Bjarki


Bjarki - 12.12.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 12.12.1902, Blaðsíða 1
Vll, 48-49. Eitt blað a viau. Verð árj;. , itr. borgist fyri,r !. júií, (erlenrlís « tr borgist fyrirfranr Seyðisfirði, 12. des. Uppsögn skrifleg, ógild nema komm sje til útg. fyrir i.okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902 Um hvaheiðar. Hvaloeiðar fyrrntn og ná. — Hvalir sem nú veiðast við Island. — Hvalir að deyja út. —- Eyða ílandhagsskýrslum. — Af hverju lifa hval- ir>. — Olíkar skoðanir.—Afleiðing hvalveiða.— Eru. hvalveiðar arðsamar? — Athugavcrð upp- ástúnga. — Skrítinn skilningur á skattalögun- um. — Hughrcysting. — Hvað á að gjöra.? Algeingast umtalsefni er veðrið. Næst því munu hvalveiðarnar koma hjer eystra. Þar sem 2 eða fleiri hittast berst talið tíðum að þeim. Fyrirsögn þessara lína ætti því eingan að hneixla. Hvalveiðar eru gömul atvinnugrein, sem tíðkaðist þegar í fornöld, þó lítið á Norður- löndum. Stórkostlegastar voru þær á 17. og 18 öld, og áttu þá Þjóðverjar, Hollendíngar og Englar mestan þátt í þeim og stunduðu þær einkum í norðurhöfunum og við Spits- bergen, A ig. öldunni hafa Ameríkumenn mjög stundað hvalveiði eins og líka Norðmenn. Veiðiaðferðin hefir tekið mörgum breytíngum, einkum* á næstl. öld. I öndverðu voru notaðir handskutlar og lagvopn, sem aðeins varð við komið er hvalirnir voru mjög gæfir. Síðar komu ófullkomin byssuskeyti, sem stundum höfðu skutul með taug, stundum lausar spreingi- kúlur eða laus eiturskeyti, og særðu þessi áhöld og drápu miklu fleiri hvali en veiddust. En fyrir tæpum 40 árum var fuudin upp veiði- aðferð sú, sem nú tíðkast hjer og eignuð er Norðmanninum Svend Foyn. Aðferð sú (lýsíng á henni mundi hjer of láng- orð, endamörgum kunn) ermiklu vissarien hinar fyrri, og tapast nú sjaldan sá hvalur, sem skotið er á. En um leið er hún líklegri en nokkur önnur aðferð til að uppræta kynstofn hvalanna. Með aðferð þessari hafa hvalveiðar verið stundaðar hjer við land í 13 ár, og hafa þær jafnt og þjett færst í vöxt jafnframt og þær hafa þverrað við Noregsstrendur. 3 tegundir skíðishvala eru einkum veiddur hjer nú: Skeljúngur eða hnúfubakur (Megap- tera boops), steypireyður eða síldreki (Balæu- optera musculus) og hrafnreyður eða bláhval- ur (Balæuoptera sibbaldi). Annara tegunda gætir mjög lítið. Köttur (?) (Balæuoptera bo- realis) veiðist þó við og við og íslandshvalur (Balæna íslandicus) örsjaldan. Eingir tannhval- ir eru hjer veiddir, enda eru þeir flestir smá- ir og lýsislitlir. 2 tegundir skíðishvala eru nú að mestu út- dauðar, en það eru Grænlandshvalur (Balæua mysticitus) og íslandshvalur. Eftirsókn eftir þeim hefir verið mjög mikil, enda eru þeir stórum verðmeiri en aðrir hvalir, sem í norð- urhöfunum veiðast, einkum Grænlandshvalur.* Hann yfirgefur aldrei hafísinn, var á 17. öld veiddur í þúsundatali við Spitsbergen árlega, en er nú svo torgætur, að skoskir hvalveiða- menn hafa stundum lei tað hans sumarlángt en árángurslaust á síðustu árum. Islandshvalur var áður mjög útbreiddur, hefir veiðst bæði við Ameríku, Spitsbergen, Finnmörku, ísland og jafnveÞ suður við Spánarstrendur. Afhon- um voru 15 drepnir hjer við land 1890, og um sömu mundir 1 eða 2 við Finnmörku, en síðan hefur hans varla orðið vart. — Af tann- hvölum, sem hjer hafa verið algeingir, er ein tegund orðin mjög sjaldgæf, en það er and- arnefja (Hyperoodon diodon). Hana hafa hval- veiðamennhjer við land ekki skotið, enfjöldi skipa frá Englandi og Noregi hafa undanfarið stund- að andarnefjuveiðar í hafinu milli Islands og Noregs, og er sú veiði nú að leggjast niður vegna fækkunar á hvalnum. Upplýsíngar um hvalveiðar hjer við land ættu að sjálfsögðu að finnast í landhagsskýrsl- um vorum, en þar er stór eyða. Af þeim getur einginn fræðst í því efni og þó hefur hjer á næstl. 13 árum einginn jafnstórfeingi- legur atvinnuvegur verið stundaður og hval- veiðar. Meðfram fyrir afskiptaleysi landstjórn- arinnar í þessu efni hefir hvalveiðunum verið veitt minni og fordómsfyllri eftirtekt en skyldi, og vart nokkur innlendur maður enn orðið hluttakandi í þessari veiði. Mjög hafa skoðanir manna hjer verið skiftar um það, á hverju hvalir lifðu. Margir hafa haldið því fram, að þeir lifðu á síld, og hafa ráðið það af því, að þeir hafa oft fylgt si'ld- argaungum. Þessi skoðun hefur fætt af sjer þá kenníngu, að hvalurinn ræki síldina afhaf- inu inn á víkur og voga og væri þannig ómiss- andi bjargvættur fyrir fiskimenn og síldveið- endur. Bæði eldri og ýngri rannsóknir hafa þó leitt það í Ijós, að skíðishvalir þeir, sem hjer veiðast, lifa á smáum krappadýrum, sem úir og grúir af í hafinu umhveris landið á sumr- um, en sem að mestu deyja út á vetrum. Smádýr þessi eru margskonar og sjómönnum lcunn. Þau eru nefnd hjer ýmsnm nöfnum, svo sem: augnasíli, rauðagnir, kampalampi o. fl.; en þau hafa eigi sjálfráða gaungu og reka um sjóinn fyrir straumi og vindi, Á æti þessu lifir auk hvalanna bæði hafsíld og upsi og jafn- vel þorskurinn sumpart. Af því er auðskilið að síld og hvalir fylgjast oft að. Ein tegund skíðishvala þeirra, sem hjer veiðast, eltir þó síld og etur hana jafnframt smáætinu, og er það steypireyðurin, en helst lítur út fyrir að hún sækist eftir síld þegar þurð er á smá- ætinu, og oft eru magar þeirra fylltir smáæti * Fullorðinn Grænlandshvalur er metinn 50-60,000 kr. virði, og liggur það verð einkuni i tálknunum. seinni hluta sunrars. Skíðishvalir þeir, sem eingaungu lifa á smáætinu, svo sem hrafnreyð- ur og skeljungur, eru hjer sjaldsjenir meðan smáætið timgast ekki, en koma hingað sunnan úr höfum hópum saman þegar það vaknar af vetrardvala; aftur sjest steypireiður oft snemma að vori og seint á haustum, og geingur þá bæði eftir smásíld og hafsíld. Skoðanir almenníngs á sambandi hvalveiða og fiskiveiða eru mjög ólíkar. Sumir fordæma hvalveiðar, kenna þeim skort á síld og fiski, álíta þær hreina landeyðu. Norskir síldarveiða- menn eru einkum forsprakkar þessa flokks, og verður því eigi neitað, að ástæður þeirra eru oft veigalitlar og hafa stundum á sjer æs- ingablæ. Aðrir — og það einkum þeir, sem mest kynni hafa af hvaíveiðunum — álíta þær skaðlausar fiskveiðum og meinlitlar síldarveið- um, netna þar sem hvalstöðvar eru, því bríla og hvalleyfar era skaðlegar netum og nótum og fæla ef til vill síld á grunnu vatni. Mót- spyrna sú sem hvalveiðar hafa mætt í Noregi og hjer, hefur sjálfsagt oft stafað af raungum hugmyndum um samband fiskiveiða og hvalveiða. Enn sem komið er verður eigi sagt um það sam- band með fullri vissu. Rannsóknir þær, sem að tilhlutun norsku stjórnarfnnar 'hafa verið gjörðar í þessu efni, benda að ýísu flestar til þess, að hvalveiðar sjeu ekki fiskiveiðum skaðlegar, en margt er þar fremur á líkum byggt en sönnunum. En hvað sem þessu öllu líður, þá er þó víst, að hvalnum fækkar í hafinu kring um landið, og eyðing hans sviftir eftirkomendurna arðvænlegri atvinnugrein, eins og líka höpp þau, sem einstakir rnenn og hjeruð hafa haft af hvalnum, eru þegar úr sögunni. Svo er og gagnsemi hvalsins í einu tilliti auðsæ fyrir fiskimennina: Hvalablásturinn áhafinuer sem sje oft mikilsverð leiðbeining um það, hvar leita skuli að fiski og síld. Þetta út af fyrir sig er nóg til þess að reynt verði að takmarka veiðina og gjöra hana iandinu arðvænlega í leingstu lög ; en eyðingu hvals- ins getum vjer ekki fyrirbyggt. Um arðsemi hvalveiðti eru flestir á einu máli, og ef trúa má tilgátum »Austra«' um gróða hvalveiðamannanna hjer eystra næstl. sumar, þá er slfkt líkara gulluppgripum í Clondyke en sultaratvinnu á íslandi. Að Ellefsen hafi haft í hreinan ágóða hálfa aðra milljón króna er svo einstaklega ótrúlegt, að mjer virðist það hljóti að vera meinleg prentvilla, — eða að gleraugu ritstjórans stækka þá óvenjumikið. Af hvalafurðum þeim, er E. hefur flutt út má sjá, að aðaltekjurnar muni hafa verið 8 — 900,000 krónur. Um gjöldin er erfitt að vita, en vart hafa þau verið undir 500,000 kr. fyrir utan byggingarkostnað. Eftir því ættu hreinar tekjur að hafa verið 3—400,000 kr. I

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.