Bjarki


Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 5

Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 5
Ræðukafli eftir Roosevelt forseta. Þá aðeins er ríkið heibrigt og getur vænt framtíð- ar, er menn þeir og konur er þjóðina mynda lifa hreinu, starfsömu og heilbrigðu lífi, þegar börnin eru þannig upp alin, að þau reyna ekki að sneiða hjá erviðleikunum, heldur að yfirvinna þá, þegar þau sækjast ekki eftir hvíld og hóglífi, heldur reyna að skilja, að af þrautunum læra menn að sigra. í einni af hinum ágætu bókum sínum talar Daudet um „óttan við að verða móðir, sem á okkar dögum sje svo ráðandi hjá úngum konum." Þegar önnur eins orð verða með rjettu skrifuð um einhverja þjóð, þá er hún rotin inn að innstu hjartarótum. Þegar maður- inn ftýr vinnuna, eða óttast rjettlátt stríð, þegar konan er hrædd við að verða móðir, þá eru þau á barmi glötunarinnar, og best er, að þau afmáist af jörðunni, því þau verðskulda allra heilbrigðra, hraustra og göf- ugra manna og kvenna fyrirlitning. En eins og þessu er varið um hvern einstaklíng, svo er því líka varið um þjóðirnar í heild sinni. í>að eru svívirðileg ósannindi, að segja að sú þjóð sje hamingjusöm sem einga sögu á. Þrefalt sælli er sú þjóð sem á frægilega sögu, Miklu betra er að hætta miklu, vinna sigra, þótt þeir skiftist á við ósigra og tilraunir sem misheppnast, heldur en að að teljast með þeim vesalingum sem eingar nautn- ir og einga neyð þekkja, sem alltaf lifa eins og í rökkri, þekkja eingan sigur og eingan ósigur. Ef föðurlandsvinir okkar 1861 hefðu haft þá skoðun, að friðurinn vær hið endilega takmark alls, en stríð og styrjöld verst af öllu, ef þeir hefðu breytt sam- kvæmt þeirfi skoðun, þá hefðu þeir reyndar þirmt lífi hundrað þúsunda og sparað margar milljónir dollara. Þeir hefðu hindrað táraflóð margra kvenna og eyðilegging margra heimila. En hefðum við þá sneitt hjá stríðinu, þá hefðum við sýnt og sannað, að við værum deigir, dugnaðarlausir og óhæfir til að teljast í tölu stórþjóða heimsins. Guð veri lof- aður fyrir járnað í blóði feðra vorra, fyrir þá menn sem studdu tillögu Lincolns og báru vopn í her Grants. Látum okkur, börn þeirra manna sem ________________BJARKI._________________•_ leiddu borgarastríðið til heillavænlegra lykta, lofa guð feðra vorra fyrir það, að hinum ógöfugu friðar- ráðstöfunum var þá hrundið; fyrir það, að þjóðin reis með hugrekki gegn öllum þeim hörmúngum sem þá dundu yfir og bar þær með þolgæði þáng- að til stríðið var á enda. Því þrælarnir urðu frjáls- ir, ríkiseiningin var endurreist og sem hjálmskrýdd drottning kom hið volduga, ameríska þjóðveldi aft- ur fram meðal þjóðanna. Fyrir okkur, sem nú lifum, liggur ekki hið sama starfsvið og fyrir feðrum okkar, en við höfum einnig okkar verk að vinna, og vei okkur, ef við skerumst þar úr leik. Sú þjóð sem, eins og Kínverjar, venur sig á stríðlaust líf, afskekkt og í aðgerðarlausri ró, verður án efa með tímanum undirgefin sterkari þjóð, sem ekki hefur misst krafta sína og mannlegt gildi. Ef við eigum að verða stór þjóð, þá verðum við um fram allt að láta mikið til okkar taka í heiminum. Við getum ekki sneitt okkur hjá hinum stóru þrætu- málum. 1898 Iá spurningin fyrirum stríðið við Spán. Við áttum þá um það að velja að hopa á hæli, eins og aumingjar, af ótta við ófriðinn, eða leggja út í hann eins og hraustri þjóð sæmdi. Við getum ekki komist hjá að ráða áeinhvern háttfram úr málunum viðvíkjandi Kúbu, Porto Rico og Filippseyjunum. Spurningin er um, hvort við eigum að útkljá þau mál þjóð okkar til heiðurs, eða sá kafli sögu okkar á að verða þjóðinni til skammar. Við höfum hjer hlutverk að vinna, mál að ráða fram úr. Við hljótum að eiga á hættu, að við ráðum því ekki rjett til lykta. En hikum við við að taka þá á- byrgð á okkur, þá er það víst, að við ráðum því ekki farsællega til lykta. Hikandi menn, latir menn, menn sem efast um framtíð þjóðar sinnar, yfirmennt- aðir menn, sem vantar dugnað og hafa misst alla hina helstu eiginleika hinna drottnandi manna, fá- kænir menn, sem aldrei hafa fundið í sál sinni það fjaðurmagrr sem titrar í sál „alvarlegra manna með konúngsríki í heilanuni" — allir þeir stara undrandi á, að við skulum vera að byggja okkur flota og koma upp her, sem samsvarar þörfum/ okkar, hrista kollana yfir því, að við skulum vilja eiga okkar hlut- deild í stjórn og starfi heimsins með því að koma skipulagiáí stað óreglunnaráhinum víðlendu.fögru mið- jarðareyjum, sem hermenn okkar hafa með hreysti hrifið undan fána Spánverja. Þetta eru menn sem óttast hið eina þjóðlega líf, sem vert er að lifa. Þeir trúa á klausturlíf, sem eyðileggur hverja góða og ær- lega taug hjá þjóðunum eins og hjá einstaklingnum. Eingin þjóð hefur orðið voldug, sem lagt hefur alla áhersluna á efnalega hagsmuni sína.Jegtala með allri virðíngu um þá menn sem skapað hafa hina etnalegu velmegun okkar. Því við eigum þeim mikið að þakka. En meira eigum við að þakka stjórnmála- manni eins og Lincoln og hershöfðingja eins og Orant. Það sem jeg heid fram við ykkur. landar mínir, er að land okkar heimti af okkur að við Iifum ekkii í ró og aðgerðaleysi heldur í sífelldu starfi. Ef við stöndum með hendur í vösum ^Leingdar, ef viá sækjumst eftir aðgerðaleysi, ró og^ógöfugum friði, ef við hikum við að leggja út í það stríð sem hef- ur í för með sjer lifshættu og missiralls þess sem okk- ur þykir vænt um, þá komast djarfari og sterkari þjóðir á undan okkur og ná yfirráðum yfir heimin- um. Látum oss því örugga leggja út í Iíf fullt af stríði, með þeim fasta ásetníngi að gera skyldu okkar eins og mönnum sæmir, meá þeim fasta ásetningi, að verja það sem rjett er í orði og verki, að vera heiðarlegir og hraustir, stefna að háu marki, en neyta skynsamlegra meðala. Látum oss ekki hika við að leggja út í nokkurt stríð, hvorki ínn- an takmarka landsins nje utan þeirra, þegar viS erum sannfærðir um, að það . stríð sje rjefetmætt. Því það er aðeins með stríði, aðeins með því að við leggjum á okkur erfiða vinnu og leggjum okkur i hættu, að við á endanum náum takmarki okkar sem sannvoldug þjóð. Úr norskum hlöðum- Björnstjerne Björnson var einu sinni á, ferð norð- antil í Noregi í rigningarveðri ogeftir forugum veg- um. „Svona snýst heimsins hjól", á hann að hafa sagt við kúskinn,,, nú er Ibsen suður í Róm, Lie vestur í París, en jeg á leið hjer norðureftir. •• „Já, svona snýst líka vagnhjólið," sagði kúskurinn og leit niöur; „það kastar skítakögglunum sínum í hverja áttina." 45 dóma. Prestur gerði þó einga rekistefnu úr því, en lofaði Pjetri að fara í friði. Pjetur leitaði sjer nú huggunar á þann hátt, að hann fór á stað og bað sjer stúlku. Móðir hans hafði staðið fyrir búi hjá honum, en nú kom konan í hennar stað. Það var óvenjulegt í þá daga á með- al Norðmanna að nokkur giftist án þess að prestur kæmi þar nærri, ef á annað borð var hægt að ná tíl hans. En Pjetur aftók með öllu að eiga uokkuð við prestinn; heldur kvaðst hann sleppa giftingunni. Hann fór með unnustuna til dómarans og þar voru þau gef- in saman í kyrþey. En móður Pjeturs hristi höfuðið, grjet og sagði, að það mundi ekki verða farsælt hjóna- barid, sem stotnað væri utanvið allar reglur. Vandræðin byrjuðu líka strax þegar fyrsta barnið fæddist. Þaðvarveikt, og móðir Pjeturs jagaðiststöðugt á því, að það yrði að skíra barnið strax. En Pjetur treysti sjer ekki til að skíra sjálfur. I nokkra daga var hann órólegur, gekk fram og aftur og nagaði neglurnar og horfðí á barnið. Veikin fór vaxandi og barnið grjet meir og meir. Pjetur varð þá að fara til prestsins, þó honum væri það allt annað en ljúft. Hann hitti prests- konuna og hún vísaði honum inn í lestrarherbergi 46 prests. Þar voru bókaskápar frá gólfi til lofts við hvern vegg, en prestur sat við lr'tið borð í miðju eins og kónguló í vef sínum. Pjetur nam staðar rnnanvið dymar, sneri húfunni milli handanna og var þúng- brýnn. Prestur sneri sjer við í stólnum. „Ert það þú, Pjetur?" sagði hann undrandi. „Hvað er nú á ferð- um?" „Mig langaði til að biðja prestinn að skíra fyrir rnig barn," sagði Pjetur og sneri húfunni. »Já, Jeg neyri svo sagt, að þú sjert giftur fyrir eitthvað ári síðan," svaraði prestur," en þá þurftirðu ekki prestsins nje kirkjunnar." „Það lítur út fyrir að barnið lifi ekki leingi," hjelt Pjetur áfram án þass að gefa því nokkurn gaum sem prestur sagði. ,íÞegar hjónabandið er byrjað eins og hjá þjer, hljóta ávextirnir að verða eftir því„, sagði prestur. „Ef þú ætlar að koma, þá ættirðu að koma strax," sagði Pjetur. >,En jeg veit ekki hvort jeg geri það, eða rjettara sagt, hvort jeg get gert það," svaraði prestur. „Hversvegna ekki? Hjerna eru fimm dalir." „Jeg þakka, en jeg tek ekki við neinu. En heyrðu, 47 Pjetur, í hverri trú hugsarðu þjer að barnið verði skírt?" „Hverri trú?" „Já, við verðum að skíra barnið í krist.inni trú og inn í kristinna manna fjelag; en hvernig er það hægt þar sem bæði faðir þess og móðir eru þar fyrir utan ?" „Erum við máske ekki kristin ?" spurði Pjetur. „Jeg get ekki álitið að svo sje, þar sem þú hefur sagt þig úr kristnum söfnuði og kona þín nefur ekki beðist inntöku í hann. Og við prestar höfum ekki leyfi til að skíra þau börn sem við erum ekki vissir um að verði alin upp í kristilegri trú." Pjetur stóð kyr og horfði niður í gólfið. Drættirnir í andlitinu voru líkastir þvi, sem hann stríddi við að verjast gráti. Eftir stundarkorn sagði hann: „Og þú ætlar þá ekki að koma?" -Jeg get það ekki, hvorki vegna samvisku minnar nje lögum trúarfjelags míns," svaraði prestur. „Ef þú vilt skíra barnið, þá verður þú að gera það á eigitt ábirgð, þótt jeg reyndar ekki sjái, hvað þú ætlar að gera með að skíra það.« Pjetur stóð enn við stundarkorrt og sneri húfunni.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.