Bjarki


Bjarki - 12.12.1902, Blaðsíða 5

Bjarki - 12.12.1902, Blaðsíða 5
þetta verður að leggja mikla áherslu, þvi' að því miður getur maður eigi varist þeirri hugs- un, þegar litið er á gjörðir t. a. m. síðasta þíngs, að það hafi komið fyrir að atkvæðum sumra þingmanna hafi verið stjórnað af hvötum, sem voru eigi nógu hreinar. Þingmennirnir verða að vera vel gefnír menn og vel að sjer- ön þau mái, sem borin eru fram á þíngi, eru minni eða meiri vandamál. Hinsvegar er þingtíminn stuttur og urmull af málum borinn upp á hverju þíngi. Það þarf því góða greind til þess að setja sig á stuttum tíma svo vel inn í svo mörg mál, að maður geti gjört sjer ljósa grein fyrir þeim af sjálfsathugun, og það þykir ef til vill hart en er þó satt, að allmargir afþeim þingmönnum, sem fjallað hafa um t. a. m. stjórnarskrármálið, hafa ekkert botnað í því og ekki getað gjört grein fyrir skoðun sinni á því; samt sem áðurhafa þeir haft og þókst hafa skoðun á því máli, en hún hefur eigi verið þeirra eiginleg eign, heldur skoðun ann- ara, sém þeir hafa tileinkað sjer ómelta, þ. e. a. s. án þess að þeir hafi getað gjört sjer eða öðrum grein fyrir því eða skilið í því, hversvegna hún væri rjett. Til þess að leggja hyggilega til málanna þarf og góða greind og menntun, þekkingu. Þeim mun betri sem greindin er og þekkingin víðtækari, því meiri líkur eru til þess að tillögurnar miði í rjetta átt og sjeu heppilegar. Það er ekki einasta nauðsynlegt að þingmennirnir þekki til hjer hjá oss, heldur verða þeir og að hafa þekk- ingu á því, hvernig hagar til hjá þeim þjóð- um, sem við lík kjör eiga að búa og vjer, þekkja rás viðburðanna hjá þeim, svo reynsla þeirra megi oss að haldi koma, Það er eing- inn vafi á því, að framfarir hjá oss eru að mörgu leyti sömu skilyrðum bundnar og fram- farir annara þjóða, og vjer getum lært ótrúlega margt af tilraunum þeiri'a og reynslu, en til þess verðum vjer að þekkja tilraunirnar og reynsluna, svo vjer getum synt fyrir þau sker sem fyrir þeim hafa orðið, en farið að dæmi B J A R K I. þeirra, þar sem reynslan hefur sýnt, að þær hafi farið rjetta leið og ástæða er til að ætla að þá braut eigum vjer og að fara. Þing- menn eru tiltölulega mjög fáir í samanburði við málafjöldann, sem þeir hafa til meðferðar. Til þess að málin fái sem bestan undirbúning verður að skifta þeim á sem fiestar hendur til íhugunar og yfirvegunar í nefndum, en ef tveir eða fleiri liðljettingar vegna gáfnaskorts og menntunarleysis eru í hverri deild, svo að þeir hafa ekki traust samþíngismanna sinna, verður afleiðingin sú, að hinir verða að vinna verk þau, sem þessum mönnum bæri að rjettu lagi að vinna og verða þannig ofhlaðnir störf- um til skaða fyrir undirbúning málanna. Að senda menn á þing, sem eigi geta samið og skrifað nefndarálit svo í lagi sje, er stórskaði og hneysa fyrir þjóðinr. Frh. —,—sy£to< Blástjarnan. — o- Inndæla blástjarnan blíða, sem blikar á him-inum rón ! jeg skoða oft skinið þitt fríða um skamm degis- þögula nótt. fú Ijóraar á loftinu bláa, þú lýsir svo fögur og skaer, þú svífur um himnana háa heiminum spilta svo fjær. Þú hlýtur að göfga hvert hjarta, þó hlýtur að framleiða trú; því hvaðar er blikið þítt bjarta ? Hver bauð það, að Ijós yrðir þú ? Þú minnir á máttugan anda, sem myndað og prýtt hefur þig. f'ú minnir á algóðan anda, sem ávalt mun varðveita mig. Ben. Þ. Gröndal. Móðurmorð, Eitthvert hið hroðalegasta morð sem fyrir hefur komið var framið í Kaupmannahöfn í mánuðinum sem leið. Tuttugu ára gamall dreingur myrti móður sína, stakk hana með hníf hægramegin í hálsinn. Síðan ók hann líkinu gegnum bæinn og fleygði því í sjóinn, Konan, sem myrt var, var ekkja eftir söðla- smið, sem dó fyrir tæpu ári síðan. Hún átti fjögur börn, en aðeins þessi sonur hennar bjó hjá henni. Eftir lát mannsins hjelt hún sauma- stofu. Þessi sonur hennar hjet Anton Jörgen- sen og var málari. Honum hafði áður verið hegnt fyrir þjófnað. Misklíðarefnið milli þeirra var, að hann vildi giftast dóttur söðla- smiðs, sem bjó þar í grend við þau, en móð- ir hans haíði á móti því. Kvöldið sem hún var myrt hafði hún þó kallað kærustu sonar síns og foreldra hennar til sín, og lítur svo út sem hún hafi verið búin að gefa samþykki sitt til giftingarinnar. Dreingurinn segist hafa myrt hana í reiði og óráði af því að hún hafi talað illa um stúlkuna. Ekki meðgekk hann morðið fyr en sannanir voru komnar fram gegn honum svo ljósar, að allir gátu sjeð að hann var morðinginn. Ekki ber neitt á að hann iðrist eftir illvirkið. Sem merki um kæringar- leysi hans er það tekið fram, að einu sinni á meðan á rannsóknunum stóð sá hann vind- !ing í glugganum á rjettarsalnum, tók hann og spurði lögreglumanninn, sem fylgdihonum, hvort hann mætti ekki eiga hanm Fór svo að reykja og var hinn rólegasti. Danmörk og Þýskaland. Bjarki flutti nýlega grein, þýdda úr »Póli- tíken«, sem sýnir að nýa stjórnin í Danmörk vill koma á sem bestu samkomulagj. milliþýska- lands og Danmerkur. Blöð þæði Dana og Þjóðverja tala mikið um nauðsynina á þessu og að bæta þurfi ástandið í Suður-Jótlandi. Segja þýsku blöðin að eingin ástæða sje til að þraungva kosti Dana þar, eða halda áfram o'fsóknum gegn þjóðerni þeirra og túngu, ef Danir sjeu Þjóðverjum vinveittir og hætti að 93 Indíártastúian hafði gegnum glugga á þilinu skoð- að gestinn og svo farið að punta sig. Hún kom nú 'fram í besta skrauti sínu, prýdd með perlum og hríngjum, böndiím og fjöðrum. Prestskonan rjetti henni hendina og Indíánastúlkan kyssti á hana. „Talar hún ekki norskti?" spurði prestskonan. „Það er lítið," svaraði maðurinn brosandi. „Poca- hontas! talaðu norsku við konima," sagði hann á indísku. „Sælkomin," sagði Pocahontas og hneigði sig. „Það er ekki rjett," sagði liann; „velkomin á það að vera." „Velkomin," át Pocahontas eftír og brosti svo að skein í hvitar tennurnar. Þau sátu enn um stund og tóiuðu saman. Svo 'reis prestskonan á fætur. „Jeg verð að fara að fara, ef jeg á að ná heim í björtu." „Já, því jég má sjálfsagt ekki bjóða yður að gista hjer sagði maðurinn. Prestskonan roðnaði. „Nei, það ef ómögulegt, og þar að auki — " „En, hvað hafið þjer þarna?," tók maðurinn fram í 94 þegar hann sá myndina, sem hjekk við gullkeðj- ttna. „Það er mynd af móður minni, viljið þjer sjá hana?" „Nei, nei," sagði hann, en rjett á eftir „jti, lofið þjer mjer að sjá hana." Hann stóð leingi kyr og horfði á myndína. Hann greip annari hendi ttm þvertrjeð ofan við dyrnar. „Fallni eingill!" sagði hann lágt. Svo sleppti hann aftur myndinni, leit á prestskonuna og sagði eins og hálffeiminn: „Má jeg biðja yður einnar bónar áður en þjer farið? Má jeg kyssa á hönd yðar?" Prestskonan roðnaði og rjetti honum höndina. Hann hjelt henni leingi og kyssti hana tvisvar. „Og svo kem jeg daginn eftir morgundaginn. Þökk fyrir komuna. Komið þjer bráðum aftur og þá skuluð þjer fá að heyra, hvað við móðir yðar töluðum um." Hann fylgdi' henni út, leit eftir að hestinum væri rjett beitt fyrir vagninn, lyfti henni upp í vagninn og horfði á eftir henni þángað til hún hvarf. 95 XII. Prestskonan var í sjöunda himni á leiðinni heim aftur. í þessu var tilbreytíng og skemmtun. Og það sem einkum gerði viðkinnínguna laðandi var, að hann hafði þekkt móður hennar, og sú ást færð- ist nú einhvernveginn yfir á hana sjálfa. Hann hafði kysst hana á hendina, og meira að segja beðið um það eins og það væri náð - og það var meira en nokkitr maður annar hafði gert síðan hún kom til Ameríku. Og hver hefði það svo sem átti að vera? Pjetur í haga;..eða Ounnar á Haugum ? Hún hló hátt, svo skríngilegt fannst henni að hugsa sjer þá koma svoleiðis fram. En skemmtilegt var að verða fyrir því, — það var gaman að láta skoða sig í eins- konar töfraljósi. Hún hafði komið tárunum fram í augun á manninum. Og svo hafði hann talað allt öðruvísi en aðrir, allt öðruvísi en presturinn, allt öðru- vfsi en bændurnir. Hún var orðin leið á öllu, sem þeir töluðu um. Reyndar var það ljótt sem hann sagði, en samt var gaman að hlusta á það, og það gat eingarr skaða gert henni. Hún vissi hverju hún átti að trúa. Svona liðu hugsanirnar gegnum huga

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.