Bjarki


Bjarki - 12.12.1902, Side 2

Bjarki - 12.12.1902, Side 2
2 B fÁ R KI. Sú upphæð deild með 7 (skotbátafjöldanum) er nægilega stór til að vekja þá hugsun, að gjörlegt væri fyrir oss að aura saman 200,000 kr. fyrir einn hvalbát með nauðsynlegustu áhöldum á landi og í starfsfje fyrsta sumarið. Færeyingar hafa eigi látið sjer það í augum vaxa, og víst væri það myndarlegra en standa hjá og æðrast meðan útlendir dugnaðarmenn í lögleyfðri samkeppni draga að sjer bæði tögl og hagldir, Uppástúnga um að friða hvalinn eða banna hvalbræðslu á landi hefur feingið marga fylgis- menn hjer umhverfis í seinni tíð, og blaðið »Austri« vill gjöra fylgi við þcssa uppá- stúngu að skilyrði fyrir kosningu til alþíngis á vori komandi. Þessi uppástúnga er í mínum augum mjög athugaverð og það af þrem ástæðum. Fyrt og fremst eru líkur til að hvalveiðamenn, er með banninu yrðu sviftir atvinnu, sem áður var þeim lögleyfð í land- inu, gætu með dómi feingið landssjóðinn skyld- aðan til að kaupa hvalstöðvarnar og veiðiá- höldin, sem ella yrðu þeim lítils eða einkis virði (og slík útgjöld eru landssjóði langt um megn). I öðru Iagi gæti vel farið svo, ef slíkt bann kæmist á, að bæði Englar og Norð- menn, sem hvortveggju eiga skamma leið til Islands, tækju upp hvalveiðar hjer við land með stórskipum í líkingu við Ameríkumenn, ljetu nokkra skotbáta fylgja hverju skipi, flettu spikinu af hvölunum úti á hafi og flyttu það heim til sín á viknafresti eða oftar, en slepptu skrokkunum. í þriðja lagi er landsmönnum með slíku banui meinuð öil hluttíeild í hval- veiðum og lands.-jóður sviftur öllum þeim tekj- um sem hann hefur og |.etur haft af þeiin, útlendir hvalveiðamenn gætu þá án allrar sam- keppni leikið lausum hala utan við landhelgis- línuna — í viðlögum innan hennar líka (sbr, trawlarana ensku) — og mundum við lítið gott af þeim hafa. En — hvað höfum v,er nú gott afhvalveið- unumr mun margur spyrja. Gagn það, sem einstakir menn og hjeruð hafa af þeim, er auð- vitað talsvert, eins og líka tollur af útfluttum hvalafurðum nemur nokkrum tugum þúsunda, en betur sleppa hvalveiðamenn við landsjóðs- gjöld en aðrir gjaldendur, þvf ekki borga þeir neinn tekjuskatt, og hefur það margan hneyxlað. Sá skilningur á lögum um tekju- skatt frá 14/12 1877 virðist harla skrítinn, að hvalveiðamenn sjeu honum undanþegnir. At- vinna þeirra er verksmiðjuiðnaður jafnhliða veiðinni, sem út af fyrir sig virðist ekki geta heimfærst undir sjávarútveg í þess orðs vana- lega skilningi, en lögin taka berum orðum fram, að tekjuskatt af atvinnu skuli greiða af sjó- ferðum, verslun og iðnaði. Eg er eigi maður til að skýra lög, en ef orð skattalaganna í þessu efni eru eigi nógu glögg, þá þarf að breyta þeim og kveða skýrar að orði, því í reyndinni kemur bjer misrétti fram við gjald- endurna. Fyrir þá, sem mjög hræðast áhrif hvalveið- anna á fiski- og síldar-gaungur, er það nokkur hughreysting, að fiskifræðingur Bjarni Sæ- mundsson telur þær eigi hættulegar og svo hitt, sern eigi er minna um vert, að á tíma- bilinu frá 1890 ti 1, 1901, meðan hvalveiðar aðallega voru stundaðar fyrir Norðurlandi, frá Horni til Lánganess, og hvalveiðamenn höfðu safnstöðvar sinar á Siglufirði, var árlega meiri sfldarveiði við Eyjafjörð en annarstaðar á land- inu og fiskiveiði oft líka mikil. Hvað nú eigi að gjöra vegna hvalveiðanna og þeirrar ímynduðu hættu, sem af þeim geti leitt fyrir framtíð landsins er spurning, sem eigi verður á einn veg svarað aföllum. Sum- ir hrópa á hvalveiðabann, aðrir vilja heimta 50 króna vígsbætur fyrir hvern landfluttan hval án tillili til þess, hvort hann er 500 eða 5000 kr. virði; enn aðrir vilja leggja 500 kr. toll á hvern hval og reyna þannig að koma öllum hvalveiðum fyrir kattarnef. Loks eru þeir, er vilja láta allt standa við sama og ver- ið hefur, og í þeirra tölu eru auðvitað hval- veiðamennirnir sjálfir. Jeg aitla ekki að brjóta þessar tillögur frekar ar til mergjar, en benda með fám orðum á það sem mjer virðist mætti gjöra og það er þetta: 1. Banna fjölgun hvalstöðva á landinu, nema eftir sjerstöku leyfi landstjórnarinnar og gegn tilteknu gjaldi. 2. Banna fjölgun hvalbáta frá þeim stöðvum sem þegar eru reistar. 3. Banna upptöku hvalstöðva, sem staðið hafa ónotaðar 1 ár eða leingur nema eftir sjer- stöku leyfi, eins og líka að heimfæra undir nýar stöðvar hinar fornu hvalstöðvar þegar eigandaskitfi verða. 4. Banna að skjóta steypireiður og færa til lands á tímabilinu frá 15. ágúst til 1. júní, eða, ef reynslan síðar sýndi að henni fækkaði mjög, þá allt áiið. 5. Heimta tekjuskatt af atvinnu af hval- veiðamönnum. 6. Skylda hvalveiðamenn til að hagnýta hvalskrokka, en láta þá eigi grottna niður á hvalstöðvum eða reka um sjóinn. 7. Taka upp í hagskýrslur landsins tölu hvalbáta, sem hjer veiða, tölu og tegund veiddra hvala o. s. frv. 8. Af einstökum mönnum að reyna að mynda innlent hvalveiðaíjelag. — Eða í fám orðum sagt: Reyna að fljóta með sjálfir af eigin ramleik og hagnýta þessa ^ auðsuppsprettu rneðan hún býðst og útlendir menn þurausa hana ekki. Jeg get búist við, að hinum harðsnúnu mót- stöðumönnum hvalveiðanna þyki hjer cigi nógu djúft tekið í árinni og jafnvel að síðasta tillagan verði álitin goðgá hin versta. En reynslan mun síðar sýna, að hjer má eigi svo böl bæta að biða annað meira; heldur ekki mun með hval- I veiðabanni takast að heimta úr helju hvali þá I sem áður hafa átt mestan þátt í að styggja I síld að landi á fjörðum inni nl. voghval og 1 andarnefju; þeir eru nú orðnir afarsjaldgæfir, j án þess hvalveiðamenn hjer við land hafi skot- j ið þá. Firði í desember 1902 Sv. Olafsson. 1 84 „Heldur þú þá að jeg sje sá klaufi að stýra vagrli? En annars geturðu víst verið rólegur; þú veist jeg er eingin hetja hjerna á vegunum." „Já, og það eru 12—14 mílur þángað." „Er það svo lángt?" Um kvöidið tók prestur guðfræðisbók og ætlaði að fara að lesa hátt fyrir hana. „Segðu mjer heldur frá nóttinni í skóginum," sagði hún, „það er skemrnti- legra en guðfræðin." „Svo, þjer þykir það. En jeg hef áður sagt þjer frá hentti." „En segðu það aftur. Hvað töluðuð þið um?" „Pá samræðu vildi jeg ekki endurtaka, þótt mikið væri í boði, allra síst svo þú heyrðir til." „Var hún svo Ijót?' „Jeg hef sagt þjer það áður, að verra guðlast hef jeg ekki heyrt." „En Indíánastúlkan?" „Satt að segja er jeg hræddur um að það sje eitt- hvað ósiðlegt í sambúð þeirra; jeg skildi að minnsta kosti ekki í, hvernig henni var varið." „Svo?" sagði prestskonan og bar ekki á að henni hnikkti neitt við að heyra það; miklu fremur jók það for- vitni hennaráhögum þessa dularfulla manns ískóginum. 85 Morguninn eftir-kom prestur inn meðbrjef í hönd og sagði: »Það á að jarða Pjetur í Haga á þriðju- daginn. Viltu koma með mjer þángað?" „Ænei, get jeg ekki veríð laus við það ?" „Þú veist, að ekki neyði jeg þig til þess, en þú veist líka að safnaðarfóikinu líkar illa að þú skulir aldrei vera við þegar líkt stendur á." „En þú veist, livað jeg tek út, ef jeg geri það." „Jæja, vertu þá kyr. En jeg ætla í sömu ferðinni að fara hrínginn í kríng í sókninni og verð burtu að minnsta kosti þrjá daga." „Jeg fer nú að venjast því." „Ef maðurinn í skóginum kemur á meðan með hestinn, þá verðurðu að taka vel á móti honum, en gefðu þig ekki í tal við hann um truarbrögð." Prestskonan svaraði eingu, en fór að hagræða ein- hverju í Iiornskápnum. En rjett eftir að prestur var farinn gekk prestskon- an inn til Gunnars bónda. „Ekki vænti jeg að þu gætir lánað mjer hestinn þinn Gunnar, hann er svo þægur fyrir vagni, og dreingínn líka? Prestinn láng- ar til að vita hvernig hestinum hans líður," sagði hún. Jú, jrað var velkomið. 86 Hún hljópheim aftur og hafði hjartslátt. Hún opn- aði kúffort, sem hún hafði haft með sjer að heiman ; þar átti hún ýmislegt geymt sem henni hafði aldrei fyr getað komið til hugar að nota þar vestra, fína kraga, blúndur og annað skraut. Nu tók hún þetta upp, skoðaði það og var leingi að ráða við sig, hvað hún ætti að velja. Hún stóð frammi fyrir dálitlum spegli, setti hárið upp samkvæmt nýustu tísku, fór í fallegasta kjólinn setn hún átti til og kastaði gull- keðju, sem mynd móður hennar hjekk við, um háls- inn. Þannig búinn steig hún upp í vagn Gunnars bónda. Vagninn var með gömlu lagi og ekkert ásjá- legur. Og svo var haldið á stað. Á meðan þessu fór fram var prestur að hatda lík- ræðuna yfir Pjetri í Haga. Hann hrósaði gáfum Pjeturs, hreinskilni og dugnaði og kvað pví illa far- ið, að þessum góðu hæfileikum hefði um eitt skeið af æfi hans verið illa varið, eða til þess, að eiða áhrif- um kirkjunnar. „En einginn getur umflúið guðs dóm," sagði hann," og jafnvel hinn þverlyndasti verður að beygja sig, þegar drottinn talar til samvisku hans. Á banasænginni játaði hann villu sína og viðurkenndi, að hún hefði aðeins bakað sjer armæðu^

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.