Bjarki


Bjarki - 12.12.1902, Blaðsíða 4

Bjarki - 12.12.1902, Blaðsíða 4
I B T A R K I. »í*esskonar mál (eins og hjer er nemt á undan) hefur nú sett saman islenskur maður, Páll Þorkels- son, og sýndi hann oss í gær mikia orðabók og málfræði, sem hann hefur. nú fullgert. Athj'gli vort laðaðist ósjálfrátt að höfundinum. Pál! Þorkelsson er nú nálægt því fimtugur maður, íslenskur prestsson og hefur farið víða um lönd í París hefur hann haft ofan af fyrir sjer með tann- lækningum og nú síðustu árin hefur hann lifað hjer í Höfn á guHsmíði. H’nn hefur ekki gengið á latínuskóla; samt talar hann Pýsku, Frönsku og Ensku og hefur kennt sjer það alt sjálfur þegar stritið fyrir daglegu brauði gaf honum tómstundir til þess. Hann byrjaði einu sinni á útgáfu fransk- íslenskrar orðabókar, en varð að hæ.tta sakir fjár- skorts. Svo lesarinn geti sjeð, að hjer er um merkilegt verk að t.a!a, þá bætum vjer bví við, að Finnur prófessor Jónsson hefur frefið höf. vottorð og talar þar um hina miklu skarpskyggni í aðferð hans við málmyndunina og Vaid. Schmidt, Prófess- or, hefur gefið Páli Pork hiý meðmæli eftir að hafa lesið bækur hans, Mál Páls er að eins ritmál og fara teiknin eftir málsbyggingu, ekki eftir hljóði. Pað verður því ekki talað, að eins skiiið. Þann veg er og háttað nokkrum bablýónskum og assýriskum ritum, að þau verði ekki lesin í þeim skiiningi, að menn hafi hug- mynd um, hvernig málin voru borin fram, en laf- hægt að skilja þau. J>að er álit Páls Þork. að hljóð- ið sje of hvikul undirstaða til að byggja varanlegt heimsmál á, því hljóðin breytast, og hvert mál, bygt á þeim, hlýtur auðvitað að brevtast og klofna eftir þeim þjóðum, sem tala málið. Þess vegna leggur Páll Þorkelsson viss teikn til grundvailar. Ilann hefur sett upp 25 frumteikn, sem tákna vissar aðalhugmyndir, cg á þeim hefur hann svo grundvallað alia aðferð sína með rnerki- legri skarpskygni og sa^kvæmni og ekki síður undraverðum dugnaði. Hann segir jafnvel að mál sitt sje svo auðugt og liðugt að á því megi tákna hugmyndir, sem ekki eru til á neinu Norðurálfumáli og þó vei skiljanlegar þeim, sem eru inni í málinu. í 'olaðí er ekki rúm til að fara út í "mámuni, en tilraun Páls Pork. virðist oss merkileg, og megi |treysta vísindamönnunum, þeim dr. Finni Jónssyni og próf. Schmdt, þá er hjer nm raeira að tal?. en gagnslausan gamanleik. Og ekki verður manni síður hlítt til Páls Þork. þegar maður veit, að hann hefur með stálvilja og stáliðni haldið áfr.am tilraunum sínum um mörg ár, þrátt fyrir harðan bardaga fyrir daglegu brauði. Hann hefur nú sótt um styrk til Hjálmstjörnu- stofnunarinnar og Rabensjóðsins til að koma á prent málfræði sinni og orðabök. Hver ve;t? kann- ske að það eigi að koma frá íslandi þetta heims- mál sem fulluægir þörf prófessor Salomonsens og þrá Vilh. Thomsens.« Alþfngiskosningarnar 1903 Eftir — s — n. —o— Frh. Alþingismenn-þeir, sem kosnir verða að vori, verða að vera vandaðir menn. Það er næsta nauðsynlegt og þýðingarmik- ið að allir þeir, sem kjósendurnir fela að hafa á hendi fyrir sig hlutdeildina í lagasmíðinni og eftirlitið með stjórnarstörfunum sjeu vand- aðir menn, þ, e. a. s.. láti öl! sín orð og gjörðir stjórnast af hreinum hvötum og reyni til þess að leggja það eitt til í hverju máli sem þeir eru sannfærðir um að sje sem næst sanngirni og rjettlæti og sem hagkvæmast fyr- ir land og lýð. — Allir menn eru breyskir og hafa tilhneigingar til þess oft og tíðum að láta aðrar hvatir stjórna gjörðum sínum, t. a. m. vináttu eða óvináttu við þá, sem hlut kunna að eiga að máli, eigingirni, flokksfylgi, mein- leysi og fleira; en þeir einir eru vandaðir menn og góðir dreingir sem sigrast á þess- um tilhneigingum og Ifta á málin «fráalmennu sjónarmiði«, fylgja sannfæringu sinni fram með einurð og alvörugefni hver sem í hlut á. A 4 NÝTT HEIMSMÁL. Páll Þorkelsson heitir íslenskur maður, sem leingi hefur dvalið erlendis, áður í París, en nú um allmörg ár í Kaupmannahöfn. Hann er sonur síra Þorkells, sem áður var prestur á Staðastað á Snæfellsnesi, bróðir dr. Jóns landsskjaíavarðar í Rvík og þeirra systkyna. Páll hafði numið gullsmíði í æsku. Aður bjó hann í Rvík og stundaði þar tannlækningar. Jafnframt gaf hann sig mikið við túngumála- námi. Hann samdi franska orðabók meðan hann var í Rvík og byrjaði á útgáfu hennar, en varð að hætta við hana í miðju kafi. Til þessarar orðabókar hafði hann varið bæði miklu starfi og fje. Eftir þetta fór hann til Frakklands og settist þar að. Nú í sumar fluttu dönsk blöð þær fregnir af honum, að hann hefði fundið upp nýtt rit- mál. Það er þannig lagað, að á því eru rit- aðar hugmyndirnar, en ekki orðin, og á hver þjóðin fyrir sig að geta lesið úr teiknunum á sínu máli eins og lesið er úr tölustöfunum. Og að dómi fróðra manna, sem hafa kynnt sjer uppfundning hans, er hún mjög merki- leg. Setningin : »Hann mun skrifa þjer brjef< lítur svoua út á máli Páls í’orkelssonar: d ✓. w 5 v 5 V Dani mundi — ef ritmál þetta væri notað — lesa þessa setningu þannig : »Han vil tilskrive dig et Brev«; Þjóðvcrji: »Er wird dir einen Brief schreiben«; Frakki: »11 t’écrira une !ettre«; Einglendingur: »He will Write you a letter.» Hjer er tekin upp, eftir »Arnfirðingi«, þýð- íng á kafla úr grein, sem »Pohtiken» flutti nýi. um þessa uppfundning Páis Þorkelssonar: %,____________________________________________________ QO leika. jeg skil ekki, að þjer skylduð geta giftst presti." „Svo - og hvers vegna?" i/Af því þjer eruð dóttir nióður yðar, og móðir yðar heyrði til vantrúarflokknum." „Hvað segið þjer?" sagði prestskonan og kipptist við. „Vissuð þjer það-ekki? uetur það verið, að hún hafi látið aia dætur sínar upp í kristindómsheimsk- unni, sem hún sjáif fyrirleit svo hjartanlega! Hún er máske farin að sækja kirkjur sjálf líka - fara til aitaris - " „Já, það gerði hún." „Fyrirlitiegar skepnur eru mer.nirnir," sagði mað- urinn. Hann varð sótrauður í andliti, skauí stóln- um frá sjer og gekk fram og aíur um gólfið. Hann hjelt á spítu og braut hana miili fíngranna. Svo kastaði hann brotunum frá sjer, gekk að borð- inu og leit aftur á prestskonuna sömu blíðu augun- um og áður. Þau voru full af tárum. Mjer hefur þótt vænt um móður yðar," sagði hann, „jeg get gjarnan játað það. En það sem þjer nú hafið sagt feliur mjer enn ver, en mjer fjell einusinni að heyra að hún gæti ekki endurgoldið ást mína. Jeg heffiú- 91 ið frá henni og frá allri hinni rotnu rnenníngu híng- að inn í skógana — en svo kemur hún á eftir mjer - og hún kemur híngað ljósiifandí inn í stofu mína raeð gamlar endurmin'níngar og gömul sár." Hann tók höndunutn afturfyrir hnakkann og gekk fram aftur um gólfið. „Þjer ætlið þó ekki að íelja mjer trú um að þjer sjeuð kirkjutrúar?" hjelt haun áfram „með þetta 'oros í kríngum munninn, og þessi augu." „Jeg vona, að jeg haldi fast við barnatrú mína," svaraði prestskonan hálfvegis utan við sig. „Ha, ha, ha - þjer kunnið romsurnar!" sagði mað- urinn. „En ef þjer viljið nú segja eins og er, frú, hefur þá þessi barnatrú djúpar rætur?" Prestskonan roðnaði. „Þjer þekkið ekkert annaðbetra," hjeit hann áfram. „Svoleiðis er því varið. Annars hefðuð þjer kastað sýnóduflónskunni útbyrðis fyrir Iaungu. Eitthvað hljótið þjer að hafa erft frá móður yðar." Prestskonan vissi ekki, hverju hún ætti að svara. „Mig lángar til að heyra, hvað þið móðir mín töluð- uð um,« sagði hún. „Hvað ætli maður yðar segði um það?“ , 92 „Maðurinn minn veit ekki að jeg sje hjer í dag?" „Svo," svaraði maðurinn og rak upp stór augu. „þarna kom það — það ljktist móður yðar. Áttuð þjer annars nokkurt sjerstakt erindi híngað?" „Jeg ætlaði að vita, hvernig hestinum liði." „Svo, þjer eruð þá eiginlega að heimsækja hest- inn, en ekki mig?" „'Ekki svo að skilja," sagði prestskonan, „en — " „Hestinum líður vel og jeg skai koma með hann einhvern af næstu dögunum." „Maðurinn minn verður ekki heima á morgun og ekki næsta dag," sagði hún eins og út í loftið. Maðurinn leit á hana og brosti. „Nú, þá kem jeg d^ginn eftir morgundaginn," sagði hann. „En jeg hef enn ekki feingið að heilsa konu yðar." „Konunni minni, hvað eigið þjer við?" „Maðurinn minn sagði að Indíánastúika---------" „Pocahontas? Nei, það er ágætt! Maðurinn yðar var svo fram úr öllu hófi hátíðlegur, að jeg gat ekki látið vera að segja honum eitthvað í þá áttina. — Pocahontas!" kallaði hann fram og lauk upp hurð að hliðarherbergi, „komdu með mjólk inn handa frúnni."

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.