Bjarki


Bjarki - 28.11.1902, Síða 2

Bjarki - 28.11.1902, Síða 2
2 B J A R K I. en kaupin hafi eigi verið fullgerð, eða kaup - brjef undirskrifuð fyr en um mánaðamótin júní-júlí. Kaupbrjefin segir hann seljend- urna og sig hafa samið án þess að kalla til nokkurn lögfróðan mann. Veðbrjefin fyrir andvirði nótalaganna kveðst hann og sjálfur hafa samið án tilstyrk nokkurs manns. A ósamkvæmni þeirri í dagsetning á tveim- ur af skjölunum, sem Klemens sýslumaður Jónsson hefur gert að umtalsefni í »Norður- landi«, segir hann muni standi svo, að hann hafi litið á rángan kaupsamning þegar hann ritaði umrætt veðbrjef og álítur eigi að þessi ónákvæmni hafi nokkra þýðingu fyrir gildi veð- brjefsins. Hann kveður hvorki sjálfan sig nje um- boðsmenn sína hafa leigt nokkurt hús á Hjalt- eyri til þess að salta síld í, því hann hafi ver- ið búinn að selja síldina fyrirfram nýa, en sjer sje kunnugt um, að Saltvedt hafi leigt þar hús til þess að salta í síld þá sem Konow keyfti af sjer. Þannig skýrir Hansan konsúll frá síldarveiði sinni hjer við land síðastliðið sumar. Og þótt kaup hans á nótalögunum væru aðeins að yfir- skyni gerð, þá hefur Klemens sýslumaður að líkindum ekkert npp úr málsókninni gegn hon- um. Það sem Klemens sýslumaður vill er, að Norðmenn þeir sem sfldarveiðar reka hjer við land verði búsettir borgarar í landinu. Og sjálfsagt eru flestir honum samdóma um, að svo ætti að vera. En hitt er líka víst, að meðan lögin eru þannig, að hægt er að fara í kringum þau í þessu efni, þá verður það gert. Lögin frá síðasta þingi eru til ógagns, en ekki gagns. Því þau opna leiðina fyrir norska síldarútgerðamenn til að veiða hjer, eins og verið hefur, með dönskum strámönnum í stað íslenskra. íslensku strámennirn'r borga þó skatta og skyldur hjer á landi sem eigendur að útgerðunum að nafninu til, en dönsku strámennirnir mundu ekkert afþvíborga hing- að til lands. 66 niður í jurtafljetturnar, vissi ekki hvað þar kynni að leynast á botninum. Þar í bygðinni var fullt af högg- ormum og hann gat hæglega stígið ofan á einhvern þeirra. Hann heyrði suðu skorkvikindanna inni í runnunum og allt í kríngum sig, en sá ekkert. Mý- flugurnar stúngu hann svo að hann var sár eftir. Ljósflugurnar voru einu vingjarnlegu skepnurnar þama inni í skóginum. Það lýsti frá þeim í myrkr- inu, og við og við sló bjarma yfírveginn eins og af rafmagnsneistum. Prestur hefði fyrir laungu verið lagstur fyrir, ef hræðslan hefði ekki rekið hann áfram; hann mátti ekki gefast upp. Hefði nokkur sjeð hann þar sem hann stikaði gegnum skóginn, þá hefði hann hlotið að hugsa að maður sá væri ekki með öllum mjalla — maður í fullum prestsskrúða, með pípukraga og floshatt, haldandi með báðum höndum upp um sig prestshempunni. Loks sá hann ljós — virkilegt og stöðugt ljós inni í skóginum. Guð veri lofaður, þar hlaut að vera mannabygð. Prestur hnje niður og andvarpaði þúngt; hann þakkaði guði í heitri bæn fyrir, hve dásamlega hann hefði leiðbeint sjer, og staulaðist svo áfram í áttina til ljóssins. Hann kom í lítið rjóður og þar stóð hús. Hann barði á Löggjafarnir verða að finna ráð til þess, að gera síldarveiðamönnunum norsku, sem veiðar vilja reka hjer við land, æskilegra að búsetja sig hjer, en að reka veiðina með strámönnum. Það mætti t. d. gera með því að leggja afar- háa skatta á síldarveiðarnar, svo að alls ekki gæti borgað sig að reka þær, en bæta svo innlendum síldarveiðamönnum þetta upp með styrk. Fjárbaðanirnar. Eftir síðustu frj^ttum af Hjeraði, er nú búið að baða fje alstaðar fyrir norðan Jökulsá, svo og á Jök- uldal austanverðum, í Túngu og í Hjaltastaðabreppi. Hafa baðanirnar hvervetna gengið vel, enda hver hjálpað öðrum, og menn í þessum sveitum verið svo forsjálir að nota góðu tíðina og eigi lagt trúnað á lygasögur þær, sem gánga um skaðsemi baðanna og hættu þá fyrir fjeð, er af þeim á að leiða. Úr Fellum og Fljótsda! hefur eigi frjetst nýlega, en svo mikið er víst, að íbúar þessara sveita eru búnir að. flytja baðlyfin heiin til sín. 1 Eiðaþíngá er, þegar síðast frjettist, eigi buið að baða nema á fyrirmyndar- heimilunum Eiðum og Hjartarstöðum og hvergi á Völlum eða í Skógum. Sannfrjett er að bændur úr þessum hreppum, sem, eins og getið er um í 42 tölublaði Bjarka, rituðu amtinu og óskuðu að vera lausir við baðanirnar, hafi nú fengið afsvar og ættu þeir því og aðrir, sem enn eiga óbaðað, að nota nú góðu tíðina til þess. Því vart verður því trúað, að jafn upplýstir menn og Hjeraðsmenn eru og löghlýðn- ir, fari að bindast samtökum um það, að óhlýðnast löglegum fyrirskipunum amtsins, sem gjörðar eru í samráði við þá menn, er sýslunefndir þeirra hafa kosið í amtsráðin, og það því síður, sem þeir þurfa eigi að fara leingra en rjett norðurfyrir Jökulsá til þess að fá fullar sannanir fyrir því, að baðanir úr „creolín pearson'1 hafa gefist mæta vel. Baðvinur. 67 dyr, en einginn svaraði. Hann barði fastara og heyrði þá Ijett fótatak innifyrir eins og læðst væri á tánum. Innanvið hurðina var eitthvað sagt með kvenmannsrödd og á máli, sem prestur hafði aldrei fyr heyrt. Hann svaraði á norsku. Hurðinni var lokið upp í hálfa gátt, kveikt á eldspítu, og út gægð- ist dökkt andlit. Það horfði gapandi á hina undar- legu veru sem úti fyrir stóð. En prestur hafði ekki tima til að láta skoða sig þar leingi; hann ýtti upp hurðinni, gekk inn og sagði: „Ljáið þjer mjer í guðs nafni húsaskjól." Hann fleygði sjer niður á trjebekk og stundi. Prestshempan hjekk í flixum utan á honum og var öll ötuð leir og mold. Stúlkan nam staðar á miðju gólfinu og stóð þar mállaus af undrun þángað til eldspítan brenndi hana í fíngurna. Loks leit prestur upp og horfði kríngum sig. Stúlk- an var dimm á svip og hafði undarlega tryllt augu; hárið var hrafnsvart og greitt niður yfir herðarnar. Þetta hlaut að vera Indíánastúlka, en annars var ekk- ert einkennilegt í búníngi hennar. í húsinu var eld- stó og öll tilhögunin þar inni minnti hann á norsk sel. í einu horninn stóð rúm, horn af elgjum og Fjarskyggní og feigðboðar. —o— Banjalúka (Bosnía) 15. mars 1902. Nú skal jeg, samkvæmt ósk þinni, skýra þjer frá þeim þremur undarlegu viðburðum er fyrir mig hafa komið. Jeg man þá enn mjög vel, og get þessvegna sagt þjer allt nákvæm- lega, jafnvel hvert einasta smá-aukaatvik, ef vill. Jeg held mjer við tímaröðina, og byrja á þeim viðburðinum, er átti sjer stað þegar jeg var á 11. árinu (1874). Það var fagurt sum- arkvöld, — í hvaða mánuði, man jeg ekki með vissu — jeg sat að vanda við gluggann og var að prjóna með ömmu minni, sem jeg var uppalin hjá. Til skilningsauka á því er hjer verður sagt, vil jeg lýsa hvernig háttað var í herberginu. Við sátum báðar þannig, að við sáum um allt herbergið. Tæpum fimm fót- málum fram undan okkur stóðu 2 rúm, og á milli þeira og okkar var línfóðruð ljóshlíf, í trjeumgjörð og á trjefótum. í þessu litla herbergi var eingin, nema við tvær. Hurðin var lokuð. Meðan við sátum þannig þegjandi við vinnu okkar, fók jeg allt í einu eftir því, að ljóshlífin fór að hreifast til beggja hliða, eins og klukkuhengill. En mjer til enn meiri undr- unar sá jeg einnig móta fyrir mannshönd á línfóðrinu, alveg eins og einhver stæði á bak við hlífina og setti hana í hreifingu með því að styðja á útþanið ljereftið. Jeg sá greinilega alla fimm fingurna og allan lófann, upp að úlnlið. Jeg varð svo hrædd að jeg missti ver- ið úr hendi mjer, og jeg gat hvorki komið upp einu orði nje litið af ljóshlífinni. Það eina sem jeg gat var að taka laust í hand- legg ömmu minnar, til þess að vekja athygli hennar á þessari undra-sjón. Hún leit upp frá vinnu sinni og á ljóshlífina, og undir eins og hún kom auga á þetta furðuverk, fór hún að biðjast fyrir, sem ekki var tiltökumál um konu á hennar aldri. Hlífin hjelt áfram að hreifast um stund, en svo urðu sveifiurnar smátt og smátt styttri og loks stóð hlífin hreif- 68 hjörtum hjengu á veggjunum innan um byssur og haglapoka, og á gólfið voru breidd hjartaskinn. Útifyrir heyrðist hundgá, skarkali og skrölt í hlekkjum, sem hundarnir voru bundnir með. Inn í húsið kom stór maður skeggjaður, með byssu í hendi og kanínakippu í hendi. Hann nam staðar á gólf- inu og horfði undrandi á hinn kynlega gest, sem á bekknum sat. Án þess að líta af honum kastaði hann kanínunum til Indíánastúlkunnar, studdist fram á byssuna og sagði á norsku: „Hverskonar jólasveinn ert þú, góði minn ?" Prestur reis á fætur, heilsaði manninum, sagði til, hver hann væri og hvernig stæði á ferðum sinum. Maðurinn hlustaði þegjandi á og varð eigi sjeð, að nokkurvöðvi bærðist i andliti hans. „Jeg hjelt, að jeg gæti verið laus við allt svartpokastagl hjer úti, en það ber ekki á öðru, en að það ætli að elta inig," sagði hann eins og við sjálfan sig. Síðan sagði hann eitt- hvað á indísku við stúlkuna; hún gekk fram og kom inn aftur með nokkrar sneiðar af hjartarkjöti og lagði á pönnu yfir eldinum. Presturinn minntist aftur á, að hesturinn sæti fastur í feninu. „Það er ekkert hægt að gera fyr en birtir", svaraði

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.