Bjarki


Bjarki - 31.10.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 31.10.1902, Blaðsíða 1
BJA VII, 41. Eitt blað a víku. Verð árg. j ia. borgist fyrir i. júlí, (erlendis t kr borgist fyrirfrarri). Seyðisfirði, 31. okt. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. E. Zola —o— Fyrir nokkru var skýrt frá láti hans hjer í blaðinu. Hann dó 29. f. m. Dauðdaginn er óvenjulegur; hann kafnaði í ofnreyk, fannst dauður um morguninn framan við rúmstokk sinn; hafði án efa ætlað á fætur um nóttina til að opna glugga, en ekki komist leingra en þetta, Kona hans var með lífsmarki þegar inn til þeirra var komið um morguninn og tókst að lífga hana við. Zola var mikilvirkastur og frægastur róm- anahöfundur á sinni tíð. Hann var fæddur Itali, en leingra fram var ættin grísk. Zola missti föður sinn 7 ára gamall og fluttist þá með móður sinni til París, því hún var þaðan ættuð. Þau lifðu þar við megnan skort, og veturinn 1860—61, þegar Zola var um tvítugt, er sagt, að hann hafi verið svo lángt leiddur af fátæktinni, að hann hafði hvorki herbergi, föt nje mat, annan en þurt brauð. Þó hafði hann verið settur til mennta af vinum foreldra sinna, en tók aldrei neitt próf. En þá tók bóksali einn þar í borginni hann að sjer og Zola varð aðstoðarmaður við bóka- verslun hans. Um sama leiti byrjaði hann að skrifa og nokkru síðar komu út eftir hann smásögur og síðan rómaninn » Claudes skrifta- mál,« sem er að nokkru leyti sjálfslýsíng og þótti þá svo siðspillandi, að útgefandinn fjekk heimsókn af lögreglunni, og krafðist hún að fá að vita, hver þessi siðspillti höfundur væri. Ut ur þessu missti Zola atvinnuna í bóksölu- búðinni. Hann varð þá blaðamaður, en skrif- aði jafnframt rómana. 1871 byrjaði að koma út verk það sem gert hefur hann heimsfrægan. Það er safn af rómunum, sem standa í sam- bandi hver við annan. Hinn síðasti í röðunni, »Doctor Pascal,« kom út 1893. Yfir 20 ár vann Zola stöðugt að þessum rómunum og eru sumir þeirra mjög lángir. Það er sagt, að hann væri svo nákvæmur í störfum s/num að hann skrifaði vissa blaðsíðutölu á hverjum degi, aldrei meira, og aldrei minna. Til dæmis um útbreiðslu þessara rómana má geta þess, að af einum þeirra seldust á þrem árum fyrst eftir að hann kom út 91,000 eint. Þar að auki hefur þessum rómunum verið snúið á flest túngumál heimsins. Eftir 1893 hefur Zola stöðugt haldið áfram að skrifa rómana; fyrst þrjá stóra rómana: »Lourdes«, »Rom« og »París«. Síðan róm- anaflokk með fyrirsögninni: »Hin fjögur guð- spjöll.« Af honum eru komnar út tvær bæk- ur: »Frjósemi« og »Starfsemi,« en hinni þriðju hafði hann lokið í sumar sem leið og heitir hún »Sannleikur« og er um Dreyfuss- málið. Fjórða og síðasta bókin átti að heita »Rjettlæti.« Zola var talinn höfuðmaður hinnar realist- isku stefnu í sagnaskáldskapnum. Þrátt fyrir frægð hans og útbreiðslu rita hans voru þau alltaf mjög misjafnlega dæmd; af sumum hafin til skýanna, en fordæmd af öðrum sem siðspill- andi. A síðustu árum hefur nafn Zola verið fast bundið við Dfeyfussmálið. Hann reis upp sem varnarmaður Dreyfuss og kom mjög vel frem í því máli. Ef til vill er það honum fremur öllum öðrum að þakka að það mál fór ekki verr en það fór. Út úr því varð Zola fyrir svo megnum ofsóknum, að hann varð að fiýa land og fara um tíma huldu höfði. Hann var dæmdur í stórar fjársektir og fángelsi og merki heiðursfylkingarinnar frönsku, sem hann áður hafði hlotið, frádæmt honum sem föður- landssvikara. Þessum dómum var þó aldrei fullnægt. En fjárnám var gert í húsi hans og eignum. I Frakklandi missti hann kaupendur að ritum sínum svo tugum þúsunda skifti. En framkoma hans í Dreyfussmálinu var víðfrægð um allan heim, og þegar hann kom heim eftir landflóttann var medalía slegin til minningar um afrek hans í því máli. Zola hafði miklar tekjur af ritum sínum og var orðinn auðugur maður. Hann bjó í París á vetrum, en á sumrum í sumarbústað, sem hann átti utan við borgina. i870giftist hann stúlku frá fæðingarbæ sínum á suður-Frakk- landi. Þau áttu eingin börn. En Zola átti tvö börn með óbreyttri vinnustúlku, sem bjó skammt frá sumarbústað hans, dreing, sem nú er 13 ára, og stúlku 11 ára. Sagt er, að frú Zola Ijeti sjer mjög annt um uppeldi barn- anna. í erfðaskrá sinni hefur hann gert hana að aðalerfingja, en þar næst þau. Jarðarför Zola fór fram í París 5. þ. m. með mikilli viðhöfn. Flest stórmenni Parísar var þar við. Sem fjelagaheiðursfylkíngarinnar varð herinn einnig að sýna honum virðíngu við þetta tækifæri. En mikill gauragángur var gerður út af því í blöðum þeim sem móti Zola voru í Dreyfussmálinu. Þau höfðu í hót- unum við Dreyfuss, ef hann sýndi sig þar og töldu það skömm fyrir Frakkland, ef her- deildin, sem fylgdi, svívirti hann þar ekki opinberlega. Frú Zola bað Dreyfuss fyrir hvern mun að sýna sig ekki við jarðarförina, því lífi hans gæti annars verið ha:tta búin og uppþot víst. Hann kvað það verða tekið sem merki um hugleysi, ef hann fylgcli ekki. Hann var við jarðarförina, en, að því er sjeð verður, án þess hann yrði þekktur. Æsingin gegn honum er ótrúlega vakandi enn. Eitt blaðið segir fullum fetum, að ef hann hefði þekkst við jarðarförina skyldi hann ekki hafa komist þaðan undan með lífi. Og sem dæmi um orðalag sumra blaðanna um Zola dáinn má nefna það, að eitt blaðið segir, að það hafi verið »honum verðugur dauðdagi að deyja innanum spýur manna og dýra«. En svo stendur á þvi', að áður Zola kafnaði hafði hann feingið uppköst í reyknum, og eins lítill hund- ur sem hann átti og Ijet liggja á skinni inni í herbergi sínu. Kosningalögin Það er nú sagt að kosm'ngalögin frá þing- inu í sumar eigi ekki að ná staðfestíngu áð- ur en kosið verður til þíngs í vor sem kemur, Og það sem kvað eiga að verða þeim að fóta- kefli er, að í þeim sje fólgið stjórnarskrárbrot, þar sem þíngmannaefnunum er gert að skyldu að setja 50 kr. veð fyrir því, að þeir bjóði sig ekki fram án þess að hafa nokkra von um kosningu, eða aðeins í því skyni að tvístra atkvæðum. En þetta ákvæði í lögunum er nauðsynlegt, þar sem sá maður er, eftir þeim, löglega kosinn þíngmaður sem fær flest atkæði, án tillits til þess, hve mörg þau eru. Eftir núgildandi lögum er þar á móti einginn löglega kosinn nema hann fái fullan helmíng allra greiddra atkvæða. Væru nú eingin takmörk sett fyrir framboð- unum í hinum nýu kosníngalögum, þá gæti þíngmannsefni oft náð kosníngu með samhljóða atkvæðum eins einasta hrepps, eða jafnvel minna fylgi. Og þetta, hve hægt . væri að slampast á að ná kosníngu, ef atkvæðin dreifðust, mundi aftur verða ýmsum , freistíng til að bjóða sig fram, þótt þeir vissu fyrir- fram að þeir hefðu aðeins fylgi örfárra manna. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt, að setja einhverjar skorður við þessu í lögunum. Grein- in, sem um þetta fjallar, og nú kvað eiga að verða lögunum að falli, hljóðar svo: »Nú býður einhver sig fram til þingmennsku og skai hann þá tilkynna yfir kjörstjórninni í kjördæmínu framboð sitt skriflega svo snemma að það komi henni í hendur eigi síðar en 4 vikum á undan kjördegi. Jafnframt framboði sínu skal þíngmannsefnið senda yfirkjörstjórn- inni sokrónur. Þettafje varðveitir yfirkjörstjórn- in þángað til kosningum er lokið og hún hef- ur sjálf talið saman atkvœði og lýst yfir, hvern atkvæðafjölda hvert þíngmannsefni hafi hlotið. Nú nær þíngmannsefni eigi ^/g þeirrar atkvæða- tölu er með þurfti til að ná kosningn, og fell- ur þá fjárframlag hans í sýslusjóð. . Sama er ef hann tckur framboð sitt aftur fyrir kjördag. En nái þinginannsefni þeim atkvæðafjölda, x/g eða meir, fær hann endurgoldið tryggingarfje sitt að fullu. Deyi þingmannsefni fyrir kjör- dag, svo að hann verði eigi í kjöri, skal end- urgjalda búi hans tryggingarfjeð. Framboðum skal og fylgja skrifleg yfirlýs- ing að minnsta kosti fjögra kjósenda í kjör- dæmi því semþingmannsemi leitar þíngmensku í, um, að þeir ætli að styðja kosningu þess». Að ákvæðið um 50 króna tryggingarfjeð geti heitið brot á stjórnarskránni er naumast skiljanlegt. Hitt er skiljanlegra, að ýmsum sje

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.