Bjarki


Bjarki - 28.11.1902, Page 1

Bjarki - 28.11.1902, Page 1
Vll, 46. Eitt blað a víku. Verð árg. j ks. borgist fyrir i. júlí, (erlenrlis 4 kr borgist fyrirfram). Seyóisfirði,28. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin 1902. nóv. sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. Cil kaupenda k&jarka. Kaiipendiu Bjarka nœr og ýjœr áminnast vinsamlega um að borga blaðið. Sjerstaklega skal hjermeð skorað á þá, sem einga grein hafa gert jyrir andvirði blaðsins, eða útsölu á því, síðan eigendaskifti urðu að því, um nýár 1901, að gera þetta eigi síðar en um nœstu áramðt. Brjef þessu viðvíkjandi sendist til eiganda og ritstjóra blaðsins, PORST. GÍSLASONAR. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn 1. desember næstkomandi kl. 12 á hádegi verður opinbert uppboð haldið hjá verslunarhúsum kaupmanns A. Rasmussens og þar seldir eftirlátnir munir Sigriðar Jóns- dóttur sem andaðist hjer á sjúkrahúsinu 13. þ. m. svo sem: allskonar kvennfatnaður, þar á meðal skrautbúnaður, rúmfatnaður, rúm, komm- óða og ýmsir húsmunir, úr með gullfesti og aðrir skrautgripir o. fl. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði. 26. nóv. 1902. fóli. fóhannesson. Uppruni lífs á jörðunni —o— Þessi grein er dregin út úr grein eftir þýskan mann, H. Schulze-Sorau, í Kringsjá. Alltfrádögum Aristótelesarhefurmannsandinn barist við að ráða þá gátu, hver sje uppruni lífsins. Sköp- unarsaga bíblíunnar nægir fæstum nú á dögum. Elsta hugmyndin er að lífið hafi kviknað af sjálfs- dáðutn, og þessi kenning er nú ráðandi hjá mörgum vísindamönnum, þótt hún styðjist hjá þeim við önnur rök. í fornöld hjeldu menn að líf kviknaði stpðug^ í hinum dauðu efnum, t. d. ormar og skorkvikindi í mold og leðju. Og enn er þessi trú til að því er snertir lýs og óþrifamaura. Á miðöldunitm gerðtt menn eingan ntun á hinni lifandi og dauðu náttúru; menn hjeldtt að líf og sál væri í allri náttúrunni, öllum efitum, jafnvel málmunum. Kenningin ttm sjálfframleiðsluna fjekk að nokkru leyti stuðning í uppfundning smásjáarinnar. Menn hjeldu að milliliðttrinn milli hinnar dauðu og lifandi náttúru væri fundinn þar sem infúsíónsdýrin eru. En Þær kenningar hafa ekki staðist rannsóknirnar. Á efnarannsóknastofunum hafa menn. gert ótal tilraunir til að framleiða líf úr dauðutn efnum, en það hefur aidrei tekist. Nýr vegur til lausnar á gátunni virtist opnastþeg- ar menn fundu hin svokölluðu frumdýr, en þau hafa einga ákveðna lögun og nærast og æxlast án þess að hafa tii þessa nokkur sjerstök lífæri. Þau finnast í kyrrum og djúpum höfum. Einkum hefur hinn þýski náttúrufræðíngur Hackel reynt að gera þau að millilið. Hann ályktar svo, að jörðin hafi áður fyrr- um verið í þesskonar ástandi að ekkert líf hafi getað átt sjer þar stað, en þessvegna hljóti iífið að hafa kviknað í líflausum efnum á einhverju vissu stigi í myndunarsögu hnattarins og við einhverja vissa breyt- ingu sem þar gerðist. Þegar allar tilraunir til að kveikja lif í líflausum efnum mistókust, datt mönnum í hug að líta á málið frá allt annari hlið. Var það nú víst,að lífið hefði nokkurn uppruna, eða, að það væri ekki eins gam- alt og hin líflausa náttúra? Oat ekki verið að lífs- fræin bærust frá einum himinhnettinum til annars og þroskuðust síðan aistaðar þar sem þau hittu fyrir hagkvæman jarðveg? Enskur eðlisfræðingur, Thom- son, setur fram þá getgátu, að lífið hafi flutst til jarð- arinnar með meteorsteinunum, en þeir sjeu brot af hnöttum, sem líf hafi áðttr átt sjer stað á. En þetta er reyndar eingin skýring á uppruna lífsins. Málinu er aðeins skotið frá þessum hnetti og til annara hnatta og gátan verður jafnóskiljanleg eftir sem áður. Þá hefur komið fram sú tilgáta, að hin líflausa náttúra væri fram komin af hinni lifandi náttúru, að lífið sje eldra en hin líflausu efni. Fechner reyndi í merkilegu riti að sýna fram á að svo væri. Og Henle bendir í þessu sambandi á, að heil fjöll sjeu mynduð úr efnum, sem heyrt hafa til hinni Iif- andi náttúru. „Með þeim kulda og hita sem við höfum ráð yfir," segir hann, „fáum við eggjahvítu til að storkna og breytum byggingu jurta og dýra. En er það nú líklegt, að þeir kraftar sem nú eyðileggja lífið hafi áður, þegar þeir voru sterkari, stuðlað til þess að kveikja það?" Preyer kennir að lífið hafi ekkert upphaf. Hann skoðar jarðlíkamann eins og eina lifandi heild og hreifingarnar í efnum þeim sem hann er samsettur af eins og vissa tegund af lífi. Eftir því sem jörðin kólnaði skildust þau efni frá sem ekki gátu, vegna hitabreytíngar sem orðin var, haldist fljótandi, og þau mynduðu svo hina líflausu náttúru, þar sem þau eldci tóku þátt í lífshreyfíngunni. Af innbyrðis áhrif- um hinna loftkenndu og fljótandi efna hvers á ann- að, myndaðist svo efnasamband, sem smátt og smátt líktist meir og meir prótóplasmainu, eða hinni ein- földu frummynd hinnar lifanai náttúru. Af þessu mynduðust svo elstu forfeður jurtanna og dýranna og með breytiþróuninni varð hin lifandi náttúra æ margbreyttari og margbreyttari. Þessi kenníng minn- ir á skoðun Heraklíts gamla, sem taldi eldinn frum- orsök alls lífs. Allar nútímans efnarannsóknir virð- ast líka benda þar til eldsins. Pflygel segir: „Lífið er komið frá eldinum og skilyrði fyrir framkomu þess mynduðust meðan jörðin var glóandi eldkúla." Eftir því sem á undan er sagt, hefði lífið þá átt að koma fram á jörðunni samkvæmt óraskanlegu lög- máli, eins og hin einstöku efnasambönd, þegar skil- yrðin voru til orðin fyrir framkomu þess, hvort held- ur sem menn þá vilja hugsa sjer hnöttinn, meðan hann var allur fljótandi og glóandi, sem eina lífs- heild, eða menn hugsa sjer að lífið hafi myndast við breytíngar, sem smátt og smátt hafi orðið í hinni líflausu náttúru. Dubois-Reymond segir, að munurinn á kristall- inum og lifandi líkama sje sá, að í kristallinum sjeu efnin í stöðugu jafnvægi, en gegnum hinn lifandi líkama leiki sífelldur efnastraumur. Þótt hinir starf- andi kraftar í kristailinum og hinum lifandi líkama sjeu ekki óskyldir frá rótum, þá verði þeir ekki mæld- ir með sarna mælikvarða. Síldarveiðar Norðmanna —o— Klemens sýslumaður Jónsson hefur nýlega ritað í Norðurland hvassa grein um strámennsku íslendinga fyrir norska síldarveiðamenn hjer við land. Síðan hefur hann kært I. M. Hans- en konsúl hjer fyrir ólöglega síldarveiði í sum- ar. Mál þessi eru þýðingarmikil og hefur Bjarki því aflað sjer skýrslna um veiði Han- sens konsúls. Hann skýrir svo frá, að er hann var í Noregi í sumar hafi hann keyft 4 nóta- lög, eitt af B, Stoll-Nielsen í Haugasundi, annað af E. Halleland sama staðar og tvö af Wollert Konow 1' Bergen — með þeim skilyrðum, að andvirði fyrir eitt þeirra, það sem hann keyfti afHalleland, skyldi greiðast 1' ágústmánaðarlok síðast liðins en hin innan loka nóvembermánaðar. Af því að henn skorti fje og, hann vildi eigi hætta of mikla, samdi hann svo um við seljendur nótalaganna, sem allir eru kaupmenn og skipaútgjörðamenn, að hann skyldi selja þeini síld þá er hann veiddi nýa, jafnóðum og hún veidd- ist, fyrir ákveðið verð hverja tunnu, og þurfti hann því eigi að kaupa tunnur og salt, eða legga til skip sjálfur til að flytja út veiðina, enda komst hann með þessu móti hjá þeirri áhættu sem er því samfara að síldin falli í verði erlendis. Hann rjeði sjálfur menn í Nor- egi til þess að stunda veiðina hjer, suma fyr- ir mánaðarpeninga, suma fyrir part af veiðinni. Nótalögin voru honum síðan send með gufu- skipunum »Avance«, »Risö« og »Norðkap« tneð farmskrám, hljúðandi upp á hans nafn sem viðtakanda; kvittaði hann fyrir þær og at- henti skipstjórunum. Af því að einginn síld- arafli var hjer á Austfjörðum, fór Hansen með skipinu »Nordkap« til Siglufjarðar og Skaga- fjarðar til þess að leita að síld, eg er þar fannst eingin fór hann til Eyjafjarðar og kom nótafólki sínu fyrir í húsi, sem leigt var af Saltvedt nokkrutn, umboðsmanni Konows, til þess að salta í síld þá er hann keyfti af Han- sen konsúl. Fór Hansen síðan til Eskifjarðar og sótti Nótalagið, sem þar hafði átt að veiða, og flutti það til Eyjafjarðar og kom fólkinu fyrir á Hjalteyri. Fjórða nótalagið sendi hann vestur á Vestfirði til þess að leita þar að veiði. Hann segist í raun og veru i marsmánuði síðastl. hafa samið um kaup á nótalögunum

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.