Bjarki


Bjarki - 24.10.1902, Qupperneq 1

Bjarki - 24.10.1902, Qupperneq 1
BJARKI Vll/40, Eitt biað a víku. Verð árg. j fcr. borgist fyrir i. júlí, (eriendis 4 kr borgist fyrirframi. Seyðisfirði, 24. okt. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldiaus við blaðið. 1902. Jesús og skoðanir mítímans Eftir Dr. Stöpford A. Brooke. — Niðurl. Hjer er ekki gert ráð fyrir nokkru yfirnátt- firlegu, nje nokkurri meiri framþróun en þeirri er vjer meigum vænta af mannkyninu með rjettu. Þetta er ekki fráleitara reynslunni en það að menn eins og Shakespeare eða Newton skyldu framkomu og eiga kyn sitt að rekja eins og aðrir til villimanna ; og það er eingu fráleitara að hugsa sjer mannkynið orðið svo andlega þroskað á ókomnum tímum, en að hugsa sjer kynslóðir gæddar jafn fágætum vitsmunum og hugsjónagáfum eins og þeir Newton eða Shakespere voru. Sú framþróun, sem orðin er, ætti að halda áfram að vaxa með komandi tíma og gjörast æ og æ víðtækari. Sú álykt- un er skynsemi vorri samkvæm og á reynslu byggð. Menn trúa og fastlega á möguleik vitsmunalegrar þróunar, sakir þess að ýmsir hafa þegar komið fram, er jafnlángt hafa skarað fram úr meðalmönnum, eins og t, d. þeir Dante eða Darvin eða'Beethoven. Enjeg trui að hið sama verði á svæði heilagleikans, af þeirri ástæðu, að menn hafa einnig. kom- ið fram svo hátt hafnir yfir samtíð sína á góð- leikans svæði, sviplíkt og Jesús — þótt jeg telji hann fyrstan og fremstan. Og súertrúa mín, að andleg framþórun til jafnræðis við Jes- ús sje líkleg, jafnvel nú viss í vændum, og al- mennari á því svæði en framför skilnings- og hugsjóna-gáfnanna til jafns við Newton eða Schakspeare, vegna þess, að hæfileiki manna fyr- ir kærleik og rjettvísi stendur öllum þorra manna miklu nær, eins og reynslan sýnir, en hugleg skarpskygni eða skapandi hugsjónagáfa. Vjer munum allir að lokum elska eins og Jes- ús elskaði, og breyta eins rjettvíslega og hann breytti. Þessi var trú Páls postula. Sú trú er grunntónn í öllum hans riíum.' Þegar því [ vjer segjum, að mannsins andlega elskunnar vald bar hjá jesú bióm og aldini, 'og að slíkt hafi verið alveg með eðli, en alls ekki yfir- náttúrlegt, fremur en himr nefndu yfirburðir, þá áskiljum vjer honum það sem var fullkom- legt mannseðli og það sem ekki gjörir hann j fráskila ,oss nje helgar honum þá fullkomnun, er vjer tileinkum guði. Því næst segjum vjer þetta: Ef þessi full- j komleiki mannlegs kærleika ekki hjelt áfram j að birta sig, og ef ekkert honum jafnt framkom j nokkru sinni aftur, hafi þetta verið alveg sjer- ! stakur og einstakur atburður, og ef einginn | maður á nokkru sinni að ná slíkri kærleikans hæð: þá er framkoma Jesú kraftaverk. Þá væri koma hans í heiminn án alls samanburð- ar við annað — ■ guðdómurinn án skilyrðis og takmarkana auglýstur í holdi voru — einmitt eins og hinir rjetttrúuðu segja. En kjarni vor'r- ar skoðunar á Jesú er þveröfugur við rjetttrú- unar skoðanina. Vjer fullyrðum, að manneðli vort var hjá honum svo auglýst og opinberað; Kristur var fullkomlega fær um að tileinka sjer j sjálfum íyrir guðs kraft og sfðan útbreiða og j öðrum v^ita svo háan mæli hreinnar elsku og j heilagleiks, að menn gátu vart eða ekki trúað j öðru, en að það væri einmitt-elska og heilag- leiki guðs. Það var og í sannleika guðs elska og heilagieiki, en þegið, en ekki sjálffeingið, þegið eins og nátturlegur maður má þiggja, þegið eins og guð ætlast til að maðurinn skuli tileinka sjer þetta gegnum framþróunina. Þessi Jesú auður af elsku og heilagleik birt- ir oss og ábyrgist oss þann sannleik, að vjer eigum einnig að ná í hinn sama auð eða arf- leifð. Hún verður ekki. honum einum gefin, ella væri auðlegð sú yfirnáttúrleg. En það var hún öldungis ekki. Hún er mannkynsins arfur í vonum. Hún er innan þess lögmáls, sem ræður andlegri framþróun, sem sýna má og sanna. Þetta er skörulega tekið fram í brjef- unum til Efesusmanna, þar sem hinn andríki höfundur fer lángt fram fyrir þreingsli sinnar tíðar: »Þángað til vjer allir náum atgjörvi hins algjörða manns f einni trú og þekking guðs- sonar, — náum aldurshæð og stærðarfylling Krists«- Oss er því sýnt í birting og fram- komu Jesú ekki kraftaverk, ekki afbrigði alls- herjarlaga, heldur sjálft lögmáHvorrar þróunar, hin sanna eðlisstefna hins andlega mannkyns. Þetta er aðalopinberunin sem líf Jesú hefur ! fært oss og eftirlátið. Það er ekki nokkur yfirnáttúrleg opinberun. Hún er birt, eins og öll sannleiks auglýsing, gegnum eðlisþróun vors kyns. Þessi opinberun er að vísu undantékn- ingarleg, eti þó eins og áður og oft hefur ver- ið bent á: uudantekning að mikileik, en ekki ! að tegund. Hjer er líka um opinberun að ræða j éins og hvert einasta heilagt og kærleiksríkt j lífsdæmi gefur oss, en sem einginn hefur í fyllra mæli gefið en Jesús; og hjer er sann- leiksopinberun, sem snertir fremur oss menn- in en guð; hun segir oss og sýnir hvað mað- urinn sje í raun rjettri \ guðssonur. Hún seg- ir oss, að heilagleiki, sameining í sannleik og : rjettvísi, kærleikurinn alveg laus við alía sjálfs- ! elsku, hlýðni við vilja hins hæsta, sje ekkert yfiniáttúrlegt, heldur sje eiginleikar sannrar ; mannssálar. Jesús opinberar oss, að synd og | lygar, órjettvísi og eftirlátsemi eigihgirninnar sje ónáttúra og afbyrgði hjá manninum, og það í að hverfa frá slíku lfferni sje ekki að fá nýtt i eðlisfar, heldur að hverfa aftur til vors upp- \ runalega eðlis. Þetta er nú þveröfugt við hina algengu guðfræði, þverbein mötsögn við hana. Sje þessu einu sinni trúað, er sú trúarfræði alveg raung og óhæf. Vor kenning kippir fótunum | undan þeirri trú, að vjer sjeum af náttúrunni ; »reiðinnar börn« og fráskildir guði, en til- i heyrum gagnstæðri veru, anda og föður illsk- j unnar. í stað hins volaða efa, sem þjáir oss j þegar vjer hugsum að tii þess þurfi kraftaverk að leysa eðli vort ur hinu meðfædda spillingar- böli, fáum vjer hjer háleita skoðun, sem hvet- ur oss til að gjörast börn hans, sem sje ann- ast um oss, börn vors himneska föður, hans, sem aldrei getur vikið oss frá sjer, af því vier erum hluthafar hans sönnu veru; og að sam- einast honum sje því eklcert yfirnáttúrlegt verk fyrir oss, heldur hið eðlilegasta, sem verið get- ur. Þessi skoðun útilokar skoðunina um frið- þæging, því í henni felst sú kenning, að ekk- ert geti sætt oss við guð nema yfirnáttúrleg afskifti frá guðs hálfu. Allir yfirheimsle^fr meðalgángarar hverfa, hvort heldur vera, sem jafnt- er guð og maður, ellegar þá menn, svo sem prestar, gæddir yfirnáttúrlegum gáfum til að veitaoss og fara með náðarmeðölin Þá hverf- ur sú gremja, sem vaknar hjá oss í hvert sinn sem oss er kennt, að mannsins gæska og göf- uglyndi sjeu eingin gæði, heldur »gljáandi syndir« einar. Þá hneykslar oss ekki leingur að lieyra sagt, að gjörvalt eðli vort sje svo gjörspillt að það hljóti að afmást, og nýtt að koma í þess stað, eða »tilreiknast« oss, áður en vjer meigum nálgast guð. Og sjálfan guð leysir þessi kenning frá þeirri skelfiiegu ákæru, að hann slculi hafa skapað o.ss —eða leyft að vjer værutn — illir af náttgrunni, og að hann geti ekki freÞað, ekki einusinni fáa af oss, nema fyrir mjög flókinn yfirnáttúrlegan hjálpræðisvef, þar sem eiginleikar hans eru lagðir á hnífjafna vog, er ruglar fyrir oss og sundurdeilir skilníngi vorum eða hugmynd um persónu hans. Og, svo öðru sje slept, greið- ist úr þeim torskildu hlutföllum milli vor og guðs og guð til vor, er Orðið hefur uppspretta óþrotlegra efasemda, vafninga og' þráttana: en í þess stað kemur hjartans hvíld og hugg- un í kærleikanum, sem hvert barnið getur skil- ið og hvert barn ber í brjósti til föður og móður. Þessi kenning er sannarlegt fagnað- arerindi og máttugt hjálpræði. Loks má taka fram — svo vjer höldum oss við það efni — að mörgum kann að þykja það furðuleg trúarskoðun, að til hafi verið fleiri menn en Jesús, sem eins og hann, þútt þeirra væri mestur, hafi alveg fyrir þeirra náttúrlega eðli auglýst guðlegan kærleik og rjettvísi, og að vjer skyldum vera ákvarðaðir til að ná sama fullkomleika annað hvort hjer eða ann- ars heims. En þessi skoðun er afar-uppörf- andi og gleðirík og máttug framfara-uppspretta. Ef vjer höfum slíka trúarskoðun, hefjum vjer vora sjón til hærri og hærri fyrirmyndarbreytni, fullvissir þess, að vjer tileinkum oss hana, — með líkri vissuvon, sem barnið að þaðgetiorðið líkt föður sínum. Og þegar vjersyndgum, blygð- umst vjer fyrir það að brjóta móti vorum betra manni. En ef vjer gjörum rjett, gleður oss að hafa fyglt lögmáli vors eðlis. í hvert sinn sem vjer vinnum sigur á voru ránga eðli, kom-

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.