Bjarki


Bjarki - 05.12.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 05.12.1902, Blaðsíða 2
2 B JVR K I. í mitt herbergi, hlaut að fara gegnum tvennar dyr, sem nú voru lokaðar. En víkjum nú aftur að efninu. Þegar jeg nú lá þarna í rúmi mínu um nóttina og af einhverjum óþekktum ástæðum gat ekki fest blund alla nóttina, heyrði jeg allt í einu, að drepið var á herbergisdyrnar hjá mjer. Af því jeg vissi, að hinar fremri herbergisdyr voru læstar, furðaði jeg mig á þessu. Jeg reis upp í rúminu og leit inn til frú Portugall; en hún svaf róleg í rúmi sínu, °g gat því ekki hafaverið völd að höggunum. Og um aðra var ekki að gera í húsinu. Svo er barið í annað sinn. Jeg spyr, hver þar sje, en fæ ekkert svar. Við þetta vaknaði frú Portugall og spurði, við hvern jeg væri að tala. Og þegar jeg sagði henni, hvað jeg hafði heyrt, sagði hún, að það væri alveg ómögulegt, þar sem eldhúsið væri lokað að innanverðu. Þegar nú enn var barið í þriðja sinn, spurði jeg hana, hvort hún hefði ekki heyrt það, en hún kvað nei við. Jeg varð mjög hissa á þessu. En nú, þegar byrjað var að berja í gólfið rjett undir rúmi mínu, þá var mjer allri lokið af hræðslu og jeg flýði inn til frú Portugall. En hún þvertók fyrir, að hún hefði nokkuð hejnt og gat með eingu móti skilið í óðagots-atferli mínu. Klukkan slóþrjú, og síðan heyrði jeg eingin högg. Eftir að jeg hafði vakað það sem eftir var næturinnar, niðursokkin í alvarlegar hugleiðingar, kom ein frænka mín snemma um morguninn með þá fregn, að Plermann föðurbróðir minn ’nefði fundist örendur í herbergi sínu. Eftir því, sem læknirinn sagði, hafði hann dáið úr hjarta- slagi um kl. 3 um nóttina, einmitt á þeim tíma, sem jeg heyrði svo greinilega hin undar- legu högg. (Kringsjá.) Borgareyri 25, nóv. 19o2. Jeg ætla þá að senda þjer fáeinar línur í frjetta- skyni, Bjarki sæll, og er þó fremur tíðindalítið. Undanfarandi hefur hjer verið besta veðurátt til landsins að minnsta kosti, oftast hlý sunnanátt, nú í dag og gær sjósvarta þoka, en sjógæftir hafa frem- ur verið óstöðugar. Veturinn ekki sýnt oss annað enn, en spariandlit og blíðu bros. En þó hefur nafnfrægur veðurfræðingur úti í Aust- urríki, spáð voðalega hörðum vetri, (í vetur) og köld- um, svo slíkur hafi eigi komið næstliðið 50 ára tímabil. En það er als eigi víst að við hjerna úti í hafsauga þurfum að kvíða svo mjög. Hann hefur ef til vill ekki tekið ísland með á reikninginn. Ef inig minnir rjett, J)a var veturinn í hittifyrra, 1900, góður og mildur vetur hjer, en mjög harður og grimmur á meginlandi Evrópu og þaðan alla leið suður á Frakkland, Italíu og Spán. Afli er hjer nú oft dágóður og þó misjafn nokkuð. Og hefði þó verið þörf á góðum sjóveðrum og mikl- um afla nú, eftir hið afarfiskilausa hjáliðna sumar, því þeir, er best hafa fiskað, hafa fengið svona rösk- an helmíng á móti því, er aflast hefur sumurin fyrirfarandi. Svo hefur hjer verið mjög síldartregt. Ein síldar- gánga kom í alt sumar, þó mjög endaslepp. Menn hafa því orðið að kaupa megnið af. beitusíld sinni dýrum dómum annarstaðar frá, auðvitað misjafna að gæðum, og er ekki ólíklegt að fiskitregðan hjer í sumar hafi of mikið stafað af því. Nú eru menn hjer orðnir mjög beitufátækir. Við sendmn mann á Eyjafjörð núna með Mjölni, að kaupa síld, en feingum einga; síldar laustþar norður frá núna og frystihúsin síldartóm. Svo fór um sjó- ferð þá. Ellevsen á Asknesi fjekk í sumar 454 hvali og komu rúm 10,000 föt af lýsi af þeim. Flest af þeim livölum er hann veiddi, kölluðu þeir á norsku „Knulhvali," smáhvalategund, og svo nokkuð af Blá- hval ogFinnhval. „Blaahval" er stórreiðarhvalur, en „Knulhval" er víst hnúðbakur, sem við köllum. Ekki hef jeg orðið var við að þeir hafi veitt aðrar hvala- | / tegundir hjer. Þetta eru allt skíðishvalir og lifa á smáæti margfalt minna en hafsíld. Á Ellevsen var lagt hjer nú í haust 1750 kr. sveitar útsvar og á Bull í Norðfirði hef jeg heyrt að lagt hafi verið 1600 kr. Sagt er að Stigsrud við Isafjarðardjúp hafi feingið 102 hvali á 3 skotbáta (Ellevsen hefur 7 og Bull 2-j og af þeim fjekk hann 4500 föt af lýsi. Það er auð- sjeð að hvalirnir hafa verið drjúgum frálagsbetri þar vestra en hjer. Síldarveiðaskip frá Noregi lá hjer inni frá því seint í júlí og fram á vetur og fjekk ekkert. Barnaskóli er hjer og gánga á hann yfir 20 börn, og má það þakka fylgi einstöku manna, að honum var hjer aftur komið á fót. Þá eru nú þessi blessuð nýu frímerki lögleidd og komin til nota á hverju póstbrjefi, en ekki get jeg að því gert, að tilkomulítil þykja mjer þau, miklu til- komuminni en hin, litardauf og ógreinileg í alla staði. Það er hið eina góða við þau, að vonandi verður þeim aftur breytt við lát hins háaldraða kon- úngs vors, og þá er vonandi að þau verði gerð gleggri i. g þeim verði þá breytt til batnaðar. Það er ekki þýðingarlaust að hafa frímerkin glögg og snirtileg að öllum frágángi. Heilsufar manna hefur verið heldur gott. Þó hefur geingið hjer í haust hálsbólga og hafa menn legið í henni 1- 2-3 daga, og hefur fylgt með sóttveiki í byrjuninni. Nýlega er stúlkubarn á 10. ári dáið á Reykjum úr meinsemd eða ígerð í hálsinum. Svo er fólk hjer, einkum kvennfólk og börn, með tann- pínu, geingur með bólgna og reifaða vánga, með holar tennur, skörð í tanngörðum, eða jafnvel, þeir sem verst eru leiknir, alveg tannlausir. Það er annars ljóti kvíllinn, sú tannveiki er orðin. Ekki man jeg eftir honum svona almennum fyrir 40 árum Hann var þá hreinn undantekningarkvilli, nú al- mennur. Úr því jeg er að minnast á tannveiki, skal jeg setja hjer nafn á meðali, nýuppfundnu af nafnfræg- um tann- og taugalækni, sem hann telur munu sjald- brigðult vera gegn allri tannpínu, er af gigt stafar, sem oft mun vera. Meðal þetta heitir Aspirium 76 77 „Jeg þekki ekki til neins slíks um hann. Hann var almennt virtur maður." „Auðvitað, mestu fantarnir eru alltaf mest virtir. En þekkið þjer fröken Tangen, sem bjó í Prinsins- götu?" „Já, hana ætti jeg að þekkja, því hún er teingda- móðir mín." Maðurinn ljet undrandi gaffalinn falla niður á diskinn. „Teingdamóðir, segið þjer, - getur hún átt svo gamla dóttur?" „Já, og hún á tvær dætur ýngri en konu mína." Maðurinn horfði hugsandi út í loftið. „Þjer hafið þá þekkt hana áður en hún giftist?" spurði prestur. Maðurinn svaraði því eingu, en sagði eins og við sjálfan sig: „Hún var frjálslynd og djörf, uppreisn- arandi. - Hvernig getur dóttir hennar verið sköpuð til þess að vera prestskona?" „Hún hefur Víst beygt sig í hlýðni fyrir guðs orði," svaraði prestur. „Nú, rjett — hún hefur farið í hundaua eins og svo margir aðrir. Ef þjer eruð búnir að borða, þá stöndum við upp. En, það er satt — þjer þurfið sjálfsagt að lesa borðbæn. Gerið þjer svo vel. Látið þjer eins og þjer sjeuð heima hjá yður." Maðurinn skaut stól sínum til hliðar og reis á fæt- ur. „Svo er best að þjer háttið og hvílið yður," bætti hann við. „En vesalíngs hesturinn minn," sagði prestur og stundi við. „Veslíngs hesturinn verður að bíða hjálparlaus þáng- að til fer að skíma. Þá vek jeg yður. Og svo verð- ið þjer að krossa yður þrisvar og biðja, að fjandinn sæki yður nú ekki i nótt, úr því að þjer sofið undir þaki jafnóguðlegs manns." „En, er það ekki yðar — ?“ sagði prestur og benti á rúmið. „Onei, sofið þjer einn í rúminu. Við Pocahontas liggjum hjerna á hjartarskinnunum." IX. Undir eins með afturbirtíngu stóð maðurinn við rúm prests og ýtti við honum. Prestur hafði leingi ekki getað sofnað. Allt sem hann hafði sjeð og heyrt daginn á undan gat ekki vikið úr huga hans og hjelt vöku fyrir honum. Loks fjell hann þó í svefn, en illir draumar.sóttu að honum. Þegar maðurinn ýtti við honum, hrökk hann upp með andfælum og leit flóttalega í kríngum sig. En brátt mundi hann hvar hann var staddur, klæddist í flýti, hagræddi hempunni og kraganum á sjer sein best hann gatog gekk svo út með manninum. Útifyrir dyrunum stóðu tveir menn aðrir með staura og reipi. Það var auð- sjeð að húsbóndinn hafði farið út áður og feingið þá til að koma. Nú var hann mjög þögull. Hann gekk á undan. Þegar þeir komu í mýrina, lá hestur- inn þar enn og leit svo út sem hann væri dauður; túngan lafði út úr honum og augun voru hálfbrost- in. Þegar hann varð var við komu mannanna hreifði hann þó fæturna lítið eitt. Þeir lögðu staurana út á dýkið og leystu vagnreimarnar. Fyrst gekk maður- inn, sem prestur hafði gist hjá, einn til hestsins,

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.