Bjarki


Bjarki - 21.11.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 21.11.1902, Blaðsíða 3
Húsbrunl. Á föstudagsnóttina í síðastl. viku kviknaði í bænum á Úlfstöðum á Völlum, þar sem Stefán læknir Gíslason býr. Eldurinn kom upp í eldhús- inu og brann það og fleiri framhýsi, en fólkið vakn- aði í baðstofunni við reikinn og fór út um glugga. Auk húsanna brann eitthvað af matvælum og nokk- uð af skinnum. Skaðinn er töluverður, því alt var óvátryggt. Aukaútsvör í SeyðisfjarBarhireppi eru nú þessi hæst: Sigurðar á Brimnesi 200 kr. sr. Björns á Dvergasteini 90, Jóns á Skálanesi 70, Vigfúsar Eiríkssonar 35, Vilhjálms á Hánefsstöðum 20, Ólafs Pjeturssonar 20, Sigurðar á Þórarinsstöð- um 20, Eiríks Vigfússonar 12, íngimundar á Sörla- stöðum 11 kr. Umferð. Mjölnir kom híngað á föstudaginn var frá útlönd- um, stó'ð hjer lítið við og hjelt norður. Með honum kom aðventistatrúboði sænskur, Níls Andersson, sem dvelur hjer um tíma hjá David Ösílund og lærir íslensku, en ætlar síðan að takast á hendur trúboð hjer á landi. Hann prjedikaði hjer í bind- indishúsinu í fyrrakvöld, en Östlund þýddi ræðu hans jafnóðum fyrir áheyrendunum. Rolf johansen versiunarmaður fór alfarinn hjeðan með Mjölni til Akureyrar. En konu sína og börn varð hann að skilja bjer eftir í vetur vegna þess að hann gat ekki feingið húsrúm á Akureyri. Kveðju- samsæti var honum haldið af ýrnsum bæjarmönnum nokkru áður en hann l'ór. Með Mjölni fóru einnig snögga ferð til Akureyrar Stefán Steinholt kaupm. og Skafti Jósefsson cand. phil. Guðjón Helgason frá Hrollaugsstöðum á Lánga- nesj, sem verið heftir hjer am tíma, fór heimieiðis. I. M. Hansen konsúll fór til Noregs með »Nord- lyset«. Kosningalösiin. Með Mjölni kom sú fregn frá Khöfn, að víst mætti telja að kosningalögin yrðu ekki staðfest. Ástæðan kvað vera sú sem áður er um getið hjer í blaðinu. En ílla er þessu tarið um einhver hin vinsælustu lögin sem komið hafa frá þínginu nú leingi. Bæiarstjórnarfundur var haldinn í gær. Samþykkt var að kalla hús- eigendur sunnan Fjarðarár út að goodtemplarahúsi á fund og fá að vita, hvort þeir æski eftir að vatnslei'^slan sje látin gánga alla leið út að good- templarahúsi og, ef það er vilji þeirra, þá að slá _______________BJARKI._______________^_ upp allri vatnsleiðslunni þángað og reyna að fá til- boð í hana. Vilji húseigendur það ekki, þá skal boðin upp vatnsleiðslan á öldunni. Bæjarstjórnin gerði þann samning við St. Th. Jónsson, sem afgreiðslumann Sameinaða gufuskipa- fjelagsins, að leigja honum næsta ár hin sömu vörug'-ymsluhús og kolarúm og hann hefur haft á leigu í ár, og svo rjett fyrir þau skip fjelagsins, sem eftír föstum áætlunum fara, til þess að Ieggj- ast við hafnarbryggjuna og taka þar vatn, og að nota vagna þá, sem bryggjunni fylgja og járn- sporin — allt fyrir 1000 króna gjald um árið. St. Fh. Jónssou kaupm. kosinn til þess að taka þátt í tilbúm'ngi verðlagsskrár. Bæjarstjórnin mælti með því, að Ingunn Gisla- dóttir, ekkja Einars Björns pósts, fái að halda póstferðunum milli S°yðisfjarðar og Grímsstaða svo leingi sem kostur er á, og heitir því að styrkja hana með ráðum og dáð til þess áð hún geti leyst póstferðirnar þannig af hendi að í góðu Iagi sje og fulltryggjandi fyrir póststjórnina. Bæjarfulltrúarnír Jón Jónsson og Tryggvi Guð- mundsson kosnir ásamt oddvita til þess að semja skrá yfir kjósendur i bænum til afnota við kosn- ingar í bæjarstjórn eftir nýárið. Vínsalan. Frækornin flytja í ga:rkvöld svar til Bjarka upp á greinar þær sem hann hefur flutt um fyrirkom"- lagið á vínsölunni hjer í bænum. Þau hrósa fyrst og fremst happi yfir því, að Bjarki sje nú orðinn »hlynntari bindindi en áður.« En Bjarki hefur aldrei móti bindindi ritað, heldur móti ofstækiskenningum bannlagamannanna innan bindindisfylkingarinnar. í greinum Bjarka um vínsölufyrirkomulag bæjar- ins hefur ekki með einu orði verið á bindindi minnst. Tillögur Bjarka eru: »Annaðhvort ættu verslanirnar að sækja aftur um vínsöluleyfi og fá það, eða þá bærinn að taka að sjer vínsöluna«. f>essi athugasemd Frækornanna er því fullkomlega va*nhugsuð, hvernig sem á hana er litið. Afstaða Bjarka í þessu máli er skýrt tekin fram: Hann vill hafa vínsölu í bænum, opinbera og lög- lega vínsölu. Ekki ólöglega sölu og leynisölu. ekki vínsölu eins og ]>á, sem átt befur sjer sta? þetta ár sem nú er að líða. Frækornin hafa það einkutn á móti tilIöguBjarka um ?ð bærinn taki að sjer vínsöluna, að bannlög gegn víni mundu éiga erfiðara að ryðjasjer til rúms eftir en áður, ef þetta kæmist á. En bannlaga- kröfur bindindismannanna eru siðferðislega rángar; það eru grillur, sem kviknað hafa í heilum ofstækis- 3 fullra manna, grillur, sem einginn skynsamur lög-. gjafi ætti nokkurntíma að taka hið minnsta tillit til. Og fyrir hugmynd, sem einginn veit, hvort nokk- urntíma verður að virkíleíka, hugmund, sem aldrei ætti að verða að virkileika, af þvi að hún er sið- ferðislega raung, ættu þá bindindismennirnir, eftir kenningum Frækorna, að verða á móti mikilsverðri umbót á vínsölunni í bænum, sem þeir annars játa að sje góð. Tíöin er stöðugt hin besta, en hvasst útifyrir svo að sjaldan gefur á sjó. Eldgros. Rjett fyrir síðustu mánaðamót gaus fjallið Santa Man'a í Guatemala. Ibúar bæjarins Quesaltenango urðu að flýja bæinn vegna öskufalls. Búaforíngjarnir hafa i haust verið á ferð um Þýskaland og Frakkland. Hefur þeim alstaðar verið vel tekið. Þó vildi Þj'skalandskeisari ekki taka mótí þeim til viðtals nema með milligaungu sendiherra Breta, Dewet heldur nú 1 haust heimleiðis til Suður-Afríku, en þeir Botha og Delarey til Ameríku. Chamberlain, nýlendumálaráðherra Breta, ætlar að takast ferð á hendur til Suður-Afríku til þess að sjá með eigin augum ástandið þar. För hans er mjög þýðingarmikil fyrir öll afdrif málanna þar. íslensk frímerki brúkuð kaupir hæsta verði Sigarður Jónsson verslunarm., Búðareyri. 'ndirritaður óskar eftir að fá lagheftdt- an Úngling til að iæra skósmíði nú strax. Hermann Þorsteinsson. Rjúpur keyptar háu verði í allt haust. Sf- Ch. Jónsson. 60 „Iðrast þú þvermóðsku þinnar, þar sem þú hefur Svo leingi hafnað þeim náðarmeðulum, sem drottinn ,hefur boðið þjer í kirkju sinni?" „Já, já", svaraði Pjetur. „Og þekkir þú ekkert, sem geti hjálpað þjerannað en Jesús Krist hinn krossfesta?" „Já, já," kallaði Pjetur. Prestur nam lítið eitt staðar. - „Þú hefur víst ætlað að segja nei," sagði haun hægt. „Fyrirgefðu, jeg heyrði ekki - jeg er sammála þjer i öllu, prestur," sagði Pjetur; augun luktust aftur og hann fjell í dvala og lá eins og meðvitundarlaus. En að lítilli stund liðirmi fóru varirnar að bærast og hann þuldi upp: „Svo áttu að segja við skriftaföðurinn: Æruverði, kæri herra! Jeg bið yður að heyra skriftamál mitt og boða mjer fyrirgefníngu syndanna fyrir guðs skuld. Mæltu fram: Jeg vesæll syndari játa mig frammi fyrir guði sek- an í öllum syndum. Sjerstaklega skrifta jeg fyrir yður, að jeg er þjónn, þjónustustúlku o. s. frv." Prestur greip meðalaflösku, sem stóð á borðinu, 61 las á miðann og lyktaði úr stútnum - jú rjett, það var nafta. Hann hjelt glasinu við nasir sjúklingsins. En hann vaknaði ekki. Hann hjelt áfram óráðstalinu: „Ætlarðu, prestur, að loka veginum fyrir manni, sem leitar fyrirgefníngar syndanna?" kallaði hann. „Þetta er minn bekkur, mín lögleg eign, og jeg sit hjersvo leingi sem mjer líst. - Hjerna eru fimm dalir, prest- ur, ef þú villt skíra barnið. Hvað segirðu, fæ jeg ekki rúm í kirkjugarðinum? Hvar er presturinn? Sendið þið eftir prestinum; segið þið að jeg iðrist, segið þið~". Hann opnaði allt í einu augun og leit flóttalega í kríngum sig. Presturinn stóð við rúmið með brauðið og vínið í höndunum og rjetti að hon- um; sólargeislinn fjell inn uui glug'gann og á prest- inn. „Ouði sje lof," andvarpaði Pjetur, rjetti hend- urnar móti prestinum og - dó. Presturinn stóð leingi og horfði á hann, gætti að, hvort eingin hreifíng kæmi framar í andlitið; hann tók á honum til þess að vita, hvort hann kólnaði. Loks sneri liann sjer til móður Pjeturs og konu. „Hann er sálaðar", sagði hann; „hann fjekk ekki sakramentið, eu þið heyrðuð játníngu hans og getið 62 verið vissar um að hann finnur náð hjá guði, þv! hann leitaði iðrandi til hans á banadægri sínu." Presturinn horfði á líkið. Hann grunaði ekki, að hann hafði í raun og veru drepið þennan mann;en honum flaug í hug, að hjer lægi versti mótstöðu- maður sinn í valnum; nú væri eingan mótþróa að óttast þar í söfnuðinum framar. VIII. Prestur hafði tekið sinn eigin hest og ,vagn til ferð- arinnar og ætlaði að flýta sjer; iíka ætlaði hann að vitja armara sjúklínga í sömu ferðinni. Honum hafði dvalist leingur hjá Pjetri en hann gerði ráð fyrir, og þegar hann kom út á túnið aftur, leit hann allt í kríng og var í efa um, hvort hann ætti að leggja út í að fara leingra, því það var liðið undir kvöld. Hann rjeð þó af að hætta á það, settist upp í vagninn og ók á stað. Þegar hann hafði lokið sjúkraheimsóknunum, var farið að rökkva. Hann spurði bóndann, sem hann var seinast hjá, hvort hann gæti ekki vísað sjer á beinni veg heim en þann sem hann hefði komið.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.