Bjarki


Bjarki - 21.11.1902, Side 1

Bjarki - 21.11.1902, Side 1
Vll, 45. Eitt biað a vik.u. Verð_ árg. 3 Kr. borgist fyrir j. júlí, (erlendis \ kr borgist fyrirfram). Seyóisfirði, 21. nóv. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902. Sala Vestindíaeyjanna —o— Ekkert mál hefur nú leingi vakið jafnmikið stríð í Danmörk og sala vesturheimseyja Dana. Hin núverandi stjórn fylgir eindregið því, að selja skuli. Hægrimannaráðaneytin, sem áður voru við völdin, voru einnig hlynnt sölunni og byrjuðu samningana um hana. Samningarnir eru fyrir laungu fullgerðir milli stjórnanna í Danmörk og Bandaríkjunum. . Fótksþíngið danska hefur einróma samþykkt söluna. En landsþíngíð ekki. Við nýu kosníngarnar til þess í haust var þetta eitt af höfuðatriðunum. Málið kom fyrir í landsþínginu 15 f• m. Ráða- neytisformaðurinn, Deuntzer, byrjaðí umræð- urnar og sagði meðal annars : »Jeg hef aldrei skílið þær háværu raddir sem tatið hafa sölu eyjanna niðurlægíng fyr- ir Danmörk. Á þessu þíngi sitja þrír fyr- verandi ráðaneytisformenn (Estrup, Reedtz- Thott og Sehested) sem allir hafa haft með höndum samninga um söluna, og einginn mun dirfast að halda því fram, að þessir menn hefðu sinnt þeim samningum, ef í þeim væri fólgið nokkuð það er gagnstætt geti heitið föður- landsást. Það getur á eingan hátt aukið álit Danmerkur, þótt við höldum eyjunum. Það styrkir á eingan hátt ríkið. Það eykur gjalda- byrðina heima fyrir og ábyrgðina út á við. Það eykur ekki álit Danmerkur, að eyjar, sem lúta hinni dönsku krúna, smátt og smátt sökkvi leingra og leingra niður í vesaldóm. Það eyk- ur sannarlega ekki álit okkar, að verða að taka á móti ávörpum eins og því sem fjár- málaráðherrann nýlega fjekk frá yfir 1000 íbú- um á St. Croix, þar sem meðal annars segir, að þeir vænti að samníngarnir um sölu eyj- anna verði sem fyrst til lykta leiddir, en kom- ist þeir ekki á, þá vofi fjárhagsleg eyðilegg- ing yfir eynni og íbúum hennar.« Það er tilgángslaust að eyða miklu fje — yfir hálfri milljón króna árlega — til lands- hluta, sem stöðugt er í afturför. Og það er rángt gagnvart íbúum eynna að við, úr því að við getum ekki hjálpað þeim, stöndum í vegi fyrir hagsmunum þeirra og bjartari fram- tíð í sambandi við hið stóra norðurameríska lýðveldi.* Fyrir hönd þeirra sem voru móti sölunni talaði fyrverandi dómsmálaráðherra Goos. Hann mynnti þíngmenn á, að þeir væru að- eins bundnir við sannfæring sína, en hvorki munnleg nje skrifleg loforð til kjósendanna. Ahlfeldt Laurvig greifi sagði, að hreifingin móti sölunni væri eingaungu vakin til þess að koma Deuntzersráðaneytinu í vandræði, því . áður hefðu margir úr hægriflokknum. sem nú væru andvígir sölunni, verið með henni. 22. f. m. fór fram atkvæðagreiðsla í lánds- þínginu um eyjasöluna. Þíngmenn allir, 66, voru á fundi og ráðgjafarnir allir viðstaddir. \ Einginn fuudur var í þjóðþínginu, til þess að þíngmenn þaðan gætu verið við atkvæðagreiðsl- una, Áheyrendapallarnir voru troðfullir. Elsti landsþíngsmaðurinn, Thygeson kammerherra, er 96 ára gamall og studdi þjónn hans hann inn í salinn; hinn næst elsti, Raben, er 89 ára. Auðvitað mæta þeir ekki á þíngfundum nema þegar mikið þykir við liggja, og báðir voru móti sölunni. Einginn tók til máls og atkvæðagreiðslan fór fram með nafnakalli. Málið fjell með jöfn- um atkvæðum, 32 mót 32. Einn greiddi ekki atkvæði. Þetta mál var að nokkru leyti orðið flokks- mál, þótt hægrimannaráðaneytin þrjú síðustu hefðu haft málið til meðferðar og byrjað samn- íngana. Þó greiddu ýmsir vinstrimenn atkvæði móti sölunni, en ýmsir hægrimenn með henni, svo sem einn af fyrv. ráðaneytisformönnunum, Retz-Thott. En Estrup og Sehested á móti. Ráðgjafafundur var haldinn rjett á eftir og ákvað ráðaneytið, að segja ekki af sjer og, að sett skyldi nefnd til að ráða fram úr, hvað 1 gera skyldi til að rjetta við fjárhagsástæður eyjanna. Sjálfsagt er talið, að þjóðþíngið neiti um fjárframlög af ríkissjóðs hálfu, en efnt hefur verið til samskota af þeim sem and- mælt hafa sölunni, hve mikið sem úr þeim verður þegar til ’á að taka. Fjárupphæðin, sem hjer er um að ræða, er áætluð um 20 millj. króna. Hingað til hafa eyjarnar kostað Dani um t/2 millj. árlega. Slys í loftbát. Menn eru stöðugt að finna upp nýtt og nýtt fyrirkomulag á loftbátum, svo að hægt sje að ráða við þá og stýra þeim. Austurríkismað- ur, Bradsky að nafni, bjó í haust ti! loftfar í Paris með nýu lagi og lagði upp í því um miðjan fyrri mánuð ásamt öðrum manni. I fyrstu gekk ferðiu mjög vel og báturinn virtist láta betur að stjórn, en nokkurt loftfar, sem allt til þessa hafði sýnt sig þar. Það barst svo útyfir borgina. En skömmu síðar kom sú fregn frá landsþorpi einu, að tveir loftfarar hefðu hrapað þar niður og væru báðir dauð- ir. Bradský dó strax er niður kom, en hinn lifði nokkrar mínútur á effir. Slysið vildi þannig til, að karfan, sem mennirnir sátu í, slitnaði neðan úr loftbelgnum; hún hrapaði auð- vitað niður, en hann stje upp. og hefur ekki sjest síðan. Esaja spáirsaður. Nýkomin er út í Khöfn þýðing af Esaja, eða Jesaja, spámanni, eftir dr. E. Brandes. Hin nýa biblíuskýring hefur fundið, að sáhluti gamlatestamentisins sem honum hefur verið eignaður getur ekki verið eftir nokkurn ein- stakan mann, þar sem sumt af honum hljóti að vera ritað um 700 árum fyrír Krist, en aðrir kaflanir 500 árum f. kr. Dr. Brandes telur þetta safn af þjóðvísum eftir ýmsa höf- unda. og samkvæm þeim skilningi er útlegg- ing hans ; hún er í lausu rími og bregður fyr- ir ýmsum bragarháttum, en fyrri þýðingunum hefur verið haldið í sama stíl frá upphafi til enda, af því að þýðararnir hafa álitið allt eins manns verk. Þykir mikið koma til þessarar nýu þýðingar. Frímerkiasafnarar frá öllum álfum heims hjeldu nýlega fund Wienarborg til þess að ræða um atvinnugrein sína. Þeim var tekið þar með viðhöfn mikilli og boðið til veislu af borgmeistaranum á opin- beran kostnað. Einsiand osr Kína. I friðarsamningunum, sem gerðir voru í hittl- fyrra milli Kina og þeirra þjóða sem þátt áttu í Kínastríðinu, var ákveðið, að verslunarsamn- íngarnir við Kína, sem eru frá 1862, skyldu endurskoðast. Þó skyldu ríkin semj a um þetta við Kínastjórn hvert fyrir sig. Meir en helmningur allrar Kínaverslunarinn- ar er í höndum Einglendinga. Þeir sendu strax mann til Kína í þessum erindum, sirj. Mack- ay, og hefur hann dvalið þar síðan, og loks í haust var samníngum lokað milli hans og stjórnarinnar. Samníngurinn er í 8 greinum. Sjö hinar fyrstu eru ekki um nein stórvægileg atriði, en þykja þó allar miða í rjetta átt og vera til bóta, En hin áttunda er um þýðingarmikið atriði, sem sje um tollaálögur á innfluttar og útfluttar vörur. Samkvæmt eldri samningum eru milli 30 og 40 hafnir í Kína, sem útlendlendingar hafa leyfi til að flytja vörur inn á og út frá, mót því að borga í toll 5pc. af vöruverðinu, bæði á innfluttum og útfluttum vörum. Auk þess var iagður á tollur, 2l/tipc. ef flytja þurfti vör- ur inn í landið frá höfnunum, eða frá landinu tii hafnanna. En þennan síðari toll hefur Kínastjórn reynd- ar allt til þessa margfaldað. Plún hefur sett upp tolígæsluhús á öllum höfuðvegunum frá »opnu« höfnunum, og þar hefur verið tekinn tollur af hverjum farmi sem fram hjá fór, og það ekki eftir neinum vissum reglum eða mæli- kvarða, svo að varan var oft orðin tvöfalt dýr- ari þegar hún kom þángað sem henni var ætl- að, vegna toilanna, en hún var i höfninni. T. d. voru sex tollgæslustaðir við skurðinn milli Shanghai Og Soochow, en sá vegur er hjerumbil 10 danskar mílur, og var á þeim hverjum fyrir sig tekinn tollur af hverjum vörubát og vöruvagni, sem framhjá fór. Stjórn- in leigði þessar tolitekjur hinum og iiðrum og þeir höfðu þá leyfi til að leggja tollana á eft-

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.