Bjarki


Bjarki - 05.12.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 05.12.1902, Blaðsíða 3
BJ ARKI. 3 (Salicylsýrusambland). Af þessu meðali er tekið 1 gram 3 sinnum á dag annaðhvort sem duft uppleyst í vatni eða þá í smákökum. Oft batnar tannpínan af þessu innan fárra mínútna. Meðal þetta ættu menn að reyna við tannpínu, og fæst það víst í lyfjabúðum receptalaust. Ef ofmikil blóðsókn að tönninni veldur verknum, eru kaldir vatnsbakstrar bestir. B. S. Hólar í hættu. Þegar Hólar fóru hjeðan síðast suðurum voru með þeim á 3. hundr. farþegar. Þeir komu til Vestmannaeyja mánudagskvöldið 3. f. m, í myrkri og var ekki hægt að koma far- þegum og flutningi í land þótt gott veð- ur væri þá. Um nóttina hvessti og komst fólkið ekki í land fyr en um miðjan dag á þriðjudag. Síðan flutti skipið sig vegna veð- ursins vesturfyrir eyjarnar og lagðist þar á vík við tvö akkeri. En kl. 8. um kvöldið var veðrið orðið svo mikið, að akkerisstreingirnir hrukku báðir sundur; var þó sjólítið þar sem skipið lá. Nú var komið myrkur, en drángar og sker útundan. Við ekkert varð ráðið fyr- ir stormi. Skipið barst svo undan veðrinu út á milli skerjanna og til hafs, og skilja kunn- ugir menn naumast í, að það skyldi komast klaklaust af. Þegar birti um morguninn var skipið komið vestur undir Reykjanes. Þá fór veðrinu að slota og komst skipið svo inn á Rvíkurhöfn um kvöldið, 5. f. m. A Breiðdalsvík höfðu Hólar í þessari sömu ferð rekist á sker, en ekki skemmst á því svo að vart yrði við. Þetta var á vanaleið þeirra, en sökin var, að þeir voru meir hlaðn- ír en venja er til og ristu dýpra. Miófirska brennumálið frá í fyrra var dæmt í yfirrjetti 6. okt. í haust. Hjeraðsdómurinn var staðfestur, en hann hljóðaði svo, að Guðmundur Arnason, sá er hjálpaði Jóni heitnum Guðjónssyni á Reykj- um til að kveikja í húsinu á Melum í fyrra- haust, skal sæta 4 ára betrunarhúsvinnu og gjalda málskostnað. Innbrot. Þeim heldur áfram í Reyjavík í allt haust og vetur. Nú síðast var brotist inn í búð Björns kaupm. Guðmundssonar, en ekkert gátu þjófarnir haft þaðan burt með sjer. Haldið er að það sjeu sömu mennirnir sem þátt eigi í öllum innbrotunum. Hinar stærri verslanir í Rvík halda nú næturverði til að gæta húsa sinna. PSntunarfielasr Fliótsdæla segja menn að sje nú í þann veginn að hætta viðskiftum við L. Zöllner. Boðað var til fundar á Egilsstöðum á þriðjudaginn var til þess að ræða þetta mál og ráða því til lykta. Fundurinn mun.hafa staðið yfir þáng- að til í gær. Þeir framkvæmdarstjóri Jón Jóns- son og Jón pöntunarstjóri Stefánsson í Múla fóru hjeðan á fundinn og eru enn ekki komn- ir aftur, en væntanlegir í kvöld. Albingiskostnaður 1902. Hann hefur alls orðið 2 8 þús. kr. Þar af er þingtíðindaútgáfa og þíngprentun um 5, þús. Skrifstofa alþíngis um 2 xl2 þús. Endurskoðun 11 50 kr. Þingsetukostnaður þing- manna 186 kr. á mann, eða alls rúmlega ð1/^ þús. Ferðareikningar þíngmanna eru nú þessir: Ari Brynjólfsson 655 kr., Guttormur Vig- fússon 634, Olafur Davíðsson 575 kr. 50 a , Jón Jónsson frá Sleðbrjót 575 kr. 50 a., Þor- grímur Þórðarson 552 kr., Guðl. Guðmunds- son 452, Stefán Stefánsson á Möðruvöllum 413, sr. Árni Jónsson 391, Pjetur Jónsson 391, Stefán Stefánsson í Fagraskógi 377> Klemens Jónsson 359, Jósafat Jónatansson 271 Ólafur Briem 270, Iiermann Jónasson 257, Guðjón Guðlaugsson 235 ltr. 50 a., Björn Bjarn- arson 230, sr. Sigu'rður Stelánsson 212 kr. 80 a., sr. Sigurður Jensson 152, sr. Eggert Pálsson 146, sr. Magnús Andrjesson 144, Lár- us Bjarnason 120, Eggert Benediktsson 74, Skúli Thoroddsen 38, Þórður Thoroddsen 38. Leiðarþínx hjeldu þíngmenn okkar I. f. m. á Vopna- firði, eftir því sem ,»Norðurland« skýrir frá. Þar hafði sr. Sigurður P. Sivertsen á Hofi borið upp svohljóðandi fandarsamþykkt: »Með því að fundurinn er sannfærður um, að eindrægni og samheldni sjeu nauðsynleg fyrir þjóð vora í framfarabaráttu komandi tíma og að brýna nauðsyn beri til að landsmál sjeu rædd með stillingu og gætni með sannleikann fyrir augum, þá skorar hann á íslensku blöðin að hætta að vekja tortryggni og kala á milli hinna poli- tísku flokka í landinu, sleppa öllum getsökum í garð einstakra manna, en láta bæði flokkana og einstaka menn úr þeim njóta sannmælis, um leið og þau láta niður falla allar deilur út af þeim málum sem alþíngi þegar hefur ráðið til lykta.« »Norðurland« getur þess, að annar þíng- maðurinn, Ólafur Davíðsson, hafi mælt móti tillögunni, en hinn, Jón Jónsson, greitt atkvæði með henni. Tillagan var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum gegn þremur. Ólafur mun hafa fundið, að kjassmæli þeirra »Stefnis« og »Austra« um þingmennsku hans eru allt annað en sannmæli og því litið á þetta sem einskonar mótmæli gegn þeim. Því oflof er gagnstætt sannmælum eingu siður en oflast. Og ef Ólafur á að njóta sannmælis fyrir þingmennsku sína, þá hlýtur dómurinn að verða sá, að hann var aðgerðalítill maður á þíngi. Nú kvað hann ekki ætla að bjóða sig fram aftur. En vera má, að þeirri ætlun hans hafi stjórnað sú trú, að nýu kosningalögin kæmu í gildi fyrir næstu kosningar, en að aftur glæðist hjá honum laungun til þíng- mennsku, er hann frjettir um afdrif þeirra. Póstur kom að norðan í fyrrakvöld. Merkilegt er það, að hann kom ekki með" nokkur blöð af Suðurlandi. Alauða og þýða jörð sagði hann alla leið norður á Fjöll. Rlxnlngrar óvenjulega miklar hafa geingið hjer um tíma; hiti hefur verið alt að 10 st. R. og stöðug sunnanátt, stundum hvasst. Snjór er aðeins efst í fjallatindum og vatnagángur eins og í leysíngum á vorin. Lag- arfljót kvað vera eins mikið og í vorvöxtum. 78 klappaði honum og kjassaði hann. Svo hellti hann Whiskýblöndu í skál, sem hann hafði með sjer, og gaf hestinum að drekka. Lífskraftarnir vöknuðu nú smátt og smátt aftur og hann fór að brjótast um. Þeir ljettu undir með reipunum, og loks kom hann framfótunum upp á staurabrúna, sem þeir höfðu lagt fyrir framan hann. Enn ver gekk að ná afturhlut- anum upp, en þó tókst það einnig og hesturinn stóð aftur á fastri jörð. Þegar hann sá að hann var úr hættunni lagðist hann niður aftur og sleikti hendur þeirra sem höfðu bjargað houum. Maðurinn úr skógnum batt hafrapoka um háls honum, þvoði af honum leirinn og neri liðamótin á fótum hans í brennivíni. „Það er rjettast að þú flytjir prestinn heim á þín- um hesti, Hallvarður," sagði hann við annan mann- inn, sem með honum var. „Þessi hestur getur verið hjá mjer meðan hann er að ná sjer; jeg skal fara ,vel með hann, þó það sje prestur sem á hann," bætti hann við og leit til prests. Prestur þakkaði honum fyrir hjálpina. Hallvarður sótti hest sinn, en á meðan gerðu þeir við vagnarm- inn, sem brotinn var. Svo lagði prestur heim á leið 79 aftur með kunnugum ökumanni. Að skilnaði sagði maðurinn úr skóginum: „Heilsið þjer konu yðar frá mjer; jeg hefði haft gaman af að sjá hana." Prestkonan hafði verið orðin dauðhrædd um mann sinn, og þegar hann koin heim, þóttist hún hafa heimt hann úr helju. Hún hljóp á móti honum og fleygði sjer um háls hans. „Guði sje lof fyrir að þú ert kominn," sagði hún, en bætti strax við: „En, Kristinn, hvernig stendurá því, að þú litursvona út?“ „Já, nú skaltu heyra, að jeg hef komist í æfintýri," sagði prestur á meðan þau leiddust inn. Svo fór hann að segja ferðasögu sína. Hann hljóp skjótt yfir andlát Pjeturs í Haga og það sem þar hafði borið við, en aðalatriði sögunnar varð gistíng hans í skóg- inum. Nú fann hann að kona hans gat tekið eftir. Þegar hann var að útskýra trúarmál fyrir henni, þá játaði hún reyndar, en var annars eins og úti á þekju. En nú hlustaði hún eftir með stórum augum og hálfopn- um munni eins og hún gleipti hvert orð. „Indiánastúlka, segir þú - oghann frá Kristjaníu — og hefur þekkt móður mína. Kristinn, þángað verð- um við að koma bráðlega." 80 „Getur verið," svaraði presturhægt; „jeg vildi að minnsta kosti ekki að þú færir þángað ein. Jeg hugsa að hann komi einhvern af næstu dögum með hestinn, og þá færðu að sjá hann." „En því eigum við ekki að heimsækja hann?" „Jeg skal segja þjer eitt," svaraði prestur; „hann er einn af þessum trúleysíngjum sem neita öllu og sjer ekki að hann er á barmi glötunarinnar. Það var hryllilegt að heyra hvernig hann guðlastaði; jeg vil helst hlífa þjer við því." „Við þurfum þá ekki endilega að tala um guðfræði," skaut prestskonan inní. „En menn eins og hann blanda lífsskoðun sinni í allt sem þeir tala um. Hann er svo fullur af hatri tif kristindómsins, að hann getur alls ekki þagað yfir því." „Hann er þá allt annarar trúar en þú?" „Hann er guðsneitari, trúleysíngi af versta tægi." „Og hefur verið vinur móður minnar.,, „Um vináttu þeirra veit jeg ekki, en jeg veit að hann hefur þekkt hana"* * Ef einhver kynni að finna upp á að segja, að þessi trúlausi guðfræðingur í Indiinaskóginum sje ónáttúrlegur, þá svara jeg, a5

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.