Bjarki


Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 6

Bjarki - 14.11.1902, Blaðsíða 6
6 BJ ARKI. Norska skáldið Alexander Kjelland er stór maður og ístrumagi. Einu sinni var hann á ferð og þurfti yfir á á ferju. Hann kvartaði yfir því við ferjudreng- inn að ferjan væri lítil og hikaði við að fara uppí hana. „Það er óhætt," sagði strákurinn, " jeg hef oft ferjað í henni naut áður." Leirkerin. Eftir Omar Khaygan. Jeg var aleinn í leirkerabúðinni, innanum öll leirkerin. Þair voru ajjskonar leirker, stór og smá, sitt með hverju laginu, hingað og þángað á gólf- inu og hyllunum. Sum voru símalandi, en hin steinþögða og hlustaði á. »Er nú ekki auðsær tilgángurínn og vís- dómurinn í því«, sagði eitt kerið, »að jeg hef verið myndað þannig af jarðarinnar leir og einmitt með þessu lagi sem jeg hef? Það er ekki hætt við, að jeg verði brotið í mola og fótum troðið aftur í myndlausri moldinni.« »Það gæti ekki einu sinni gáskafullur dreingur feingið það af sjer,« sagði ein skál- lin, »að brjóta sundur skálina, sem hann hef- ur oft með ánægju drukkið úr, og þaðan af síður er honum trúandi til þess, sem myndaði mig með eigin hendi, að reiðast sjálfs sín smíði og sundra því,« þessu svaraði nú einginn, en rjett á eftir tók ólögulegt ker til máls: »Jeg veit að þið skopist að mjer, af því að jeg stend hallfleytt og hef mislángar lappir. En, hvað get jeg gert að því, þótt leirsmiðurinn væri skjálfhent- ur þegar hann mótaði mig?« »Það er kominn upp sá kvittur«, sagði eitt ílátið, »að öllum gölluðu kerunum verði kastað burt og það í eilífan eld. En hver haldið þið verði til þess ? Einginn annar, að því er sagt er, en sjálfur Ieirsmiðurinn, sem allir gallarnir eru að kenna. Ekki dettur mjer þó í hug að 48 »Sæll," sagði hann svo allt í einu, sneri sjer við og gekk út. Þeir sem þekkt hefðu Pjetur áður, og sjeð hann nú, þegar hann labbaði heimeftir, mundu hafa sagt, að hann hefði eldst stórum undanfarandi tíma. Bakið var bognara en áður, hann gekk álútur og var ekki nærri því eins kvikur í spori og hann hafði áður verið. Þegar heim kom, kastaði hann húfunni frá sjer út í horn og fleygði sjer niður á bekk. Konan var nýbúin að leggja barnið á brjóst, því það var eina ráðið til að stöðva grát þess. Hún horfði með sýnilegri óró og kvíða á hvern drátt í hinu litla, föla andliti. „Kemur presturinn?" spurði hún. „Nei," svaraði Pjetur og tók um leið pípu sína og tróð í hana tóbaki. Móðir Pjeturs leit við. „Þá verður þú að skíra barnið sjálfur, Pjetur," sagði hún; „þú mátt ekki taka þá ábyrgð á þig, að barnið fari illa, ef það skyldi nú deyja. „ Kona Pjeturs leit til hans tárvotum augunum. „Guð minn góður," andvarpaði hún; „blessaður Pjet- ur, skírðu bamið." Pjetur tók út úr sjer pípuna og lagði hana aftur á trúa þessu, þvi að jeg þekki smiðinn sem meinhægan mann og sennilega tekur þetta allt skaplegan enda.« Skrifflnnska. íslensk prestsekkja kom inn á skrifstofuna, sem átti að borga út eftirlaun hennar. Hún var kunnug fógetanum. Fógetinn: „Komið þjer sælar frú mín góð. Fáið þjer yður sæti.- Hvað er yður á höndum?" Prestsekkjan: „Jeg kem til að hefja eftirlaunin mín." Fógetinn: „Hafið þjer lífsattest?" Prestsekkjan: „ H vað ?" Fógetinn : Jeg á við vottorð um að þjer sjeuð enn á lífi." Prestsekkjan: „Þjer sjáið það nú sjálfur." Fógetinn (klórar sjer í höfðinu):" Já, en jeg vildi heldur fá það skriflegt. Það á að vera skriflegt og vottað að tveimur áríðanlegum mönnum. Viljið þjer ekki gera svo vel að senda mjer skriflegt vottorð, eins og vant er, — bara, að þjer sjeuð enn á lífi, ekkert annað. Svo verða peníngarnir strax borgaðir út.“ Prestsekkjan gekk út og fjekk tvo menn til að votta að hún værí á lífi, gekk svo inn aftur með vottorðið og fjekk þá pem'ngana viðstöðulaust. Jíausfkuö/d. — o— O, fögur eru kvöldin á Fróni um haust, þá farfuglar kvaka með skilnaðarrómi og fjöllin aftur bergmála fuglanna raust, um fjöllin leikur aftanroðans ljómi. Og lygnt er yfir hauðri og lygnt yfir sjá og lítil öldubörn fyrir ströndunum reika, og af og til þau minnast við unnarbergin há, en ótal fiskar vaða uppi’ og leika. Og gángi jeg um heiðar, um fjöll og daladrög, þar dimmgrænu skógarnir brattar hlíðar þekja, 49 hylluna. Hann klóraði sjer í höfðinu. „En hvernig á jeg — — — " „Þú getur litið eftir í sálmabókinni," sagði móðir hans. Pjetur náði í sálmabókina og fletti upp kaflanum um skemmriskírn. Vatn var sótt fram í blikkfati og sett á borðið, og Pjetur byrjaði að lesa: „(Ef tíminn er naumur.) Jesús kristur vor droltinn! Þetta barn færum við þjer samkvæmt þínu heilaga orði og biðjum þig að taka það að þjer svo að það komist í kristinna manna tölu. Amen. (Eða styttra.) Drottinn vor Jesús! Þjer felum vjer þetta barn! (Nafn barnsins). Jeg skíri þig í nafni guðs föður, sonar og heilags anda. Amen!" Pjetur jós þrisvar vatni á höfuð barnsins. „En þú gleymdir að nefna nafnið, Pjetur," hvíslaði konan. „Oerði jeg það," svaraðí Pjetur og þurkaði af sjer svitann. „Hvað á hann þá að heita?" „Kallaðu hann Gilbert eftir Gulleik föður mínum", svaraði konan. „Á jeg að ausa meiru vatni" spurði Pjetur. þá kveða við mig smáfossar ljúfustu lög og lífsunað hjarta mínu vekja. Og himininn er dökkblár, en heiður og tær og hundruðum saman þar bjartar stjörnur tindra, og norðurljósa-dýrðin er skínandi skær og skýin ekki mánaljósið hindra. O, himneskt er að vaka um haustaftanstund og huga sinn hvíla við náttúrunnar yndi, þá hýrnar æ minn svipur og ljettist mín lund, jeg leiðindum öllum frá mjer hrindi. Slík undrafegurð huggar sem hollvinar raust, svo harmarnir flýa og freistnistormar óðir. Ó, fögur eru kvöldin á Fróni um haust! Ó, fögur ertu ættjörð, kæra móðir! Ben. P. Gröndal. - •• ©'OO Jrá alþíngi. ýl f/okksfundi. Þíngsinsherra: » Eruð þið þá allir komnir? Lokaðu dyrunum, Ari; komdu með blekbytt- una Ólafur; rjettu mjer pennan, Jósafat. Setjist þið svo niður. Er ekki best að jeg stýri fundinum?« Jósafat: »Jú.« Ólafur: »Mjer sýnist það.« Tryggvi: «Hm.« Þíngsins herra: »Jeg skoða það þá svo sem jeg sje kosinn fundarstjóri.« Guðjón: »Jeg er flutníngsmaður.« Þíngsins herra: »Já, í efri deild mátt þú vera það. Én það er best að jeg verði framsögumaður. Tryggvi getur þá verið for- maður á þessum fundi. Jeg skoða það þá svo, sem Tryggvi sje kosinn hjer formaður, en jeg sjálfur tramsögumaður málsins. Hlustið þið nú á. Við ætlum að taka sneið vestan af 50 „Nei, ekki nema þrisvar sinnum, því það er synd," svaraði móðir Pjeturs. „Já, hvernig á þá að gera það?" spurði Pjetur ut- an við sig. „Þú gleymdir víst líka að gera krossmark yfirbarn- inu," hjelt móðir hans áfram. „Það stóð ekkert um það í bókinni," svaraði Pjetur. „En þú áttir að gera þaðsamt; þaðer allaf venja". "JeS get þá gert krossmarkið nú á eftir", svaraði Pjetur. Hann signdi barnið á andliti og brjósti. „Gilbert, jeg skíri þig í nafni - nei, það er satt — Gilbert skaltu heita," sagði hann með föstum mál- róm og lagði lófan á höfuð barnsins. Barnið fór aftur að gráta. Móðir þess grúfði sig niður að því og lagði það í vögguna. „Heldurðu nú að það sje rjett skírt, Pjetur?" spurði hún. „Það verður nú þar við að sitja", svaraði Pjetur. „Ójá, jeg held nú það," tautaði móðir Pjeturs, fór að ná kaffibollunum ofan af hyllunni og stundi við. Svo hjeldu þau þrjú ein skirnarveisluna og sátu hvert með sinn kaffibolla. Ekkert af þeim mælti eitt

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.