlegt híngað að norðan í dag. Haustvísur. Ljettum vængjum fuglinn fló fyrir nokkrum dögum ; nú er hauðrið hulið snjó, hlýðir vetrar lögum. Enginn fugl nú úti sjest, utan kruminn leiður; tíðast hann er viðrar verst vængi þenur gleiður. Kaldnr vetur kominn er, klaka reirist jörðin; alda há með ógnum fer inn á Breiðaförðirin. Benedikt P. Qröndal. J3 runa á byrgðarfjelagið }(ye danske BrandforSikringS Selskab“ Sformgads 2, Xöbenhaon Stofnað •<864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000) tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (Præmie) án þess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðar- skjöl (Police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer tíl umboðsmanns fjelagsins á Seyðisfirði Sf Ch. Jðnssonar. J Ö JS. Q Stúkan »Aldarhvöt no. 72« ‘ heldur fund í bindindishúsi Bindindisjjelags Seyðisfjarðar d hverjutn sunnu- degi. kl. 4 síðdegis, að undanteknum 2. sunnu- depj. í hverjum mánuði. Meðlimir mœti. Nýir meðlimir velkotnnir. Nýkomíð i bókaversltm L- S. Tómassonar Upp við fossa, saga eftir þörg. Gjallanda kr. . 1,50 Úr heimahögum eftir Guðm Friðjónsson ib. . 3,00 Útilegumannasögur ib.........................1,40 Eimreiðin VIII 3. hefti ........ 100 T fjermeö tilkynnist heiðruðum skiftavin- um mínum og öðrum, að skósmíðaverk- Á Ástæði mitt er nú flutt í hús það sem »Skotöjmágasínet« var í áðúr. Mun jeg ætíð gjöra mjer far um að leysa allt skósmíði sjerlega fijótt og vel af hendi og mjög ódýrt. Hermarm t»orsteinssof'!. RíTSTJÓRI: ÞORSTESNN GÍSLASON. Prentsm. Seyðisfj. taka á móti ull til tóskapar, og vinna þær eins fallega og ódýra dúka og nokkur önnur verksmiðja og eins fljótt. Sendið því ull yðar til umboðsmanna þeirra, I er hafa úrval af sýnishornum. Reykjavík: Herra bókhaldari Olafur Runólfsson, Stykkishólmi: - verslunarstjóri Armann Bjarnason. ísafirði: - kaupmaður Arni Sveinsson. Biönduósi: - verslunarmaður Ari Sæmundsson. Sauðárkrók: - _ O. P.. Blöndal. Oddeyri: - kaupmaður Asgeir Pjetursson —»— - verslunarmaður Jón Stefánsson. Húsavík: - Björn Bjarnarson. Norðfirði: - kaupmaður Gísli Hjálmarsson. Eskifirði: - skraddari J. Kr. Jónsson. Reyðarfirði: - verslunarstjóri Jón O. Finnbogason. Aðalumboðsmaður á Islandi er Slolj Johansen á Seyðisfirði. 6 og undirgefna eins og heima. Hann ætlaði að gánga á milli þeirra sem faðir með huggun og góð ráð. En draumurinn rættist ekki þcgar vestur kom. Þau höfðu yfir höfuð hugsað sjer allt búið þar undir komu þeirra og, bjuggust við að mæta forvitnum and- litum á nýa prestssetrir.u. En fyrst og fremst var prestssetrið ekkert til; í öðru lagi vissi einginn af ný- lendumönnum hvenær prestsins væri von. Menn urðu hissa þegar það spurðist út um byggðina, að nú hefðu þeir feingið prest. Því þeir höfðu ekki bú- ist við að það tækist, og satt að segja var það sýnódustjórnin fremur en söfnuðurinn sem ráðist hafði í þetta. Söfnuðurinn hafði reyndar lofað að byggja prestssetur, ef prestur feingist þángað, en hann hjelt að tíminn væri nægur til þess þegar prest- urinn kæmi, og svo höfðu eingisprestturnar verið þar þá um sumarið og gert hið mesta tjón, svo ekki var unnt að byggja prestssetrið að svo stöddu. Únga prestinum þótti aðkoman ekki sem best. Hann kom þángað á innflytjendavagni, sem uxar drógu, því járnbrautin náði ekki vestur þangað og hestar voru þar þá mjög sjaldgæfir. Hann leit yfir byggðina; þar var votient, landið kuldalegt, eyðilegt 7 og óræktað. Grasið lá í bylgum hálfvisið. Iijer og þar stóðu einstakir, lágir kofar. Úti í sjóndeildar- hringum tók við svartur og skuggalegur skógur. Sumstaðar glitti í -vatn á sljetiunni, smátjarnir eða mýrafen og lagði nú upp frá þeim gráa þoku, því liðið var að kveldi. Prestskouan lá veik undir sól- tjaldinu í vagninum. Hún hafði ekki þolað ferða- lagið og var of þreytt til þess að koma á flakk og litast um. „Komumsí við ekki bróðum einhverstaðar inn í hús, Kristinn", kallaði hún með veikum mál- róm til manns síiis út úr vagninum. „Þið verðið að sjá mjer fyrir húsi, góðu menn!" sagði presturinn við nokkra af safnaðarfjelögunum, sem af hendingu höfðu rekist þángað þegar vagninn kom. Þeir klóruðu sjer bakvið eyrað, geingu svo til hliðar og hvísluðust á. „Þaö er best að þjer akið íil pósthússins núna fyrst; þjer fáið sjálfsagt að vera þar í nótt," sögðu þeir þegar þeir komu aftur og ráða- bruggið var á enda. „Við skulum fylgja yður." Þeir námu svo staðar við hvítt hús lítið, sem byggt var éins og Amerískar sölubúðir, með stóru auglýsinga- spjaldi, sem náði nær því yfir alla framhliðina. Á spjaldinu stóð: M. R. Wilkens. Vörubúð og póst- 8 stofa. Kveljandi svælu af skemmdum fiski og rotnuðu káli lagöi út um dyrnar. Póststofan var lítill afþilj- aður kimi í éinu búðarhorninu. Tvö 'veitingahús og þrjú önnur smáhús stóðu skammt frá þessari höfuð- byggingu; það var bærinn, sem talað var um í köll- unarbrjefi prestsins. Eftir lánga ráðagerð milli húseiganda og' bænd- anna var ákveðið að presturinn feingi að búa þarna fyrst um sinn. Á meðan hafði hann setið úti á vagn- trjónunni, en prestkonan legið skjálfandi í vagninum. Mr. Wilkens kom út, lángur og magur Ameríkumað- ur með geitarskegg. Hann heilsaði prestinum kurteis- lega og talaði margt, sem prestur ekki skildi. Svo kallaði hann á búðarpilt sinn og þeir fóru að bera flutning prests inn úr vagninum. Þeim presti ög prestskonu var loks vísað til herbergis í óvistlegu, köldu herbergi, með þrem stólum og einum sófa, sem taka mátti upp og jafnframt átti að notast sem rúm. Stúlka var eingin í húsinu sem gæti hjálpað þeim til að búa um sig; þau gátu ekki snúið sjer til annara en búðardreingsins og hann skildu þau ekki. Upp til þeirra lagði sýldarfýlu úr búðinni- Og eing- in huggun var að líta út um gluggann, landið var

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.