Bjarki


Bjarki - 19.12.1902, Blaðsíða 1

Bjarki - 19.12.1902, Blaðsíða 1
VI1 = 50. íiitt blað <i vi,vu. Verð ary. • m borgist fyrir t. já!i, (erienriiq i fer borgist fvrirframi Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1902 Jnnköliun. Hjermeð er skorað á erfíngja Sigríðar sál. Jónsdóttur, sem andaðist hjer á sjúkrahúsinu 13. f. m. að gefa sig fram við undirritaðan skiptaráðanda áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 17. des. 1902 Jóh. Jóhannesson CPARISJÓÐURINN ^ Á SEYÐISFIRÐI verður opinn í síðasta sinn á árinu þriðjudagínn 30. þ. m. kl. 11 f. h. Seyðisfirði 17. des. 1902 Stjórn Sparisjóðsins. Alþingiskosning'arnar Í903- Eftir — s — n. —o— Frh. Þíngmennirnir verða að vera f ramf ara- menn. Það sem oss hefur þótt að stjórn- arfarinu að undanförnu er það, að stjórnin hef- ur verið ókunnug, aðgjorðah'til og íhaldssöm. Stjórnarskrárbreytingin bætir nú væntanlega úr ókunnugleikanum, og ef til vill úr aðgjörða- leysinu. Þó er það nú að miklu leyti undir því komið, hvort ráðgjafinn okkar verður af- kastamaður, því ærið kemur hann til með að hafa að gera, þar sem honum verður falið það sem ráðaneytið, landshöfðingi og ef til vill nokkuð af því. sem amtmennirnir hafa nú á hendi, auk ferðalaganna til Kaupmannahafnar. En eitt er víst, og það er, að það er alveg undir hælinn lagt, hvorthinnýa stjórn verður eigj eins íhaldssöm og hinar fyrri, ef íhaldsmenn verða kosnir á þ í n g í v o r. Vjer vitum það allir, að tii eru þeir menn hjer á landi, og þeir eigi fáir eða lítilsmegnandi, sem ekkert hefur þótt að stjórnarfarinu að undanförnu, hafa barist á móti öllum breyt- ingum á stjórnarskránni meðan þess var nokk- ur von, að það tækist að halda henni óbreyttri, og þótt þeir gángi með breytingunum nú, er þeim mjög hughaldið um að þær verði í reynd- inni sem minnstar. Þessum fiokki manna hef- ur vaxið mjög fiskur um hrygg hin síðustu árin við það, að þeir menn, sem áður voru hinir megnustu andstæðingar þeirra og vildu eigi aðeins breytingar á stjórnarskránni, held- ur gjörðu sig eigi ánægða með minna en hina svonefnduBenediktsku eða þáð,sem ófáanlegt var, ge.ingu í lið með honum til þess að hindra að sú stjórnarbót, sem fáanleg var, kæmist á. Þessi kynlega flokkasamsteypa hjelst, þótt und- arlegt megi heita, á síðasta þingi eftir að allir framfaramennirnir voru þó berlega orðnir sam- mála í stjórnarskrámálinu. Enþaðer trúa mín, að ástæðan til þess, að þeir framfaramenn, sem voru í minnihluta r í meirihlutafiokknum á síðasta þingi, hafi þá eigi viljað slíta fje- lagsskapnum við meirihluta flokksins, íhalds- mennina, af því, að þeir litu svo á að þeir væru kosnir til þess að fyglja sömu stefnu í stjórnarskrármálinu og h'inir og höfðu fylgst með þeim á þingunum á undan. Nú ætti að vori að kjósa um framfaramenn og íhalds- menn, og er þá sennilegt, að framfaramenn þeir, sem fyllt hafa fiokk íhaldsmanna, gángi í framsóknarflokkinn. en þar sem þeir bó í þinglok skrifuðu undir stefnuskrá með íhalds- mönnunum, er full ástæða fyrir kjósendurna til þess, að kryfja þá til sagna um það, hvern flokkinn þeir muni fylla á þíngi 'næst, og end- urkjósa þá því aðeins, að þeir lofi að slíta fjelagsskapnum við íhaldsmennina. Því verði íhaldsmennírnir eins sterkir á þíngi eftirleiðis og síðast, þá er það viðbúíð, að ráðgjafinn nýi verði íhaldsmaður og þá verður bitamunur en ekki fjár á stjórnarfyrirkomulaginu fyrir og eftir stjórnarskrárbreytinguna. — Nú eru kjós- endurnir búnir eð margsýna það áður, að þeir eru harðóánægðir með íhaldsstjórn og eingin ástæða er til þess að ætla, að þeir vilji kjósa aðra en þá menn til þíngs, sem þeir fulltreysta að sjeu sannir framfaramenn og muni þegar beíta sjer gegn hinum nýa ráðgjafa, ef það ólán skyldi henda, að hann yrði íhaldsmaður — en þeir verða vel að gæta þess, að láta ekki blekkjast í þessu efni. Það er nú sannarlega mál komið til þess, að farið verði að vinna af alvöru að því, að bæta atvinnuvegina, bæta kjör alþýðu, svo hjer verði svo h'fvænlegt, að fólkið hætti að streyma út úr landinu. Og hjer dugar ekkert kák. En standi íhaldið við stýrið, er hætt við að breytingarnar og framfarirnar verði svo hægfara, að allur þorri manna missi trúna á framtíð landsins og þeir, sem með nokkru möglegu móti geta losnað, fari af landi burt, þángað, sem eigi er eins h'fvænlegt og hjer, ef rjett er að farið. Það verður að kjósa þá menn eina, sem hafa trú á framtíð þessa lands, sem eru óánægðir með ástandið eins og það er nú, sem þekkja og virða óskir þióðarinnar og vita hvar skórinn kreppir að, sem vilja bæta úr þeim misfellum, sem á eru. og hafa þor til þess að vjer færumst það í fáng, sem álitið verður nauðsynlegt til þess að framfar- irnir verði sem viðtækastar og fari' sem fyrst að láta á sjer bera. Það kann nú að verða sagt, að nauðsynlegt sje að nokkrir íhaldsmenn að minnsta kosti verði á þíngi til þess að hindra það, að breyt- ingarnar verði of gífurlegar, að þíngið og stjórnin fari í gönur, og sjá um, að rás við- burðanna verði eðlileg og hagkvæm. Því skal nú fúslega játað, að ef nokkur hætta væri á því að þingið mundi fara þannig að ráði sínu, væri brýnasta þörf á því, að koma í veg fyrir það, og eins hinu, að það er mjög heppilegt, að nokkrir íhaídsmeun sitji á þingi og taki þátt í meðferð málanna. En þess ber fyrst og fremst að gæta, að hjer hefur eigi bólað á neinni byltingafýsn eða hvatvísi í stjórnmálum, sem nokkur ástæða sjé til að óttast að fái byr hjá fulltrúum þjóðarinnar, og í öðru lagi höfum við konúngkjörnu þing- mennina, sem eru helmingur annarar deildar- innar, og sannarlega er trúandi fyrir því að gæta þess, að eigi verði of hart riðið úr hlaði. það er því hreinasti óþarfi fyrir þjóðina að senda íhaldsmenn á þíng, til þess að standa þar á verði; það er óhætt að láta hina kon- úngkjörnu um það. Hinsvegar er það athuga- vert, hve íhaldsliðið er sterkt í efri deild og má það ekki aukast að mun án hættu á að framfaramálin eigi þar erfitt upp- dráttar. Það verðiíi'"þvi að kjósa framfaramenn við kosningarnar að vori. . Niðurlag. Opið brjef til velb. herra sýsiumanns 03: feæiarfógeta Klemens jónssonar á Akureyri. I grein yðar í »Norðurlandi«, um »Síldar- veiðar Norðmanna«, hafið þjér beint því að mjer, að jeg hafi á miður sæmilegan hátt stutt að samningum milli hjerlends »strámanns« og »erlendra lögbrotsmanna«, er þjer svo nefnið. Þennan áfellisdóm yðar byggið þjer á því einu, að eftirrit af veðbrjefi, útgefnu af konsúl I. M. Hansen hjer 'á Seyðisfirði til B. Stolt Nielsen 1 Haugasundi'— sem yður hafði borist í hendur — er ritað með minni hendi. En þegar jeg svo krefst yfirlýsingar yðar um það, að jeg hafi hjer verið hafður fyrir rángri sök og tendi yður í því skyni frum- rit veðbrjefsins, ritað af samnings- aðila sjálfum, en ekki af mjer, þá segið þjer (í »Norðurlandi« II. 4), að >þetta út af fyrir sig sje eingin sönnun«. En sje það nú svo, þá var rithönd mín á eftirritinu enn síður sönnun fyrir þvi, að jeg hefði samið skjalið.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.