Bjarki


Bjarki - 05.12.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 05.12.1902, Blaðsíða 1
VI 1,47. Eitt blað á viku. Verð árg. 3 fcr. bórgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr borgist fyrirfram). Seyóisfirði, 5. des, Uppsógn .sk-riflesj, ógild nema komin sje til útg, fyrir i. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus v]<\ blaðift. 1902 Alþingiskosningarnar 1903- Eftir — s — n. —o— Alþingi er nú leyst upp og'nýar kosningar fyrirskipaðar. Eiga þær að fara fram 2.—6. júní næsta ár og gilda um 6 ára tímabil, í stað þess að fyrirsjáanlegt var, að kosningarnar haustið 1900 mundu aðeins gilda fyrir þingið 1901 og kosningarnar í vor, er leið, aðeins fyrir aukaþingið í sumar. Aldrei hefar Islendingum riðið eins mjög á að vanda vel alþingiskosningarnar eins og þeim ríður á að vanda þær að vori. A næsta kjör- timabili á að leggja hyrningarsteininn undir íslenskt þjððrœði og ríður mjög á að hann verði vel lagður og varanlega, Innlend stjórn er í sjálfu sjer nauðsynleg, góð og ágæt, en hún er ekki einhlýt. Danir hafa alltaf haft innlenda stjórn, og þrátt fyrir það hefur þeim um langan tíma verið stjórnað gegn vilja meiri- hluta þjóðarinnar. Rússar hafa innlenda stjórn, og er þó öllum kunnugt við hvílíka harðstjórn, eða öllu heldur óstjórn, þeir eiga að búa. Það liggur því í augum uppi, að eigi er allt feingið þótt stjórn vor verði innlend, heldur þarf annað og meira, og þetta annað og meira er þjóðræði, eða með öðrum orðum, að oss sje stjórnað í samræmi við óskir og vilja meiri- hluta þeirrar manna, sem stjórnarskráin veitir kosningarjett til alþingis. Þjóðræði er hvergi mjer vitanlega beint fyrirskipað í stjórnarskip- unariögum þjóðanna, heldur byggist það á venju, og þar sem það hefur verið viðurkennt og því fylgt um lángan tíma, eins og t. a. m. á Eng- landi, gildir venjan sem lög og væri það því sama sem stjórnarskrárbrot efút afhenni væri brugðið. Það er þó eingan veginn þýðingar- lítið, hvernig stjórnarskípunariögin eru. Því meira vald, sem þau fá þjóðinni eða fulltrúum hennar, þingmönnunum, í hendur, því auðveld- ara er fyrir hana að koma á þjóðræði hjá sjer. Að þessu leyti eiu breytingar þær á stjórnar- skrá vorri, sem væntanlega verða að lögum næsta haust, til mikilla bóta. Eftir hinni nú- gildandi stjórnarskrá gæti ráðgjafmn með til- styrk hiuna 6 konúngkjörnu þingmanna, sem hann ræður sjálfur hverjir eru, komið í veg fyrir það, að fjárlög væru samþykkt af þing- inu og því yrði að gefa út bráðabyrgðafjár- lög — en eftir frumvarpi síðasta þíngs getur hann það ekki. Oss ætti því að vera það innanhandar, ef við kunnum með að fara, að koma þjóðræði á hjá oss. einkum þar sem það er nú viðurkennt í Danmörku hjá þeim, sem völdin hafa þar, En það er einkar þýðingar- mikið fyriross, að þínginu sje þetta Ijóst frá byrjun og að það hafi vit, vilja og fulla einurð til þess að haga sjer eftir því. Þegar undirstað- an er komin, er ætíð hægra að hlaða ofaná, sje hún rjett. En sje byrjunin skökk, verður erfiðara aðgjörða og tækifærið þá ef til vill geingið úr greipum vorum. Það er því þegar af þessari ástæðu næsta þýðingarmikið fyrir oss að vanda vel kosning- arnar til næsta kjörtímabils, en þar við bætist, að á því ættu að minnsta kosti að verða, og verða væntanlega, teknar til yfirvegunar og gjörðar verulegar breytingar á aðalvelferðamál- um vorum, atvinnuvegunum, samgaungurium og alþýðumenntuninni. Nú eru eingir politiskir flokkar til hjer á landi. Þau tvö mál, sem áður skiftu þjóðinni í flokka, eru úr sögunni. Um stjórnarskrár- málið eru nú allir orðnir sammála — uppþoti þeirra Einars Benidiktssonar og Eiríks Magn- ússonar þarf væntanlega eingan gaum að gefa — og bánkamálið er útkljáð. Það lítur að vísu svo út, sem þíngmenn á síðasta þíngi hafi álitið í þinglok að þjóðin væri skift í tvo fiokka og gáfu þeir því út tvær stefnuskrár, en að þetta hafi verið heldur misskilningur hjá /þingmönnum og að þeir hafi ekki einusinni sjálfir skiftst í flokka, sjest Ijóslega þegar stefnuskrárnar eru bornar saman, því það eru nákvæmlega sömu málin sem allir þingmenn bera fyrir brjóstina og eigi verður sjeð á stefnu- skránum, að neinn munur sje á því, hvernig menn hafa hugsað sjer að bætt yrði úr göll- um þeim, sem viðurkennt er að sjeu á ástandi því, sem nú er. Það er því eigi til neins að reyna að telja þjóðinni trú um það, að til sjeu ákveðnir politískir flokkar í landinu og að hún verði að fara eftir því við kosningarnar að vori. Kjósendurnir geta verið sannfærðir um það, að þeir, sem reyna til þess, að koma þessu inn hjá þeim, geingur eitthvað annað en gott til- — Þetta gjörir kosningarnar enn vandameiri. Aður hafa eindregnir flokksmenn venjulega þurft að vera í litlum vafa um það, hverja af frambjóðendunum þeir ættu að kjósa, því venju- lega hafa eigi fleiri boðið sig fram úr hverj- um flokki í sama kjördæminu, en kjósendurn- ir máttu gieiða atkvæði. Við næstu kosning- ar ihafa kjósendur eigi þennan stuðning; þeir verða að gjöra sjer Ijóst, hverjir af öllum fram- bjóðendunum sjeu í raun og veru best fallnir til þingfarar, án þess að taka nokkurt tillit til þess, hverja skoðun þeir hafi áðuv haft á mál- um þeim, sem nú eru til lykta leidd, eða með öðrum orðum, til hvers flokksins þeir hafital- ist áður. En eins víst og það er, að flokkaskifting sú, er verið hefur hjá oss hin síðustu árin, er nú úr sögunni, eins víst er og hitt, að hjá oss ætti að vera og hlýtur að koma fram, og það þegar á næsta þíngi, "ef ekki fyr, eðlileg flokkaskipting, byggð á því, hverjir eru fram- sóknarmenn og hverjir íhaldsmenn. Þessa stóra mismunar, sem skiftir öllum þjóðum hins mennt- aða heims í andvíga flokka, hefur næstum eigi gætt hjá oss hin síðustu árin og eingu ráðið, þótt undarlegt megi virðast, í skipun þíng- flokkanna. Þarf þessu til sönnunar eigi annað en benda á það, að menn eins og Pjetur á Gautlöndum og Júlíus Havsteen, Guðjón Guð- laugsson og síra Arnljótur, Klemens Jónsson og dr. Jónassen hafa fyllt sama flokk. Á þessari eðlilegu flokkaskiftingu ættu kjósend- urnir að fara að átta stg, því eftirleiðis mun meira, kveða að henni en hingað til. Bæði er það, að nú verður því væntanlega ekki Ieing- ur að treysta fyrir íhaldsmennina, að stjórnin muni koma í veg fyrir framkvæmd allra ný- únga eins og hingað til hefur átt sjer stað, og verða þeir því sjálfir að berjast gegn þeim málum, sem þeir vilja eigi að fái framgáng, og eins hitt, að stórar breytingar eru væntan- Iega fyrir hendi, eins og áður var bent á. Jeg þykist nú hafa sýnt fram á, að vanda beri þingkosningarnar að vori og vil jeg leyfa mjer með fám orðum að benda á það, hvaða kosti hjá þingmannaefnum þeim, sem í kjöri verða, kjósendurnir eigi sjerstaklega að láta ráða atkvæði sínu. , Frh. -í«-'' • • ,u«*-~ Fjarskyggni og feigðboðar. — o— Niðurl. Tveimur árum seinna skeði þriðji viðburður- inn. Hermann Peer, föðurbróðir minn, þjáðist af hjartasjúkdómi; en eingan grunaði samt, að dauða hans mundi svo bráðlega bera að höndum, enda var útlit hans enn hraustlegt Og glaðlegt. Hann fjekk oft krampaflog á nóttunni; en á daginn var hann frískur. jeg var uppáhald hans og hann heimsótti mig oft. Einu sinni sem oftar kom hann til mín og dvaldi til kvölds. Jeg sá, að eitthvað lá óvana- lega illa á honum, þó hann reyndi til að 'leyna því, með uppgerðar brosi og smáspaugi. Þegar kominn var tími til að fara, var sem hann ætti ómögulegt með að slíta sig ffá mjer. Þegar hann. var kominn spölkorn frá'húsinu, sneri hann aftur við til að kveðja mig, eins og hann ætlaði af stað í lángferð. Hann Ijet það lika í Ijósi, að hann vildi alls ekki fara heim, og kvartaði um sáran verk fyrir hjartanu. Þrátt fyrir þetta kom mjer ekki til hugar að dauða hans væri svo skammt að bíða sem raun varð á; en næstu nótt dó hann. Jeg átti þá heima hjá hinni áður nefndu frú Portu- gall. Svefnherbergi hennar var við hliðina á mínu, og dyrnar á milli stóðu alltaf opnar, einnig þessa nótt, sem hjer segir frá. Fram- an við svefnherbergi mitt var annað herbergi, og fram af því eldhúsið. Sá, sem ætlaði inn

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.