Bjarki


Bjarki - 14.11.1902, Page 3

Bjarki - 14.11.1902, Page 3
B J A R K 1 . 3 afleiðingin af því, að vín er ekki að fá í verslunun- um ? Hvað snertir sprittsölu lyfsalans hjer í sumar, sem Bjarki hefur áður lýst, þá hef jeg heyrt, að hann verði nú að borga toll af spírítus sínum, eins og líka sjálf- sagt er. En ætti hann ekki að sektast líka fyrir söluna? Ef sannar eru sögurnar, sem afhennieru sagðar, þá get jeg ekki í öðru skilið. Og svo arðsöm mun þessi sala hafa verið, að óhætt má fullyrða, að hann stæði sig vel við að borga tölverða sekt, auk tollsins. Jeg vil að endingu skjóta því til bæjarstjórnarinn- ar, að hún taki það til yfirvegunar, hvort ekki væri rjett, að baejarfjelagið taki að sjer vínsöluna, eins og minnst er á hjer á undan. Seyðfirðíngur. KVEÐJA. Andar, andar aftan-blíður-blær. Blástjarnan skær hún blikar fjær, en dunar nær hinn dimmi sær og dúr á auga sígur vær. f>ey, þey, þey, þey, þýði blærinn minn! úrsvalinn þinn rnjer kælir kinn; æ, hvaðan nú um himins brú híngað komstu’ og hvert fer þú? >Heyr, heyr, heyr, heyr! sólin blessuð blíð fæddi mig fríð og fjallahlíð; þær sögðu mjer, að svala þjer og hverjum þeim, sem þreyttur er.« Svíf þú, 'víf þú, svalandi biær — blástjarnan skær þjer ljós sitt ljær — um víðan sæ að vissum bæ, þar blundar hún, sem ann jeg æ. Leiki, leiki ljúfi svalinn þinn mjúka um kinn og munninn minn; en farðu hljótt og fjarska rótt og færðu henni — góða nótt. Ben. Þ. Gröndal. Merkileg hugmynd um sköpun heimsins. Eftir Hugh Clifford. I norðurhluta Borneó er þjóðflokkur er heitir »dusunar« þ. e. »fólk sem hefst við í skógunum« og heyrir til hinum kynlegustu í- búum malajisku eyjanna. Þeir eru veikbyggð- ari en malajarnir og nokkuð Ijósari á hörund. Augu þeirra hafa þetta þolinmóða, villta og þróttlausa útlit, sem svo mjög einkennir þær þjóðir, eralla lífstíð sína hafa verið dæmdar til að hrekjast fyrir og lúta öðrum sterkari þjóðum. Þeir eru fram úr hófi skítsælir; þeir skýla sjer með óhreinum tuskum, sem þeir binda um lendar Og höfuð. Þeir eru mjög gefnir fyrir forynjulegt hörundsflúr. Verkfæri sín og fleira bera þeir á þann hátt, að þeir stínga göt á eyrnasnepplana og krækja þeim svo neðan í þá. Ulnlið og ökla vefja þeir með | málmþræði, sömuleiðis kroppinn frá brjóstum j að mjöðmum. Þeir lifa í hópum. Hvert býli er vanalegast aðeins eitt aflángt hreysi og sofa I húsbændurnir með fjölskyldu sinni í einu rúmi þess, en frá því liggur útgángur til almenn- íngsins. A hreysisþökunum má sjá mikið af höfuð- kúpum af mönnum, fjölda sigurmerkja, sem ber vott um lævísi dúsúnanna. Því þessi þjóðflokkur, einsog yfirhöfuð allir ibúar Norð- ur-Borneó, drepur aldrei á venjulegan og ær- legan hátt, ef hann kemst hjá því; hann drep- ur að eins til að svala bióðgirnd sinni einsog mörðurinn og einstöku önnur dýr gera, og ræðst á þann, sem er varnarlaus, og hefur hann fyrir bráð og kærir sig kollóttann um kyn eða þroska. Dúsúnarnir rækta hrís, og hafa fremur I öllum vonum vit á að vatna akra. Þeir rækta einnig tóbak og stunda fiskiveiðar í vötnum, leita eftir guttaperka, spanskreyr og arnartrjám í skógunum; og áður en þeir þekktu bað- mullartauið bjuggu þeir hin fáu föt sín til úr berki og trefjum. Þar að auki hafa þeir lært að temja hænsn, villinaut, geitur, svín og hunda. Hundurinn er þeim óaðskiljanlegur. Hann er beinastór, lángfættur, gulur að lit, með mjóu trýni og spertum eyrum, sem bendir Ijóslega á náinn skyldleika hans við hina viltu ættingja sína í skóginum. En þrátt fyrir þetta er og verður dúsúninn alltaf viltur. Hann er alveg eins kærulaus og ómóttækilegur fyrir hærri menningu, einsog hann í alla staði er ógeðfeldur flestum skiln- ingarvitum vorum. Þeim mun undarlegra er það, að trúarhugmyndir þeirra skortir hvorki fegurð nje frumleik. Það I ber vott um, að þessi þjóðflokkur, sem nú er fallinn svo djúpt niður í djúp vanþekkingar- innar, hefur einhverntíma hugsað-alvarlega um uppruna tilverunnar. »1 upphafi«, svo hljóðar kenning dúsúnanna, »var ekkert til nema eyði og myrkur og tóm- leiki. En það var til steinn einn, lángur og mjór. Og út ú.r öðrum enda steinsins kom 39 skemmunni, en útbyggingu hafði verið aukið við hana, svo að nú hafði hann lestrarherbergi út af fyrir sig og svefnherbergi. Hann sá að aidrei ætlaði að verða alvara úr því að söfnuðurinn reisti prestsetrið. Land- ið, sem hann hafði feingið, höfðu bændurnir rutt og var það nú í góðu lagi, En hann leigði það út, því hann lángaði ekki til að búa, hafði litla þekkingu á þeim efnum. Hann lifði mjög spart, en samt hrukku tekj- urnar ekki. Auk þess sem hann var þegar orðinn gigtveikur og heilsulasinn af ferðalaginu um nýlend- una, hafði hann safnað skuldum. Og þegar tekjurn- ar tóku enn meir að rírna, komst hann í fullkomin vandræði. Hann var of drainbsanutr tii þess aðauð- mýkja sig á nokkurn hátt fyrir bændunutn og þó fann hann, að hann hlaut að taka eitthvað til bragðs til að auka vinsældir sínar. Mál þeirra Pjeturs hafði vakið megna athygli og prestur fann, að dómarnir um það geingu honum ekki í vil; Pjetur átti fleiri meðhalds- menn, þó leint færi, en prest grunaði. Oft hafði verið talað um að koma upp kirkju, en allt til þessa höfðu efnin ekki leyft það. Flutníngur- inn á viðnum var svo erfiður, að bændur höfðu ekki treyst sjer til að leggja út í að koma kirkjunni unp. 40 Þó var ágætur eikarskógur ekki alllángt frá, — hann lá eins og svört lína úti í sjóndeildarhríngnum — en landið þar var eign jarðakaupmanna í Austurfylkjun- ttm, og einhver efi ljek jafnvel á því, hver væri hinn rjetti eigandi. Þar lágu stóreflis eikarbolir, sem stormurinn hafði feykt um koll, og rotnuðu niður án þess að verða nokkrum að notum. Prestur hafði \'eitt þessu eftirtekt. Honum fannst það ekki vera annað ett hreinsuu á skóginum að þessi trje væru flutt burtu, og þótt þá værtt felld eitt eða tvö í við- bót —hvað gat það gert? Landið átti að ryðjast hvort sem var, og eigendurnir voru svo lángt burtu að það gat ekkert íllt gert þeim, og svo mátti gera það án þess að þeir vissu nokkuð af því. Líka þekkti hann örlyndi Ameríkumanna þegar um það var að ræða að koma upp kirkjum; hann efaðistekki um, að mennirnir mundu fúsir á að veita þessa hjálp, ef þeir vissu hvernig á stæði. Þeitn hlaut að þykja vænna um að timbrið væri notað guði til dýrðar, en að það rotnaði niður ti! einskis í skóginum. En sá vandi var á, að hann vissi ekki livert hann ætti að snúa sjer til þess að finna hina rjettu eigendur. Þegar prestur hafði hugsað þetta mál til fulls, skýrði hann 41 frá hugsun sinni á safnaðarfundi. Uppástúngu hans var þar tekið með mestu gleði. Menn skildu ekkert í, að eingum hafði dottið þetta fyr í hug. Vittsældir prestsins jukust stóruin við þetta og deilumálið við Pjetur gleymdist. Nú var farið að höggva skóg og aka timbri í ákafa, því vetrarfærið var gott. Allir vildu hjálpa til og komu nteð ttxa sína og hesta. En einginn gekk þó betur fram en Pjetur í Haga. Prest- ur sá það, en fjekkst ekki um, því ákafi Pjeturs flýtti mjög fyrir verkinu. Bændurmr gátu gert allt sjálfir. Grunnurinn var kominn upp og viðirnir vortt klofn- ir, sagaðir og höggnir jafnskjótt og komið var með þá úr skóginum. Fyrir sumarmál var kirkjan fullbúin. Málari nýlendttnnar hafði boðist til að mála predik- unarstólinn og altaristöfluna borgunarlaust. Á predik- unarstólinn rnálaði hann Adam og Evu í Paradís og kríngum þau rósir og allskonar ókennileg dýr, sum rattð, önnur blá, önnur gul. En á altaristöfluna mál- aði hann Krist á krossinum og kríngum hann þrtttnu- ský, en út úr þeim gægðust til og frá smáar Antors* myndir með boga í hönduni. Málarinn hafði sjeð þær á mynd inni í bænum, og hann var ekki betur heima í goðafræðinni en það, að hann hjelt að þetta

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.