Bjarki


Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 2
B J A R K 1. kíkja á búningana. Einkum var höfuðbúnað- ur kvenfólksins skrautlegur. Jeg beindi kíkirnum á Mont Pelée. Þá var eins og allur fjallstindurinn væri spreingdur í loft upp. Drununum sem því fylgdu verður ekki með orðum lýst. Ogurlegir blossar og reykjarsúlur slaungdust þúsundir metra í loft upp og breiddust síðan niður eftir fjallshlíð- unum og allt niður að rótum þess. En það var ekki einasta eldur og reykur, heldur einn- ig bráðið hraun, gríðarstórir klettar og hagl- drífa af smærri steinum. Og jafnframt heit aska, eða leðja. Jeg leit sem snöggvast yfirbæinn. Á næsta augabragði valt hraunflóðið yfir hann. Það var einginn tími til að flýja eða forða sjer. Jeg heyrði skipstjórann kalla: »Upp með akkerið!« Jeg snjeri mjer við og sá að gríð- arstór bylgja valt inn á höfnina frá hafinu, Hún náði okkur áður en hægt væri að ná ekker- inu upp. Jeg hafði kallað til Bensons timburmanns, að hann skyldi setja gufuvjelina á stað. En áður hann gæti hreift sig til þess, valt »Rora- ima« nær því alveg á hliðina, rjetti sig við og valt aftur yfrum. Þessar hreifingar voru svo snöggar, að reykháfur, möstur og bátar losnaði allt við skipið og fjell í sjóinn. Öllu sópaði burt af þilfarinu og allir hlerar brotnuðu. Þegar skipið rjetti við aftur var þilfarið þakið af glóandi steinum og heitri ösku. Sumstaðar stóð allt í björtu báli. Áð- ur hafði verið glaða sólskin, en nú var orðið dimmt eins og um svörtustu nótt. Reykur- inn .frá gígnum huldi alveg sólina. Þegar jeg áttaði mig, varð mjer fyrst fyrir að líta eftir skipstjóranum. Jeg þreifaði mig frameftir skipinu til að leita eftir honum. Loks fann jeg hann á lægsta stjórnpallinum. Hann stóð þar á skirtunni. Hárið var sviðið af höfði hans og skeggið brunnið. Yfir höf- uð var hörmulegt að sjá hann. Hann tók út kvalir, en þó gleymdi hann ekki skyldu sinni. »Reyndu að hjálpa kvenfólkiuu og börnun- 36 til að halda á sjer hita, því það var nístandi kaldur vetrardagur. Presturinn stóð með hettu á höfði frammi fyrir altarisborðinu og lagði þángað kaldan gust frá gluggunum og svo þefílla svækju frá skinnfötum fólksins, sem farin voru að þíðna inni í hlýindunum. Á altarisborðið var breiddur hvítur dúkur; þar stóð skrautlaus glerflaska með rauðu víni og hið vígða ' brauð lá þar tilbúið á leirdiski. Prestur bað altaris- gaungufólkið að gánga fram. Það gerði svo, og meðai þeirra sem risu upp var Pjetur í Haga. Prestur ljet sem ekkert væri og hjelt skriftaræðuna. En Þegar að Pjetrí kom, hljóp prestur yfir hann og mælti: „Pjetur í Haga, þú hefur ekki verið hjá mjer og geingið til skrifta; þú getur því ekki eftir safnaðar- lögunum feingið sakramenti." Pjetur varð náfölur. „Ætlar þú prestur að neita um sakramenti, manni sem leitar fyrirgefningar syndanna?" sagði hann hátt og hátíðlega af því að hann var staddur í kirkjunni. Allur söfnuðurinn leit til Pjeturs. „Nei," svaraðíprestur, „ekki manni sem leitarþessa á lögmætan hátt." „Jeg stend guði reikningsskap," svaraði Pjetur, um,« sagði hann. Við reyndum að losa einn björgunarbátinn og skipstjóri hjálpaði til þess, þótt hann væri mjög sár, og eins þriðji stýri- maður. En við gátum með eingu móti losað bátinn. Mjer er ekki hægt að lýsa nákvæmlega öllu, sem fyrir kom á »Roraima« þá sex tíma sem jeg var þar eftir gosið. Skipstjóri annaðhvort kastaðist fyrir borð, eða fleygði sjer útbyrðis í dauðateygjunum. Hvort heldur var, er mjer ekki Ijóst. Son minn gat jeg hvergi fundið á skipinu. Það var erfitt að komast um skipið bæði vegna þess, að öskuleðjulagið á þilfarinu gerði þar sleift og eins vegna þess, að á þrem stöðum var eldur kominn í skipið. Við reynd- um allt hvað við gátum að stöðva eldinn. Tompson briti, Benson timburmaður og tveir vjelameistararnir voru þar með mjer. Far- þegar þeir sem enn voru á lífi æddu um dauð- hræddir. Við reyndum að byggja timburflota. Tveir verkamenn frá St. Kitts hjálpuða okkur. En það er vafasamt, hvort við hefðum kom- ist lífs af, ef við hefðum lagt frá skipinu á timburflotanum. Því hafið stóð víða meðfram ströndinni í björtu báli; En svo stóð á því, að mörg þúsund pottar af rommi höfðu runn- ið frá víngerðarhúsunum á ströndinni og eld- urinn las sig eftir því út á sjóinn. Frá fjall- inu rigndi enn heitu grjóti og ösku. Oft sá- um við ekki leingra en rjett útfyrir borðstokk- inn. Stundum rofaði þó til, svo að við sáum að bærinn stóð í loga. Við sáum gufusipið »Roddam« höggva fram hjá okkar. Þaðan væntum við hjálpar, en árángurslaust. Reykjarmekkinum ljetti kl. 3 um daginn. Þá sáum við franska herskipið »Suchet« koma inn á höfnina. Þaðan var send- ur bátur til okkar og tók hann nokkuð af kvenn- fólkinu og börnunum. Fleiri bátar komu og tóku þá sem eftir voru. Jeg var sá síðasti sem skildi við skipið. Á herskipinu feingum við bestu viðtökur. Við vorum flutt út úr höfninni og »Roraima« stóð þá í björtu báli bæði að framan og aftan. Fjall- 37 „og ekkert jarðneskt vald hefur Ieyfi til að krefjast annars eða meira." „Mjer líka hjereftir," sagði prestur kuldalega; „þar að auki ertu ekki svo á þig kominn núna að jeg geti tekið þig til altaris; þú ert reiður, þrjóksufullur og - jeg finn það á anda þínum þú hefur drukkið brennivín." „Jeg var ekki vel hress í morgun, og því fjekk jeg mjer eitt staup — á það nú líka að reiknast til synd- anna? En þá grunar mig að þú hafir nokkrar syndir á samviskunni, prestur minn, því þú sast og drakkst bæði vín og öl á prestasamkundunni seinast með hinum svartpokunum". Prestur skifti litum. „Jeg skil ekki í því" sagði hann, „að söfnuðurinn þoli, að jeg sje á þennan hátt truflaður við þessa helgu athöfn". Hann gaf með augunum bendingu fram í kirkjuna, ogtveiraf kirkjuþjónunum geingu fram ogætluðuaðtaka Pjetur. En hann bandaði hendi móti þeim. „Verið þið rólegir," sagði hann; „jeg skal fara, en jeg kref söfn- uðinn til vitnis um, að mjer er ástæðulaust neitað um sakramenti." Hann þreif húfu sína og braut sjer leið út, en í dyrunum heyrðu menn að hann kjökraði. ið hjelt enn áfam og okkur virtist helst sem himin og jörð væru að forgánga. Það var nýr gígur miðju vega milli Mont Pelées og hafsins, sem eyðilagði St. Pierre. Hrínginn í kríngum þann gíg eru aðrir smærri gígir svo hundruðum skiftir og gusu þeir allir. Vínsalan á Seyðisfirði- Bjarki flutti nýlega grein með þess-ari fyrirsögn, og jeg fyrir mitt leyti er þeirri grein samdóma í flestum eða öllum atriðum. Jeg vil að bæjaríjelagið fái leyfi til þess að taka að sjer vínsöluna framvegis. Ástæður mínar eru: fyrst, að vínverslunin getur verið ábatavænlegt fyrir- tæki, sem ekki væri rjett að ein eða tvær verslanir í bænum sætu að, en hinar væri útilokaðar. Rjettast væri því, að bæjarfjelagiið í heild sinni nyti ágóðans. Nóg væri með hann að gera bænum til hagsmuna. í öðru Iagi væri með þessu móti best búið um hnút- ana, eins og áður er tekið fram í Bjarka, til þess að tryggja bæjarbúum eða bæjarstjórn öll umráð yfir vínversluninni. Lá mætti, hvenær sem vera vildi, setja henni öll þau takmörk, sem talin væru eðlileg og rjett. Bærinn mendi setja fyrir verslunina reglu- saman mann með föstum launum, sem einga hvöt gæti haft til að hafa opið Ieingur en honum væri fyrirskipað, og yfir höfuð einga hvöt til að brjóta þær reglur, sem honum væru settar. Það væri rángt af bindindismannaflokkinum að setja sig upp á móti þessu. Því með því vinnur hann málefni sínu alls ekkert gagn, en sviftir að eins bæjarfjelagið tekjum, og jafnvel landssjóðinn líka. Með jafnmiklum samgaungum og hjer eru nú, er ekki torvelt fyrir þá sem vín vilja kaupa, að ná því frá Norðfirði eða Eskifirði, eða jafnvel frá Akureyri, eða Reykjavík. Og hver getur sagt, hve mikið kunni að vera keypt af víni á skipum, sem hjer liggja á höfninni, og flutt í land ólöglega og án þess að svarað sje af því tolli ? Og þetta er og verður 38 Að nokkrum tíma liðnum heimsótti prestur Pjetur til að tala um fyrir honum og fá hann með góðu til hlýðni. En Pjetur svaraði íllu einu. Þá tók prestur með sjer tvo hjálparmenn og reyndi í annað sinn. En Pjetur varð þá enn verri viðureignar og sagði presti að fara til andskotans. Þá stefndi prestur Pjetri fyrir safnaðarfund til þess að bera af sjer ákæruna um að hann hefði geingið til stelpu að næturlægi, og líka til að afsaka framferði sitt í kirkjunni altarisgaungudaginn. En Pjetur sinnti ekki stefnunni. Prestur lýsti því þá yfir, að Pjetri í Haga væri vikið úr söfnuðinum um stundarsakir, eða þángað til hann hefði bætt fyrir yfirsjónir sínar. Nú var komin fullkomin alvara í stríðið milli Pjet- urs og prestsins, og Pjetur var maður, sem ekkí vildi láta hlut sinn, Hann reyndi alt hvað hann gat að æsa söfnuðinn gegn presti og taldi rnönnum trú um, að besta ráðið til að vinna bug á honum væri að draga af tekjum hans. En þær voru ekki of miklar fyrir. Prestur varð brátt var við tilfinnanlega rírnun á tekjunum, einkum messudagasamskotunum. Menn hættu að senda til hans kálfa, smjör og egg, eða þeir gerðu það færri en áður. Hann bjó enn í gömlu

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.