Bjarki


Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 1
VI 1? 43-44. Eítt blaö ,1 viku. Verð árg. j ki. borgist fyrir i. júlí, (erlendis 4 kr borgist fyrirfram). Seyóisfirði,14. nóv Uppsögn skrifieg, ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Eldgosin á Martinique. — o— Maðurinn, sem segir eftirfarandi sögu, var sjónarvottur að skaðlegasta og stærsta gosinu úr Mont Pelée í sumar; hann var stýrimaður á skipinu »Roraima«, sem lá á höfninni í St, Pjerre þegar gosið byrjaði, og heitir E. G. Scott. Eyin Martinique er hjerumbil 40 kilom. á leingd og 24 kilom. á breidd og liggur milli J4 og 15. breiddarstigs. Hún var vaxin fögr- um trjám og runnum; lækir margir fjellu í fossum niður af fjöllunum, fallegir vogar og víkur skárust inn í strendurnar, akrarnir voru frjósamir og milli þeirra lágu spegiltær stöðu- vötn og tjarnir. Eyin virtist sköpuð handa dreymandi þjóð, og þanLÍg voru líka íbúarnir á Martinique. Bærinn St. Pjerre lá við fjallsræturnar. Bak- við bæinn báru fjallatindarnir við himin, einn öðrum hærri. Lánghæstur var þó toppurinn á Mont Pelée. Hann var í norðVestur frá bænum. Hann var gróðri vaxinn efst upp að tindi. En nið- ur í toppinn var gamall eldgígur, og í honum stöðuvatn. Það var spegiltært, en sagt var að smekkurinn að því væri bitur, eins og af jurtaseyði. Niður um hlíðar Mont Pelées fjellu lækir með fersku vatni. Skemmtiferðafólk gekk oft upp á fjallstindinn og lá á grasflöt- unum á bökkum stóðuvatnsinn í gígnum. Sólaruppkoman á Martinique er einkennileg. Þar, svo nærri miðjarðarlínu, er ekki birting og rökkur eins og hjer í hinum norðlægari lönd- um. Dagurinn kemur allt í einu. Hvergi hef- ur mjer sýnst himininn eins fagurblár og á Martinique. Þegar sólin kemur upp sýnist mönnum fyrst allir hlutir ljósir. Síðan er eins og gular og fjólubláar bylgjur renni saman í loftinu. Hafið er þá dökkgult. En um sólar- lag á kvöldin. getur það verið rautt eins og blóð. St. Pjerre var gamall bær og einkennilegur, frá landafundatímunum. Margar byggingar voru þar frá 17. öld. Hús voru öll úr steini, göturnar mjóar og Iagðar þúngurn steinhellum. Þó var bæjarstæðið þarna gott og nægt land- rými. En það var ekki siður fyrir 2 — 3 öld- um að hafa breiðar götur í bæjunum, og frá þeim tíma hafði sniðið á St. Pjerre ekki breyst. I bænum var eingin sljett gata og eingin bein^gata. Göturnar láu í ótal bugðum upp og mður hæðirnar. Víða voru tröppur í göt- unum, sumstaðar brattar brekkur. Húsin voru flest gul, ef þau á annað borð voru máluð. Steinninn, sem þau voru byggð úr, var orðinn mosavaxinn. Vínviðarteinar vöfðu sig utanum suma húsgaflana. Gluggarnir voru rúðulausir með járn- eða trjá-grindum fyr- ir. Þúngir trjehlerar voru við hvern glugga, og þegar þeim var lokað var niðdimmt í hús- unum. Fólkið á Martinique var dreymandi, latt og nægjusamt. Fyrir gosið voru þar um 180 þús. íbúar, 150,000 sverfíngjar og kynblend- ingar, 15,000 Kínverjar og áli'ka margt af óblönduðu hvítu fólki. Hvíta fólkið var fá- tækasti lýður Eyjarinnan. Verslanin var mest í höndum svertíngja. Þó voru útlendar pen- ingastofnanir í St. Pjerre, Banque Transat- lantic o. fl. Svertingjarnir á Martinique voru mjög saung- elskir. Jeg hafði oft unun af að hlusta á saung þeirra. Kynblendingarnir voru flestir fallegir, djarfir og greindir menn, kvenfólkið var flest nærri hvítt og margt fallegt. Inn- fædda fólkið var mjög hjátrúarfullt. Það skoð- aði Mont Pelée sem helga veru og trúði fast- lega að gos væri ekki að óttast þaðan fram- ar. Gosið 8. maí kom ekki óvörum. Eldsum- brotin í fjallinu gerðu .vart við sig strax 3. maí. Þá gaus fjallið fyrst. Og nokkru áður hafði fólk í sveitaþorpi, sem liggur vestan í fjallinu, fast við rætur þess, fundið brenni- steinsfýlu í loftinu, sem auðsjáanlega hefur verið fyrirbcði gosanna. En Mont Pelée hafði ekkert bært á sjer í meira en hálfa öld, nema hvað dunur miklar heyrðust í fjallinu fyrir 25 árum. Þriðja maí gaus fjallið allmiklu gosi. Stór reykjarský ultu upp úr gígnum sfðari hluta dags- ins. Vatnið í gígnum hafði á svipstundu breytst í gufu. Um miðja nóttina á eftir stóð loginn mörghundruð metra í loft upp frá fjalls- tindinum. Lítið eitt fannst til jarðskj álfta, en loginn úr gígnum hjelst við alla nóttina. Um morguninn lá heitt öskulag tveggja þumlúnga þykkt yfir götum og húsum í St. Pjerre. Tindur Mont Pelées var hulinn reykjarskýjum en himininn bjartur allt í kring. Nóttina eftir logaði enn úr gígnum og 5. maí kom nýtt gos og stærra en hið fyrra. Þá rann hraun, i,5 kílóm. á breidd, úr gígn- um og niður til hafs, en sú leið er 6,5 kílóm. Þetta gerðist á aðeins þrern mínútum og fórst þar fólk hundruðum sanian og stórar verk- smiðjur eyðilögðust. Það virðist nú svo sem þetía hefði átt að verða íbúunum i St. Pjerre til viðvörunar. Og margir hafa spurt mig, hvernig fólkið hefði getað beðið óhrætt í bænum eftir állt þetta. Til að skilja það verða menn að þekkja skap- ferli fólksins. Mont Pelée var einskonar kunn- ingi þess. Það skoðaði hann sem verndargoð sitt. Þar á ofan hefði verið erfitt fyrir alla íbú- ana að komast burt. Hvert áttu þeir að fara? Skip voru þar ekki nægilega mörg til að flytja þá burt. Að flytja suður yfirfjöllin var hættu- spil. Má vera að Amerfkubúar eða Einglend- inger hefðu tekið það til bragðs. En inn- fæddum Martiniquebúum kom ekki til hugar að eggja út í þá hættu. Nokkrir af íbúunum flúðu þó á seglbátum og smáskútum. Aðrir tóku sjer far á 'gufu- skipum, sem í höfninni lágu. En flestir af þeim munu hafa farist þegar eldgosið kom. Allur málmforði bánkanna var fluttur út í franska herskipið »Suchet«, En bánkamenn- irnir voru kyrrir f landi, eftir því sem mjer hefur verið sagt. Ef til vill hefur fólkið orðið rólegra vegna þess að 7. maí leit svo út sem gosin væru að hætta. Drunurnar urðu minni og öskufall- ið minna, þótt reykjarstrokurnar stæðu stöð- ugt upp úr gígnum. En nú er að segja frá aðalgosinu, morgun- inn 8. maí. Gufuskipið »Roraima« kom inn á höfnina klukkan liðlega 6 um morguninn. Loftið var hreint, himininn fagurblár og skýja- laus. Lítið öskufall höfðum við orðið varir við utanvið höfnina, en ekkert þegar inn kom. Við lögðumst fyrir akkeri hjer um bil sjö hundruð metra frá ströndinni, rjett út af vit- anum. Þetta er norðantil í höfninni og því sem næst Mont Pelée að orðið gat. Allir horfðu skipverjar auðvitað til fjallsins. Reykur vall upp úr gígnum og huldi tindinn. Við vorum hálfhræddir Og ljetum það í Ijósi þegar agentarnir komu um borð En þeir hlóu að okkur og sögðu, að þá hefðum við átt að vera í St. Pjerre þrjá undanfarna daga. Þeir sögðu okkur hroðasögurnar frá því sem á hafði geingið á undan og spurðu, hvort við vildum ekki halda áfram til St. Lucia og skipa þar upp fyrst, því um 60 1. rúms farþegar biðu, sem hefði ákveðið að flýja St. Pjerre. Skipstjóri var fús til þessa, því fremur sem ekkert var hægt að vinna í St. Pjerre þennan dag. Það var uppstigningardagur og er hann haldinn þar helgur, Skipstjóri bað mig að Iíta eftir því, hvort ekki væri hægt að ná í vör- urnar til St. Lucia á undan hinum til St Pjerre án mikillar aukafyrirhafnar. Mjer virtist nauð- synlegt að rýma einhverju af vörunum til St. Pjerre til hliðar fyrst, því þær lágu ofan á vörunum til St. Lucia. Þetta varð til þess að skipstjóri rjeð af að bíða í St. Pjerre til næsta dags. Klukkan var að gánga til 8 þegar jeg kom upp frá því að skoða í lestina. Síðan áttum við að snæða morgunverð. Áður gekk jeg upp og leit yfir bæinn, Sumir farþegarnir voru uppi á þilfari en flestir þó niðri og biðu morgunmatarins. I kíkirnum sá jeg að fólkið var að flykkj- ast inn í kirkjurnar. Öskulag lá á húsþökun- um, en af götunum hafði því verið sópað burt. Fólkið var sparibúið. Fötin eru af ýmsum litum í St. Pjerre. Jeg hafði gaman af að

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.