Bjarki


Bjarki - 19.12.1902, Blaðsíða 2

Bjarki - 19.12.1902, Blaðsíða 2
2 B J A R K I. Og þó þessari sönnun væri sleppt, þá var þó sá kosturinn fyrir hendi, er jeg benti á í brjefi mínu til ritstjóra »Norðurlands« 8. f. m. og sem yður var sýnt, —- sá kostur, að yfir- heyra kaptein Saltvedt, sem var í nótalagi Hansens á Eyjafirði, og láta hann skýra frá, hvernig umrætt veðbrjef var til orðið; þvi honum var það vel kunnugt að jeg átti alls eingan þátt í að semja skjalið. En svo mikið þóknaðist yður ekki að hafa fyrir því að leiða sannleikann í þessu máli fyrir almennings sjónir. Ennfremur má nú benda á það, að við rjettarrannsókn, sem eftir ósk yðar og tilhlutun hefur verið hafin hjer, út af síldarveið- um Hansens, hefur hann — Hansen — skýrt ; svo frá, að þetta veðbrjef hafi hann sjálfur samið, «án tilstyrks nokkurs manns.» Þennan framburð hans mun yður sem kæranda gefast kostur á að sjá í útskrift af rjettarprófunum, sem nú er send amtinu. Hins vegar hlaut eftirritið að vera með minni hendi, þar sem jeg var hjer settur bæjar- fógeti og það var skylda mín að verða við ■ósk samningsaðila um að láta honum í tje eftir- rit af brjefinu, sem skilað var til þinglesturs. Skrifara hjelt jeg eingan þann tíma, sem jeg þjónaði hjer embætti, og því hlaut jeg að rita eftirritið sjálfur. , Að vísu skrifaði jeg sem vitundarvottur undir brjefið, er komið var með það á skrif- stofuna til mín og jeg beðinn þess ; enda þekki jeg ekkert það, er frá lagalegu og siðferðislegu sjónarmiði geti komið í bága við það, og enn síður, þegar þess er gætt, að jeg var skyld- ugur til að votta um undirskriftina sem notar- ius, ef þess hefði verið óskað. Tilvitnun yðar í 7. gr. laga 4. nóv. 1887 er að því leyti ekki rjett, að lagagreinin heimt- ar það ekki, að .vitundarvottar skrásetji á lausafjárveðbrjef sjerstaka yfirlýsingu um það, að dagsetning brjefsins sje rjett, heldur að þeir »gæti þess nákvæmlega, að rjett dagsetning sje á því«, án þess þeim beri að skrásetja nokkuð um þá athugun sína. Og að við — vitundarvottar hins umrædda veðbrjefs — höfum gætt skyldu okkar í þessu efni, fyrir því er full og lögmæt sönnun fólgin í undir- skriftum okkar. Þau ummæli yðar, að jeg hafi »ef til vill« samið þetta skjal, og viljandi eða óviljandi gert það svo úr garði, að það væri "þýðingar- lítið eða enda ógilt«, hljóta því að skoð- ast sem ástæðulausar getsakir. Og mig furðar mjög, að þjer skylduð bera þær á borð fyrir almenning — og það í einu mest virta og friðsamasta blaði landsins — um sama leyti sem þjer senduð ut áskorun til allra blaða á landinu, um það meða! annars, að »hætta gersamlega öllum getsökum í garð einstakra manna«. Að öðru leyti sje það fjarri mjer að reyna að rýra það starf yðar, er lýtur að því að hindra »strámennsku« í landinu fyrir erlenda lögbrotsmenn. Seyðisfirði 8. nóv. 1902. Virðingarfyllst. Á. JÓHANNSSON. Framanritaða leiðrjettingu á aðdróttunum Kl. Jónssonar sýslumanns sendi jeg Einari ritstjóra Hjörleifssyni um miðjan nóv. síðastliðinn til birtingar í »Norðurlandi«. En þar eð jeg sje að ritstjórinn hefur til þessa — í 4 tölu- blöðum, sem síðan eru út komin af »Norður- landi« — látið vera að gæta skyldu þeirrar, er á honum hvílir, sarnkvæmt 11. grein laga g. maí 1855, þá verð jeg að biðja »Bjarka« að flytja bijef þetta fyrir almennings sjónir, svo að málið, að því leyti sem það snertir mig, verði skoðað frá fleiri en einni hlið. Seyðisíirði 17. des. 1902. Á. JÓHANNSSON. 105 guðdómlegu lögum, að grýta hana, og meir að segja, að fá þá vini sína og nábúa til þess að taka með sjer þátt í þeirri guðsþjónustu." Hann nam staðar á gólfinu. „Og konan, sem heimtað er að farið sje svona með, var oft hernumin frá ókunnu landi og þar hafði henni verið kennt að elska sína guði eins og Oyðíngnum hafði verið kennt að elska sinn. En hún má ekki fá leyfi til að láta í Ijósi skoðun sína, eða vinna að útbreiðslu hennar. Þetta er vísirinn til presta- valdsins og trúarbragðaofsóknanna." „En, hvaðan hafið þjer þetta?" „Það stend' ■ með skýrum orðum hjerna í 5. Móse- bók 13, 6 s. frv. Þjer ættuð að biðja mann yðar að skýra þetta fyrir yður þegar hann talar um inn- blástur ritníngarinnar. Þar gætu nýbyggjarnir hjerna fundið guðdómlega afsökun í hvert sinn sém þeir berja konur sínar. Jeg segi yður satt, frú, - meðan prestarn- ir hafa þessa bók fyrir afguð, og meðan menn gleypa hvert orð sem í henni stendur með ótta og lotningu eins og það væri guðdómleg opinberun, meðan ann- að eins og þetta, annað eins og þrælahald og fleira sem fyrirskipað er með guðs fíngri, ekki má kallast siðleysi og svívirðíng, — á meðan verður fólkið bæði 106 heimskt og siðlaust. Hugmyndir þess urn rjett og rángt truflast; það lærir að hafa eitt siðalögmál fyrir sig og annað, það er að segja fantanna siðalögmál, fyrir guði." Maðurinn hafði talað sig heitan og frú- in starði á hann hálfhrædd. „Er þá ekkert í gamlatestamentinu sem finnur náð fyrir augum yðar?" spurði hún. „Misskiljið þjer migekki, frú," sagði hann rólegri; „í þessari bók er mikið af fegurð og skáldlegum krafti. Hinir gömlu Hebrear áttu góð skáld og spek- ínga, en þessir prestasnáðar, sem síðan þykjast vera að skýra rit þeirra, ná þeim ekki í ökla. Þeir pressa allan kraft, alla sál, allt sögulegt samheingi burt úr efninu og setja heimsku sína og guðfræði í staðirin. Ef jeg væri Davíð eða Esekíel skyldi jeg sparka þeim á dyr öllum saman." „En haldið þjer nú að Davíð og Esekíel hafi brúk- að fæturna til þeirra hluta?" sagði prestskonan. „Hver veit það, frú, - annars bið jeg yðuraðafsaka að jeg er helst til klúr í orðum; jeg er vanastur við að umgángast Indíánana." Þau þögðu litla stund, svo sagði gesturinn: „En það var satt, þjer höfðuð ekki leyfi til að tala um Krygrer fyrverandi Búaforseti hefur nú skrifað æfi- sögu sína, eða endurminningar um æfistarf sitt. Bókin er komin út og er þar auðvitað skýrt frá ýmsu markverðu. Hann telur Cecil Rhodes þann mann sem mesta sök eigi í ógæfu Suðurafríku. Eftir að síðasta stríðið hófst segist hann hafa haft svo mikið að gera, að hann hafi einga nótt getað sofið ótruflaður. Þótt hann tæki ekki bein- línis þátt í orustunum, þá var hann stöðugt á ferli til að telja hug í herforingjana og hvetja Bua til hraustlegrar framgaungu. Bóki.11 endar með þessum orðum : »Jeg er sannfærður um, að drottinn yfirgefur ekki vini sína, jafnvel þótt stundum geti litið svo út, °g jeff beygi mig fyrir vilja drottins í fullri vissu um að hann muni ekki láta verða að eingu þann lýð sem hann hefur mætur á. Allra hjörtu hefur drottinn í hendi sinni og leiðir þau þángað sem hann vil!.« LoítSregrnastöð í Atlantshafi. Ensk-amerískt fjelag er myndað til að koma upp fljótandi loftfregnastöð í Atlantshafinu. Stöðin á að vera járnbarkur, sem lagt er þar við akkeri, og ætlunarverk hennar á einkum að vera, að taka við fregnskeytum frá skipum í hafi og senda þeim aftur önnur. Fyrir milligaungu þessarar frjettastöðvar eiga menn þá að geta skrifast á við farþega á skipum á leið urn miðbik Atlantshafsins. Búist er við að á þessari frjettastöð verði mikið að gera. Á Italíu er verið að koma fregnvjelum Marconis fyrir á járnbrautarvögnum og hyggja menn að þær geti tekið á móti skeytum og sent önnur frá sjer, þótt vagnlestin sje á fullri ferð. E. ZoJa. I byrjun f. m. vorufeingnar meðalmennum sam- skotum 50,000 fr. til minnisvarða yfir hann. 8000 ára sfamalt dýr. Fyrir rúmu ári tilkynnti landsstjórinn í Ja- 107 trúarbrögð. Þá skulum við tala uto Gynters kaffi- hús." En samtalið um kaffihúsið gekk ekki liðugt. Það var ekkert fjör í því, og að lítilli stundu liðmni kvaddi hann. Prestskonan stóð í glugganum og horfði eftir honum, sá hann hleypa burt á harðaspretti í áttina til skógarins. Þessi maður þurfti ekki að taka tillit til neins, hann var frjáls, laus við öll bönd. Hún stóð leingi í glugganum eftir að hann hvarf, svo tók hún biblíuna og leitaði eftir þeim stöðum í Mósebókunum sem hann hafði talað um. Hún sat leingi hugsandi með bókina i fánginu. XIII. Þegar prestur kom heim var hann í góðu skapi. „Jeg hef aldrei kunnað eins vel við mig hjer eins og nú," sagði hann. „Nú finn jeg að menn virða mig almennt og viðurkenna vald kirkjunnar. Það er ekki snefill af mótþróa eftir hjá þeim." „En verða þeir ekki jafnframt ósjálfstæðir og þræl- lyndir?" sagði prestskonan. Presturinn var svo óvanur því að konan gerði at-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.